Morgunblaðið - 18.07.1978, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1978
41
1 u . ú
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
0100 KL 10 — 11
FRA MÁNUDEGI
ut/jrvrz^ajz'uu
óska eftir vinstri stjórn þá telja
þeir að rússneskt réttarfar sé
æskilegt hér á landi. Verði þeim að
góðu hið rússneska frelsi!
„Herstöðvarandstæðingar er
smáhópur af fólki sem ráfar um
blindandi, en hugsar ekki um
afleiðingarnar. Einhvern tíma
hljóta augu þeirra að opnast og þá
sjá þeir hvað það er þjóðinni til
skammar. Fólk sem berst gegn
öryggi landsins hlýtur að mega
kalla landráðafólk.“ (H.H.)
Glæsilegasta afrek ríkisstjórn-
arinnar á liðnu kjörtímabili og það
sem lengst mun halda nafni
hennar á lofti og ávallt mun í
heiðri haft sem einn mikilsverð-
asti þáttur Islandssögunnar bæði í
nútíð og framtíð, er auðvitað hinn
mikilsverði landhelgissamningur
við Breta og Vestur-Þjóðverja er
var undirritaður eins og áður segir
1. júní 1976 í Óslóborg. Og þarna
á landhelgisgæzlan einnig sinn
stóra hlut að málum, sem seint eða
aldrei verður fullþakkaður því öll
frammistaða hennar gegn of-
beldisárásum Breta og vígdrekum
þeirra var alveg frammúrskarandi
og hrífandi góð. Og að lokum urðu
Bretar að lúta í lægra haldi því
stríðsgæfan brást Islendingum
ekki í þessu mikilsverða þorska-
stríði.
íslenzka 200 mílna landhelgin,
þetta mikla og mikilsverða haf-
svæði og lífbelti íslands eins og
forseti Islands sagði eitt sinn á
skemmtilegan hátt um íslenzku
landhelgina, sannara réttnefni
verður ekki fundið. Nú kemur til
kasta íslendinga sjálfra að hag-
nýta þetta lífbelti okkar í framtíð-
inni á skynsamlegan hátt og
réttan, þjóðinni allri til heilla og
hamingju og góðra nytja. Því
„íslands Hrafnist.umenn eru haf-
sæknir enn, ganga hiklaust á
orrustuvöll. Flytja þjóðinni auð,
færa barninu brauð, færa björgin
í grunn undir framtíðarhöll." (Örn
Arnarson)
Þorkell Hjaltason.“
Þessir hringdu . . .
• Skemmtilegar
sýningar
U ms jónarf óstrur:
Undanfarið hafa þau Jón E.
Guðmundsson og Sigríður
Hannesdóttir haldið brúðuleiksýn-
ingar á gæzluleikvöllum Reykja-
víkurborgar. Þykja sýningar þess-
ar hafa tekizt fádæma vel, enda
hrifning almenn og á það við jafnt
unga sem aldna. Fer nú sýningum
þessum senn að ljúka og er full
ástæða til að hvetja foreldra og
aðra aðstandendur barna til að
láta sýningar þessar ekki fara
framhjá sér. Upplýsingar um tíma
og staðsetningu sýninga veita
starfsstúlkur gæzluvallanna.
• Ekið út af
hringtorgum
Ökumaður í Reykjavík vildi að
minnst yrði á akstur út úr
hringtorgum í Reykjavík, en hann
sagði að það væri engu líkara en
margir ökumenn hefðu enga hug-
mynd um að í hringtogum væru
tvær akreinar alveg eins og í þeim
götum sem liggja að torgunum.
— Eg hef margoft rekið mig á
það, sagði þessi ökumaður, að
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
A alþjóðlega skákmótinu í
Hastings um síðustu áramót kom
þessi staða upp í áskorendaflokki
í viðureign þeirra Bakers,
Englandi, og Schlenkers,
V-Þýzkalandi
25. Ra4! — Bxa4 (Eftir 25.... Bf8
fær hvítur auðunnið endatafl) 26.
Hc7+! Kxc7 27. De7+ og svartur
gafst upp. Eftir 27. ... Kb8 28.
Dd6+ — Kc8 29. Hcl+ — Bc6 30.
Hxc6+ bxc6 31. Ba6 er hann mát.
Balshan, ísrael vann áskorenda-
flokkinn og teflir hann því í
aðalmótinu að ári.
menn sem eru e.t.v. í innri hring
í torginu færa sig yfir á ytri
akreinina þegar þeir aka út úr
torginu og valda með því truflun
fyrir þá sem fyrir eru á þeirri ytri
akrein. Menn verða að hafa
hugann við aksturinn og sé það
ekki gert kemur það mjög oft fyrir
að menn „svindla" þannig á
akreinum. Finnst mér þetta mjög
hvimleiður háttur mjög margra
ökumanna og vildi að menn gæfu
þessu gaum þegar þeir áka næst
um hringtorg. Hægt væri að
minnast á ýmis önnur atriði sem
ábótavant er í akstri hjá mörgum,
en við þetta atriði verður stað-
næmst að sinni.
RÆKJUBÁTURINN Ilaraldur frá Dalvík fékk nýlega trollið í
skrúfuna og varð að fá varðskipið Ægi sér til aðstoðar. Kiifuðu
stýrimennirnir Þorvaldur Axelsson og Jón P. Ásgcirsson til að ná
trollinu úr sem þeim tókst eftir nokkra stund.
Ljósm.i Ingólfur Kristmundsson.
Frá námskeiði presta
og organista á Hólum
Dagana 5.-7. júlí s.l. var á Ilúlum í lljaltadal haldin ráðstcfna t)g
námskcið fyrir presta og organista á vegum Prestafélags Hólastiftis.
í undirhúningsnefnd námskeiðsins voru sr. Pétur Sigurgeirsson
vígslubiskup. Ilaukur Guðlaugsson söngmálastjóri þjóðkirkjunnar og
organistarnir Jakoh Tryggvason og Guðmundur Þorsteinsson.
Umra'ðuefni ráðstefnunnar var „samstarf presta og organista í
virkri þátttöku safnaðarins við messugjörðir með sérstöku tilliti til
safnaðarsöngs". Framsöguerindi fluttu sr. Sigurður Guðmundsson
grófastur á Grenjaðarstað og Jón Tryggvason bóndi og organisti í
Artúnum í A-IIún.
í lok umræðna voru þrjár
ályktanir samþykktar svohljóð-
andi: 1) „Organistar og prestar í
Hólastifti hinu forna á námskeiði
heima að Hólum dagana 5.-7. júlí
1978 beina þeirri hvatningu til
safnaðarfólksins, að það taki rheiri
þátt í kirkjusöngnum en nú gerist.
Þátttakendur námskeiðsins telja
að ákveða ætti sérstakan dag eða
daga kirkjuársins, sem helgaðir
væru eflingu safnaðarsöngsins og
fara þess á leit við biskup Islands
og söngmálastjóra þjóðkirkjunnar,
að þeir vinni að framgangi þessa
máls.“ 2) „Organistar og prestar
samankomnir á Hólum í Hjaltadal'
5.-7. júlí óska eindregið eftir því
við forráðamenn Ríkisútvarps, að
tekinn verði upp í hljóðvarpi og
sjónvarpi fastur sálmasöngsþáttur
undir umsjá söngmálastjóra Þjóð-
kirkjunnar. Þættinum verði eink-
urn ætlað það hlutverk að kynna
sálma og fá fólk til aukinnar
þátttöku í sálmasöng“. 3) Organ-
istar og prestar úr Hólastifti hinu
forna beina þeim eindregnu
tilmælum til kirkjumálaráðherra,
að hann beiti sér fyrir því, að
— Skátasirkus
Framhald af bls. 11
kvæmdum yrði.var sótt um undan-
þágu frá greiðslu skemmtana-
skatts, sem var veitt með venjuleg-
um ákvæðum um, að öllum ágóða
yrði varið til æskulýðsheimila á
vegum ekáta, þegar lögleg yfirvöld
hefðu fjallað um málið.
Eins og skýrt er frá annars
staðar hafa þeir reikningar nú
verið endurskoðaðir og lagðir fyrir
tollstjórann í Reykjavík til úr-
skurðar.
Fjármál áhugamannafélaga og
ekki síst æskulýðsfélaga hafa
ávallt verið þung í skauti forustu-
manna þeirra. Þetta á líka við um
B.Í.S., sem hefur reynt að halda
uppi starfi til að edla ekátastarfið
í landinu. Þetta kostar mikið fé og
hefur vegna verðbólgu í landi voru
vaxið meir heldur en tekjur. Við
höfum því reynt að fara inn á
nýjar leiðir í fjáröflunum með
komu sirkusins og svo með því að
hefja sölu „lukkumiða", sem er
smámiðahappdrætti.
Skátastarf stendur víða á mjög
föstum grunni, svo sem á ísafirði,
Tónskóli Þjóðkirkjunnar fái stoð í
lögum og honum tryggð örugg
starfsskilyrði með nægum fjár-
veitingum og starfskröftum“.
Auk umræðna á námskeiðinu
fór þar fram raddþjálfun presta og
organista, orgeltímar með organ-
istum og æfingar í söngstjórn og
kórþjálfun. Kennslu og leiðbein-
ingar veittu Haukur Guðlaugsson
söngmálastjóri, Guðrún Tómas-
dóttir söngkona og organistarnir
Jakob Tryggvason og Guðni Þ.
Guðmundsson. Ennfremur var eitt
kvöldið efnt til almenns safnaðar-
söngs í Hóladómkirkju og helgi-
stundir voru þar haldnar kvölds og
morgna.
Þátttakendur á námskeiðinu
voru auk leiðbeinenda 10 prestar
og 13 organistar. Stjórnandi var
sr. Pétur Sigurgeirsson. Þetta er í
annað skipti sem Prestafélag
Hólastiftis efnir til kirkjulegs
námskeiðs á Hólum. Á síðasta ári
var þar haldið námskeið í leik-
mannastarfi innan kirkjunnar
fyrir sóknarnefndamenn, safnað-
arfulltrúa, meðhjálpara og fleiri.
(fréttatilkynning).
en annars staðar eru skátafélögin
mjög þurfandi fyrir utanaðkom-
andi aðstoð, sem B.Í.S. þaf að
veita. Þyrfti sú aðstoð að vera
ennþá meiri en nú er, en slíkt
kostar fé, sem stjórn B.Í.S. þarf að
útvega. Flest skátafélög eru þann-
ig stödd fjárhagslega, að þau geta
ekki greitt hærri skatt til B.Í.S. en
nú er gert, en hann er 500 kr. á
hvern skáta á landinu.
Við hörmum allar þær rang-
túlkanir, sem komið hafa fram í
blöðum og útvarpi á viðtölum við
einstaka stjórnarmenn, en vonum,
að birting reikninga og annarra
gagna megi verða til að upplýsa
málið og sýna, að ekki var um nein
óheiðarleg viðskipti að ræða.
Að sjálfsögðu munu þessi mál
öll ásamt margvíslegum atriðum
um starfsemi þessa og næsta árs
verða rædd á félagsforingjafundi,
sem haldinn verður 16. og 17.
september n.k.
I þessu máli sannast, að „ein lítil
fjöður getur hæglega orðið að
fimm hænsnum“ eins og segir í
ævintýri H.C. Andersens.
Með skátakveðju, f.h. stjórnar
Bandalags íslenskra skáta,
Páll Gíslason.