Morgunblaðið - 18.07.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.07.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1978 Njarðvík: Albert Sanders endur- ráðinn bæjarstjóri Á FUNDI bæjarstjórnarinnar í Njarðvíkum í gær var tekin fyrir ráðning bæjarstjóra, en í síðustu kosningum missti Sjálfstæðis- flokkurinn þar meirihluta sinn og við héfur tekið meirihlutastjórn Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Alþýðubandalags. Var ákveðið að auglýsa eftir bæjarstjóra og bárust sex umsóknir, þar á meðal umsókn frá Albert Sanders, sem gegnt hefur bæjarstjórastarfinu í Njarðvíkum undanfarið. Var á fundinum samþykkt að endurráða Albert. Töluverð ölvun í Skógarhólum „VIÐ IIÖFUM þurft að hafa sjúkrahús í Reykjavík. Bílarnir töluverð afskipti af ölvuðu fólki, en kannski furðu lítið miðað við þann mikla fjölda, sem sótt hefur mótið. A mótssvæðinu hafa hins vegar ekki orðið nein alvarleg óhöpp,“ sagði Tómas Jónsson, lögrögluvarðstjóri, sem hafði með höndum stjórn löggæzlu á lands- móti hestamanna í Skógarhólum Um helgina. eru mikið skemmdir. Þá var ekið á tvo hesta skammt frá mótssvæðinu, og þurfti að aflífa annan, eins og áður hefur komið fram. Lögreglan þurfti að flytja nokkra mótsgesti til Reykjavíkur vegna ölvunar, og eitthvað var um að ökumenn væru teknir vegna gruns um ölvun við akstur. Ólafur er sagður brosa, en flokksbræður hans Steingríxnur Hermannsson og Tómas Árnason skellihlæja þar sem þeir setjast til viðræðna við æðstukratana Benedikt Gröndal og Kjartan Jóhannsson. Það virðist allt í lukkunnar velstandi í ríkinu íslandi Jarðefnarannsóknir hf. stofnaðar með þýzkri þátttöku: Stefnt að útflutningi vikurs Einnig að reisa steinullaryerksmiðju og vinnslu stuðlabergs ef rannsóknir gefa góða raun Aðfaranótt sunnudags varð all- harður árekstur milli tveggja bifreiða á Gjábakkavegi. Varð að flytja konu úr öðrum bílnum í Rekkarnir hjá skattstofunni í Reykjavfk. fullir af skatt- skýrslum borgaranna. Fyrstu skatt- skrárnar 1 dag GERT ER ráð fyrir að í dag verði lagðar fram skattskrár í Vestfjarðafjórðungi og Norð- urlandi eystra. Stutt er í framlagningu skattskrár á ýmsum öðrum stöðum, og t.d. er búizt við að skattskráin í Vestmannaeyjum verði lögð fram á morgun, miðvikudag, og á Austf jörðum, Suðurlandi, Reykjaneskjördæmi og Reykjavík eru skattskrárnar nú í tölvuvinnslu. Hins vegar er lítið eitt lengra í skrárnar á Vesturlandi og Norðurlandi vestra, t.d. má gera ráð fyrir að skattskráin í síðarnefnda landshlutanum verði ekki lögð fram fyrr en eftir mánaðamót- in._________________ Humaraflinn mejri en í fyrra Höfn, Hornafirði — 17. júlí FRÁ ÞVÍ humarvertíð hófst og til 15. júlí er humarafli Hornafjarð- arbáta orðinn 137 tonn. Er það um 10 tonnum meira en á allri vertíðinni í fyrra. Á sama tíma er bolfiskaflinn orðinn 1180 tonn í hin ýmsu veiðarfæri. Handfærabátar hafa aflað vel, mest stórþorsk. Einn bátur, Þórir, er nú í söluferð til Englands með 50 tonn og er það togfisksafli. _ Gunnar. NÚ HEFUR verið gengið form- lega frá stofnun hlutafélagsins Jarðefnarannsóknir hf., sem byggt er á samvinnu íslenzkra og þýzkra aðila og er tilgangur þess að vinna að útflutningi á vikri, steinullarframleiðslu og vinnslu og útflutningi stuðlabergs. Stefnt er að því að ljúka rannsóknar verkefnum þeim sem þetta varðar á næstu 12 mánuðum. Hlutafélagið er stofnað að for- göngu Jarðefnaiðnaðar hf., Holta- hreppi, sem er félagsskapur sveit- arfélaga á Suðurlandi og all- margra áhugamanna en aðild að því eiga jafnframt fjögur v-þýzk fyrirtæki — DKG Denzinger Ingenierugeselleschaft mbH, FGU KKRONBERG Unternnehmensbe- ratung GmbH, Basalt Gerela GmbH og Gutehoffnungshútte Sterkrade AG. Heimili og varnar- þing Jarðefnarannsókna hf. verður í Hvammshreppi í V-Skaftafells- sýslu. Félagið er stofnað sam- kvæmt íslenzkum lögum og er háð þeim að öllu leyti. í fréttatilkynningu frá félaginu segir, að tilgangur félagsins sé að stunda rannsóknir og kannanir á möguleikum til námuvinnslu, úr- vinnslu, framleiðslu, flutninga og sölu á sunnlenzkum jarðefnum og framleiðsluvörum úr þeim. Rann- sóknir þær, sem í undirbúningi eru á vegum félagsins, beinast einkum að vinnslu vikurs á Mýrdalssandi með útflutning fyrir augum, nýt- ingu á Hekluvikri, möguleikum á steinullarframleiðslu og vinnslu stuðlabergs. Ekki er gert ráð fyrir að Jarðefnarannsóknir hf. muni sjálft annast vinnslu jarðefna eða framleiðslu úr þeim en hluthafar hins vegar muni hafa rétt til þess að öðru jöfnu að gerast aðilar að framleiðslufélögunum, er taka kunna við niðurstöðum félagsins í samræmi við íslenzk lög á hverjum tíma. Félagið mun fá verulegan styrk frá Þýzka sambandslýðveld- inu til rannsóknarstarfsemi sinnar og sömuleiðis samþykkti ísl. ríkis- stjórnin í vetur sem leið að veita félaginu fjárstuðning. Hlutafé félagsins er 88,5 millj. króna og skiptist þannig að Jarðefnaiðnað- ur hf mun eiga 52% en þýzku fyrirtækin 48% eða 12% hvert fyrirtæki. Þýzku fyrirtækin eru sérhæfð hvert á sínu sviði, og í greinargerð um samstarf hinna þýzku og íslenzku aðila kemur fram að sameiginlegt átak þeirra og ís- lenzkra vísinda og tæknimanna eigi eftir að gefa marktæka vísbendingu um framleiðslumögu- leika og útflutningstækifæri fyrir íslenzk jarðefni. Þegar hafa verið gerðar frum- rannsóknir á gæðum jarðefna víðs vegar á Suðurlandi og með tilliti til þeirra hefur verið ákveðið að vinna á fyrsta stigi að rannsóknar- verkefnum og athugunum í fernu lagi, að því er segir í greinargerð- inni: 1. Útflutningi vikurs af Mýr- dalssandi í miklum mæli. Verkefn- ið nær til hráefnisrannsókna, flutnings- og dreifingarathugana og markaðskönnunar. 2. Rannsóknum á Hekluvikri, framleiðslu vikurvara fyrir inn- lendan markað og útflutning og til annarrar hagnýtingar, sem hag- kvæm reynist. Kannaðir verða heppilegir framleiðslustaðir, SKÁTAFÉLAGIÐ Landnemar heldur sitt tuttugasta félagsmót að Úlfljótsvatni um næstu helgi og er þetta afmælismót félagsins, segir í frétt frá Mótstjórn. Ennfremur segir, að til mót- haldsins verði vandað að mætti og verður þar fjölbreytt dagskrá. Aðaláherzla verður lögð á „skáta- flokkinn" sem starfsheild, og byggjast dagskrárliðir upp á því flutningsmöguleikar og fram- leiðslutækni, hver sé æskilegasta framleiðslan og markaðir. 3. Steinullarframleiðslu. Þar verður kannað, hver sé hagkvæm- ust verksmiðjustærð, hvar verk- smiðja gæti risið, rannsökuð verður rafbræðslutækni, gerð áætlun um flutningskostnað og markaðir kannaðir. 4. Vinnslu og útflutning stuðla- bergs. Leitað verður að hentugum námum, kannaðir markaðir og flutningsmöguleikar. Stefnt er að því að ljúka þessum rannsóknum á næstu 12 mánuðum. I fyrstunni mun athyglin bein- ast hvað mest að Mýrdalssandi, sem framleiðslu- og útflutnings- stað. Sambandslýðveldið Þýskaland notar langmest af vikri allra landa til bygginga. Er notkunin nú talin vera um 3—4 milljónir lesta á ári. Æ erfiðara er að ná í góðan vikur til bygginga í Þýskalandi sjálfu og ætti því að vera unnt að selja þangað mikið af vikri. Sá er þó hængur á, að flutnings- Framhald á bls 28. viðfangsefni. Að venju verða varðeldar bæði kvöldin. Til mótsins er boðið öllum skátum á skátaaldri, en að auki verða fjölskyldubúðir til staðar, þar sem foreldrar og eldri skátar geta dvalist. Fararstjóri verður frá hverju skátafélagi, og eru þeir skátar sem ætla á mótið, en hafa ekki þegar tilkynnt þátttöku sína, beðnir um að snúa sér til þeirra hið fyrsta. Mæðralaun fremur en dagheimili ATHYGLI hefur vakið stól- ræða sr. Þóris Stephensens, dómkirkjuprests sl. sunnudag, sem útvarpað var, en þar bar prestur fram þá ósk- til nýkjör- inna alþingismanna að þeir breyttu stefnu í dagvistarmálum í ræðu sinni varpaði sr. Þórir fram þeirri hugmynd sinni að í stað þess að fjárframlögum væri varið til að byggja dagvistunar- stofnanir fyrir börn, yrði þeim varið til að greiða mæðrum ungbarna mæðralaun til að þær gætu verið heima og gegnt uppeldishlutverki sínu, svo að stofnanir væru ekki látnar annast uppeldi barnanna. I samtali viö Morgunblaðið í gær kvaðst sr. Þórir fyrst og fremst hafa átt við dagheimilin, þar sem börnin væru allan daginn, enda hafi hann í ræðu sinni vitnað í nýjustu rannsókn- ir frægra barnasálfræðinga um skaðsemi þessa. Hins vegar kvaðst sr. Þórir vera mjög hlynntur leikskólum, þar sem börnin væru aðeins hluta úr deginum. Landnemamót um næstu helgi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.