Morgunblaðið - 18.07.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.07.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1978 29 — Viðræður Framhald af hls. 44. þeirra eru Ólafur Ragnar Gríms- son, Kjartan Ólafsson og Eðvarð Sigurðsson. Viðræðunefnd Fram- sóknarflokksins verður kjörin á Þingflokksfundi í dag, en Stein- grímur Hermannsson ritari flokksins kvaðst í gær fastlega gera ráð fyrir því að Óiafur Jóhannesson myndi eiga sæti í nefndinni. Alþýðuflokkur og Framsóknar- flokkur áttu með sér formlegan könnunarviðræðnafund í gær- morgun, sem að sögn Benedikts Gröndals formanns Alþýðuflokks- ins var sambærilegur við þann fund, sem alþýðuflokksmenn áttu með alþýðubandalagsmönnum fyr- ir helgi. Þetta var annar viðræðu- fundur þessara flokka, því að fyrsti fundurinn, sem var óform- legur, hafði verið haldinn á fimmtudag. Fundurinn í gærmorg- un milli Alþýðuflokks og Fram- sóknarflokks „var vinsamlegur og viðræður jákvæðar," að sögn Benedikts Gröndals. Fundinn sátu af hálfu AÍþýðuflokks Benedikt og Kjartan Jóhannsson, en af hálfu Framsóknarflokksins Steingrímur Hermannsson og Tómas Árnason. Ólafur Jóhannesson var í fríi á Þingvöllum, en að sögn Steingríms bar fundinn brátt að og hafði Ólafur ekki tök á að komast á fundinn fyrir hádegi. Steingrímur kvað fundinn jafnframt hafa verið undirbúningsfund og menn búna að taka sig mjög ítarlega saman um hvert svar Framsóknarflokks- ins yrði, þegar fyrir fundinn með Alþýðubandalaginu. Því sá for- maður Framsóknarflokksins ekki ástæðu til að stytta frí sitt. Ólafur kom til borgarinnar í gærkveldi. Morgunblaðið spurði Benedikt Gröndal, formann Alþýðuflokks- ins að því í gær, hvort honum fyndist blása byrlega fyrir þessum vinstri viðræðum, sérstaklega, þegar höfð væri hliðsjón af bréfaskriftum Alþýðubandalags- ins fyrir helgina. „Ég skal ekki segja," sagði Benedikt, „en við reynum þetta auðvitað af fullum vilja. Það er ekki nýtt þótt gusti milli flokka í áföngum og ég vona að þetta hafi ekki úrslitaáhrif — enda kom fram í viðtali Morgun- blaðsins við Lúðvík eindreginn vilji hans til þess að við gerðum þessa tilraun. Við brugðumst og hart við þessu bréfi eins og ég sagði í útvarpsviðtali á laugar- dagskvöldið, að nóg væri nú komið af pólitísku pexi, því að stjórnar- myndun væri þrátt fyrir allt alvarlegt mál.“ Samkvæmt upplýsingum Bene- dikts Gröndal notuðu alþýðu- flokksmenn helgina vel. Skipaðar voru tvær vinnunefndir, önnur, sem fjallaði um efnahagsmál og hin, sem fjallaði um önnur mál. Þessar nefndir unnu að því að setja upp málefnin í sambandi við væntanlegar stjórnarviðræður. „Þetta var bara rútínuvinna," sagði Benedikt, „menn settu niður málefnin með hliðsjón af stefnu- yfirlýsingu flokksins fyrir kosn- ingar og aðrar stefnuyfirlýsingar, sem flokkurinn hefði gefið." Alþýðuflokkurinn hélt í gær þingflokksfund klukkan 17. Þar var farið yfir þá vinnu, sem innt hafði verið af hendi yfir helgina og ennfremur var rædd skýrsla full- trúa flokksins, sem rætt höfðu við bændasamtökin, en þau höfðu óskað eftir viðræðum við stjórn- málaflokkana sitt í hvoru lagi. Alþýðubandalagið hélt sömu- leiðis í gær þingflokksfund, sem hófst klukkan 16 og stóð í rétt rúmlega klukkustund. Á fundinum samþykktu alþýðubandalagsmenn að ganga til viðræðnanna. Ragnar Arnalds, formaður þingflokksins sagði í gær að bandalagið hafi verið með 6 manna viðræðunefnd til þessa, en í þriggja flokka viðræðum eins og þeim, sem væru að hefjast, hefði verið gengið út frá því að þrír yrðu frá hverjum flokki. í víðræðunefnd verða eins og áður segir Lúðvík, Ragnar og Svavar, en hinir úr 6 manna nefndinni þá til vara. Á fundinum var samþykkt að svara boði Alþýðuflokks játandi og í kjölfar fundarins skrifaði Lúðvík Jóseps- son Benedikt Gröndal svarbréf. Sirkusinn: N ettóhagnaður 7,5 milljónir kr. Jóker hf. fær 2,5 milljónir kr. — Iðnríkin Framhald af bls. 1 upphæð. Þetta óvenjulega ákveðna tilboð Vestur-Þjóðverja jók þá almennu bjartsýni sem einkenndi blaðamannafund sem þjóðarleið- togarnir héldu að lokum til þess að skýra frá árangri ráðstefnunnar. Carter kom einnig á óvart, því að þótt honum hafi gengið erfið- lega að fá þingið til að samþykkja orkulög lofaði hann því að gerðar yrðu ráðstafanir fyrir lok ársins í því skyni að spara innflutning um sem svarar 2.5 milljörðum dala á dag fyrir 1985. Til þess að gera þetta að veruleika ætla Banda- ríkjamenn að koma sér upp varaolíuforða sem verður einn milljarður tunna og viðhalda hlutfalli milli heildarþjóðarfram- leiðslu og orkueftirspurnar er mun vera um 0.8% eða minna. í sameiginlegri yfirlýsingu sem var birt eftir ráðstefnuna segir að til þess að draga úr óhóflegri olíueyðslu og til að ýta undir kolanotkun og notkun annarra orkugjafa séu Bandaríkjamenn staðráðnir í að koma því til leiðar að olíuverð verði hækkað í Banda- ríkjunum þannig að það kosti eins mikið og á heimsmarkaði fyr- irl980. Viðskiptaþjóðir Banda- ríkjanna hafa lagt fast að stjórn Carters að draga úr olíuinnflutn- ingi þrátt fyrir erfiðleika þá sem hann á við að stríða í þinginu. Einkum Vestur-Þjóðverjar og Frakkar eru þeirrar skoðunar að gífurlegur greiðsluafgangur Bandaríkjanna, sem stafar aðal- lega af olíuinnflutningi, verði að minnka ef heilbrigt ástand eigi að komast á í efnahagsmálum heims- ins. Seinna lagði Carter forseti á það áherzlu að„ við höfum allir gætt þess vandlega að lofa ekki meiru en við getum staðið við.“ Hann bætti því við, að allir þjóðarleið- togarnir hefðu gengið eins langt í átt til samkomulags og unnt hefði verið. Valery Giscard d’Estaing Frakklandsforseti sagði: „Árang- urinn fer fram úr því sem við höfðum vonað. Hann vekur hófleg- ar vonir um ástandið i heiminum." James Callaghan forsætisráð- herra Breta sagði: „Ég held að það sem við höfum gert hafi borgað sig.“ Takeo Fukuda forsætisráð- herra Japans sagði: „Við ættum ekki að búast við kraftaverkum og við ættum heldur ekki að gagn- rýna eða áfellast hver annan. Ég held að okkur hafi tekizt fullkom- lega að fullnægja gagnkvæmum óskum okkar." — Fjöldaflótti Framhald af bls. 1 tæplega eins metra há og falið moldina á háalofti. Göngin lágu frá fangaklefa og opnuðust á akri fyrir framan aðalhlið fangelsisins. Talsmenn fangelsisins telja að það hafi tekið fangana að minnsta kosti fjórar vikur að grafa göngin. Yfirvöld segja að fangarnir hafi bundið fanga sem hótaði að segja frá flóttanum. Meðal fanganna er dæmdir morðingjar, nauðgarar og ræningjar. Seinna var frá því skýrt að 28 fangar hefðu náðst tæpum sólar- hring eftir að flóttinn hófst. Jose Santos Pais dómsmálaráðherra hefur fyrirskipað rannsókn í málinu. Fangelsisstarfsmenn við- urkenna að öryggisráðstafanir hafi farið út um þúfur og segja að þeir hafi ekki haft nægilegt fé til að ráða nógu marga verði til starfa. Þetta er annar fjöldaflóttinn úr Alcoentre-fangelsi. Um 89 starfs- menn gömlu leynilögreglunnar sem voru fangelsaðir eftir bylting- una 1974 flýðu með því að klifra yfir vegg. Lögreglumenn, þjóðvarðliðar og flugliðar taka þátt í leitinni og beita þyrlum. Fanganna er leitað um allt landið og komið hefur verið upp vegatálmunum. Fyrr í mánuðinum gerðu um 200 fangar hungurverkfall til að kerfj- ast breytinga á aðstæðum í fangelsinu. Verkfallið var senni- lega herbragð til að leyna flóttan- um. Morgunblaðinu hefur borizt yfirlýsing frá stjórn Bandalags íslenzkra skáta um fjármál bandalagsins með tilliti til sýn- ingar Gerry Cottle Circus vegna frétta um þar kynnu að vera maðkar í mysunni varðandi skil á skemmtanaskatti. Jafnframt var sent endurskoðað afrit af reikningsuppgjöri vegna sýning- arinnar, svo og samningur milli Bandalagsins og Jókers hf. í Reykjavík, þar sem kemur fram að fyrirtækið Jóker annast alla framkvæmdastjórn, val sýningar- atriða, samningagerð alla vegna komu sýningarflokksins, o.fl. en umsamin þóknun til Jókers sam- kvæmt samningi þessum er 2,5 milljónir króna. I rekstraruppgjörinu kemur fram að sölutekjur urðu alls 65 milljónir röskar en rekstrargjöld um 57,6 milljónir króna og tekju- afgangur varð því röskar 7.5 milljónir. Menntamálaráðuneyt- inu hafði borizt reikningsuppgjör- ið í gær en var ekki reiðubúið að upplýsa hvort það teldi uppgjörið fullnægjandi með tilliti til skemmtaanaskattsundanþágunn- ar er fyrirtæki þetta naut, ellegar hvort krafizt yrði skemmtana- skatts. í yfirlýsingu Bandalags ísl. skáta segir: Stjórn B.Í.S. gerði samning við fyrirtækið Jóker H/F um, að annast allan undirbúning framkvæmd og rekstur sirkussýn- inganna gegn ákveðinni upphæð og útlögðum kostnaði við fram- kvæmdina samkvæmt reikningum. Laun til Jóker voru 2,5 millj. kr. Eins og reikningurinn ber með sér reyndist nettóhagnaður vera kr. 7.524.911.-, sem rennur óskipt til æskulýðsheimila á vegum skáta. Sótt var til Menntamálaráðu- neytisins um undanþágu frá greiðslu skemmtanaskatts og var það veitt með skilyrði um, að ágóða yrði ráðstafað eins og að ofan getur, en reikningsskil yrðu send Tollstjóra í Reykjavík til úrskurðar. Uppgjöri hefur verið flýtt eins mikið og kostur hefur verið og endurskoðað af löggiltum endur- skoðanda, sem hefur kynnt sér öll gögn. Verða reikningsskil afhent tollstjóra á mánudag 17. júlí, sem er viku eftir síðustu sýningu. Jafnframt hefur Menntamála- ráðuneytinu verið gerð grein fyrir málavöxtum samkvæmt skriflegri ósk þeirra. Væntum við að þessi gangur mála verði talinn eðlilegur þ.e.a.s. að opinberir aðilar fjalli um málið, en fjölmiðlum kynnt reikningsskil. Við hörmum, að misskilningur hefur komið upp um fjármálaleg- an rekstur sýninga sirkusins, sem tókst að okkar dómi mjög vel. Við væntum þess að málið sé nú útskýrt, enda virtist okkur, að reikningsuppgjör væri það eina, sem gæti gert það. Við viljum þakka öllum þeim mörgu skátum, sem unnu að framkvæmd þessara sýninga og lögðu á sig mikið starf. Þá viljum við þakka öllum þeim mörgu áhorfertdum eða 23622 alls, sem komu að sjá sýningarnar, fyrir þeirra skerf. — Nýsköpunar- stjórn Framhald af bls. 18 vegna samvinnu sjálfstæðis- manna og sósíalista og andstöðu fimm þingmanna Sjálfstæðis- flokksins við hana. I minningar- orðum um Olaf Thors í Mbl. 5. janúar 1965 kemur Bjarni Bene- diktsson inn á það að vegna þjóðstjórnarslitanna 1942 hafi seint eða aldrei gróið um heilt milli Olafs Thors og sumra forystumanna Framsóknar- flokksins, en eins og að framan getur dró Framsóknarflokkurinn sig svo síöar út úr þjóðstjórnar- viðræðum þeim, sem voru undan- fari nýsköpunarviðræðnanna 1944. Olafur Thors var maðurinn á bak við nýsköpunarstjórnina. Bjarni Benediktsson segir og að Olafur hafi orðið fyrir verulegum vonbrigðum, þegar ekki reyndist lengur unnt að halda stjórninni saman“.Af þeim sökum neitaði hann með öllu að taka af flokksins hálfu sæti í þeirri stjórn sem í staðinn var mynduð undir forsæti Stefáns Jóhanns Stefánssonar. Þegar frá leið sá Ólafur þó eftir synjun sinni og veitti frá upphafi bæði fulltrúum flokksins og stjórninni í heild óbrigðulan stuðning." Eins og að framan segir var fallizt á skilyrði Alþýðuflokksins fyrir aðild hans að nýsköpunarstjórn- inni þannig að flokkurinn gat mjög vel unnið að henni þótt aðild sósialista væri þeim út af fyrir sig lítið fagnaðarefni. Og í afmælisgrein um Brynjólf Bjarnason áttræðan sem birtist í Þjóðviljanum 26. maí sl. segir Einar Olgeirsson m.a.. „Það var fyrir einlæga þrábeiðni mína að Brynjólfur tók að sér menntamálaráðuneytið í Ný- sköpunarstjórninni, því ekkert var fjær huga hans, en ýmislegt sem laut að ráðherradómi. En mikil gæfa var það Islandi, ekki aðeins að eignast einhvern allra besta og víðsýnasta mennta- máiaráðherra, sem ísland hefur átt, heldur og hitt að einmitt hann og Ólafur Thors fundu í þeirri stjórn hvorn annan — ekki síst í „húmornum", — og leystu með ágætum margan þann vanda, ekki síst í kaup- gjaldsmálum, sem hefði getað orðið þeirri stjórn að fótakefli áður en bandaríski hnefinn grandaði þessari vinsælustu og gifturíkustu stjórn, sem Island hefur átt.“ Jón Sigurðsson frá Reynistað víkur að stjórnarandstöðu sinni og annarra þingmanna Sjálfstæð- isflokksins við nýsköpunarstjórn- ina í minningargrein um Ólaf Thors í Mbl. 5. janúar 1965: Segir hann að hart hafi verið lagt að Ólafi af sumum flokksmönnum að reka stjórnarandstæðingana úr flokknum en Ólafur ekki sinnt því. „Álit féll líka sjálfkrafa niður er kommúnistar fóru úr ríkisstjórninni og ný stjórn var mynduð“, segir Jón. - 0 - Þannig er ljóst að nýsköpunar- stjórnin átti sér einstæðan aðdraganda, sérstæðan feril og að sker það sem hún steytti á hefur alla tíð síðan staðið á milli sjálfstæðismanna og sósíalista / alþýðubandalagsmanna. (Samantekt: fj) — Skólaskipið Framhald af bls. 27 ekki sem skipstjóri heldur eem yfirforingi. Hann lyfti bjórglasinu og sagði „skál“, svipmikill maður en glaðlegur. „Að vera „der Kápiten" er bezta staðan innan þýzka sjóhersins," sagði hann brosandi á þýzku til að kanna málakunnáttu íslenzkra blaða- manna. Sagði hann þó að margt hefði breytzt síðan hann hóf feril sinn innan þýzka sjóhers- ins. Þó mikil rækt væri lögð við hlýðni og skyldurækni og skip- stjórinn blandaði aðeins hóflega geði við undirmenn sína, færi undirgefni minnkandi, jafnvel á Gorch Fock. „Tímarnir breytast og mennirnir með,“ sagði hann. „Ég byrjaði sjálfur sem for- ingjaefni árið 1944 í þýzka sjóhernum og síðan hef ég smáhækkað í tign. Það er gangur lífsins," og enn hlær skipstjórinn. „Þjálfun á seglskipi er erfií og krefst mikillar líkamlegrat áreynslu. Allt starf um borð byggist á samvinnu, þar sem margar hendur vinna létt verk. Ungu mennirnir læra ekki eingöngu hjálpsemi heldur eru þeir betur undir það búnir að verða nýtir samfélagsþegnar, þar sem þeir hafa kynnzt þeim eiginleikum sem við höfum í hávegum hér, góðum félagsanda, sjálfsafneit- un og að gera kröfur til sjálfs sín. Kostir skips á stærð við Gorch Fock eru i því fólgnir að það gefur piltum færi á að fara á sjóinn, það er að segja sigla út á Atlantshaf og til fjarlægra hafna. Á þennan hátt öðlast verðandi sjóliðsforingjar og undirforingjar umburðarlyndi og skilning á sérkennum ann- arra þjóða og fá jákvæðari afstöðu gagnvart hagsmunum annarra þjóða," sagði Helmut Wind skipstjóri áður en hann ásamt fleirum snaraðist upp á þilfar í myndatöku. - H.Þ. Utigrill frá Vorum aö fá þessi stórkostlegu pottgrill frá COPCO. Útigrill sem eru engum öörum Ifk. Komiö og leitiö upplýsinga. KUNtGUND Hafnarstræti 11, 8Ími 13469. -Y

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.