Morgunblaðið - 18.07.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.07.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1978 37 fclk í fréttum + Fyrsta verk hins nýkjörna íorseta Ítalíu. Sandro Pertinis (lengst til hægri). var að leggja blómsveig aö minnisvaröa „Óþekkta hermannsins" í Rómaborg. Giuiio Andreotti, forsætisráðherra, gengur við hlið hins 81 árs gamla þjóðhöfðingja. Pertini er sjöundi forseti Ítalíu. Kona hans hefur óskað eftir því að flytjast ekki í forsetahöllina. Qurinai-höllina. — Við munum hafa daglegt samband, sagði forsetinn. og ég mun heimsækja hana á hverjum degi. — Það er stutt á milli forsetahallarinnar og gamla heimiiisins. þar sem forsetafrúin býr. Þau hafa vcrið gift frá því á árinu 1946. + Þetta er heimsmethafinn í úthafssundi. Walter Pönisch, Bandarikjamaður. sem sagt var frá í sunnudagsblaðinu að synt hefði frá Kúbu til Bandaríkjanna. 165 km. leið. nestaður heillaóskum Castros. Walter er 65 ára gamall. bakari að iðn. Hann lét þess getið er þessi mynd var tekin af honum á a-fingu fyrir skömmu. að maraþonsundkonan Diana Nyad. sem ætiar að synda Kúbusund. hafi ætiað að stela hugmynd hans og verða fyrri til að ljúka þessu sundafreki. (Sagt var frá henni hér um daginn.) + PRINSESSA. — Þetta er ljósmyndin, sem Svíakóng- ur, Karl Gústaf, tók af Viktoríu litlu dóttur sinni á eins árs afmæli hennar síðastl. fimmtudag. — Hann afhenti fjölmiðlum myndina til birtingar. Kóngurinn hafði áður til- kynnt að hann myndi sjálf- ur sjá um allar ljósmynda- tökur á afmælinu og frábað sér aðstoð blaðaljósmynd- ara til þess. Ekki fylgdi það textanum með myndinni hvoru foreldrinu hún þyki líkjast ^ieir. — Hundaæði breiðist út Framhald af bls. 13 hvaöa hluta heilans sem er, eru einkennin af öllu tagi. Engin læknis- aðferð fundin Sem fyrr sagði, hefur enn engin læknisaðferð fundizt viö hunda- æði. Læknar hafa enn aöeins getað gefið ráð um fyrirbyggjandi aðgerðir, svo sem eftirlit með innflutningi dýra, ónæmisaðgerðir á helztu smitberum og takmörkun á refastofnum á meginlandinu. Dr. A. Haig segir í margumræddri bók: „Sú staöreynd, aö hundaæöis- veiran hefur haldið velli um aldaraðir, þrátt fyrir allar breyting- ar á útbreiðslu og hegðun dýra, sýnir hvað hún býr yfir mikilli aðlögunarhæfni." — „Hann er aumingi...,, Framhald af bls. 10 en háttatími er klukkan rúmlega tíu aö kveldi. Og nú er kvöldvakan aö hefjast og strákarnir hraða sér niöur í gamla skálann. Tekið er til við sönginn og fyrr en varir ómar „Ljómandi lindarrjóöur" um allt húsiö. Leikrit er næst á dagskrá og það er eins og annað flutt af drengjunum sjálfum. Aö þessu sinni var fluttur leikþáttur um soninn sem var skotinn í stríðinu suður í Hafnarfirði og kemur heim til mömmu sinnar. Vakti sýningin mikinn fögnuð viöstaddra, sem tóku þátt í henni af lífi og sál. Degi er tekið aö halla og þaö er víst kominn tími fyrir okkur að halda heim á leið. En hljómfagur söngurinn úr gamla skálanum ber þess merki að drengirnir hafa lítinn áhuga á aö fara aö sofa, jafnvel þótt komið sé fram yfir háttatíma þeirra. — Tónhvisl Framhald af bls. 33 sem leikmenn geta aldrei skilið: Að vera allt í senn leikari, sviðstjóri og hljómsveitarstjóri. Þess ber að geta, að nýja orgelið í Landakirkju er með þeim ósköp- um gert að geta munað fyrirfram ákveðið raddval. Það má kalla fram án fyrirvara og handapats. Ef frá er talið enn eitt víbrató í Piece heroique. var hér um verulega áheyrilegan flutning að ræða. Guðmundur hefði mátt minnast tvenns: Að ljúka tón- hendingum í orgelleik et kúnst. Það er enginn hljómbotn í orgel- inu, eins og í píanóinu, til að brúa bilið milli hendinga. Þetta verður ennþá meira áberandi í kirkju eins og Landakirkju, þar sem hljóm- burður er nánast enginn. Orgeltónleikar Guðmundar H. Guðjónssonar í Landakirkju krydduðu annars bragðdaufa Menningardaga í Vestmannaeyj- um. Tónhvísl sendir Guðmundi og krikjukór Landakirkju óskir um góða veiði í söngkeppni á Bret- landeyjum. Leiðrétting I morgunblaðinu þann 16. þ.m. er smáklausa undir fyrirsögninni „Hvað er svo glatt" ásamt mynd- urn frá niðjamóti í Ófeigsfirði. Þar er sagt að afkomendur Péturs Guðmundssonar frá Ófeigsfirði hafi haldið þar ættarmót um fyrri helgi. Hið rétta er, að þarna var niðjamót Guðmundar Péturssonar fyrrum bónda þar og hákarlafor- manns, mikils athafnamanns á sinni tíð, en á þessu ári voru liðin 125 ár frá fæðingu hans. Var hann faðir fyrrnefnds Péturs og þeirra systkina, en þau voru 10, sem til aldurs komust. Ennfremur var sagt í klausu þessari, að mótsgest- ir hefðu verið á fjórða hundrað, en hið rétta er, að þeir voru um 170, að frátöldum nokkrum skátum frá Vestmannaeyjum, er þar voru staddir og sjóliðum frá varðskipi, sem þá lá inni á Ingólfsfirði. Líklegt má telja, að einhver lítt kunnugur þarna hafi afhent blað- inu þessa frétt, ef frétt skyldi kalla. Annars eru núlifandi niðjar Guðmundar um 340. Leiðréttingu þessa bið ég blaðið vinsamlegast að birta sem fyrst. Virðingarfyllst, Guðm. Guðmundsson frá Ófeigsfirði. SKYNDIMYNDIR Vandaöar litmyndir í öll skírteini. bama&fjölsk/ldu- Ijosmyndir AJSTURSTRÆTl 6 SÍMI12644 Morgunblaðið óskar eftir blaóburóarf ólki Austurbær Freyjugata 28—49, Grettisgata 2—35, Óöinsgata, Skúlagata, Laufásvegur 2—57, Þingholtsstræti. Kópavogur Reynigrund Upplýsingar í síma 35408 IttStÖtlSlillMbtb

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.