Morgunblaðið - 18.07.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.07.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1978 15 / Sveinn Hallgrímsson á aðalfundi U.I.: ---?------------- „Utflutningur fatn- aðar úr ull hefur tí- faldast á 10 árum” Á aðalfundi Útílutningsmið- stöðvar iðnaðarins í júní s.l. flutti Sveinn Hallgrímsson ræðu, þar sem hann rakti þróun íslenzka ullariðnaðarins síðustu 10 árin og kom eftirfarandi m.a. fram hjá honumi Á undanförnum 10 árum hefur þróast allsérstæður ullariðnaður á Islandi, bæði bandframleiðsla og framleiðsla fatnaðar úr prjónavoð. Það er einkum tvennt, sem gerir þennan iðnað sérstæðan og að- greinir hann frá ullariðnaði ann- arra þjóða: 1. Loðbandið — sem er það lítið snúið, að ekki hefði verið formað að spinna slíkt band, hvað þá að prjóna úr því, fyrir 15 árum síðan. 2. Kembt — ýft — yfirborð prjónavoðarinnar, sem notað er í þann fatnað, sem talinn er ein- kennandi fyrir okkar iðnað. En undirstaða þess, að hægt er að ýfa yfirborð voðarinnar, er einmitt loðbandið, sem nefnt er hér að framan. Því má bæta við, að sumir telja þó, að það sé eitt af sérkennum íslensku ullarinnar, hve auðvelt er að fá vel ýft yfirborð á voðina, ef íslensk ull er notuð í bandið. Til marks um þá hröðu uppbygg- ingu, sem hér um ræðir, má nefna, að árið 1968 voru flutt út 54 tonn af þessum fatnaði úr ull og 17 tonn af lopag bandi. Árið 1977, tíu árum seinna, voru flutt út 499 tonn af fatnaði úr ull og 424 tonn af lopa og bandi. Islenskur ullariðnaður byggir að mestu á íslensku hráefni eða sem hér segir: tonn íslensk ull tæp 1.000 íslensk skinnaull um 400 Innflutt ull og lopadiskar 600 Samtals um 2.000 Af þeim 1.400 tonnum, sem er íslensk ull, eru 200 til 250 tonn flutt úr landi óunnin, en hluti innflutningsins eru svokallaðir lopadiskar til sérstakrar fram- leiðslu, svo sem kambgarnsfram- leiðslu. Nú mætti spyrja, hvers konar starfsemi það er, sem fram fer og kölluð er ullariðnaður. í tölum má segja, að svarið líti út þannig: — 4 ullarþvottastöðvar — 2 spunaverksmiðjur — 16 prjónastofur — 31 (16+15) saumastofur — 1—2000 handprjónakonur og fyrirtæki, sem eingöngu eru í útflutningi. Sauma- og prjónastofur eru dreifðar um landið sem hér segir: — 3 á Vesturlandi — 1 á Vestfjörðum — 9 á Norðurlandi — 4 á Austurlandi — 3 á Suðurlandi — 11 á Suðvesturlandi Af þess- ari upptalningu sést, að fyrirtækin eru um allt land. Talið er, að um 1.500 manns starfi í iðnaðinum og í tengslum við hann, og er þá ekki talinn með hinn mikli fjöldi handprjónakvenna, sem áður er að vikið. Sú þróun ullariðnaðarins, sem gerst hefur undanfarin 10 ár, hefur vissulega ekki verið án mistaka eða tímabundinna lægða. En hún hefur skapað mikla þekkingu, fagþekkingu, sem er tugmilljón króna virði. Þessi faglega þekking hefur verið byggð upp þrátt fyrir það, að íslenskt skólakerfi hafi til þessa ekki gert ráð fyrir neinni faglegri þjálfun eða skólagöngu fyrir iðngreinina. Útflutningsmiðstöð iðnaðarins hefur því farið inn á þá braut að Franihald á bls 28. Yfirlit yfir útflutning úr vefjar- og fataiðnaði árin 1971—77. Tonn 1. 6. ‘78 1100- 900- 700- 500- 300- 100- 1. Prjónavörur úr ull aðallega. 2. Ullarteppi. 3. Ullarlopi og band. 4. Annað. 831 1130 883 645 485 335 22.7% 33,7% 40.6 3,0 26.5 33.5 36.8 3,2 36.5 22.1 36.4 1,2 43.2 21.6 34.0 40.9 19.3 36.9 2,9 36.7 16.5 45.5 1971 1972 1973 1974 1975 1976 1977' 4 3 Mikið hefur verið rætt og ritað um hinn mikla orkusparnað, sem Carter Bandaríkjaforseti hyggst beita sér fyrir og er reyndar búinn að setja um það ákveðnar reglur. — Ekki eru allir á því að þessi orkusparnaðaráætlun nái fram að ganga eins og meðfylgjandi mynd sýnir glögglega. Dótturfyrirtæki CARGOLÚX stofnað i Svíþjóð Fyrirtækið Salénvest AB í Stokkhólmi hefur stofnað dótturfyrirtækið Cargolux Scandinavia AB sem hefur umboð fyrir Cargolux í Danmörku, Finnlandi, Nor- egi og Svíþjóð og annast sölu í þessum löndum. Fé- lagið býður upp á vöruflutn- inga í svonefndu „split" leiguflugi, þ.e. þar sem leigutakar eru fleiri en einn, frá Luxemborg til Hong Kong, Bangkok,Tokyo, Mil- ano, Sydney, Kuala Lump- ur, Singapore, Hanoi, Lagos og fleiri staða. Þar eð leiguflug sem þetta má ekki hefjast í ofangreindum löndum, verða vöruflutn- ingabifreiðar í förum á vegum Cargolux reglulega tvisvar í viku milli Ham- borgar/Amsterdam og Lux- emborgar, segir í nýút- komnum „Flugfréttum". Aukin mark- aðshlutdeild Iðnaöarframleiðsla Svisslendinga var fyrstu fjóra mánuði þessa árs sú sama og fyrstu fjóra mánuði síðasta árs, segir í frétt frá svissneska iðnaðarráðuneytinu nýverið. — I frétt- inni segir ennfremur, að markaðshlut- deild Svisslendinga hafi á þessu sama tímabili aukist um 11% í efnaiðnaði, en það er stærsta iðngrein þeirra. Þá jókst einnig markaðshlutdeild pappírsiðnað- ar um 8%. — Að síðustu kom fram að almennt hafi markaðshlutdeild Sviss- lendinga staðið í stað eða aukist frá fyrra ári. MAZDA framleið- ir fyrir FORD Samningar hafa nú tekizt með framleiðendum MAZDA bifreiðanna japönsku og bandarísku FORD verk- smiðjanna um að Japanirnir framleiði ýmsa hluti í minni fólksbíla Fordverk- smiðjanna. Þetta er gert til að styrkja viðskiptabönd Japana og Bandaríkja- manna í bílaiðnaði, að því er talsmaður Mazda sagði nýverið. i Blönduós — Sauðárkrókur — Siglufjörður — Akureyri phyrís| Snyrtivörukynning phyrís Fegrunarsérfræöingur okkar kynnir hinar vinsælu Phyris snyrtivörur og leiöbeinir um meðhöndlun húöarinnar. Blönduós Þriðjudag 18. júlí Apótek Blönduóss Sauðárkrókur Miðvikudag 19. júlí Sauðárkróks Apótek Siglufjörður Fimmtudag 20. júlí Siglufjarðar Apótek Akureyri Föstudag 21. júlí Vörusalan S/F Phyris er húösnyrting og hörundsfegrun meö hjálp blóma og jurtaseyða. Phyris fyrir allar húðgeröir. Fegrun úr blómum og jurtum. PHYRIS Umboöiö. Svanborg Daníelsdóttir. Fegrunarsérfræðíngur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.