Morgunblaðið - 18.07.1978, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JULl 1978
Pylsunum voru gerö góÖ skil
ekki borðað sinnep ”
Staldrað við í Y atnaskógi:
hafa alltaf unniö, ÍBK eru beztir,"
svarar hinn og þaö er ekki laust viö
hann sé montinn af eigin rökvísi.
„Úúúúúú á Keflavík,“ heyrist í Ara,
„Valsmenn vinna þá alltaf, Vals-
menn eru beztir,“ og þar með er
þaö mál útrætt.
Kristján Búason forstöðumaður
sumarbúöanna spyr nú strákana í
borösalnum hvort þeir viti hver
reki sumarbúöirnar í Vatnaskógi.
„K.F.U.M.," heyrist margraddaö úr
salnum. „Alveg rétt, en vitið þiö
hver stofnaöi K.F.U.M.?“ „Séra
Friðrik Friöriksson,“ svara
strákarnir. „En K.F.U.M. var ekki
fyrst stofnað á íslandi, heldur
hvar?“ spyr Kristján. „Danmörku,
Danmörku," svara nokkrir. „Nei,
ekki alveg rétt," svarar Kristján.
„Svíþjóö, Noregi" kalla aörir og
alltaf hristir Kristján höfuöið.
„Englandi," hljómar drengsrödd í
salnum. „Það er rétt,“ segir
Kristján, „og nú ætla ég aö segja
ykkur svolítiö af K.F.U.M. í Eng-
landi um miöja síöustu öld,“ heldur
Kristján áfram og byrjar aö tala um
George Williams.
Boröhaldinu er aö Ijúka og
Kristján biður drengina aö klappa
Sigvalda í eldhúsinu lof í lófa fyrir
vel unnin störf. „Klappið líka fyrir
Stínu," segir Kristján og Kristín
Guömundsdóttir, matráöskona,
kemur fram úr eldhúsinu til aö taka
á móti þökkum strákanna.
„Þaö vantar sjálfboöaliöa til aö
þvo upp," segir Kristján, „þeir sem
vilja hjálpa til rétti upp hönd.“
Nokkrar hendur sjást á lofti og
Kristján biöur eigendur þeirra aö
verða eftir, þegar hinir fara. „Þeir
sem vilja styrkja skálasjóðinn eru
beönir að skilja allar tómar
gosdrykkjaflöskur eftir,“ heldur
Kristján áfram, en krakkarnir byrja
aö tínast út.
En þaö er ekki aöeins boröaö í
Vatnaskógi. Dagurinn líður þannig,
aö klukkan 8.30 eru drengirnir
vaktir og hefst þá morgunþvottur.
Klukkan níu er fánahylling og því
næst er setzt að morgunverðar-
boröinu. Er morgunverði lýkur er
tekiö til við biblíulestur, en tímabil-
inu frá klukkan tíu fram aö hádegi
er aö mestu variö í leiki og annaö
í þeim dúr. Knattspyrnuvöllur er í
Vatnaskógi svo og íþróttahús og
eru þar stundaðar ýmsar íþróttir.
Þá er farið í bátsferöir og göngu-
feröir og einn daginn var farið í
ratleik um Vatnaskóg.
Aö loknum hádegisverði tekur
viö frjáls tími, en kiukkan 19.00 er
fánahylling og á eftir henni kvöld-
veröur. Þá tekur kvöldvakan viö,
Framhald á bls. 37.
Leikþáttur fluttur í gamla skólanum
Fáninn hylltur i Vatnaskógi
Allt frá árinu 1920 hefur K.F.U.M. rekiö sumarbúöir í Vatnaskógi. Fyrat
í staö var hafzt við í tjöldum, en er fram liðu stundir var reistur skáli
í Vatnaskógi, og síðan hafa húsin risið Þar hvert á fœtur öðru. Nú eru
Þarna starfræktar sumarbúöír frá maí-lokum fram yfir miðjan ágúst og
eru um 90 drengir í hverjum dvalarflokkí. Það var lokadagur einna
sumarbúðanna er Mbl. brá sér norður í Vatnaskóg peirra erinda að
kynna sér lítillega Þá starfsemi, sem par fer fram.
Það stóð yfir fánahylling í
Vatnaskógi er Mbl. renndi þar í
hlaö. Meö hendurnar í fánakveöju
sungu drengirnir „Fáni vor sem
friðarmerki, fara skaltu á undan
nú,“ meðan fáninn var dreginn
hægt og tígulega niöur stöngina.
Fánahyllingu þessa tók séra Friö-
rik Friöriksson, stofnandi
K.F.U.M., upp á sínum tíma og er
hyllingin rómönsk. Svipuö kveöja
var tekin upp í Þýzkalandi og ítalíu
á tímum Hitlers og Mussolinis, en
fánahylling þessi þekkist nú hvergi
annars staðar hvorki hérlendis né
erlendis. Líklega hefur hún þótt of
lík kveöjum nazistanna og fasist-
anna til aö hún næði verulegri
útbreiöslu, en allt um þaö viröuleg
er hún og er þá ekki tilganginum
náð?
Fánahyllingin er á enda og
drengir þramma í einfaldri röð inn
í matsalinn. í dag er síöasti dagur
þeirra í sumarbúöunum og í tilefni
af því eiga þeir aö fá pylsur í
kvöldmat. Drengirnir skrafa sín á
Kristján Búason, for-
stööumaöur sumarbúö-
milli um hvaö margar pylsur þeir
ætla aö boröa og af oröum þeirra
má ráöa aö nú eigi aö gera
matnum góö skil. Áöur en tekiö er
til við pylsurnar er farið með
borðbæn og Kristján Búason,
forstöðumaður sumarbúöanna í
Vatnaskógi, hringir bjöllu einni til
merkis um aö hann vilji fá algjört
hljóð. Því næst er fariö meö
bænina, en aö henni iokinni ganga
foringjar um meö föt af heitum
pylsum og bjóöa drengjunum.
Flestir telja sig geta torgaö tveimur
pylsum en einstaka drengur tekur
aöeins eina. Síöan er aö ná í
sinnepiö og tómatsósuna og
brauðið og þá er pylsan tilbúin til
átu. „Réttu mér djúsiö, sinnepiö er
svo sterkt," segir einn drengjanna
viö annan. Sá hlær viö og réttir
honum könnu meö djúsi í, en sá
þriöji kallar yfir boröiö: „Hann er
aumingi, hann getur ekki boröaö
sinnep." Háværar umræöur um
sinnepið og aumingjaskap fylgja i
kjölfariö en umræðurnar hætta, er
foringjarnir bjóöa strákunum fleiri
pylsur. „Ari, þú vilt pylsu ef ég
þekki þig rétt,“ segir einn foringj-
anna viö búlduleitan strák. En Ari
hristir aðeins höfuöiö og foringinn
hverfur á braut, gáttaöur á lystar-
leysi Ara.
Áfram heldur máltíðin og
strákarnir kýta hver viö annan um
allt milli himins og jaröar. „Vogarn-
ir eru bezta land í heimi,“ segir
strákur úr Vogunum. „Já, en
Keflavíkingar vinna þá alltaf í
fótbolta," segir ungur Keflavíking-
ur og þykist aldeilis hafa skotiö
hinn í kaf. „Keflavík og Vogarnir
hafa aldrei keppt í fótbolta,“ segir
sá úr Vogunum, steinhissa á
fáfræöi Keflvíkingsins. „Já, og þaö
er þess vegna sem Keflvíkingar
anna.
■
„Hann er aumingi
hann getur