Morgunblaðið - 18.07.1978, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1978
Landsmót hestamanna í Skógarhólum:
Aldrei fyrr
jafnmörg
úrvalshross
á einum stað
hérlendis
ÓHÆTT er að fullyrða að sjaldan, ef þá nokkru sinni,
hafi verið saman komin á einum stað hérlendis jafnmörg
úrvals hross og gat að líta á Landsmóti hestamanna, sem
fram fór um helgina að Skógarhólum. Þar mátti sjá
glæsta flota fara um vellina í öllum keppnisgreinum og
einnig vakti það verðskuldaða athygli hversu reið*
mennsku allri og klæðnaði knapa hefur farið fram.
Mótið var fjölsótt og töldu forráðamenn mótsins að flest
var hafi verið á mótssvæðinu um 15 þúsund manns.
Veðrið var alveg þokkalegt mótsdagana nema hvað
frekar kalt var öðru hvoru, þegar ekki naut sólar.
afkvæmi til handa stóðhesti og
kynbótahryssum var á þessu
landsmóti með nokkuð öðrum
hætti en á fyrri landsmótum. Áður
hefur það verið venja að þeir
gripir, sem staðið hafa efstir í
flokki stóðhesta með afkvæmum
og í flokki hryssa með afkvæmum,
hafa fengið svokölluð heiðursverð-
laun. Núhefur afkvæmadómunum
hins vegar verið breytt og er nú
keppt sérstaklega til heiðursverð-
launa í hvorum flokki. Þurfa þau
hross, sem til þessara verðlauna
keppa, að fullnægja ákveðnum
lágmarksskilyrðum, hvað varðar
einkunn fyrir afkvæmi og þau
þurfa áður að hafa fengið fyrstu
verðlaun fyrir afkvæmi.
Þáttur frá Kirkju-
bæ efstur með
afkvæmum
Ein hryssa keppti á þessu móti
Sörli fékk
umsögnina
gæðingafaðir.
Það er satt best að segja
nokkurt álitamál hvar eigi að
byrja þegar gera á grein fyrir
úrslitum mótsins. Einn hópur
hrossa, sem sýndur var á mótinu,
vakti þó kannski öðrum fremur
athygli fyrir gæði og glæsibrag.
Voru það afkvæmi stóðhestsins
Sörla 653 frá Sauðárkróki en Sörli
keppti á mótinu til heiðursverð-
launa fyrir afkvæmi og hlaut þau
með þeirri umsögn að þar væri á
ferðinni gæðingafaðir. Eigandi
Sörla hefur alla tíð verið Sveinn
Guðmundsson á Sauðárkróki en
Sörli er undan Feng 457 frá
Eiríksstöðum og hinni kunnu
kynbótahryssu Sveins, Síðu, sem
stóð efst af kynbótahryssum með
afkvæmum á síðasta landsmóti.
Meðal þeirra hrossa, sem sýnd
voru með Sörla á mótinu, voru
gæðingurinn Hlynur frá Akureyri,
sem stóð efstur á mótinu í flokki
klárhesta með tölti, stóðhestarnir
Náttfari frá Ytra-Dalsgerði og
Sörli frá Stykkishólmi, sem voru í
fyrsta og öðru sæti í flokki
stóðhesta 6 vetra og eldri á mótinu
og hryssan Elísa frá Stóra-Sand-
felli, sem fékk hæstu einkunn fyrir
hæfileika af þeim hryssum, sem
dæmdar voru á mótinu eða 8,65.
Veiting heiðursverðlauna fyrir
Hópreiö hestamanna inn á mótssvæöið. Fyrir henni fara prír stjórnarmenn Landssambands
hestamannafélaga og bera peir íslenska fána. Þeir eru Jón M. Guömundsson, til vinstri, Albert Jóhannsson
formaður LH í miðið og pá Hjalti Pálsson.
Funi og Marteinn Valdimarsson, Búöardal, koma að marki í 1500 metra
brokki á nýju íslandsmeti.
Stjarna frá Kirkjubæ stóö efst af hryssum með afkvæmum. Eigandi
hennar Elías Kristjánsson heldur hér í Stjörnu en á baki hennar situr
Árdís Aðalsteinsdóttir. Með henni eru lengst til vinstri Seifur, sem
Sigurveig Stefánsdóttir situr, Aðalsteinn Aðalsteíneson á Kolfreyju,
Garöar Jónsson á Kolfinnu og Lárus Sigmundsson á Þorgeirsblesu.
til heiðursverðlauna. Var það
Fjöður frá Tungufelli, eign Ester-
ar Guðmundsdóttur, Laugarvatni
og hlaut hún heiðursverðlaunin
með þeirri umsögn að reiðhests-
hæfileikar afkvæma hennar væru
fjölþættir hvað varðaði gang en
fundið var að byggingu þeirra.
Fjöður er nú orðin 26 vetra og
hefur alls átt 9 afkvæmi en í
þeirra hópi eru t.d. Sindri, sem er
kunnur skeiðhestur og stóðhestur-
inn Fáfnir 747 frá Laugarvatni,
Ljósmynd Mbl. Kristján.
sem sýndur var með afkvæmum á
mótinu. Fjöður er undan Randver
355, Reykjavík og Bleik frá Tungu-
felli.
Þrír stóðhestar með afkvæmum
voru sýndir á mótinu auk Sörla.
Fengu þeir allir 1. verðlaun fyrir
afkvæmi en bestan dóm fékk
Þáttur 722 frá Kirkjubæ, eign
Sigurðar Haraldssonar í Kirkju-
bæ. Hlaut hann 8,09 stig og í
umsögn dómnefndar segir að
afkvæmi hans séu óvenju fínbyggð
og mjúkbyggð og því reiðhestsleg.
Afkvæmin eru fremur fjölhæf á
gangi. Þáttur er undan Hyl 721 frá
Kirkjubæ og Von frá Kirkjubæ.
Aðrir stóðhestar, sem sýndir voru
með afkvæmum á mótinu voru
Stjarni 610 frá Bjóluhjáleigu, sem
fékk 8,05 stig, eign Sigurbjörns
Eiríkssonar, Stóra-Hofi og Fáfnir
747 frá Laugarvatni, er fékk 7,99
etig, eign Þorkels Bjarnasonar,
Laugarvatni.
Alls voru sýndar sex hryssur
með afkvæmum á mótinu. Sem
fyrr sagði keppti ein þeirra,
Fjöður, til heiðursverðlauna en
efst af afkvæmahryssunum varð
Stjarna frá Kirkjubæ, eign Elíasar
Kristjánesonar, Reykjavík með
7,82 stig en Stjarna er undan
Randver 358 frá Kirkjubæ og
Tinnu frá Kirkjubæ. í frétt Mbl. af
úrslitum í þessum flokki í sunnu-
dagsblaðinu var farið rangt með
og sagt að Drottning frá Reykjum
hefði orðið efst en Drottning fékk
hins vegar 7.80 stig og jafnar að
Sigfinnur Pálsson bóndi í Stórulág tekur við verðlaunum fyrir besta
alhliða gæðinginn, Skúm, úr hendi Bergs Magnússonar, formanns
framkvæmdanefndar mótsins.
Fimm efstu gæðingar í A-flokki. Lengst til hasgri er sigurvegarinn Skúmur og Sigfinnur Pálsson, Þá Frami
og Skúli Steinsson, Garpur og Sigurbjörn Báröarson, Óðinn og Aðalsteinn Aðalsteinssonog Penni og Reynir
Aðalsteinsson.