Morgunblaðið - 18.07.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.07.1978, Blaðsíða 3
Mjög tvísýnt um úrslit í heimsmeistara- einvígmu í skák Sjá svör vegfarenda á hls. 5 □----------------------------------------------□ ÞAÐ hefur eflaust ekki farið fram hjá mörsum að heimsmeistaraeinvígið í skák er nú að hefjast á Filippseyjum þar sem þeir keppa um heimsmeistaratit- ilinn í skák Anatoly Karpov, 27 ára gamall, or Viktor Korchnoi, 46 ára. Morsunblaðinu þótti fróðlegt að kanna álit lærðra á því hver færi með sigur af hólmi í þessari keppni og fara niðurstöður þeirrar könnunar hér á eftir, en einnijí var leitað álits vegfarenda í miðbænumi segja sem minnst um þetta. Annars held ég að það verði mjög tvísýnt um úrslit." „Frekar jofn viðureign Friðrik Ólafsson> „Að mínu mati verður þetta frekar jöfn viðureign og um er að ræða skákmenn sem báðir hafa hæfileika á svipuðu stigi. Þó held ég að Karpov hafi betri líkur til sigurs vegna aldurs- munarins, því hann hefur ef- laust betra úthald. Korchnoi á það líka til að komast í tíma- hrak og getur það reynst honum hættulegt í keppni sem þessari.“ „Vil sem minnst um þetta segja Guðlaug Þorsteinsdóttiri „Ég hef nú ekkert hugsað um þetta og hef því ekki myndað mér neina skoðun á því hver vinnur. Ætli sé þá ekki best að „Taugakerfi keppenda skiptir miklu máli” Guðmundur Arnlaugssoni „Það er ákaflega erfitt að spá nokkru um þetta, því þetta virðist allt vera svo mikið taugastríð. Keppnin virðist líka fara að miklu Ieyti fram utan við skákborðið og taugakerfi keppendanna skiptir ákaflega miklu máli. Annars hallast ég nú frekar að því að Karpov vinni þessa keppni, því hann hefur verið jafnari og virðist alltaf vera að bæta við sig. Hann er líka yngri og ætti að hafa meira úthald. Samt virðist hann nú ekki vera neinn bógur, því hann er frekar smávaxinn." „Flestir hallast að því að Karpov sé sterkari” Ingvar Ásmundssoni „Það er ákaflega erfitt að segja nokkuð til um það hvor sigrar í kepnninni. Samt held ég að allar líkur séu á því að þetta verði venjuleg keppni þannig að Karpov vinni og held ég að flestir skákmenn hallist að því að Karpov sé sterkari. Karpov hefur líka fleiri alþjóðleg skák- stig (ELO) og á því að vera betri. Líkur eru á því að sá betri vinni ef keppnin dregst eitthvað á langinn eins og líklegt er. Allt bendir einnig til þess að pólitík og taflmennSka utan við skákborðið verði e.t.v. ennþá hatrammari en verið hefur áður og held ég að það geti haft einhver áhrif Korchnoi í vil.“ „Heppni ef Korchnoi tekst að vinna yy Gunnar Gunnarssom „Ég spái Karpov sigri — hann er yngri maður. Þó er aðal- ástæðan fyrir því að ég spái Karpov sigri sú, að hann hefur staðið sig svo geysilega vel undanfarið og unnið hvert mótið á fætur öðru. Ég held að það sé þá bara heppni ef Korchnoi tekst að vinna hann. Ég hugsa líka að það komi Karpov mjög til góða sú mikla aðstoð sem hann fær frá Sovétríkjunum. Það má raun- verulega segja að hann sé beinlínis mataður á öllum upp- lýsingum í skákheiminum og um það sjá flestir bestu skáksér- fræðingar heims." „Báðir frábærir skákmenn” Helgi Ólafssoni „Ég held að það sé ekkert vafamál að Karpov vinni, ein- faldlega vegná þess að hann er sterkari og heilsteyptari skák- maður. Annars eru þetta báðir frábærir skákmenn. Það hefur líka eitthvað að segja að Karpov er yngri og ætti því að hafa meira úthald ef keppnin dregst eitthvað á lang- inn. Aldursmunurinn kemur því Karpov til góða.“ „Spái Karpov sign „Ætli ég verði ekki að spá Karpov sigri," sagði Margeir Pétursson, sem skrifar um skák í Mbl. en hann tekur nú þátt í skákmóti í New York. „Karpov er yngri og ætti því að hafa úthaldið með sér“, sagði Margeir. „Og hann hefur náð frábærum árangri á mótum að undanförnu. Hins vegar hefur Korchnoi einnig sýnt miklar framfarir, þannig að einvígið verður mjög spennandi og jafnt og sigur Karpovs verður naumur." MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1978 L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.