Morgunblaðið - 18.07.1978, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.07.1978, Blaðsíða 40
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1978 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1978 23 Blikarnir sýna á sér fararsnið EKKI er lantít í það. að staða Breiðabliks verði slíkt, að ÓKerningur verði fyrir þá að rífa sig upp. Eftir helKÍna standa þeir uppi með enn eitt tapið á bakinu og var þó varla á bætandi. Nú gegn ÍR, 0—3 á heimavelli. ok ekki vænkaðist hagur þeirra við það að á sama tíma var KA að berja á FH fyrir norðan ok er því munurinn á UBK og hinum botnliðunum í stigatali orðin gífurlegur. En Blikarnir voru með hressara móti í fyrri hálfleik og fengu þeir þá tvívegis alger dauðafæri sem þeim mistókst að skora úr. Þrátt fyrir það voru Skagamcnn heldur sterkari og þeir klúðruðu fleiri færum í fyrri hálfleik heldur en heimamenn. Sem fyrr segir, voru Blikarnir með allra sprækasta móti í fyrri hálfleik og nokkur færi sköpuðu þeir sér, t.d. átti Hákon gott skot rétt fram hjá á 22. mínútu og þremur mínútum síðar átti Þór Hreiðarsson stangarskot eftir fyrirgjöf frá Hákoni, knötturinn hrökk út til Sigurðar en skot hans var beint á Jón markvörð og því hættulaust. A síðustu mínútu hálfleiksins var Sigurður enn í dauðafæri eftir skemmtilegan samleik þeirra Þórs Hreiðarssonar og Gísla Sigurðssonar, en að þessu sinni hitti hann ekki markið. En þrátt fyrir þokkalegan leik UBK á köflum, voru það Skagamenn sem höfðu undirtökin og virtust þeir lítið hafa fyrir því að mola niður vörn Blikanna sem var eini hluti liðsins sem engin batamerki voru á frá fyrri leikjum liðsins. Það var einkum Karl Þórðarson, sem með dyggilegri aðstoð bakvarðarins Arna Sveinssonar sundraði vörn mótherjanna á vinstri vængnum aftur og aftur. Er með ólíkindum hvað Karl virðist hafa lítið fyrir þessu og oft voru ekki færri en 3—4 Blikar sem að honum sóttu, en það skipti ekki máli, hann lék á þá alla stundum eins og þeir væru þar alls ekki. En Skaga- mönnum tókst ei að skora í fyrri háifleik frekar en Blikunum og kom þar ýmislegt til, svo sem afleit hittni úr langskotum, góð markvarsla Sveins Skúlasonar, auk þess sem oft tókst vörn UBK að hreinsa á síðustu stundu. Allt fram í miðjan síðari hálf- leik var mikið jafnræði með liðunum og var leikurinn þá jafnframt leiðinlegastur á að horfa, hnoð á vallarmiðjunni og æsileg atvik við mörkin engin. En úr öllu rættist á 21. mínútu og eins og vænta mátti kannski, voru það Skagamenn sem brutu ísinn, Karl tók hornspyrnu frá hægri og eftir mikið þóf í markteignum tókst Kristni Björnssyni að skalla knöttinn í netið. Svo sem nærri má geta, var þetta gífurlegt áfall fyrir heimamenn, en þeir börðust þó áfram af kappi, eða þar til rothöggið kom 10 mínútum síðar. Þá var dæmd hornspyrna á Blikana og notaði Kirby, þjálfari Í A, þá tækifærið og setti Andrés Ólafsson inn á fvrir Matthías. UBK - IA 0:3 Texti og myndi Guðmundur Guðjónsson Andrés skokkaði inn í vítateiginn og tók sér þar stöðu. „Dekkið varamanninn", hrópaði lítill gutti sem stóð fyrir aftan markið og Blikarnir hefðu betur hlustað á þann stutta, því að þegar knöttur- inn barst fyrir markið kastaði Andrés sér fram og skallaði í netið, 2—0. Fjaraði nú allt líf úr Blikunum og yfirburðir Skaga- manna urðu algerir. Og þeir fengu ógrynni góðra færa sem þeir misnotuðu, þar af Pétur Pétursson þrjú, áður en hann fann leiðina í markið á síðustu mínútu leiksins. Enn var skorað eftir hornspyrnu frá Karli og Pétur skallaði örugg- lega og glæsilega í netið, enda hirtu Blikarnir lítið um að gæta mótherjanna lokakaflann. Stórsig- •ur var í höfn. Það mátti sjá nokkra góða punkta hjá Blikaliðinu, einkum í fyrri hálfleik. Hákon er snjall útherji og Þór Hreiðarsson var góður í fyrri hálfleik. Gísli Sig- urðsson lék nú með að nýju og átti nokkrar góðar rispur. Hann verður liðinu örugglega mikill styrkur er á líður og Sveinn markvörður verður ekki sakaður um mörkin og hann varði vel á milli. Hins vegar er ekki ástæða til að hrósa vörn Blikanna. Karl Þórðarson vár yfirburða- maður á vellinum. í STIITTU MÁLIi Kópavogsvöllur. 1. deild UBK — ÍA. 0—3 (0-0). Mörk ÍAi Kristinn Björnsson (67.). Andrés Ólafsson (77.) og Pétur Pétursson (90.). Áminningari engin. • Eitt merkilegasta mark sumarsins, Andrés Ólafsson var aðeins búinn að vera inn á leikvanginum í um 30 sekúndur er hanr. kastaði sér fram og skallaði hornspyrnu Karls Þórðarsonar í netið. Þetta var annað mark ÍA og reyndist vera það sem úrslitum réði, því að Blikarnir voru sem höfuðlaus her það sem eftir lifði leiks. KA vann sinn fyrsta heimasigur KA vann sinn fyrsta sígur á heimavelli í ár pegar FH-ingar komu í heimsókn á laugardaginn. Sigurinn var reyndar mjög naumur eða 1:0 en hann var fyllilega verðskuldaður og markamunurinn hefði getaö verið mun meiri, pví Akureyringarnir misnotuðu fjöldann allan af dauðafærum í leiknum. Þessi sigur gefur KA-mönnum auknar vonir um aö halda sæti sínu í 1. deild en pær vonir voru orönar harla litlar vegna lélegs árangurs liösins í heimaleikjunum. Veður var gott til knattspyrnu- iðkunar á Akureyri á laugardaginn, bjart og hlýtt en hæg noröangola. FH-ingarnir léku undan golunni í fyrri hálfleik og sóttu þá öllu meira en sóknin var ósköp ráðleysisleg og árangurslítil. KA-menn bðröust grimmilega, greinilega ákveðnir í aö seija sig dýrt i þetta sinn. Þeir náöu annað slagið afar hættulegum sókn- um og þeir áttu mun hættulegri tækifæri en FH-ingarnir. Gunnar Blöndal átti tvö góð skot að markinu snemma í leiknum en Friðrik markvöröur FH var vel á veröi. Gunnar átti síðar skot í áttina að mannlausu markinu eftir að Friðrik hafði hætt sér of langt út á völlinn en hann hitti ekki markið. Undir lok hálfleiksins komst Elmar Geirsson þrívegis í mjög gott færi en mistókst að skora. Friðrik varði eitt skotið en tvö fóru naumlega framhjá markinu. Óskar Ingimundarson átti einnig gott skot að markinu en það fór sömu- leiðis naumlega framhjá. FH-ingarnir voru tvisvar nærri því að skora. Ólafur Danívalsson komst í gegnum vörn KA á 28. mínútu og skaut þrumuskoti aö markinu. Þor- bergur var í góðri aðstööu til þess aö verja skotiö en hann missti boltann yfir en þversláin kom til bjargar í þetta skipti. Þá átti Jón Hinriksson bakvörður gott skot að marki KA en boltinn sleikti stöngina utanveröa. Fyrstu 20 mínútur seinni hálfleiks voru KA menn í stanzlausri sókn og skall oft hurð nærri hælum við mark KA - FH 1:0 Texti og myndi Sigtryggur Sigtryggsson FH. Ólafur Haraldsson bakvöröur átti lúmskt skot í bláhorni'ð uppi og stefndi boltinn í markið þegar Friðrik tókst á síðustu stundu aö slá boltann í þverslá. Ólafur haföi áður átt góða sendingu fyrir markið á Gunnar Blöndal, sem var í dauöafærl en skot hans fór í varnarmann FH og hættunni var bægt frá. Á 18. mínútu seinni hálfleiks kom loksins markið, sem legið hafði í loftinu svo lengi. KA menn fengu hornspyrnu frá hægri. Gunnar Gunnarsson framkvæmdi spyrnuna mjög vel og gaf boltann á Eyjólf Ágústsson, sem var í vítateignum. Eyjólfur skallaði boltann inn á markteigslínu og þar var Gunnar Blöndal á réttum staö og nikkaði boltanum taglega í markiö. Eftir þetta mark slökuðu KA-menn mikið á og FH-ingarnir fóru að sækja í sig veðrið á nýjan leik. Þeir fengu þó engin hættuleg marktækifæri og KA-menn voru nær því að bæta við marki en FH að afna. Guöjón Haröarson átti tvö skot naumlega framhjá og tveimur mínútum fyrir leikslok komst Gunnar Gunnarsson í dauðafæri en Friörik Bjargaði vel með úthlaupi. Akureyringarnir voru mjög baráttu- glaöir í þessum leik, ákveðnir í að vinna og það tókst þeim. Vörnin var óörugg til að byrja með en sótti síöan í sig veörið. Eyjólfur Ágústsson var traustur í miðvaröarstööunni og nýliðinn Ólafur Haraldsson átti prýði- legan leik sem bakvörður. Guöjón Haröarson gætti Janusar Guðlaugs- sonar mjög vel og bar lítiö á honum í leiknum. í framlínunni voru þeir Gunnar Blöndal og Elmar Geirsson mjög sprækir og Elmar spilaði þarna sinn bezta leik fyrir KA en hann var fyrirliði liðsins í fyrsta skipti í þessum leik. Þá er aðeins ógetið Þorbergs markvarðar sem var mjög traustur að vanda. FH-liðið var slakt að þessu sinni. Sérstaklega voru FH-ingarnir daprir í seinni hálfleik. Aðeins tveir menn stóðu upp úr meðalmennskunni, Friðrik Jónsson markvörður og Gunnar Bjarnason miðvöröur. í STUTTU MÁLIi íslandsmótiö 1. deild, Akureyrarvöllur !5. jólí, KA - FH 14) (041). Mark KAi Gunnar Blöndal á 63. mfnútu. Áminningi Guðjón Harðarson KA bókaður. Áhorfenduri 546. VALSMENN halda áfram sigur- göngu sinni í 1. deild. Ellefti sigurinn í jafnmörgum leikjum f íslandsmótinu var staðreynd á sunnudagskvöldið þegar Valur mætti Víkingi á Laugardalsvell- inum. Sigur Vals var stór, 3i0, fullstór miðað við gang leiksins. En Valsmenn gerðu það sem Víkingunum tókst ekki, þ.e. að nýta tækifærin og það gerði gæfumuninn. Það hefur ekki gerst áður í íslandsmóti að lið hafi unnið 11 fyrstu leikina og hafa Valsmenn þar með sett met, sem erfitt verður að bæta f framtfðinni ef að líkum lætur. Valur hefur slíka yfirburði yfir önnur lið en Akranes um þessar mundir að það er allt eins líklegt að fleiri vinningar falli þeim f skaut áður en sigurgangan stöðv- ast sem auðvitað verður einhvern tfma. Þrátt fyrir að Valsmenn hafi fullt hús stiga eftir 11 leiki hafa þeir sýnt misjafna leiki í mótinu til þessa. Leikurinn á sunnudags- kvöldið var langt frá því að vera sá bezti, sem Valsmenn hafa sýnt í sumar en það komu kaflar þar sem þeir sýndu allt si'tt bezta. Valsmennirnir byrjuðu leikinn af miklum fítonskrafti og áður en stundarfjórðungur var liðinn höfðu þeir skorað tvö mörk. . i |S|HM • •*> ?** ■ v*2t 200 leikja mennirnir, Diðrik Ólafsson og Ingi Björn Albertsson. eigast hér við í háloftunum, en urmull leikmanna fylgist með framvindu mála á jörðu niðri. Ellefti sigur Vals í röð Tvö Valsmörk á skömmum tíma Fyrra markið kom á 12. mínútu. Hörður Hilmarsson tók auka- spyrnu nálægt hliðarlínu. Hann gaf boltann til Sævars Jónssonar, sem ekki var seinn að senda boltann inn í vítateiginn til Inga Björns Albertssonar, sem var einn og óvaldaður fyrir miðju markinu. Víkingarnir stoppuðu, hafa vafa- laust talið Inga rangstæðan. Ingi skaut, Diðrik varði mjög vel en það var ekki nóg, boltinn skoppaði í markið. Það var ekki laust við að rangstöðulykt væri af þessu marki en línuvörðurinn, sem var í góðri aðstöðu, gerði enga athugasemd. Tveimur mínútum síðar tók Albert Guðmundsson hornspyrnu frá hægri. Hann gaf góðan bolta inn í vítateiginn, þar sem Ingi Björn var fyrir gæzlulaus. Ingi skaut að markinu, Diðrik varði en hélt ekki boltanum og það var Dýri Guðmundsson, sem át.ti síðasta orðið er hann skaut þrumuskoti í markið af tveggja metra færi í gegnum þvögu. Maður hélt að Víkingarnir myndu alveg gefast upp við mótlætið og Valsmennirnir myndu raða mörkunum en sú varð ekki raunin. Víkingarnir voru allt eins mikið með boltann úti á vellinum og þeir áttu ágætar sóknarlotur af og til en þegsfr kom að vítateignum hjá Val fór allt í baklás. í nokkur skipti fengu Víkingarnir ágæt tækifæri en skot þeirra voru grútmáttlaus eða þá víðs fjarri markinu. Næst því að skora voru Gunnar Örn Kristjánsson, sem átti hörkuskot á mark Vals á 22. mínútu sem Sigurður varði vel og hinn ungi framherji Arnór Guð- johnsen átti fallegan skalla á markið á 26. mínútu en boltinn fór naumlega yfir. Undir lok hálfleiksins urðu Víkingsvörninni tvívegis á herfileg mistök sem höfðu nærri kostað mörk. Fyrst komst Guðmundur Þorbjörnsson í dauðafæri en skaut framhjá og Ingi Björn komst einnig í dauðafæri en Diðrik varði skot hans mjög vel. Vaiur - Víkingur 3: Textii Sigtryggur Sigtryggsson Myndi Kristinn Ólafsson Seinni hálfleikur Seinni hálfleikuririn var svipað- ur þeim fyrri. Jafnræði var með liðunum úti á vellinum lengst af en áberandi var hve sóknaraðgerðir Valsmannanna voru markvissari og betur útfærðar en sóknarlotur Víkinganna. I byrjun hálfleiksins komst Jóhannes Bárðarson í gott færi en í stað þess að skjóta að • Aðdragandinn að sigurmarki KA. síðar hafði Gunnar Blöndal (lengst i 1 Eyjólfur Ágústsson skallar með tilþrifum að marki FII og andartaki til hægri) skilað boltanum í netið, einnig með skalla. marki Vals ætlaði hann að komast í enn betra færi með þeim afleiðingum að boltinn var hirtur af honum. Rétt á eftir átti Dýri hættulegan skalla að Víkings- markinu og bæði Guðmundur og Ingi Björn virtust hafa möguleika á því að senda boltann í netið en báðir misstu boltann fram hjá sér. Ekki liðu nema nokkrar mínútur og þá komst Gunnar Örn í dauðafæri en skaut þá framhjá. Jón Einarsson var nærri því að skora þegar hann varð á undan Diðrik í boltann en skalli hans fór yfir mannlaust markið. Á 24. mínútu seinni hálfleiks fékk Arnór Guðjohnsen gullið tækifæri til þess að skora fyrir Víking þegar hann komst einn inn fyrir Vals- vörnina. I stað þess að skjóta ætlaði hann að leika á Sigurð markvörð en Sigurður sá við honum og náði að handsama knöttinn. Á 27. mínútu seinni hálfleiks skoruðu Valsmenn þriðja mark sitt og var það mark gjöf dómar- ans. Róbert Agnarsson og Guðmundur Þorbjörnsson bitust um boltann og var greinilegt að Guðmundur hindraði Róbert á STAÐAN STAÐAN í 1. deild eftir leiki helgarinnar er þessit UBK - ÍA 0.3 Þróttur — Fram 0.1 Víkingur - Valur 0.3 KA - FH 1.0 Valur ÍA Fram ÍBV Þróttur Víkingur FII KA ÍBK UBK Markhæstu leikmenn. Ingi Bj. Albertss. Val Matthías Ilallgrímss. ÍA Pétur Pétursson ÍA Arnór Guðjohnsen Vík. Gunnar Örn Kristjánss. Vík. Atli Eðvaldsson Val Guðmundur Þorbjörnss. Val Leifur Ilelgason FII Janus Guðlaugsson FH 11 11 0 0 32.5 11 9 1 1 31.10 11 6 1 4 14.13 10 4 2 4 14.15 11 - 2 5 4 15.17 11 4 1 6 18.22 11 2 4 5 17.23 11 2 4 5 9.25 10 2 3 5 11.16 11 1 1 9 9.29 óleyfilegan hátt þannig að hann missti jafnvægið og datt. En Guðmundur náði boltanum og brunaði upp. Þrír Valsmenn sóttu að tveimur varnarmönnum Vík- ings og það var Albert Guðmunds- son sem rak endahnútinn á sóknina með góðu skoti sem fór í gegnum klofið á Diðrik markverði og inn er hann reyndi að bjarga með úthlaupi. Dómarinn dæmi markið gilt en það sáu allir að Guðmundur braut þarna gróflega á Róbert og hefði aukaspyrna verið rétti dómurinn. Skömmu síðar munaði minnstu að Valur bætti enn einu marki við er Ingi Björn skallaði glæsilega að mark- inu en naumlega yfir. Liðin Þrátt fyrir að Valsmenn hafði ekki leikið eins og þeir bezt geta að þessu sinni komu kaflár í leiknum, þar sem þeir sýndu stórgóða knattspyrnu. Boltinn gekk samherja á milli með hnit- miðuðum og öruggum sendingum og þegar þessi gállinn var á Völsurunum átti Víkingsvörnin í hinu mesta basli með þá. En það sem skipti sköpum að þessu sinni var að Valur nýtti færin sín en Víkingur ekki. Að þessu sinni áttu beztan leik Sigurður Haraldsson, Grímur Sæmundsen, Dýri Guðmundsson, Hörður Hilmars- son og Ingi Björn Albertsson, sem nú lék sinn 200. leik fyrir Val. Svo skemmtilega vildi til að Diðrik Ólafsson lék líka sinn 200. leik fyrir Víking. Þeir voru fyrirliðar þetta kvöld Ingi og Diðrik og þeir færðu hvor öðrum blóm í leikbyrj un. Víkinganna bíður erfið barátta næstu vikurnar að halda sér deildinni. Eftir góða byrjun hefur liðið dalað og fallhættan er yfirvofandi. I þessum leik var það fyrst og fremst skotfimin sem brást, úti á vellinum léku Víking- arnir vel saman oft á tíðum. Beztu menn Víkings voru Diðrik markvörður, Adolf Guðmundsson og Gunnar Örn Kristjánsson. í STUTTU MÁLI. fslandsmótið 1. deild. Laugardalsvöllur 16. júlí. Valur — Víkingur 3.0 (2.0). Mörk Valsi Ingi Björn Albertsson á 12. mínútu. Dýri Guðmundsson á 14. mínútu og Alhert Guðmundsson á 72. mínútu. Áminningari Sævar Jónsson. Adolf Guð mundsson og Ragnar Gíslason (engu að sjá gula spjaldið hjá dómaranum. Ahorfendur. 2088. Jafnt úti á vellinum en mörkin tala EFTIR fimm leiki án taps og m.a. dýrmæta sigra á útivelli. kom að því á laugardaginn að Þróttur tapaði í 2. deildinni í knattspyrnu. Ilaukar sóttu þá Norðfi’rðinga heim og héldu suður með tvö stig. unnu leikinn 2.0. Leikurinn var rétt í meðallagi knattspyrnulega og lengst af í jaínva'gi úti á vellinum. Uppi við mörkin voru Ilaukarnir mun aðgangsharðari og á lokamínútum leiksins hefðu þeir getað tryggt sér stærri sigur í leiknum. : Fyrra mark leiksins var mikið klaufamark, sem skrifa verður á markvörð Þróttara. Daníel Gunn- arsson gaf fyrir mark þróttar frá hægri og þó sending hans væri föst virtist mönnum ekki að Ágúst markvörður Þróttar myndi eiga í neinum vandræðum með að ná knettinum. Svo fór þó að af markverðinum hrökk knötturinn út í markteiginn og Árni Iler- mannsson, sem fylgdi vel, renndi boltanum í netið. Mark Árna kom á 42. mínútu fyrri hálfleiksins og á nákvæmlega sama tíma í seinni hálfleiknum skoruðu Haukarnir sitt annað mark. Eftir hornspyrnu Ólafs Tórfasonar skallaði hinn hávaxni Daníel Gunnarsson knöttinn í net Þróttara. Síðsutu 10 mínútur leiksins virtust Þróttarar sætta sig fyllilega við tap í leiknum og Haukarnir áttu þá tvö gullin tækifæri í viðbót, í annað skiptið bjargaði Þórhallur á línu fyrir Þrótt, en í hitt skiptið skaut Árni Hermannsson yfir nánast af marklínu eftir að Loftur Eyjólfs- son hafði átt skalla í slá. Haukaliðið er að ná sér á strik eftir misjafnt gengi í mótinu. Mikil forföll hafa verið í Haukalið- inu frá því sem var í fyrra, en liðið er á ný að ná saman sem heild. Góð barátta var í öllum leikmönn- um liðsins að þessu sinni, en miðverðirnir Guðmundur Sig- marsson og Ólafur Jóhannesson þó kjölfestan í liðinu. í liði Þróttar eru margir sterkir leikmenn, en í heildina er leikur liðsins ekki nægjanlega skipulagð- ur og tilviljun virðist meira ráða hvað gert er hverju sinni. Vörn Þróttar opnaðist nokkrum sinnum illa i leiknum, en eigi að síður virkuðu miðverðirnir Þórhallur Jónasson og Magnús Magnússon traustustu menn liðsins og án þeirra hefði farið enn verr. -áij. STAÐAN STAÐAN í 2. deild eítir leiki helgarinnar er þessi. Austri - Þróttur KR Ilaukar Austri Þór ÍBÍ Fylkir Þróttur Ármann Reynir Völsungur Markha'stu leikmenn. Sverrir Herbertsson KR Steíán Ö Sigurðsson KR Þráinn Ásmunds;. Árm. Jón Oddsson ÍBÍ Sigurður Indriðas. KR Birgir Guðjónsson KR Jón Lárusson Þór Bjarni Jóhanness. Þrótti Lrmann 1.1 Ilaukar 0.2 10 7 2 1 25.3 16 10 4 3 3 13.9 11 10 4 3 3 8.7 11 10 1 3 3 9.9 11 9 4 2 3 13.11 10 10 4 1 5 10.13 9 10 3 3 4 12.17 9 10 4 1 5 12.17 9 11 3 2 6 10.17 8 10 2 2 6 9.20 6 Tveir sáu rautt a Eskifiroi AUSTRI og Ármann léku á Eskifjarðarvelli á sunnudaginn og varð jafntefli í leiknum 1 — 1. Austramenn hófu leikinn af kappi og fyrsta marktækifa'rið kom þegar á fyrstu mínútu. Voru þeir óhcppnir að skora þá ckki. en markvörður Ármanns. Egill Steinþórsson. bjargaði á síðustu stundu. Austramenn sóttu sleitulaust og að því kom að þeir uppskáru mark og gerðist það á 20. mínútu. er Bjarni Kristjánsson komst inn fyrir vörn Ármanns. gaf góða sendingu fyrir markið á Sigurð Gunnarsson sem skaut viðstöðulaust og skoraði fallegt mark. Áfram sótti Austri. en á 30. minútu gerðist það atvik. að tveimur leikmönnum. þeim Bjarna Kristjánssyni. Austra. og Oddi Hermannssyni. Ármanni. var vísað af leikvelli fyrir handalögmái. Þetta atvik hafði mjög slæm áhrif á Icjk Austra. leikur liðsins. sem hafði verið mjög góður. datt niður og Ármenningar náðu tökum á spilinu án þess þó að skapa sér góð marktækifæri. Fyrrri hálfleik lauk því eitt núll fyrir Austra. Seinni hálfleikinn byrjuðu Ármenningar sfðan vcl og tókst þeim að jafna strax á 3. mfnútu með marki Bryngeirs Torfasonar. sem skoraði eftir hrikaleg mistök í vörn Austra sem annars heíur staðið sig mjög vel í sumar. Var staðan þá orðin eitt eitt og Ármenningarnir höfðu undirtökin. en þeir áttu þó í basli við að skapa sér tækifæri og voru þau ekki nema kannski tvö eða þrjú allan hálfleikinn. Austramenn áttu fleiri opin færi. sem nýttust ekki frekar en færi Ármcnninga t.d. þegar Sigurður Gunnarsson lék í gegnum vörn Armenninga. lék á markvörðinn. en féll síðan kylliflatur og íærið rann út í sandinn. Lið Austra náði sér aidrei á strik í síðari hálfleik. en ef litið er á heildina. verða úrslitin að teljast sanngjörn. Skástir hjá Austra voru þeir Hjálmar Ingvason. Sigurður Gunnarsson og Pétur ísleifsson. en hjá Ármanni markvörðurinn Egill Steinþórsson svo og Arnlaugur Helgason. Varði Egill markið oft af stakri prýði. Dómari leiksins. Garðar Guðmundsson. átti ekki góðan dag að þessu sinni. en sem betur fór. bitnaði það ekki á öðru liðinu fremur. 4 /Evar. Islandsmótlö 2. delld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.