Morgunblaðið - 18.07.1978, Blaðsíða 39
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1978
• SÍKurður SÍKurðsson Ármanni sigrar með yfirburðum í100 m hlaupinu. Sigurður sigraði einnig í 200
m. Til hægri er Magnús Jónasson Á sem varð annar.
Léleg mæting í
flestar greinar
1>AÐ setti leiðinlegan svip á meistaramótið og gerði starfsmönnum þess erfitt fyrir hve skráning
í flestar greinar var alröng. Áður en mótið hófst var talað um fjölmennt mót með keppcndum á
annað hundrað. I>að er engum til góðs að vera að blekkja sjálfan sig með mikilli skrásetningu í
mót. I>etta er ekki nýtt af nálinni, þetta hefur viðgengist í mörg ár. Ætti fólk að sjá sóma sinn
í því að vera ekki að skrá sig til keppni ef það mætir ckki. Það væri ekki úr vegi hjá FRÍ að taka
upp strangar reglur um þessi atriði og þó fyrr hefði verið. Iljá knattlcikssamböndunum eru félögin
beitt sektum ef lið mæta ekki til leiks. Sem dæmi má nefna. að ef flokkur mætir ekki þá er viðkomandi
félag sektað um 25 þúsund krónur. Jafnvel þótt að það sé 4. fl. eða yngri sem hlut á að máli. Ekki
væri ósanngjarnt að 2000 krónur væru greiddar fyrir hvern þann keppanda sem ekki mætir til leiks
og hefur ekki hoðað lögleg forföll á meistaramóti. þ_
Utan bæjarfól kið ^
stóð sig vel á ~“e
ÁRANGUR á meistaramóti íslands í frjálsum
íþróttum sem fram fór á Laugardalsvellinum um
helgina var allþokkalegur í flestum greinum og
góður í nokkrum. Ekkert nýtt íslandsmet var sett
og ekkert jafnað, þó var veður til keppni nokkuð
gott.
Það sem setti frekar leiðinlegan
svip á mótið var hve illa var mætt
í margar greinar. Ættu forráða-
menn félaganna að sjá sóma sinn
í því að vera -ekki að skrá
keppendur til leiks ef þeir ætla sér
ekki að mæta. Keppni i hlaupa-
greinum mótsins var skemmtileg
og hart var barist. Þar vann
enginn sigur fyrirhafnarlaust.
Athyglisvert var hversu lands-
byggðin kom sterk frá mótinu og
lofað það góðu fyrir landsmót
UMFI á Selfossi um n.k. helgi.
Borgfirðingar, Þingeyingar, Akur-
eyringar og Austfirðingar vöktu
mikla athygii, og fengu þessi
sambönd marga meistara.
Svo sem vænta mátti vann
Hreinn Halldórsson besta afrek
mótsins með því að varpa kúlunni
19.89 metra. Það telst nú varla til
tíðinda þótt Hreinn varpi um 20
metra, en afrek hans eru engu að
síður stórglæsileg og á heimsmæli-
kvarða. Við getum verið stolt yfir
að eiga slíkan afreksmann. Von-
andi nær Hreinn sér sem fvrst af
meiðslum þeim er hafa hrjáð hann
svo að hann geti beitt sér af alefli
í grein sinni. Ef nefna ætti
nokkrar greinar sem skemmtileg-
ar voru á mótinu, voru það 110
metra grindahlaup, þar sem Stef-
án Hallgrímsson gerði allt hvað
hann gat til að sigra Elías
Sveinsson. Stefán kom örþreyttur
úr 400 m í hlaupið, þannig að
frammistaða hans var mjög góð.
Þá var skemmtileg keppni í 800 m
og 1500 metra hlaupi karla og
kvenna. Þar var geysileg barátta
allt frá upphafi til enda, ekki
aðeins um sætu sigurvegarans
heldur og um flest önnur sæti í
hlaupinu. Sigurvegari í 800 m
hlaupi karla varð Steindór
Tryggvason, ÍA, eftir harða bar-
áttu við Stefán Hallgrímsson, sem
náði sínum langbesta tíma í 800 m.
Ekki er vafi á því að Stefán gæti
stórbætt tíma sinn í 800 metrum
ef hann legði rækt við hlaupið. í
1500 metra hlaupinu sigraði Haf-
steinn Óskarsson, en hörð barátta
var um næstu sæti. Sigfúsi Jóns-
syni tókst að tryggja sér annað
sætið og þriðji varð bráðefnilegur
hlaupari að norðan, Jónas Clausen.
Tíminn í 400 m var góður, þar
sigraði Stefán Hallgrímsson, hljóp
á 49.5 sek., góður tími því brautin
var þung eftir miklar rigningar.
Annar varð Aðalsteinn Bernharðs-
son, hljóp á 50.1 sek. Hljóp
Aðalsteinn vel og var það ekki fyrr
en á síðustu metrum hlaupsins
sem Stefáni tókst að pressa sig
fram úr með því að taka á öllu sem
hann átti til. I spretthlaupunum
var Sigurður Sigurðsson, Ár-
manni, öruggur sigurvegari, og
ógnaði engin veldi hans í greinun-
um, þar sem Vilmundur Vil-
lijálmsson dvelur erlendis. I stökk-
greinum karla var árangur frekar
slakur, þó náði Stefán Friðleifsson
þokkalegum árangri í hástökkinu.
Þeir sterku stóðu fyrir sínu í
kastgreinunum. Hreinn í kúlu-
varpinu og Óskar sem kastaði yfir
18 metra. Þá var ánægjulegt að sjá
Guðna Halldórsson í sinni fyrstu
keppni eftir langvarandi meiðsli.
Óskar sigraði í kringlukastinu,
spjótkastinu og sleggjukastinu.
I kvennakeppninni var mikil
keppni í flestum greinum. 100 m
hlaupið var hnífjafnt fram á
síðustu metra og stútkurnar sem
voru í 2. til 4. sæti, hlutu sama
tíma. Jafnara getur það varla
verið. I hástökki sigraði Þórdís
Gísladóttir og setti nýtt meistara-
mótsmet, stökk 1.71 m. Keppni í
400 m kvenna var skemmtileg og
hörð, þar sigraði Sigríður Kjart-
ansdóttir, KA, setti nýtt stúlkna-
met, 58.1 sek. í öðru sæti varð
Ruth Ólafsdóttir, FH, setti nýtt
telpnamet, 58.5 sek.
Vissulega setti það svip sinn á
mótið að hópur af góðu frjáls-
íþróttafólki dvelur erlendis við
æfingar og keppni. En engu síður
kom fram á sjónarsviðið ungt og
efnilegt afreksfólk. Mótið gekk
nokkuð hægt fyrir sig, en þegar
sumir keppendur eru í mörgum
greinum er sjálfsagt erfitt að
reka um of á eftir mönnum. Þó
valda allir þessir dauðu punktar
milli greina bið fyrir þá fáu
áhorfendur sem leggja leið sína á
frjálsíþróttamótin. Ekki er hægt
að skilja við mótið án þess að
minnast á Berþóru Benónýsdóttur,
frá HSÞ, bráðefnilega frjáls-
íþróttastúlku sem lét mikið að sér
kveða á mótinu og krækti sér í
þrjá meistaratitla. Sigraði hún í
100 m hlaupi, 100 m grindahlaupi
og svo langstökki. Lætur Bergþóra
sjálfsagt mikið að sér kveða á
"'aE-*.aK1
• Þarna er einn hálfíimmtugur á
ferðinni í stangarstökki. Og ekki
vantar iéttleikann. Hver skyldi
kappinn vera, jú engin annar en
kempan Valbjörn Þorláksson sem
varð þriðji í stönginni með 4.00
m. Þeir eru ekki margir á þessum
aldri sem mundu leika þetta eftir.
Landsmótinu um næstu helgi. í
boðhlaupum karla sigruðu sveitir
Ármanns með miklum yfirburð-
um. í kvennaboðhlaupunum var
keppni mun jafnari og skemmti-
legri. HSÞ bar sigur úr býtum í
4x100 og í 4x400 sigraði sveit Úí A.
• óskar Jakobsson sigraði í þrem kastgreinum á mótinu.
Kringlukasti. spjótkasti og sleggjukasti. Hér sést hann þeyta
kringlunni úr rennblautum kasthringnum.
• Stefán Hallgrímsson ÚÍA var örmagna er hann kom í mark eftir
800 metra hlaupið. Féll Stefán á brautina yfirkeyrður af mæði. Stefán
náði sínum besta tíma 157.7 mín. Hér er komið til aðstoðar.
21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1978
Úrslit á Meistaramóti Islands
FYRRI DAGUR,
KARLAR,
400 m grindahlaup,
sck
Stefán Hallgrímsson ÚÍA 53.3
Þráinn Hafsteinsson Á 57.1
Kristján Þráinsson IISÞ 57.6
Kúluvarp,
m
Hreinn Halldórsson KR 19.89
Óskar Jakopsson ÍR 18.03
Guðni Halldórsson KR 17.12
200 m hlaup,
sek
Sigurður Sigurðsson Á 22.1
Jakop Sigurólason HSÞ 22.4
Jón Sverrisson UBK 23.5
Guðni Tómasson Á 24.5
5000 m hlaup,
mín
Sigfús Jónsson ÍR 15.09.8
Ágúst Þorsteinss. UMSB 15.37.5
Brynjólfur Hilmarss.
ÚÍA 16.24.6
Pétur Eiðsson ÚÍA 16.48.4
Spjótkast,
Óskar Jakobsson ÍR
Einar Vilhj.s. UMSB
Óskar Thorarens. KR
Þráinn Hafsteinsson Á
73.66
62.16
57.86
56.68
Hástökk,
Stefán Friðleifss. ÚÍA 1.98
Elías Sveinsson KR 1.98
Karl West Fredrikssen
UBK 1.95
Langstökk,
m
Sigurður Hjörleifsson HSH 6.37
Jón Oddsson HVÍ 6.33
Rúnar Vilhjálmsson 6.26
800 m hlaup,
m
Steindór Tryggvas. ÚÍA 1.57.7
Stefán Hallgrímss. ÚÍA 1.57.7
Hafsteinn Óskarss. ÍR 1.59.2
Björn Skúlason ÚÍA 2.02.2
4x100 m boðhlaup,
sek
Svcit Ármanns 43.4
Svcit HSÞ 46.1
Sveit HVÍ 46.7
m
Þórdís Gísladóttir ÍR 1.71
nýtt meistaramótsmet
María Guðnadóttir HSH 1.68
íris Jónsdóttir UBK _ 1.65
Arney Magnúsdóttir ÚÍA 1.60
Spjótkast,
m
María Guðnadóttir HSII 36.76
íris Grönfeldt UMSB 33.10
Dýrfinna Torfadóttir 30.50
Anna Alfreðsd. IISK 29.40
200 m hiaup,
sek
Sigríður Kjartansd. KA 25.09
Sigrún Sveinsd. Á 26.01
Ilólmfríður Erlingsd.
UMSE 26.02
Ruth ólafsd. FH 26.08
Kúluvarp,
m
Dýrfinna Torfad. KA _ 9.64
Halldóra Jónsdóttir ÚÍA 8.98
íris Grönfeldt UMSB 8.77
100 metra grindahlaup,
sek
Bergþóra Benónýsdóttir
IISÞ ' 15.4
Þórdís Gísiadóttir ÍR 16.4
800 m hlaup,
sek
Guðrún Sveinsdóttir ÚÍA 2.20.5
Aðalbjörg Ilafstd. HSK 2.22.4
Anna Hannesdóttir ÚÍA 2.23.0
4x100 m boðhlaup kvenna,
Sveit HSÞ
Sveit UBK
Sveit ÍR
SEINNI DAGUR,
KARLAR,
Stangarstökk,
m
Guðmundur Jóhannesson
HSK 4.10
Karl West Fredrikss. UBK 4.00
Valbjörn Þorláksson KR 4.00
Elías Sveinsson KR 3.90
Þrfstökk,
m
Hclgi Hauksson UBK 13.78
Rúnar Vilhjs. UMSB 13.55
Kári Jónsson HSK 13.10
Unnar Vilhjs. UMSB 12.80
Kringlukast,
Óskar Jakobsson ÍR
Guðni Halldórss. KR _
Þráinn Hafsteinsson Á
f-*«■ i***
V ■ PJB
• Hart barist í 1500 m hlaupinu. Forystuna hefur Steindór Tryggvason ÚÍA. en hann sigraði í 800 m.
Ilafsteinn Óskarsson sigurvegari í 1500 m er annar.
sek
10.7
11.2
11.2
100 m hlaup,
Sigurður Sigurðsson Á
Magnús Jónasson Á
Guðlaugur Þorsts. ÍR
1500 m hlaup,
mín
Hafsteinn Óskarss. ÍR 4.04.8
Sigfús Jónsson ÍR 4.05.4
Jónas Clausen KA 4.06.9
Steindór Tryggvason ÚÍA 4.07.4
110 m grindahlaup,
Elías Sveinsson
Stefán Hallgrímss.
Þráinn Ilafsteinss. Á
Sleggjukast,
Óskar Jakobsson ÍR
400 m hlaup,
Stefán Hallgrímss. ÚÍA
Aðalsteinn Bernhs. UMSE
Jakop Sigurólas. IISÞ
ólafur Óskarss. Á
4x400 m boðhlaup karla,
Sveit Ármanns
Sveit ÚÍA
Sveit HSÞ
SEINNI DAGUR,
KONUR,
100 m hlaup,
Bergþóra Benónýsd. HSÞ 12.2
Kristín Jónsd. UBK 12.6
Sigrún Sveinsd. Á 12.6
Sigríður Kjartansd. KA 12.6
sek
15.5
15.7
16.2
sek
49.5
50.1
51.6
52.1
1500 m hlaup,
mfn
Guðrún Árnad. FII 4.55.8
Guðrún Sveinsd. ÚÍA 4.58.6
Iljördís Árnad. UMSB 5.15.0
400 m hlaup,
sek
Sigríður Kjartansd. KA 58.1
nýtt stúlknamct
Ruth ólafsd. FH 58.5
nýtt^ ísl. telpnamet.
Sigrún Sveinsd. Á 58.8
Kringlukast,
m
Kristjana Þorstd. Víði 35.16
Ilalldóra Jónsd. ÚÍÁ 27.55
Þorbjörg Aðalstd. IISÞ 25.86
Langstökk kvcnna,
m
Bergþóra Benónýsd. IISÞ 5.03
Bryndís Hólm 4.%
íris Grönfeldt UMSB 4.89
4x400 m boðhlaup,
Sveit ÚÍA
Sveit KA
Sveit UMSB
• Þær nöfnur Guðrún Sveinsdóttir og Guðrún Arnadóttir, sigruðu í
sitt hvorri hlaupagreininni. Þarna er það Guðrún Sveinsdóttir ÚÍA
sem hefur forystu, en hún sigraði í 100 m hlaupinu. Guðrún Arnadóttir
FII sigraði hinsvegar í 1500 m hlaupinu, en í því hlaupi var myndin
tekin.
• Þeir Elías Sveinsson KR og Stefan llallgnmsson UIA haðu mikið
einvígi í 110 metra grindahlaupi. Elíasi tókst að halda forskotinu
sem hann var búinn að ná er myndin var tekin. Ljósm. Król
• Þórdís Gísladóttir ÍR sctti nýtt mcistaramótsmet í hástökki stökk 1.71. Hér sést hún í metstökkinu.
og er hún vel yfir ránni.