Morgunblaðið - 18.07.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.07.1978, Blaðsíða 25
33 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1978 Tónhvísl eftir GUÐMUND EMILSSON stundum kom þessi spurninfj í hugann er laglínur drukknuðu í brambolti fyljjiradda, eins og í lajjinu Franziska. Og nú skulum við tala um Da capo! Da capo-upp- finningin var gerð með það í huga að skapa mótvægi eða andstæðu í tónverk. Þessi einföldu sannindi misskildi Sigursveinn í þremur ungverskum þjóðliigum. þar sem annað lagið er gert, í þessari ákveðnu útsetningu, að milliþætti í fyrra laginu, sem síðan er endurtekið. Þessi milliþáttur var fluttur of hratt; var of keimlíkur því sem á undan kom og eftir fór. I Vinarspegli var brotin önnur einföld regla. Ef tónverk, sungið án undirleiks, er alltof hátt skrifað fyrir viðkomandi kór, á annað tveggja að velja annað lag ellegar lækka tónhæð. Vinarspegill hefði notið sín þríund neðar! Að lokum skal getið tveggja atriða er betur hefðu mátt fara. Hér um ræðir „dramatískar" þagnir og „styrk- leikabólgur“. Þetta eru íslensk fvrirbrigði núorðið, en eiga rætur að rekja til norrænna hljóðritana frá fyrri hluta þessarar aldar, sem Gufuradíóið hefur verið iðið við að leika f.vrir þjóðina. Hið fyrra, „dramat'skar" þagnir, skýrir sig sjálft. Þær voru tvær í þremur ungverskum þjóðlögum. og hefðu mátt vera tveimur færri. „Styrk- leikabólga" átti sér stað í lokin á laginu A Roving. Þá tóku allir, að tilefnislausu, að syngja lokahljóm- inn smátt og smátt hærra, og síðan smátt og smátt lægra. Þetta þótti víst sérdeilis spennandi hér fyrrum, en flokkast undir „klisjur" núorðið. Sigursveinn hlýtur að eiga eitthvað nýrra að moða úr. Sigursveinn K. Magnússon hef- ur, þrátt fyrir umdeilanleg afrek í Vestmannaeyjum að þessu sinni, sýnt og sannað að hann er efni í mikinn stjórnanda. Tónleikar Tón- skóla Sigursveins D. Kristinssonar í vor tóku af öll tvímæli um það. Þar stjórnaði Sigursveinn bæði kór og hljómsveit með miklum glæsibrag. Stjórn hans var næm á smáatriði, skýr og full af krafti og snerpu. Gefi hann sér tíma frá erilsömum kennarastörfum til að þroska leiðtogahæfileika sína og tileinka sér þá tækni, sem stjórn- endur þurfa að hafa á takteinum, má vænta mikils af honum í framtíðinrfi. Á fjörur okkar hefur rekið fágætan efnivið. JákvæðustU hliðarnar á stjórn Sigursveins K. Magnússonar í Vestmannaeyjum að þessu sinni voru þær sem áður hafa verið aðalsmerki hans. Samkór Vest- mannaeyja söng með skýrum textaframburði, ákveðnum áhersl- um og mótaðri hrynjandi sem þó var alltaf sveigjanleg. Tónskáld Dufþekju Sigursveinn P. Kristinsson á það sammerkt með gestgjöfum sínum, Eyjamönnum, að hann hefur unnið mikið þrekvirki við mikið mótlæti. Því rís hann eins og klettur upp úr ládeyðu ís- lenskra tónmennta, og gerir starfsbræðrum sínum skömm til óviljandi. Misjafnari sögur fara af tónskáldskap Sigursveins í vand- fundnum frístundum. Dufþekja varð t:d. til í vor í páskafríi frá skólastjórastörfum. Sigursveinn lauk verkinu eftir skólaslit í vor. Það er um 10—15 mínútur að lengd. Úm Dufþekju mætti margt segja. Undirrituðum þótti verkið í þeild lítið spennandi. Þar örlaði ekki á neinu sem ekki er búið að jórtra á í áratugi! Framsögumann er þar að finna. Hann kom eins og skrattinn úr sauðarleggnum, var eiginlega úti á þekju! Hljóðfæra- raddir voru illa fallnar að einstaka hljóðfæri, og líkt eins og skrifaðar fyrir píanó fremur en blásara — síst málmblásara. Þær lágu hátt og voru þrotlausar. Stíllinn var langlokulegur og um leið flókinn. 1 huga manns komu alls óskyld tónskáld eins og Debussy, Jón Leifs, Gabrieli og Perotin, svo einhver séu nefnd. Langur og krefjandi sögu-söngtexti batt tón- skáldið á klafa. Tónskáldið tók textann einnig of bókstaflega. Þannig varð „trölla hlátur" að tröllahlátri í ógurlegu veldi. Tón- verk sem myndskreytir texta lið fyrir lið nær aldrei tilgangi sínum sem sjálfstætt listaverk. Heldur verður það eins þræll. Tónverkið Dufþekja er eins þrælbundið texta sínum og Dufþakur var bundinn Hjörleifi forðum. Sterkasta hlið þessa nýja tón- verks var kórhlutverkið. Sigur- sveinn er vanur að vinna með kórum. Hann kann á þá lagið. Veit hvað þeir geta og geta ekki. Þar var stærsta sigur Sigursveins að finna. Um 500 manns sóttu tónleikana. Flytjendum var óspart klappað lof í íófa. sennilega enskur og hefur verið uppi um aldamótin 1800, ef ekki seinna. Voluntary var engu að síður vel leikið og raddbeiting látlaus og vel við hæfi. Germanir Bergamasca Samuels Scheidt, eitt veraldlegra tónverka hans, var hins vegar kaffært í síðómantísku raddvali sem virkaði afkáralega í svo tæru samhengi. Og þó hér sé um stílfærðan sveitadans að ræða og Samuel Scheidt hafi verið frumlegastur orgelleikara síns tíma, er mér hitt til efs, að tilfæringar Guðmundar hefðu fall- ið tónskáldinu í geð, eða þær samrýmst tíðarandanum. Prelódía Georgs Böhm, eða litla Bachs eins og hann er stundum kallaður, var hins vegar eyrnayndi á köflum. Ef ekki hefði komið til óskýrt hljóm- fall í erfiðari köflum tónverksins, hefði hressilegur leikur Guðmund- ar notið sín til fulls, og náð reisn samboðinni verkinu. Sálmforleik- ur J.S. Bachs, Ich ruf dir Ilerr Jesu Christ, fór hins vegar fyrir ofan garð og neðan. Ekki veit ég hvort það er til siðs hjá hámennt- uðum orgelleikurum að nota víbra- sjón/gjögt rödd í cantus firmus sálmaforleikja Bachs, og því síður hvort hægt sé að færa sönnur á að meistarinn hafi gert það sjálfur á tilteknum stað og stund. Hins vegar verður það að segjast, að fátt er hjákátlegra en einmitt þetta. Guðmundur lék sálmforleik- inn af miklum þokka, ef gjögtið er undanskilið. Sömu sögu er að segja um Prelódíu og Fúgu í D-dúr. eftir J.S. Bach. Ekki skorti nema herslumun að Guðmundi tækist að skila verkinu lýtalausu. Að lokn- um aðsópsmiklum inngangi, sem leikinn var af reisn og öryggi tók við fúga, sem virtist ætla taka flugið þegar geysierfitt pedalaspil varð fjötur um fót. Framsögu fúgustefs í pedalrödd var flýtt, sem er öfugt.við það sem vænta mátti. Þetta kom reyndar fyrir tónleikana á enda. En varla voru pedal-torfærurnar yfirstignar er allt féll í Ijúfa löð á ný, sérstaklega hljóðfallið. Frakkar Um frönsku tónverkin er þetta að segja: Priere a’Notre Dame. eftir Léon Boellmann, reyndist með afbrigðum væmið stykki. Uppfullt af síðrómantískum tísku- vörum, svo sem styrkleikabreyt- ingum, hljómsveitarraddbeitingu, óvæntum tóntegundabreytingum a la Liszt, stækkuðum sjöundar- hljómum og efnisþráðum! Öðru máli gegnir um Piece heroique. eftir César Franck, sem þrátt fyrir þunglamaheit er heilsteypt og ber mark alvöru tónskálds. Og þrátt fyrir harðar „sviðsskiptingar" í Piece heroique tókst Guðmundi H. Guðjónssyni að framkvæma það Framhald á bls. 37. Þessi heimilislega mynd er aí einum bænum í Rangárþingi, hestar á beit við bæinn og þvottur á snúrum. Ljósmynd Mbl. á.j. polyvlies SAMBANDIÐ BYGGINGAVQRUR SUÐURLANDSBRAUT 32- EINNIG INNAKSTUR FRÁ ARMÚLA29 . ÓD.ÝR GOLFDUKUR Verð pr. ferm.: 1400 1980 2246 og 2330

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.