Morgunblaðið - 18.07.1978, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1978
VIÐSKIPTI
VIÐSKIFTI — EFNAHAGSMAL
Umsjóni Sighvatur Blöndahl.
ATHAFNALÍF.
Yöniskíptajö&iuður
janúar-maí 1978
Fyrstu bráðabirgðatölur
um vöruskiptajöfnuð lands-
manna liggja nú fyrir til
maíloka í ár og er á eftirfar-
andi eftirliti sýnd sundurlið-
un helztu liða og til saman-
hurðar tölur á sama tímahili
árið áður færðar til sam
bærilegs gengis, þ.e. meðal
gengis janúar—maí 1978.
Eins og yfirlitið ber með sér var
aukning heildarinnflutnings tæp-
lejja 18'7< en aukning almenns
innflutnings tæp 19% fyrstu fimm
mánuði þessa árs miðað við sama
tímabil árið áður. — Heildarút-
flutniníjur jókst hins vegar aðeins
um 2% ojí útflutninjíur að undan-
skildu áli um 3.7%. — Vöruskipta-
jöfnuður janúar— maí í ár var
óhagstæður um 5.5 milljarða
íslenzkra króna, en á sama tíma-
bili árið áður var vöruskiptajöfn-
uðurinn „hagstæður“ um 2.5
milljarða reiknaður á meðalgenjji
janúar—maí 1978.
Vöruskiptajöfnuður er því rúm-
um 8 milljörðum króna óhagstæð-
ari á þessu tímabili í ár en fyrra.
Útflutningsbann hefur vafalaust
haft áhrif í þá átt að útflutningur
hefur orðið eitthvað minni en
annars, einkum í maímánuði. Á
verðmæti útflutningsvörubirgða
um 6.9 milljarða króna en á sama
tíma árið áður jókst verðmætið
um 10.5 milljarða króna reiknað á
sambærilegu gengi. Reiknað á
grundvelli útflutningsframleiðslu í
stað útflutnings varð vöruskipta-
jöfnuðurinn 11.7 milljörðum óhag-
stæðarl á tímabilinu janúar—maí
1978 en á sama tímabili árið áður.
— Er þetta óneitanlega uggvænleg
þróun.
Ekki verður að marki rætt um
horfur í þróun greiðslujafnaðar á
síðari hluta ársins. Greiðslujafn-
aðarspá ársins hefur ekki verið
endurskoðuð síðan í febrúar s.L, að
•tekið var mið af aðhaldsaðgerðum
sem þá komu til framkvæmda. Var
þá áætlað að viðskiptajofnuður
gæti orðið hagstæður um 4
milljarða króna. — í ljósi þeirra
upplýsinga sem liggja fyrir um
þróun vöruskiptajafnaðar til loka
maímánaðar og útflutningsfram-
leiðslu á sama tíma, er mjög hæpið
að jöfnuður náist í viðskiptum
þjóðarinnar út á við, jafnvel þótt
lækkun útflutningsvörubirgða yrði
slík, að verðmæti birgða yrði
eðlilegt í árslok. Hugsanlega
hagstæðari útkoma af völdum
birgðaminnkunar mundi ekki
heldur hagga því, að grundvallar-
jöfnuður framleiðslu og ráðstöfun-
ar hefur snúist harkalega á
neikvæða hlið.
Frá blaðamannafundinum. f.v.: Jóhann Örn Petersen, framkvæmdastjóri Verktakasambands íslands, M.
Parion. framkvæmdastjóri Evrópusambands alþjóðlegra verktaka. Armann Örn Armannsson. formaður
Verktakasambands íslands. og W.G. Thorpe. forseti Evrópusambands alþjóðlegra verktaka...
Forseti Evrópusam-
bands alþjóðlegra verk-
taka í heimsókn hér
tímabilinu janúar—maí 1978 jókst
Bráðabirgðayfirlit um vöruskiptajöfnuð við útlönd jan.—maí 1977 og
Forseti Evrópusambands
alþjóðlegra verkaka. W.G.
Thorpe, og framkvæmdastjóri
þess, M. Parion, voru hér á
Islandi fyrir skömmu til að ræða
við forystumenn íslenzkra verk-
taka, en félag þeirra gerðist aðili
að Evrópusambandinu á s.l. ári.
með því að koma á fundum og
alþjóðlegum ráðstefnum.
— að gefa út blað um verktaka-
iðnað.
— að vera verktakaiðnaði al-
mennt til eflingar, sérstaklega
með því að koma á fót eða efla
stofnanir, sem eru líklegar til að
Janúar— ■maí Brevting Boðað var til blaðamannafundar vinna að ofangreindum málum.
1977 1978 % með þeim félögum, þar sem Þá rakti Thorpe nokkuð stöðu
Innflutningur alls, f.o.b. -51240 -60350 17,8 Thorpe rakti m.a. tilgang sam byggingariðnaðarins almennt í
Sérstakar fjárfestingarvörur -4746 -3840 -9,1 bandsinsi Evrópu og lagði áherzlu á mikil-
Skip og flugvélar -4144 -2450 — að vera tengiliður milli verk- vægi þess fyrir hverja þjóð að hafa
v/Þjórsárvirkjana -209 -60 takasambanda viðkomandi landa. góðan byggingariðnað. — í því
v/álbræðslu — -20 — að stuðla að uppbyggingu sambandi varaði hann sérstaklega
v/Kröfluvirkjunar -357 -60 verktakasambanda í öllum ríkjum. við því þegar yfirvöld hinna
v/járnblendiverksmiðju -36 -1250 — að safna saman efnahagsleg- einstöku ríkja stöðvuðu skyndilega
Rekstrarvörur v/álbræðslu -3041 4860 59,8 um, tæknilegum og félagslegum ýmsar byggingarframkvæmdir
Almennur innflutningur -43453 -51650 18,9 upplýsingum um verktakaiðnað og þegar illa áraði, en Thorpe sagði
Útfluttar vörur alls, f.o.b. 53830 54900 2,0 miðla meðal félagsmanna. það aðeins koma niður á þessum
(Þar af ái) (8894) (8300) (-6,7) — að stuðla að skoðanaskiptum þjóðum seinna og þá yfirleitt af
Vöruskiptajöfnuður 2590 -5450 vegna vandamála á sviði efna- tvöföldum þunga samfara miklu
Heimild: Hagtölur mánaðarins, júlí 1978. hags-, tækni- og félagsmála m.á. atvinnuleysi.
Að síðustu rakti Ármann Örn
Ármannsson, formaður Verktaka-
sambands íslands, lítillega stöðu
byggingariðnaðarins hér og hlut-
verk Verktakasambands Islands.
Hann sagði m.a. um hlutverk þess:
að leita að og fylgja eftir
sameiginlegum hagsmunamálum,
sem stuðlað geta að aukinni
tækniþróun við mannvikjagerð á
íslandi.
— að vinna að upplýsinga- og
uppfræðslustarfsemi meðal félaga
sambandsins.
— að gæta þess, að félagar
sambandsins starfi að verkefnum
sínum í anda ábyrgðar, ráðvendni,
þekkingar og kunnáttu enda setur
sambandið félögum sínum siða-
reglur.
— að stuðla að útboðum eða
verksamningum og efla samstöðu
Framhald á bls 28.
United Aírlines-Boeing:
„Langstærsti samningur flugvélaiðn-
aðarins til þessa — 400 miDjarðar”
Vonir AIRBUSflugvéla-
framleiðslusamsteypunnar
evrópeku um að ná nú loks
fótfeetu á Bandaríkja-
markaði með því að gera
samning við bandaríska
flugfélagið United Airlin-
es, urðu að engu um helg-
ina þegar United Airlines
tilkynnti að félagið hefði
ákveðið að gera samning
við Boeing-flugvélaverk-
smiðjurnar bandarísku um
smíði á vélum fyrir fyrir-
tækið. Samningurinn sem
félagið hyggst gera er sá
langstærsti sem um getur í
flugvélaiðnaðinum til
þessa.
Talsmaður United Airlin-
es, sem er stærsta flugfélag
Bandaríkjanna, sagði eftir
sérstakan fund yfirstjórnar
félagsins á föstudag, að
ákveðið hefði verið að kaupa
a.m.k. 30 flugvélar úr nýrri
„seríu“ frá Boeing. Þetta
eru svonefndar breiðþotur,
Boeing 767, að verðmæti 1.2
milljarðar bandaríkjadoll-
ara, eða liðlega 300 millj-
arðar íslenzkra króna. Að
auki hyggst félagið einnig
kaupa 30 vélar af gerðinni
727—200 sem hafa verið á
markaðnum að undanförnu
og er kostnaður við þær um
400 milljónir bandaríkja-
dollara, eða um 100 millj-
arðar íslenzkra króna. —
Þessi „risasamningur" fé-
lagsins við Boeing er því
upp á liðlega 400 milljarða
íslenzkra króna, og er eins
og áður sagði sá langstærsti
sem gerður hefur verið í
heimi farþegaflugs.
Samningurinn hefur það í
för með sér fyrir Bo-
eing-verksmiðjurnar að þær
geta ótrauðar hafið fram-
leiðslu á hinum nýju breið-
þotum sínum, sem eru milli-
stærð þotna og taka alls
180—220 farþega, en vegna
óöryggis um pantanir hefur
félagið ekki treyst sér til
þess að hefja framleiðslu á
vélunum til þessa.
Þá er samningurinn einn-
ig mjög mikilvægur fyrir
bandaríska flugvélaiðnað-
inn almennt, sem er mjög
stór liður í sambandi við
viðskiptajöfnuð Bandaríkj-
anna.
Að mati fróðra manna er
nauðsynlegt að alger endur-
nýjun fari fram á flugvéla-
flota flestra stærstu flugfé-
laga heimsins á næstunni
og er talið að kostnaður við
það sé ekki undir 70 millj-
örðum bandaríkjadollara,
eða 18200 milljörðum ís-
lenzkra króna.
Evrópska AIRBUS-sam-
steypan hefur þegar sett á
markað þá vél sem hún
hugðist selja United Airlin-
es, en það er svonefnd B-10
breiðþota, sem hönnuð er
útfrá A300, stórri breiðþotu
sem hefur verið á markaðn-
um að undanförnu. Hin
nýja vél tekur 200 farþega
og var smíði hennar form-
lega hafin þegar flugfélögin
Lufthansa, Swissair og Air
France höfðu tilkynnt að
þau hygðust kaupa hana í
ríkum mæli.
Að sögn talsmanna Uni-
úed Airlines er með samn-
ingi þessum algerlega loku
fyrir það skotið að félagið
muni í náinni framtíð
kaupa vélar af AIRBUS og
má þar með segja að mögu-
leikar evrópskra flugvéla-
framleiðenda til að komast
inn á Bandaríkjamarkað
séu úr sögunni — í bili að
minnsta kosti.