Morgunblaðið - 30.07.1978, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1978
Byrjun ferðarínnar lofaði góðu, þar sem vel
sást yfir allan Vestfjarðarkjálkann þegar einn af
Fokkerunum, „K-iðu, renndi sér norður eftir og
tók að lækka flugið. Og þar sem skyggnið var svo
gott var ekki flogin venjuleg flugleið út með
Isafjarðardjúpi heldur sjónflug og lét flugmaður
vélina renna niðuryfir Nónahorn yfir Hnífana og
niður í Tungudalinn og lenti óaðfinnanlega.
Þetta var á föstudagskvöldi og daginn eftir var
áætlað að leggja upp með Fagranesinu norður á
Strandir. Ekki sveik veðrið, þvídaginn eftir var
sama blíðan, sól og stilla. þarþcgar tíndust um
borð í fleytuna, en þeir voru ekki ýkja margir,
en íþessari ferð átti aðallega að sækja hóp
ferðalanga frá Útivist er staddir voru íHornvík
og Aðalvík. Fljótlega var allt ferðbúið, dótið
komið niður ílest, búið að ganga frá bátum á
þilfari, en einn þeirra átti að flytja íHornvík til
notkunar þar um tíma. En flestir farþegar ætluðu
að dvelja nyrðra um nokkurra daga skeið, ganga
um og virða fyrir sér það sem landið hefði upp
á að bjóða og voru því útbúnir með tjald,
svefnpoka og nesti og annað sem tilheyrir og að
sjálfsögðu reynt að hafa allt sem léttast.
Séð niður í Látravík frá bjarginu.
Eilífstindur og Skófnaberg og n»st sést á Almenningaskaró.
Þau leystu vitavöröinn af í sumarleyfinu: Jón Kári Hilmarsson barnapía
með meiru, Jónína Guðrún Samúelsdóttir og Kristinn Þormar sem
heldur á syni Þeírra hjóna, Jóhanni.
„Sport að sigla
með bílinn44
Þegar Hjalti skipstjóri Hjalta-
son var búinn að fá sér sopann og
kominn aftur upp í brú fengum við
að trufla hann örlítið og ræddum
við hann um Fagranesið og ferðir
þess:
— Ég hef nú ekki verið með
skipið nema í tæp 3 ár, sagði
Hjalti, en kann ágætlega við þetta.
Þessi ferð er hin fimmta á
Strandirnar og hefur farþegafjöld-
inn verið þetta frá 50 og upp í 100.
Einu sinni var líka siglt í Furu-
fjörð með hóp frá Ferðafélagi
íslands en það eru F.í. og Útivist,
sem taka skipið á leigu til þessara
ferða á Hornstrandir.
En hver eru annars aðalverkefni
Fagraness, hafa þau ekkert
minnkað með tilkomu vegarins inn
Djúpið?
— Mjólkurflutningar eru aðal-
verkefnin og eru farnar þrjár
ferðir inn í Djúp á viku. Flutning-
ar alls konar hafa líka aukizt á
bæina og þó bílaflutningar hafi
eitthvað minnkað er það e.t.v. ekki
svo mikið, því árlega eru fluttir
milli 100 og 150 bílar. Ég geri ráð
fyrir að fólki finnist það dálítið
sport að fá að sigla og þá er
yfirleitt farið að Bæjum á Snæ-
fjallaströnd.
Meðan Fagranesið puðar út
Djúpið framhjá Bolungarvík og
með stefnu á Rit veitir Hjalti
skipstjóri þær upplýsingar að
skipið gangi um 10 mílur, knúið
áfram af Lister-vélinni, en hest-
aflafjöldinn er gleymdur. Enda
skiptir það varla máli, en Hjalti
var ánægður með ganginn og sagði
að ekki hefði þurft svo mikið sem
líta á vélina til þessa, en skipið er
orðið 15 ára gamalt. Áhöfnin er 6
manns.
Hjalti er spurður hvernig fólki
hafi líkað ferðirnar á Strandir:
— Fólkið hefur verið mjög
ánægt, enda hefur það yfirleitt
fengið mjög gott veður og hefur
orðið brúnt eins og Spánarfarar.
Mallorkaveður
á Ströndum
Hjalti Hjaltason skip9tjóri á Fagra-
nosi.
— Við fórum eina ferð í
Grunnavík um daginn, heldur
Hjalti áfram, og var þá algjört
Mallorkaveður, giaða sólskin og 25
stiga hiti. Það má eiginlega segja
að veðrið hafi verið gott alveg
síðan fyrir miðjan mánuðinn, segir
Hjalti skipstjóri að lokum og
vekur það vissulega góðar vonir
um ferðina, 25 stiga hiti, Mall-
orkaveður o.fl.o.fl.
Eftir spjallið við Hjalta var
farið að svipast um eftir fleiri til
tóku þátt í henni 12—14 manns og
fórum við í Hornvík. Fyrstu 1—2
árin fengum við að vera í húsum
Slysavarnarfélagsins hér og þar
um firðina, en sem kunnugt er eiga
líka margir enn hús sín þarna
nyrðra, sem þeir halda við á
sumrin og er oft hægt að fá leyfi
til að gista í þeim.
En ég hallast að því að betra sé
að hafa eins konar bækistöð á
einhverjum ákveðnum stað og
ganga þaðan á næstu firði. Með því
móti þarf ekki að bera eins mikið
af dóti.
En þrátt fyrir að Einar og hans
fólk hafi í þá daga fengið að gista
í skýlum Slysavarnarfélagsins
vildi hann leggja áherzlu á að hér
væri ekki um nein venjuleg
gistiskýli að ræða, heldur neyðar-
skýli einkum fyrir sjómenn og við
birgðum húsanna, matvælum eða
efni til upphitunar mætti alls ekki
hrófla. Leyft væri að leita skjóls í
húsunum ef nauðsyn krefði, en
ferðamönnum væri þá ekki of gott
að höggva sér sjálfir rekavið til
upphitunar. Einnig sagði Einar að
ferðamenn skyldu hafa það í huga
að húsin, sem enn standa í sumum
fjörðunum væru einkaeign og yrði
að virða friðhelgi þeirra og því
væri engum heimilt að dvelja í
þeim nema að fengnu leyfi.
En frá þessum atriðum er horfið
að sinni og Einar er beðinn að
segja nokkuð um útbúnað þann
sem þarf til Hornstrandaferða.
— Til fótanna er bezt að vera
búinn léttum skóm og hafa líka
stígvél meðferðis. Mýrar og bleyt-
ur eru víða í fjörðum, en ef þurrt
er á er ágætt að ganga í léttum
skóm. Fólk heldur að nokkuð sé
erfitt með burð, en það ætti ekki
að vera, ekki sízt ef menn stilla svo
til að hafa aðalbækistöð á einum
ákveðnum stað og ganga svo þaðan
með nesti til dagsins. Ef menn
vilja hins vegar bera allt með sér
er ráðlegt að bakpokinn vegi ekki
meira en 20 kg. I fyrstu ferðunum
vorum við stundum með allt upp
undir 40 kg. en það var of mikið.
að ræða örlítið við, en áður en við
skiljum við Djúpbátinn h.f. sem
rekur Fagranes, má nefna að auk
hinna venjubundnu ferða þrisvar í
viku er skipið yfirleitt á ferð um
hverja helgi og átti það t.d. þetta
laugardagskvöld að fara eina ferð
inn að Bæjum eftir að komið var
frá Ströndum og er svo til aldrei
stöðvað um helgar.
Annar frumherji
Segja má að Einar Guðjohnsen
sé eins konar annar frumherji á
Hornströndum, Geirmundur helj-
arskinn var landnámsmaðurinn,
en Einar tók einna fyrstur upp á
því að fara með hópa ferðamanna
á Strandir og þá fyrst frá
Ferðafélaginu. Einar var þarna á
skipinu til að sækja sitt Útivistar-
fólk og var því ágætt tækifæri til
að spjalla örlítið við hann um
þetta fyrirheitna land:
— Fyrstu ferðina á Horn-
strandir fórum við árið 1966 og
Friðlandið
Hornstrandir
Fyrif fáum árum voru Horn-
strandir friðlýstar og er svæðið
stærsta friðland á landinu eða 580
km2, nær yfir Hornstrandir, norð-
urhluta Jökulfjarða suður að
Skorarheiði. Einar Guðjohnsen
kom við sögu þegar ákveðið var að
gera landi að friðlandi og var hann
m.a. leiðsögumaður náttúruvernd-
arráðs árið 1974 ári áður en
friðlandið var stofnað með reglu-
gerð.
— Með því að gera Hornstrand-
ir að friðlandi er verið að reyna að
sporna við því að löndin gangi
kaupum og sölum og menn taki
uppá því að loka og banna umferð,
en um friðland á öllum að vera
Einar Þ. GuAjohnsan.
heimil umferð. Tilgangur friðlýs-
ingar er að varðveita líf og land á
Hornströndum og að almenningur
fái óhindraðan aðgang en geri sér
jafnframt grein fyrir því að hér er
um verðmæti að ræða, sem ekki
má spilla með illri notkun. En að
löndin gangi hugsanlega kaupum
og sölum þarf að mínu viti að
sporna við, en að vísu er svo stutt
síðan að Hornstrandir voru yfir-
gefnar að fólkið er enn tengt
þessum stöðum föstum böndum.
— Einnig væri það mjög
skemmtilegt ef hægt væri að gefa
ferðamönnum kost á að veiða fisk
í soðið að hæfilegu marki auðvitað,
en ekki eins og minkurinn, langt
umfram það sem menn þurfa. Sú
gamla hefð að menn megi veiða sér
til matar mætti að mínu viti
varðveitast, sagði Einar Þ. Guð-
johnsen að lokum og með það fór
hann að huga að farþegunum, en
hann hafði einmitt nýlokið við að
dreifa bæklingi frá Náttúruvernd-
arráði til allra um borð þar sem
greint er frá friðlandinu Horn-
ströndum.
„Skotið“ á björgin
Þegar siglt var norður fyrir
Straumnes sást grilla í skipsflak
við ströndina og var upplýst að hér
væri um að ræða leifar af Goða-
fossi hinum gamla er keyrði upp
í fjöruna þarna fyrir meira en 60
árum. Mátti segja að flakið rifjaði