Morgunblaðið - 30.07.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1978
23
Sjötugur — Steinn
Stefánsson skólastjóri
Steinn Stefánsson skólastjóri
varð sjötugur 11. júlí s.l.
Hann er fæddur 11. júlí 1908 á
Reynivöllum i Suðursveit. Voru
foreldrar hans Stefán Jónsson
hreppstjóri í Suðursveit og kona
hans Kristín Eyjólfsdóttir hrepp-
stjóra á Reynivöllum. Frekar
verður ekki ætt Steins rakin hér,
en greinilegt er, að hann er kom-
inn af fólki sem notið hefur
trausts manna og að hann er alinn
upp á menningarheimili svo sem
þau gerðust bezt á landi hér í
þann tíð.
Ekki munu efni hafa verið mik-
il og ekki voru framtíðarvonir
festar við veraldargengi. En það
voru stórar hugsjónir, sem
bjuggu í brjósti þeirrar kynslóð-
ar, sem kennd er við aldamótin
siðustu. — Að koma niðjum sín-
um til mennta og vinna að frelsi
lands sins og farsæld. —
Steinn mótaðist frá bernsku af
þessum hugsjónum og hefur verið
þeim trúr. Hann þráði mjög að
læra og miklum mun meira en
efni leyfðu. Jafnframt kennara-
námi stundaði hann nám í orgel-
leik, söngkennslu og sund-
kennslu. Hann var þvi búinn mik-
illi fjölhæfni til kennslustarfa.
Steinn varð kennari við barna-
og unglingaskólann á Scyðisfirði
1931 og skólastjóri við sama skóla
frá 1945 unz hann lét af embætti
haustið 1975.
Steinn var sivakandi í starfi og
sótti námskeið hér heima og er-
lendis í ýmsum kennslugreinum
sínum, þegar færi gafst. Skóla-
stjórn fór honum vel úr hendi og
hélt hann jafnan uppi heilbrigð-
um aga og eignaðist traust og
virðing nemenda sinna.
Ég kynntist Steini haustið 1942,
er ég gerðist prestur á Seyðisfirði.
Ég kenndi jafnan eitthvað við
skólann og urðu kynni okkar bæði
góð og náin í þvi samstarfi. Get ég
því borið um hæfni hans og
ástundun í starfi. Mest þykir mér
um vert, er ég hugsa til baka,
söngkennslu hans við barnaskól-
ann öll þessi ár. Það var dýrmætt
starf, sem seint verður að verð-
leikum metið og ótaldar eru þær
stundir, sem Steinn vann að söng-
málum á Seyðisfirði í þegnskyldu-
vinnu af þugsjón einni saman.
Hann stjórnaði mörgum kórum
þar, barnakórum, blönduðum kór-
um og karlakórum. Ég söng í sum-
um þeirra og veitti því þá athygli,
hve Steinn er ágætlega
músikalskur og hljómheyrn hans
afar nákvæm.
Steinn varð organleikari
Seyðisfjarðarkirkju árið 1»55 og
vorum við samverkamenn í kirkj-
unni um 10 ára skeið. Tók hann
við því starfi af Jóni Vigfússyni,
er hann fluttist burt.
Fyrir þetta starf í þágu kirkj-
unnar færi ég Steini alúðarþakk-
ir. Þetta starf, svo sem öll önnur,
vann hann af stakri kostgæfni
enda búinn bæði hæfni og mennt-
un til þess svo sem bezt varð á
kosið.
Of langt mál væri að telja upp
öll þau störf, sem Steinn vann á
Seyðisfirði. Hann átti sæti fjölda
ára i bæjarstjórn og vann i mörg-
um nefndum fyrir bæjarfélagið.
Hann var aliróttækur umbóta-
maður og umdeildur þess vegna
eins og titt er um slíka menn, en
enginn hefur borið brigður á heil-
indi hans né hreinlyndi svo ég viti
og engan óvildarmann hefur
hann átt til langframa svo sem
verða vill um ýmsa, sem gefa sig
að opinberum.málum.
Steinn Stefánsson var kvæntur
Arnþrúði Ingólfsdóttur Hrólfs-
sonar verkamanns á Seyðisfirði,
mikilli myndarkonu og ágætri
húsmóður, sem studdi mann sinn
vel og dyggilega. Hún dó fyrir
aldur fram árið 1964 og var Steini
sá harmdauði, sem ekki fyrnist.
Þeim hjónum varð fimm barna
auðið og kom Steinn þeim öllum
til mennta. Hafa þau öll lokið
stúdentsprófi og sum háskóla-
prófi. Þannig rættust menntaþrár
Steins á börnum hans, sem öll eru
■ hið mesta manndómsfólk.
Verður hér ekki frekar orðlengt
um Stein vin minn Stefánsson,
því að ekki eru þetta eftirmæli
BDÖRNSSON
BÍLDSHÖFÐA 16
Sími 81530
Tromp bíllinn
gegn bensín hækkuninni
Autobianchi
Sparneytinn bæjarbíll
Bjartur — Lipur
Auk margra góöra kosta.
Bíll sem er vel liöinn um alla Evrópu.
Láttu freistast. Eigum alltaf úrval notaöra bíla
á sanngjörnu veröi. Þaö borgar sig að
reynsluaka.
heidur afmæliskveðja til góðs vin-
ar.
Sjötugur ber hann aldur með
ágætum og sýnist mun yngri en
árin segja. Hann hefur alltaf næg
áhugamál að vinna að. í
tómstundum sinum hefur hann
samið nokkur lög og hefur
Seyðisfjarðarsöfnuður gefið sum
þeirra út í þakklætisskyni fyrir
starf hans í þágu kirkjunnar og
byggðarlagsins um áratugaskeið.
Lög hans eru ljúf og hlý svo
sem maðurinn er sjálfur.
Ég endurtek þakkir mínar til
Steins fyrir kynni okkar öll og
margvislega vinsemd. Lifi hann
vel og lengi.
Erlendur Sigmundsson.
Laugahátíð
haldin um
Verzlunar-
mannahelgi
Húsavík 28. júlí:
LAUGAHATÍÐ 1978 verður eins og
s.i. ár haldin um verzlunarmanna-
helgina, 4.—7. ágúst.
Vandað er til skemmtiatriða og
á sunnudag verður sérstök fjöl-
skylduhátíð. Þar flytur ávarp
Jónas Kristjánsson ritstjóri,
gamanmál flytur Jörundur Guð-
mundsson og með söng skemmta
Jón Sigurbjörnsson, Rut Reginalds
og Birgir Marínósson. Tvær hljóm-
sveitir, Pónik og Einar og Hver,
leika en skemmtiatriðin fara öll
fram í nýju íþróttahöllinni á
Laugum. Sérstakar fjölskyldu-
tjaldbúðir verða á staðnum.
Okeypis aðgangur er að svæðinu
en ölvun er bönnuð.
— Fréttaritari.
Vatnsslökkvitæki
úr ryðfríu stáli frá
U.S.A.
Magnafsláttur.
Þjónusta á flestum
tegundum slökkvitækja.
tr
ÉÉlillUDSuáSf
Seljavegi 12, Reykjavík, sími 13381.
Halon 1301
Slökkvikerfi
frá Ginge,
Danmörku.
Sýningarkerfi á
staðnum.
Fyrir skip,
báta, tölvu-
sali, söfn o.fl.
KOLSÝRUHLEÐSLAk S.F.
Seljavegi 12, Reykjavík, sími 13381.
Reykskynjarar
tri U.S.A. með Alkaline
rafhlöðu og pufurofa.
Magnafsláttur. Þjónusta
á flestum tegundum slökkvitækja.
^ KOLÉUHuáAÍaF. ;-^
Seljavegi 12, Reykjavik, sími 13381.
Þurrduftsslökkvitæki
frá V-Þýska- —
landi 6 og 12
kg.
Magnafsláttur.
Þjónusta á
flestum tegundum
slökkvitækja.
KOLSÝRUHLEBSLAk S.F. —^
Seljavegi 12, Reykjavik, sími 13381.
Eldvarnarteppi
frá Englandi í
stærðunum 3’x3’
og 4’x4’.
Gerö úr ofnu trefja-
gleri.
í eldhús, hjólhýsi,
báta o.fl.
Magnafsláttur.
KOLSÝRUHLEOSLAN &F.
Seljavegi 12, Reykjavík, sími 13381.
Þurrdufts
slökkvitæki
frá íslandi innih.1 kg.
fyrir bíla, hjólhýsi,
einkaflugvélar, eld-
hús ofl.
Þjónusta á flestum
tegundum slökkvi-
tækja.
•""Y
íáÉUHLFFfilAÍá ^
Seljavegi 12, Reykjavík, sími 13381.
NÝ HERRAVERZLUN
Laugavegi 51, 2. hæð
SPORTFÖT í SUMARLEYFIÐ