Morgunblaðið - 30.07.1978, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 30.07.1978, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1978 47 Benedikt Gröndal í samtalinu við Mbl. Viðræður við launþega í tæka tíð kynnu að hafa breytt málinu Framhald af bls. 18 einum saman. í efnahagsmálum ráða ytri aðstæður oft svo miklu. Ég lagði fram í viðræðunum drög að málefnasáttmála vinstri stjórnarinnar sem ekki varð og það kæmi mér mjög á óvart ef Geir Hallgrímsson gæti skrifað undir hann orðalaust. Það er mikill eðlismunur á stefnu og viðhorfum Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins, þótt flokk- arnir hafi oft getað starfað vel saman. Og í utanríkismálum er samstaðan augljós.“ — Er þá þriggja flokka stjórn Alþýðuflokks, Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks nær hugmyndum Alþýðuflokks- manna nú? „Ég vil á þessu stigi ekkert segja um fleiri kosti. Þessi mál eru nú í höndum forseta Is- lands.“ — Það hefur mikið verið ritað og rætt um óánægju Alþýðubandalagsins með kosn- ingasigur Alþýðuflokksins. Tel- ur þú að sú óánægja hafi haft áhrif á afstöðu Alþýðubanda- lagsins í þessum vinstri viðræð- um? „Það er enginn vafi á því að sú ósk sem Ragnar Arnalds lét í ljós um að Alþýðuflokkurinn lognaðist út af og Alþýðubanda- lagið gæti yfirtekið það pláss sem þá losnaði, þessi ósk lifir enn, enda þótt við höfum sannað það í kosningunum að hún var bara óskhyggja og staðreyndin er að við erum nú jafnsterkir Alþýðubandalaginu á þingi. Hins vegar vil ég ekkert dæma um það hvað gerðist á bak við tjöldin hjá Alþýðu- bandalaginu í þessum viðræð- um. Það var hins vegar mjög áberandi að þeir vildu ekki láta varnarmálin komast á það stig að menn þyrftu að taka beina afstöðu og þeir drógu þetta sem lengst. Þau mál enduðu svo í þrátefli en í könnunarviðræðun- um höfðu Alþýðubandalags- menn gefið í skyn að ef sam- komulag yrði um efnahagsmálin þá hlyti að vera hægt að finna lausn á öðrum málum, varnar- málunum sem öðrum." — Nú hefur því verið haldið fram gegn þér að þú hefðir enga reynslu af verkstjórn sem þeirri er nauðsynleg sé í stjórnar- myndunarviðræðum. Varðstu var við þetta viðhorf í viðræðun- um eða var eitthvað, sem kom þér persónulega á óvart? „Ég hef verið þátttakandi í slíkum viðræðum áður. Það var fyrir fjórum árum og á því lærði ég feykilega mikið. En þessar viðræður nú voru vinsamlegar og málefnalegar frá byrjun til enda.“ — Frá kosningum hefur mikið verið rætt og ritað um sigurvegara kosninganna, Al- þýðuflokk og Alþýðubandalag, og oft hefur sú skoðun verið látin í ljós að það hlyti að verða auðvelt fyrir þessa flokka að koma sér saman. En hvað nú? „Viðræðurnar ieiddu í ljós að það er feikilega margt sem þessir tveir flokkar geta komið sér saman um. En hvað við kemur varnarmálunum erum við algjörlega á öndverðum meiði. Við vorum sammála um að taka kjarasamningana í gildi. Við vorum sammála um þann ramma að afla tekna, meðal annars með því að ná í svokall- aðan verðbólgugróða, og nota þær til að lækka verðlagið, annaðhvort með niðurgreiðslum eða lækkun söluskatts. Ná- kvæmar leiðir í þeim efnúm voru þó aldrei útfærðar, þar sem til þess kom aldrei. Hins vegar vorum við ekki sammála um þapð hvernig ætti að tryggja grundvöll atvinnu- veganna og skapa þeim skilyrði til hallalauss rekstrar. Afstaða Alþýðubandalagsins í þessum efnum var ekki fullljós fyrr en þeir lögðu fram sínar tillögur í efnahgsmálunum og þá kom í ljós að þeirra úrræði voru bara gamla uppbótastefnan. Við töld- um aftur á móti að hún myndi leiða til stórkostlegs vanda og enda í gífurlegum álögum á almenning, höftum og ófrelsi, sem myndu draga niður lífskjör fólks en ekki bæta þau. Þetta er einmitt grundvallaratriðið. Þessi uppbótastefna var hér á landi en var afnumin 1960 og átti Alþýðuflokkurinn sinn þátt í því. Við, sem munum þessa tíma, munum alls kyns ófrelsi, álögur og spillingu. Það voru til dæmis ein 40 gengi í gangi, þegar þetta var afnumið. Við viljum þetta ekki aftur. En vissulega er sá hluti þjóðarinnar nú stór sem ekki man þessa tíma, þannig að í trausti þess setur Alþýðubandalagið þessa stefnu nú fram aftur, reyndar undir nýju nafni, en engum getur dulizt hvað þarna er á ferðinni. Menn verða að gera sér ljóst að það var á þessum ágreiningi sem viðræðurnar um efnahagsmálin strönduðu." — Hvað með gengisfellingu? „Við teljum allar forsendur gengislækkunar vera komnar fram, þannig að hún sé stað- reynd sem ekki er hægt að snúa við. Við sögðum fyrir kosningar að þjóðin yrði að taka á sig vissar byrðar til að komast út úr efnahagsvandanum og við telj- um nauðsynlegt að fá vissa frestun á greiðslu nokkurra vísitölustiga til að gengislækkun hefði átt að bera fullan árangur. Þá byrði hefði þjóðin öll borið og ég tel að hún hefði verið vel vinnandi fyrir launþega til að fá ríkisstjórn sem þeir vissu fyrir- fram að myndi vinna launþega- hreyfingunni það gagn sem hún gæti.“ — Var þá ekki möguleiki fyrir Alþýuflokkinn að fara hreinlega með efnahagsmálatil- lögurnar til verkalýðshreyfing- arinar og láta reyna á undir- tektir? „Það var ekki tími til þess. Við vildum byrja viðræður við ASI, BSRB og bændasamtökin miklu fyrr og ef það hefði verið gert, þegar stjórnarmyndunarviðræð- urnar voru komnar af stað þá hefði ef til vill verið hægt að leggja málin einfaldlega fyrir þessi samtök, þegar í óefni stefndi. En Alþýðubandalagið mátti ekki heýra það nefnt að við þessa aðila væri rætt fyrr en undir það síðasta, þegar málin voru raunverulega komin í hnút hjá flokkunum og slíkt hafði enga þýðingu". — Telur þú að endir þessara vinstri viðræðna kunni að leiða til harðnandi átaka í verkalýðs- hreyfingunni? „Það gæti farið svo. En ég myndi harma það. Það ríkir nú í ASI eins konar pólitískur friður. Þar er þjóðstjórn og ég man þá tíma, þegar þar ríkti stöðug borgarastyrjöld af póli- tískum ástæðum. Slíkt var engum til ágóða nema þá það væri helzt vatn á myllu öfgaafl- anna og það tel ég hreint ekki til góðs“. — En gæti þjóðstjórn þá ekki verið jafnheppilegur möguleiki á Alþingi? „Það er allt annað að tala um þjóðstjórn í því sambandi og ég hef ekki trú á því. Hér var á árunum 1939—42 stjórn sem bar þetta nafn, enda þótt einn flokkur, Sósíalista- flokkurinn, stæði utan stjórnar. Reynslan af slíkri stjórn er sú að í stað þess að allir beri ábyrgðina, þá ber hana enginn. I þjóðstjórn hafa allir flokkar neitunarvald og þannig held ég að það yrði ákaflega erfitt að koma fram raunhæfum aðgerð- um, til dæmis í efnahagsmálum. Loks þýðir þjóðstjórn það að engin stjórnarandstaða er til staðar sem er það sama í mínum augum og að afnema einn þýðingarmesta þáttinn í okkar lýðræðisskipulagi. Ég held því að þjóðstjórn sé óholl stjórn, nema undir alveg sérstökum kringumstæðum eins og heims- styrjöld eða slíku,“ sagði Bene- dikt Gröndal. — fj. Bcnedikt Gröndal skilar stjórnarmyndunarumboðinu aftur til forseta íslands, herra Kristjáns Eldjárns, á Bessastöðum í gærmorgun. Ljósm. Mbl.t Ól.K.M. r Forseti Islands: Ræði við f ormenn flokkanna næst Framhald af bls. 18 „Það verður að telja það þraut- reynt nú að sigurvegarar kosning- anna hafa ekki lausn efnahags- mála á takteinunum; að minnsta kosti ekki þá sömu,“ sögðu þeir Steingrímur og Tómas, en þriðji maðurinn í viðræðunefnd Fram- sóknarflokksins, Jón Helgason alþingismaður, sat ekki slitafund viðræðnanna. „Við vorum allir sammála um það á þessum stutta fundi, að okkur fannst miður að svo fór, en enginn má sköpum renna," sagði Lúðvík Jósepsson, formaður Al- þýðubandalagsins, eftir slitafund vinstri viðræðna. „Við getum ekki gert að því, þótt ekki hafi fundizt sameiginleg afstaða til mála.“ Lúðvík Jósepsson kvaðst hafa í upphafi viðræðnanna gert sér sterkar vonir um að stjórnar- myndunin tækist og þær vonir hefði hann byggt að verulegu leyti á könnunarviðræðunum, sem fram hefðu farið milli Alþýðubanda- lagsins og Alþýðuflokksins. Þar voru efnahagsmálin þó ekki rædd í botn, eins og hann komst að orði, og við töldum eftir þær að hægt væri að ná samkomulagi um stjórnarsamstarf. Framsóknar- flokkurinn var að vísu stóra spurningin, en eftir að hann tók afstöðu, voru miklar líkur á að einnig næðist samstaða við hann. Síðar kom í ljós að ágreiningurinn var svo mikill sem raun ber vitni. Ástæðan er sú, sagði Lúðvík, að í könnunarviðræðunum, greinum við frá því að það væri algjört grundvallaratriði af okkar hálfu að kjarasamningarnir yrðu látnir taka gildi og féllst Alþýðuflokkur- inn á það. Hann var sammála því og undirstrikaði að hann hefði lýst þessu yfir í kosningabaráttunni og að hann myndi ekki kvika frá því. Á þessu hefur orðið breyting frá könnunarviðræðunum, því að nú vill Alþýðuflokkurinn að kjara- samningarnir taki ekki gildi. Þetta er höfuðágreiningsatriðið milli okkar. „Höfuðágreiningsatriðið," sagði Lúðvík, „kemur fram í því að Alþýðuflokkur segir það óhjá- kvæmilegt að fara í gengislækkun og verði það ekki gert, verði ekki ráðið vandamál atvinnuveganna, nema höggvið sé á tengsl kaup- gjalds og verðlags. Þetta hefur í för með sér að hann verður að beita þeim gömlu úrræðum, að afleiðingar gengislækkunar verði ekki reiknaðar inn í kaupgjaldið. Við vildum fara aðra leið. Það er þó engin trúarsetning hjá okkur að ekki megi beita gengislækkunar- leið, því að vitanlega á að skrá gengið eins og það er á hverjum tíma, en til þess að ráða bót á tilteknum efnahagsvanda nær hún ekki tilgangi sínum, nema á eftir fylgi ráðstöfun eins og sú, sem þessum mikla ágreiningi veldur — að taka kaupgjaldsvísitöluna úr sambandi. Þessi leið Alþýðu- flokksins leysir ekki vandamál launapólitíkurinnar, því að við vitum að ekkert samkomulag getur orðið við launþegasamtökin. Auk þess ber að geta þess, að eins og Alþýðuflokkurinn hefur lagt þetta fram, þá gengur dæmið ekki upp, þrátt fyrir það að launþegar gæfu eftir áhrif gengislækkunar- innar, 7%. Þá stæði eftir kaup- hækkun í krónum um næstu áramót, sem næmi 15%, og ekkert svar hefur fengizt við því, hvernig leysa eigi þann vanda. Morgunblaðið spurði Lúðvík hvað nú tæki við. Því kvaðst hann ekki geta svarað, en hann kvað forseta íslands hljóta að velja annan aðila til þess að reyna stjórnarmyndun. Hugsanlegur möguleiki er á myndun meiri- hlutastjórnar Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, en einnig hvað hann möguleika á myndun meirihluta- stjórnar milli núverandi stjórnar- flokka og Alþýðuflokks. Hann sagði að grundvöllur ætti að vera fyrir slíku stjórnarsamstarfi eftir að tillögur Alþýðuflokksins eru komnar fram. Þá kvað hann einnig möguleika á að núverandi stjórn- arflokkar héldu bara áfram og notuðu meirihluta sinn á Alþingi og vitni þá í það, að Alþýðuflokk- urinn styðji úrræði þeirra í efnahagsmálum. Þá var Lúðvík spurður, hvort útilokað væri eftir þetta, að Alþýðubandalagið tæki þátt í stjórnarmyndun. „Ég vil ekki segja að það sé með öllu útilokað," sagði Lúðvík, „en möguleikarnir virðast ekki miklir, þar sem aðrir flokkar halda fast við gengislækk- un og kaupgjaldslækkun, en það er útilokað frá okkar hálfu að gera það.“ t Móöir okkar, tengdamóöir og amma. QUÐBJÖRG ERLEND8DÓTTIR húsfreyja é Ekru, Stöövarfiröi, veröur jarðsungin á Stöövarfiröi þriöjudaginn 1. ágúst. Björg Einarsdóttir, Lúövfk Gestsson, Þorbjörg Einarsdóttir, Björn Stefánsson, Anna Einarsdóttir, Baldur Helgason, Banadikt Einarsaon, Margrót Stefénsdóttir, Björn Einarsson, Gunnvör Braga og barnabörn. Síðasta plagg Alþýðuflokksins Á ÚRSLITAFUNDI Alþýðu- flokks, Alþýðuhandalags og Framsóknarflokks í fyrradag, lögðu alþýðuflokksmenn fram ákveðnar tillögur og settu með þvi Alþýðubandalaginu eins konar úrslitakosti. Plaggið ber yfirskriftina. „Fyrstu aðgerð- ir“. í því segir. „1. Samningar við launþega taki að fullu gildi hinn 1. september. 2. Viðurkennd verði óhjá- kvæmileg gengisbreyting. 15% lækkun. Áhrifum af erlendri kostnaðarhækkun á vísitölu vegna gengisbreytingarinnar verði frestað. 3. Niðurskurður á ríkisfram- kva'mdum og ríkisútgjöldum. ásamt sérstakri tekjuöflun til þess að draga úr verðhækkun- um. 4. Unnið að kjarasáttmála. sem tryggi á næsta ári varan- legan þann kaupmátt. sem að var stefnt í samningunum á síðasta ári og nokkru hærri kaupmátt á þarnæsta ári. Jafnframt var gert ráð fyrir að gerð yrði þjóðhags- og fram- kvæmdaáætlun fyrir næstu 5 ár. 5. Gengishagnaði af vöru- birgðum verði að % hlutum veitt í verðjöfnunarsjóð fisk- iðnaðarins. en að '/» tií þess að leysa aðkallandi vandamál í fiskiðnaði.“ Annar kafli plaggsins fjallar um niðurfærslu verðlags, nið- urfærslur verði auknar um 4 milljarða króna og til landhún- aðarins verði veitt 600 milljón- um króna. Þá er rætt í plagg- inu um að þörf sé að auka verðlagseftirlit.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.