Morgunblaðið - 30.07.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1978
17
SÁÁ safnar húsmimum
fyrir stöðina í Sogni
UNDIRBÚNINGUR að opnun
endurhælingarstöðvar Samtaka
áhugafólks um áfengisvandamál í
Sogni í Ölfusi stendur nú sem
hæst og eru horfur á því að
stofnunin geti tekið til starfa í
vikunni eftir verzlunarmanna-
helgi, að því er Hilmar Helgason,
formaður samtakanna, tjáði
Morgunblaðinu í gær. Tæpíega
fimmtfu umsóknir hafa þegar
borizt um störf við stofnunina og
er verið að vinna úr þeim um
þessar mundir.
„Við stefnum að því að koma
þessari stofnun á laggirnar án
þess að kostnaðurinn fari upp
fyrir 100 þúsund krónur," sagði
Hilmar, „og teljum að okkur verði
ekki skotaskuld úr því með tilliti
til þess, að þegar við opnuðum
stofnunina í Reykjadal í Mosfells-
sveit nam útlagður kostnaður ekki
nema 70 þúsund krónum. Skýring-
in á þessu er að sjálfsögðu sú, að
fjölmörg fyrirtæki hlupu undir
bagga og gáfu okkur húsmuni og
annað það, sem til þurfti. Þetta
eru milli 30 og 40 fyrirtæki, og þau
nafa svo sannarlega ekki gert það
endasleppt því að þar að auki hafa
þau gefið öll húsgögn í tvö hús við
Ránargötu, þar sem starfsemi er í
tengslum við samtökin. Að þessu
sinni höfum við ákveðið að niðast
ekki meira á höfðingslund þessara
fyrirtækja að sinni, heldur ætlum
við að fara fram á það við aðra
velunnara að þeir gái hvort þeir
eigi ekki innanstokksmuni ýmiss
konar, sem þeir vilja losa sig við.
Ekki sízt vantar okkur húsgögn, en
einnig mataráhöld. Við ætlum að
haga þessu svo, að fólk getur
hringt í síma SAA, 82399, og síðan
sendum við flutningabíl eftir því
sem það vill losna við. Við tökum
við öllu, og þar sem við búumst við
góðum undirtektum má búast við
því að við fáum meira af munum
en þörf er fyrir. Við hugsum okkur
að vinza úr en slá síðan upp
flóamarkaði í Flóanum og selja
það, sem afgangs verður. Ágóðinn
af þessum fyrirhugaða flóamark-
aði rennur að sjálfsögðu til
starfseminnar," sagði Hilmar.
Hann bætti því við í lokin, að
undirbúningur að opnun stöðvar-
innar í Sogni hefði gengið mun
betur en búizt hefði verið við í
upphafi, þannig að horfur væru nú
á að stofnunin yrði opnuð viku
fyrr en ætlað var.
Nýrkaup-
félagsstjóri
á ísafirði
SIGURÐÚR Jónsson hefur verið
ráðinn kaupfélagsstjóri hjá
Kaupfélagi ísfirðinga, en fyrir
skömmu sagði Sigurgeir Bóasson
starfi sfnu þar lausu.
Sigurður Jónsson lauk Sam-
vinnuskólaprófi árið 1967 og hefur
m.a. starfað sem skrifstofustjóri
hjá Kaupfélagi Skaftfellinga í Vík,
starfað sem verzlunarráðunautur
hjá skipulags- og fræðsludeild
Sambandsins og í Tanzaníu og
Kenýa síðustu árin við áætlana-
gerð og sem stjórnunarráðgjafi.
Sigurður er kvæntur Önnu Skúla-
dóttur og eiga þau eina dóttur.
Verksmiðjusala
Verksmiöjusala byrjar á morgun
(mánudag) og stendur aöeins í
nokkra daga.
Úrval af buxum á alla fjölskylduna
á verksmiðjuverði.
Mjög gott úrval af bútum.
Opið
Notið frá
Sundlaug á staðn-
um — góð hrein-
lætisaðstaða —
allar veitingar.
Sætaferðir frá Reykjavík, Sel-
fossi og fleiri stööum á Suður
og SV-landi.
Útíhátíð í Aratungu
um verzlunarmannahelgina
Hátíðin hefst á
föstudagskvöld
Dansleikur:
Hljómsveitirnar
Geimsteinn,
Tívolí
og Fjörefni
ieika fyrir dansi til kl. 02.
Laugardagur
Geimsteinn
Gestur kvöldsins Gylfi
Ægisson
kynnir lög á nýrri plötu sinni.
Dansaö til kl. 02
Sunnudagur
íslenzk-þýzka ræflarokk-
hljómsveitin
BIG BALLS & THE GREAT
WHITE IDIOT
GEIMSTEINN
HLJÓMSVEIT RÚNARS
JÚLÍUSSONAR
Dansaö til kl. 02