Morgunblaðið - 30.07.1978, Síða 39

Morgunblaðið - 30.07.1978, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1978 39 FYRIR nokkru lauk í réttar- salnum í Kaluga, 100 mflur suðvestur af Moskvu, réttar- höldum yfir Alexander Ginz- burg. Ginzburg hefur lengi barist fyrir mannréttindum í Sovétríkjunum og dvaldi meðal annars í 7 ár í Gulageyjaklas- anum. Ginzburg kvaðst ekki vera sekur af ákærunni, sem var að hann hefði staðið fyrir andsovéskum áróðri og þegar hann var spurður um þjóðerni svaraði hanni „Zeka", en það þýðir fangi. Ginzburg hafði verið í haldi í 17 mánuði fyrir réttarhöldin, sem voru lokuð, en þó fengu eiginkona hans, Arina, og móðir hans Lyudmila, að vera við- staddar. Báðum var mikið brugðið að sjá útlit hans eftir allan þennan tíma. „Hann er náfölur, og hár hans og skegg er orðið grátt. Hann er líka grind- horaður. Eftir útlitinu að dæma gæti hann verið sextugur, þótt hann sé aðeins 41,“ er haft eftir Arinu konu hans. Ginzburg veiktist af berklum á meðan á fangelsisdvölinni stóð og í réttarsalnum leið yfir hann og þurfti að gefa honum sprautu til að hann rankaði við sér. Aðalákæran á hendur Ginz- burg nú var sú, að hann hafði skipulagt sjóð, sem rússneski rithöfundurinn Alexander Arina, eiginkona Ginzburg Alexander Ginzburg Solzhenitsyn hafði komið á fót, og hafði það að markmiði sínu, að hjálpa pólitískum föngum og fjölskyldum þeirra. Ginzburg var einnig ásakaður fyrir það að hafa átt að draga að sér um 270 þúsund rúblur úr sjóðnum (rúmlega 93 milljónir íslenskra króna) og notað það fé til eigin þarfa. Með því á hann að hafa fjármagnað kynsvall og drykkju, auk þess sem hann á að hafa keypt þýfi. Einnig var Ginzburg ásakaaður fyrir skattasvindl og aðra ólöglega starfsemi. Ginzburg kvaðst sak- laus af öllum þessum ákærum, en eina tilslökunin sem dómstól- arnir sýndu var að lækka er saklaus — sagði Ginzburg, þegar dómur var kveðinn upp yfir honum íddmshúsinu íKaluga dóminn yfir honum úr tíu ára þrælkunarvinnu í þrælkunar- vinnu í átta ár, og er talið að ástæðan fyrir því sé fyrst og fremst sú, að Ginzburg á tvo unga syni. Kunningjar Ginz- burgs telja þó að hann sé svo illa sjúkur, að hann muni ekki lifa það af að vera átta ár í þrælkunarvinnu. Þó voru marg- ir sem óskuðu þess að sú yrði einmitt raunin, því þegar Ginz- burg var ekið burt í fangelsis- bílnum, eftir að dómurinn var upp kveðinn,. var þar fyrir vandlega valinn hópur, sem kallaði: „Hitler drap ekki nógu marga Gyðinga, það ætti að hengja ykkur alla.“ En vinir hans köstuðu blómum á eftir bílnum og hrópuðu niðurlútir: „Alec, Alec“, en það er gælunafn Ginzburgs. A blaðamannafundi sem hald- inn var fyrir vestræna blaða- menn í íbúð Sakharovs í Moskvu Arina Ginzburg með Sakharov, en hann er góður vinur þeirra hjóna. sagði Sakharov, sem er góður vinur Ginzburg, að hann liti á þennan dóm sem stranga hegn- ingu við Ginzburg, vegna sam- bands hans við rússneska rit- höfundinn Solzhenitsyn. „Shcharansky réttarhöldin eru tilraun til þess að draga úr útflutningi Gyðinga og ber að líta á þau sem ógnun við alla Gyðinga," er haft eftir Sakharov. Velkomín í gleöskapinn. DAGSKRÁ Föstudagur — Kvöldið: BIG BALLS & THE GREAT WHITE IDIOT OG ALFA BETA leika fyrir dansi til kl. 02 e.m. Laugardagur: kl. 17 Ökeypis hljómleikar Alla Beta og ræflarokkararnir. Kvöldið: BIG BALLS & THE GREAT WHITE IDIOT. Sunnudagur — Síðdegi: Knattspyrnukeppni mótsgestir skemmtikraftar. Kvöldið: ALFA BETA OG SÆNSK ÍSL. HLJÓMSVEITIN LAVA & JANIS CAROL. Næg tjaldstæði — og hreinlætísaðstaða — allar veitingar. Sætaferðir fré Akureyri, Reykjavík, Sauöárkróki, Siglufirði og Blönduósi. Þar koma fram Stórkostleg gleöi í Húnaveri um verzlunarmannahelgina. íslenzk þýska ræfla- rokkhljómsveitin BIG BALLS & THE GREAT WHITE IDIOT ALFA BETA Kynnt veröur ný plata hljómsveitarinnar ALFA BETA LAVA OG JANIS CAROL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.