Morgunblaðið - 30.07.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1978
19
verði kastað fyrir borð hjá flokkn-
um sem fyrst og sjálfstæðismenn
þjappi sér saman til björgunar
gjaldmiðli okkar og reisn þjóðar-
innar í atvinnu- og verkalýðsmál-
um.
Við höfum horft uppá formann
Sjálfstæðisflokksins borinn sví-
virðingum, ósanngirni og rang-
færslum en hann hefir sem sannur
flokksmaður reynt að leiða góð öfl
að öllum málum sem hann hefur
tekið sér fyrir hendur, en ekki
hlotið þakkir sem skyldi frá okkar
hálfu.
Því lengur sem myndun ríkis-
stjórnar dregst því betur ættu
andstæðingar Geirs Hallgrímsson-
ar að láta sér skiljast þá geypilegu
erfiðleika sem hann hefir átt við
að stríða sem forsætisráðherra —
því ættum við ekki að gleyma.
Fullt traust bera sjálfstæðis-
menn til Gunnars Thoroddsen sem
jafnan hefir leitt samþykktir
Landsfundar fram sem best hann
mátti og mætti það vera öðrum
fulltrúum flokksins til eftir-
breytni.
Þegar tekið er tillit til þess að
báðir þessir menn hafa verið
margoft þvingaðir af kommúnista-
fréttamönnum til að svara frekju-
legum aðdróttunum þá er það
ritstjórum Morgunblaðsins til
skammar að rita stórgreinar um
okkar þingmenn undir dulnefni og
þora þar með ekki að standa undir
skírnarnafni — slíkt er ekki
sæmandi sönnum sjálfstæðis-
manni hvernig sem á stendur.
Að þora að standa við skoðanir
sínar og brjóta af sér flokksklaf-
ann mættu menn læra af Albert
Guðmundssyni sem væntanlega
verður skipaður næsti
viðskiptaráðherra íslands.
þjóðminjavarðar. Starfsemi sjálfr-
ar þjóðháttadeildar Þjóðminja-
safns byggist þar af leiðandi á
„vitsmunum" sænskra þjóðfræð-
inga að einhverju leyti.
Hvað er eiginlega um að vera
þegar einasti starfsmaður þjóð-
háttadeildar Þjóðminjasafnsins
veitist svo harkalega að erlendum
þjóðfræðingum? Bíðum við. Árni
Björnsson hefur ekki próf í
þjóðfræðum. Hann er íslensku-
fræðingur. Getur verið eitthvert
samband þar á milli? Er þetta ekki
tilraun til að gera íslendinga, sem
numið hafa þessi fræði, tortryggi-
lega i augum almennings og draga
próf þeirra í efa? Kannski það sé
skoðun Árna, að hvaða leikmaður
sem er geti tekið að sér störf hans
á þjóðháttadeild Þjóðminjasafns-
ins? Ef þjóðfræði á að vera sinnt
af einhverri alvöru hér á landi,
þarf að ráða til hennar sér-
menntaða starfskrafta eins og í
öðrum atvinnugreinum. Tekið skal
fram, að hér er ekki verið að leggja
neitt mat á störf Árna við
þjóðháttadeildina.
Það þarf ekki að fara í neinar
grafgötur með það lengur, að
Islendingar hljóta að notfæra sér
reynslu erlendra þjóðfræðinga við
uppbyggingu fræðigreinarinnar
hérlendis, sem því miður er ennþá
sorglega skammt á veg komin. Að
sjálfsögðu er nauðsynlegt að laga
þá reynslu að íslenskum aðstæð-
um.
Árni Björnsson þykist of góður
til að meta skandinavíska þjóð-
fræðinga að verðleikum. Almenn-
ingur má gjarnan vita það, að það
eru aðrir sem gera það ekki. Til
dæmis hafa Irar tekið upp, svo að
segja óbreytt, flokkunarkerfi
ULMA, sem er rótgróin þjóðfræði-
stofnun í Uppsölum (stofnuð 1914).
Þrátt fyrir fullyrðingar Árna
um vitsmunaverurnar í útlandinu,
getur hann setið árum saman sem
fulltrúi Islands í ýmsum þjóð-
fræðilegum, norrænum samstarfs-
nefndum og sótt ráðstefnur hjá
þeim sömu. Hins vegar er mér ekki
kunnugt um, að hann hafi lýst
afstöðu sinni fyrir skandinavísk-
um eða öðrum erlendum þjóðfræð-
ingum. Virðist mér tími kominn
til, að íslenskufræðingurinn geri
okkur, sem höfum numið þessi
fræði, almenningi, sem og mennta-
stofnunum á Norðurlöndunum,
grein fyrir afstöðu sinni í þessum
málum.
Ágúst ólafur Georgsson.
„Þjóðfélagið
og þróun þess”
„Þjóðfélagið og þróun
þess“ nefnist ný bók, sem
Iðunn gefur út. Höfundur
bókarinnar er Björn S.
Stefánsson.
Bókin skiptist í tvo
meginkafla sem nefnast
„Hundrað ára sjónarsvið"
og „Sjónarsvið eftirstríðs-
áranna". í bókinni er reifað
hvernig stjórnarfar, at-
vinnuhættir og allur
félagsskapur landsmanna
hefur tekið mið hvað af
öðru í þróun sinni. Fyrri
kaflinn var að meginstofni
saminn þjóðhátíðarárið
1974 vegna sýningar, sem
túlka skyldi hlut stjórn-
valda í þróun atvinnuveg-
anna, en síðari kaflinn var
fluttur sem þrjú útvarpser-
indi í árslok 1975.
Höfundur bókarinnar,
Björn S. Stefánsson, starf-
aði á Hagstofu íslands á
árunum 1968 til 1976, en
hann er búnaðarhagfræð-
ingur að mennt. Jafnframt
stundaði hann rannsóknir
á íslenzku þjóðfélagi, en
starfssvið hans hefur á
undanförnum árum í æ
ríkara mæli færst yfir á
almennar þjóðfélagsrann-
sóknir.
Björn S. Stefánsson
hefur undanfarið verið í
starfi prófessors við skipu-
lagsfræðistofnun Norður-
landa (Nordplan), sem
hefur aðsetur í Stokkhólmi.
Fræðilegar ritgerðir eftir
hann hafa áður birzt í
erlendum tímaritum.
Bókin er 58 blaðsíður að
stærð og prentuð í Hafnar-
prenti h.f. Setningu og
umbrot annaðist Acta h.f.,
en bókband fór fram í
Arnarfelli.
(Úr fréttatilkynningu)
Ut er komið Ijóðakver eftir
SÍKurjón B. Sigurðsson og nefnist
það „Sýnir“. Höfundurinn er 15
ára gamall Reykvikingur og
hefur hann tekið upp skáldanafn-
ið „S. jón.“. Þetta er fyrsta verk
höfundar o« eru í því 23 Ijóð ok
fjórar myndir.
Ilöfundur hefur sjálfur Kefið
kverið út. en Letur fjölprentaði.
Hljómdeild
'7i
okkar
landsfræga
hljómplötu-
<(
• ISLEY BROTHERS STANLEY CLARKE
ALEX HARVEY BAND AL Dl MEOLA
BAND HERBIE HANCOCK
BARRY WHITE ART GARFUNKEL
BLOOD SWEAT & TEARS JOHN MCLAUGHLIN
BLUE OYSTER CULT NEIL DIAMOND
BEATLES TINA CHARLES
CROSBY & NASH SAILOR
KRIS KRIST0FERSON SUTHERLAND BROTHERS
MUPPET SHOW PAUL WILLIAMS
LINDISFARNE MFSB
GEORGE BENSON BRUCE JOHNSTON
CHARIE PARKER TED NUGENT
GEORGE DUKE DONNA SUMMER
JAN HAMMER KISS
RAMSE LEWIS LOGGINS & MESSINA
MILES DAVIS GLORIA GAYNOR
GARY BURTON ROGER WHITTAKER
KENNY WHEELER ROXY MUSIC
ABBA STATUS QUO
AMERICA TRAMMPS
10 CC MANHATTAN TRANSFER
GENESIS LIPSTIQUE
GRATEFUL DEAD RICK DERRINGER
LITTLE FEAT WISHBONE ASH
ELP YVONNE ELLIMAN
ALICE COOPER ALLMAN & WOMAN
DAVID Gl' MOUR AEROSMITH
/
hefst
morgun
i
Hafnarstræti
30—80%
afsláttur.