Morgunblaðið - 30.07.1978, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.07.1978, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1978 Litli drengurinn okkar, EINAR BJARNI PEDERSEN lést 23. þ.m. Útför hans hefur fariö fram. Þökkum vinum og ættingjum sýnda vináttu og samúð. Helga Hannesdóttir, Einar Ole Pedersen, Guórún Einarsdóttir, Kristín Halldórsdóttir, Ole Pedersen. + Maðurinn minn og faöir okkar ASGEIR ÁSGEIRSSON, frá Fróóá, Dyngjuvegi 10, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 1. ágúst kl. 3 e.h. Karólína Sveinsdóttir, Ásgeir Þór Ásgeirsson Sveinn Ásgeírsson Guómundur Ásgeirsson Birgir Ásgeirsson Bragi Ásgeirsson Hrefna Ásgeirsdóttir. t Útför mannsins míns, ÁRNA BJÖRNSSONAR lögg. endurskoóanda Lálandi 15, fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 1. ágúst kl. 10.30. Ingibjörg Jónsdóttir. + Eiginmaður minn og faöir, JENS F. MAGNÚSSON, íÞróttakennari, sem andaðist 23. júlí s.l. verður jarösunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 31. júlí kl. 13.30. F.h. aöstandenda Guörún Guómundsdóttir Ingunn Jensdóttir. + Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, ÞÓRA SIGURBJÖRG JÓNSDÓTTIR, sem lést að Hrafnistu þann 22. júlí, verður jarösungin frá Fossvogskirkju 1. ágúst kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnasl hinnar látnu, er vinsamlegast bent á Dvalarheimili aldraðra sjómanna að Hrafnistu. Óli Barödal, Guðmundur Gislason, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Útför eiginkonu minnar, móður okkar og dóttur, KRISTJÖNU LÁRUSDÓTTUR, Reykjavíkurvegi 30, Hafnarfiröi, fer fram mánudaginn 31. júlí kl. 3 e.h. frá Fossvogskirkju. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagiö. Pétur Maach, Jóhanna Pétursdóttir, Áslaug Pétursdóttir, íris Pétursdóttir, Lárus Scheving, Jóhanna Scheving. + Bróöir okkar. SJEMUNDUR ÁGÚSTSSON, Reykjavíkurvegi 32, Hetnerfiröi, veröur jarösettur frá Fríkirkjunni í Hafnarfiröi mánudaginn 31. juli n.k. kl. 2 e.h. Árni Ágústsson og systkini. + Útför móöur okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNAR HELGADÓTTUR, Eiríksgötu 11, er lést 23. júlí, fer fram þriöiud. 1. ágúst kl. 13.30 frá Hallgrímskirkju. Guðbjörn Helgi Ríkarösson, Hafdís Ríkarósdóttir, Óskar Benediktsson, Ríkey Ríkarósdóttir, Bragi Steinarsson, Guórún Ríkarðsdóttir, Bragi Guómundsson, Anna Ríkarösdóttir, Halldór Stígsson, og barnabörn. Jens Magnússon — Minningarorð Fæddur 5. september 1915. Dáinn 23. júlí 1978. Fyrir rúmlega þrjátíu og tveim- ur árum fluttum við hjón, nýgift, fyrst íbúa á Grenimel 14. Jens Magnússon var þá með fimleika- flokki K.R. í sýningarferð í Englandi. Nokkru seinna hitti ég hann í fyrsta sinn. Fagurvaxinn, svip- hreinan mann, með svo falleg augu, að það er mér minnisstætt. Skömmu seinna fluttust þau Jens og Guðrún Guðmundsdóttir kona hans í húsið, með elskulegri dóttur sinni Ingunni, sem seinna varð ballettdansari, leikari og leikstjóri. Þau urðu svo næstu nágrannar okkar í húsinu í rúm 11 ár, eða þangað til að við fluttumst þaðan, og síðan þá traustir vinir. Það hefur löngum verið talið mikið lán að eiga góða granna, í því efni hef ég verið mikil gæfumanneskja. Þau Jens og Guðrún voru á margan hátt gjörólík, í öðru hvort sem annað. Bæði voru þau vel á sig komin líkamlega og íþróttafólk. Bæði stálheiðarleg og ærleg í lífi sínu, og svo hjálpsöm, að maður vissi oft ekki hvort þeirra átti frumkvæðið, þegar hlaupið var til að rétta fólki hjálparhönd. Eitt var víst að hvorugt latti hitt. Iþróttakennsla var lífsstarf Jens, mannrækt var það í raun- inni. Jákvæð hugsun og velvilji voru ríkjandi eiginleikar í skap- gerð hans. Hann var fólki góður, ekki hvað síst börnum og þeim sem minna máttu sín. Ingunn gifti sig ung og eignaðist 3 mannvænleg börn. Dótturbörnin urðu sólargeislar í lífi þeirra hjóna beggja, og nutu þau umhyggju afa síns og ömmu í ríkum mæli. Þegar ég fylgi Jens Magnússyni til grafar, þá fylgi ég til grafar einhverjum þeim ágætasta manni sem ég hef kynnst. Fyrir þau kynni er ég þakklát. Þeim mæðgum Guðrúnu og Ingunni svo og öðrum nákomnum bið ég styrks. Elín Guðjónsdóttir. Það eru engin orð, sem lýsa söknuði okkar þegar elskulegur afi okkar er kallaður burt svona skyndilega. Líka væri það ekki að hans skapi, að í huga okkar væri sorg, því nú vitum við, að honum líður vel. Hann var svo yndislegur afi og góður maður. Við vitum að þetta er gangur lífsins, það er reyndar það eina sem er víst þegar við lítum fyrst dagsins ljós að við mundum deyja. Það er samt sárt að kveðja elsku afa svona fljótt, hann var svo sterkur og þrekmik- ill. Minningin um hann gefur okkur styrk. Við biðjum góðan guð, að vaka yfir ömmu, pabba og mömmu og öllum vinum hans. Guð veri með honum. Auður Perla, Guðrún Helga, Jens Þór. Vinur minn og mágur, Jens F. Magnússon íþróttakennari, Greni- mel 14 hér í borg, andaðist á Landspítalanum hinn 23. þ.m. eftir skamma en stranga sjúkralegu. Hann verður til moldar borinn frá Dómkirkjunni á morgun. Jens var fæddur og uppalinn á Bíldudal, næst yngstur fimm systkina. Foreldrar hans voru sæmdarhjón Magnús Jónsson járnsmiður, ættaður úr Árnes- sýslu, og Ingunn Jensdóttir kona hans, ættuð úr Arnarfiði. Mikill myndarbragur var á heimili þeirra í hvívetna, en það hét að Sólheim- um, enda voru foreldrarnir og systkinin öll dugandi manndóms- fólk. Jens var vel gerður maður bæði til sálar og líkama, meðalmaður á hæð, samanrekinn og allur hinn sterklegasti. Hann bjó yfir mikl- um skapsmunum, enda þótt flestir, sem hann þekktu, vissu það ekki, enda var hann einn af þeim, sem bar ekki skapsmuni sína og tilfinningar á torg. Framkoma hans öll háttprúð, en þó hispurs- laus. Það mun ekki hafa farið fram hjá foreldrum hans, hve kjarkmik- ill og vasklegur sonur þeirra var, og þegar hann hafði lokið ungl- ingaskóla í heimabyggð sinni, varð það því að ráði að senda hann til náms á íþróttaskólann á Laugar- vatni, sem þá var nýstofnaður, árið 1931. Skólagangan þá varð þó ekki löng, vegna þess, að hann varð að yfirgefa skólann eftir skamma veru þar, sökum sjúk- leika, sem að honum sótti á þessum tíma. Síðan er það ekki fyrr en haustið 1935, að hann fer til náms í Gymnastikhöjskolen Ollerup í Danmörku og útskrifaðist þaðan að ári liðnu við góðan orðstír. Þaðan lá svo leiðin heim til Islands, þar sem hann lauk kenn- araprófi með íþróttakennslu sem sérgrein árið 1938. Og til frekari fullkomnunar í kennslugrein sinni sótti hann síðan íþróttanámskeið hjá Oslo Turnforening. Þar með var skólagöngunni lokið og lífs- starfið, íþróttakennslan, blasti við. Bátför SIGURÐAR HEIDBERGS fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 31. júlí kl. 3 e.h. Guöný Guömundsdóttir, Daggrót Stefénsdóttir, Sigríöur Stefánsdóttir. + Alúóarþakklr fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför, LUDVIGS STORR aóalrasóitmsnns Svava Storr Anna Dúfa Storr og barnabörn. Starfsdagurinn varð oft mjög langur hjá Jens, því að stofnun heimilis kallaði á meiri tekjur, ekki sízt þegar hann réðst í það að reisa sér húsnæði það, sem var heimili hans til dauðadags að Grenimel 14. Jafnframt því sem hann stund- aði kennslu sína af meðfæddri skyldurækni, var hann virkur félagi í Glímufélaginu Ármanni árin 1936—1941, þegar hann gekk í K.R. og starfaði þar lengi, aðallega að fimleikamálum. Eg veit að mörgum eru minnisstæðar sýningar fimleikaflokks K.R. „Sex á kistunni". Þar fór Jens á kostum, þegar hann stökk yfir firnari horn kistunnar upp í handstöðu og stóð, þar til hinir fimm höfðu allir komið sér fyrir í handstöðu á kistunni. Þessi flokkur fór í sýningarferð til Norðurlandanna árið 1946, og fékk hvarvetna hinar beztu viðtökur. Ég fullyrði, að það séu ekki margir fimleikamenn til hér i dag, sem þetta gætu á svo stílhreinan og fagran hátt. Jafnframt fimleikunum og kennslunni stundaði Jens töluvert um tíma frjálsar íþróttir og þá aðallega spjótkast og kringlukast, sem hann náði umtalsverðum árangri í. Þess er enn ógetið, að árið 1938 vann hann titilinn „Fimleika- meistari Islands" en síðan féll keppni þessi niður, þar til nú fyrir skemmstu, að hún var tekin upp aftur. Þetta, sem ég hér hefi að framan rakið í stórum dráttum þó, ætti að sýna, svo ekki verður um villzt, hve Jens heitinn var dæmigerður fyrirmyndar íþróttamaður. Hinn 13. nóvember 1937 kvænt- ist Jens eftirlifandi konu sinni, Guðrúnu Guðmundsdóttur frá Lómatjörn í Höfðahverfi, S-Þing., og eignuðust þau eina dóttur barna, Ingunni, sem er gift Svani Þór Vilhjálmssyni hrl. og eiga þau þrjú börn. Þau hjónin reistu hið fallega heimili sitt að Grenimel 14, þar sem ætíð hefir ríkt gestrisni og glaðværð samfara snyrtimennsku og smekkvísi þeirra hjóna beggja. Enda var oft gestkvæmt á heimili þeirra og skjólshúsi skotið yfir margan ferðalanginn, hvort sem hann var nú að norðan eða vestan. Og mörgum, fátækum námsmann- inum hjálpuðu þau um húsaskjól og þeirra á meðal mér undirrituð- um, sem bjó hjá þeim á háskólaár- um mínum. Minningarnar eru margar og góðar frá þeim árum, en verða ekki raktar hér. Mikill sjónarsviptier er að Jens F. Magnússyni svo snöggt og aðeins 62 ára að aldri. Mikil er sú sorg, sem er kveðin að eftirlifandi eiginkonu og dóttur, svo og dótturbörnunum þremur, sem áttu annað heimili sitt á Grenimel 14. Guð gefi þeim öllum styrk til þess að láta minninguna um góðan dreng og skyldurækinn heimilis- föður gera söknuðinn léttbærari. Valtýr Guðmundsson. Afmælis- og minning- argreinar AF GEFNU tilefni skal það enn ítrekað. að minningar- greinar. sem birtast skulu í Mhl.. og greinarhöfundar óska að birtist í blaðinu útfarardag. verða að herast með na'gum fyrirvara og eigi síðar en árdegis tveim dögum fyrir hirtingar dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.