Morgunblaðið - 30.07.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.07.1978, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1978 James Kay að störf- um í Hljóðrita (Ljósm. Mbl. RAX). James Kav hljoðupptöknmaður frá Los Angeles: „Kominn túní tíl að íslenzk hljómsveit ^ , slái igep 99 Eric Ciapton, Steppenwolf, Ron Wood, José Feliciano, Bobby Womack. — Þetta eru „stór nöfn“. Á mönnum sem fyrir okkur íslendingum eru einhvers staðar iangt, langt í burtu að vera stjörnur. Það er þó einn maður hér á eynni sem þekkir þessar stjörnur og hefur unnið með þcim um lengri eða skemmri tíma. Sá heitir James Kay og er frá Los Angeles i Bandarikjunum. Hann er hljóðupptökumaður og starfar nú í Hljóðrita, en heldur utan f haust að nýju. Sumir kannast uggiaust við nafn hans, en hann tók m.a. upp plötu Brunaliðsins nú fyrir skemmstu og er nú að taka upp plötur með Spilverkinu hinu nýja, Gunnari Þórðarsyni og fieirum. Slagbrandur ræddi við James nýlega og fer spjallið hér á eftir. Ég ferðaðist í eitt ár með Steppenwolf Slagbri — Það er best að við ljúkum sagnfræðilegu hliðinni fyrst. Segðu mér svolítið frá ævi þinni og frumraunum á hljóð- upptökusviðinu. J.Ki — „Jamm, ævisaga mín tekur náttúrulega yfir u.þ.b. þrjátíu ár en ef ég stikla á stóru, þá lauk ég námi í High School og College og hóf eftir það að vinna svolitið við hljóðblöndun fyrir hljómsveitir og sem um- sjónarmaður færanlegra hljóm- tækja, hjá fyrirtæki sem sá um slíkt fyrir fjölda hljómsveita. Siðan þróaðist þetta út í „live“-upptökur og loks fór ég að vinna við stúdíóupptökur. Ég ferðaðist t.d. í eitt ár með Steppenwolf og hljóðritaði svo „live“-plötu þeirra. „Um 1970 fór ég að vinna í iitlu sextán rása stúdíói í Los Angeles og var þá allt í senn sópari, aðstoðarupptökumaður og yfirupptökumaður. Á næstu árum vann ég mér ekki inn mikla peninga en aflaði mér hins vegar gífurlega mikillar og verðmætrar reynslu sem ég hef náttúrulega bætt mikið við síðan. Auk þess komst ég á þessum tíma í samband við margt mikilvægt fólk og fór brátt að vinna í öðrum stúdíóum og fluttist til Kanada og vann þar í nokkurn tíma. Ég starfaði ýmist sem „free-lance“ upptöku- maður, eða var fastráðinn hjá ákveðnum stúdíóum." SLi — Hver voru tildrögin að því að þú komst hingað til lands? J.Ki — „Ég var við upptökur í Kanada árið 1977 og þá hitti ég Jakob Magnússon og eftir það var ég beðinn um að taka upp plötuna „Út um græna grundu", en þegar ég fékk loks þann samning í hendur var ég upptek- inn við annað svo af því varð ekki. Hljóðriti vissi af mér þarna úti og bauð mér hingað til skrafs og ráðagerða í janúar sl. Landið vakti forvitni mína og þegar ég hafði rætt við þá Hljóðritamenn hér, ákvað ég að slá til og kom svo hingað nú í apríl. Það má því eiginlega segja að ég hafi komið hingað af forvitni." SLi — Hvernig hefur þér líkað að vinna hér? „Þetta hefur verið mjög gam- an, enda finnst mér alltaf gaman að þessu og reyni að leggja mitt af mörkum til að allar upptökur verði ánægjuleg- ar.“ SLi — Og þá er það ein klassisk. Hvað finnst þér um íslenska tónlist? J.Ki „Tja, hvað er íslensk tónlist. Ég hef náttúrulega ekki heyrt forna íslenska tónlist, en varðandi léttu tónlistina núna, þá virðist mér hún að mestu leyti vera hið gamalkunna Rokk, þróað á sérstakan hátt, — og stundum reyndar alveg eins og það er erlendis. Það eru þó vissulega íslenskir hljómlistar- menn til, sem eru að gera einhverja frumlega hluti, t.d. Spilverkið og Gunnar Þórðar- son, en báðir þessir aðilar held ég að eigi erindi á alþjóðamark- að. Besta íslenska platan, sem ég hef heyrt, held ég að sé „Út um græna grundu", hún er afskaplega vel gerð. Það er auðheyrt að íslendingum er stöðugt að fara fram á þessu sviði." Rokkið er orðið mjög þróuð tónlistarstefna SLi — Hvað hyggstu dvelja hér lengi? J.Ki — „Ég verð hér ugglaust fram í ágúst, en síðan ætla ég til Englands og Sviss, til að afla mér enn víðtækari reynslu. Ég vildi mjög gjarnan koma hingað aftur annað slagið í framtíðinni til að taka upp eina og eina plötu. Enda hef ég mikla trú á íslenskum tónlistarmönnum. Ég held að það sé kominn tími til að íslensk hljómsveit slái í gegn úti í hinum stóra heimi og ég held að þeim sé það kleift, að minnsta kosti sumum." SLi — Hver er þín uppáhalds- tónlist? J.Ki — „Það er svolítið erfitt að svara þessu, en ef ég ætti að nefna eitthvað ákveöið, yrði það án efa níunda sinfónía Beethov- ens. Ég hef mjög gaman af klassískri tónlist og hef gert töluvert af því að taka upp plötur með slíkri hljómlist. Raunar held ég að reynsla mín af klassíkinni hjálpi mér mjög mikið varðandi rokkið. Einkum hvað klassíkin er öguð. Rokkið er núna orðið mjög þróuð tónlistarstefna og svipar oft til klassískrar tónlistar. Þannig er það mjög algengt núna að rokktónlistarmenn noti sinfón- ískt undirspil og svo eru gítar- sóló oft og einatt mjög svipuð einleiksverkum fyrir fiðlu, að uppbyggingu." SLi — Hvaða tónlistarmenn telurðu að hafi haft mest áhrif á Rokkið og þig sjálfan? J.Ki „Það eru tvímælalaust Bítlarnir sem hafa haft lang- mest áhrif á rokktónlist fyrr og síðar, enda hefur áhrifum þeirra verið líkt við áhrif Mozarts á sínum tíma. Sá tónlistarmaður sem hefur hins vegar haft mest áhrif á mig er José Feliciano. Það er stórkostlegt að sjá einn mann með einn gítar halda þúsundum áhorfenda föngnum heila kvöldstund, en þáð hef ég séð hann gera oft.“ Heimurinn bíður eftir einhverju nýju SLi — En svo við víkjum að öðru. í hverju er starf upptöku- manns fólgið að þínu áliti? J.Ki „Upptökumaður er að mínu áliti tengiliður á milli tónlistarmannanna og tækj- anna. Hann ber ábyrgð á því að festa tilfinningar listamann- anna á segulband. Þess vegna hvílir á honum mikil ábyrgð. Það sem fer inn á segulbandið er að miklu leyti hans verk. Hann getur eyðilagt góða hljóm- list og hann getur líka gert góða upptöku úr sæmilegum flutn- ingi.“ „Mér finnst það annars alltaf jafn merkilegur hlutur að það skuli vera hægt að koma tilfinn- ingum og þá eiginlega hluta af listamanni inn á segulbandsbút. Það er þessi staðreynd sem gerir það að verkum að það hvílir á manni mikil ábyrgð. Maður má ekkert láta fara til ónýtis af tilfinningum manneskiu." SLi — Hvert sýnist þér stefna í íslenskum hljómplötuiðnaði? J.Ki „Eins og ég sagði áðan finnst mér tími til kominn að íslensk hljómsveit slái í gegn úti í heimi. Islenskir tónlistarmenn hafa nú öðlast næga reynslu til þess að geta það og núna er góður tími til að slá í gegn að mínu áliti, því heimurinn bíður eftir einhverju nýju-á þessu sviði og íslensk popphljómsveit er vissulega nýstárlegt fyrir- bæri í augum heimsins.“ „Það er einn alyarlegur galli . á plötuiðnaðinum hér á landi. Hann er sá að menn virðast halda að þegar úpptökum sé lokið, sé platan tilbúin. Þetta er reginmisskilningur. Við móður- skurð og pressun ætti upptöku- maður eða upptökustjóri plöt- unnar ávallt að vera viðstaddur, því á því stigi vinnslunnar er endanlega frá því gengið hvernig platan hljómar og allt of mörg dæmi eru til um það að íslenskar plötur hafa hreinlega verið eyðilagðar í skurði eða pressun, vegna þess að ekkert eftirlit var haft með því hvernig þetta vandasama verk væri unnið. Það er ekki réttlátt að gagnrýna upptöku á plötu, ef upptökumaður eða upptöku- stjóri hefur ekki fengið að fylgja verkinu eftir til enda. Annars sýnist mér að allt bendi til þess að íslensk tónlist og plötuiðnað- urinn eigi eftir að aukast, bæði að vexti og gæðum, á næstu árum og ég reyni að gera mitt besta til þess að stuðla enn frekar að þeirri þróun.“ —SIB „Til margs er frægðin notuð, þó ekki komin til af góðu” FLESTIR eru farnir að syngja inn á hljómpliitur! Á myndinni sjáum við hinn fraga breska lestarræningja Runnie Briggs (hér að ofan) skeggræða við mcðlimi ra'flarokkhljómsveit- arinnar Sex Pistols í upptöku- klefa einhvers staðar í Brasilíu. Ilann hefur að undanförnu unnið með þeim að gerð kvik- myndar, sem ber heitið „The great Rock'n roll swindle“ eða „Rokksvindlið mikla" og í tilefni af því sungið nokkur lög inn á plötu. Aðallag kvikmyndarinnar ber heitið „No one is innocent" eða „Engmn er saklaus" og er búist viö að platan komi á markaðinn með haustinu. Briggs þarf ekki að fara huldu höfði í Brasilíu, því þar nýtur hann lögverndar, þar sem hann á barn með þarlendri konu. En utan landa- mæranna bíða hans klær dóms og laga, stígi hann fæti út fyrir. Ilann notar hins vegar hvert tækifæri til að vekja á sér athygli — á því byggist líf hans, þar sem bófinn ku vera auralít- ill.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.