Morgunblaðið - 30.07.1978, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.07.1978, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JULÍ 1978' 33 Fjörefni á létt- metismarkaðnum ÞAÐ er fyrir löngu orðin hefð í íslenskum dægurlagaflutn- ingi að syngja um sjóinn og sjómennskuna. Hér kemur ein plata sem ber nafn í ætt við þetta. „Dansað á dekki“ heitir hún og eru flytjendur hljóm- sveitin Fjörefni, sem fyrir síðustu jól gaf út plötu með frumsömdu efni um Hallæris- planið og unglingana. Sú plata drukknaði í jólaplötuflóðinu og náði einhvern veginn ekki eyrum fjöldans. Þar fór góð hugmynd fyrir bí. A þessari nýju plötu kveður hins vegar við annan tón. Lögin eru flest erlend — þ.á m. nokkur vel þekkt eins og „Let your love flow“ (Bellamy Brothers), „Daddy Cool“ (Darts) o.fl. — og íslenskir textar ekki helgaðir ákveðnu málefni, heldur fjalla um hitt og þetta. Hér er því höfðað til léttmetismarkaðarins og stendur platan vel fyrir sínu sem slík. í tæknilegu tilliti er platan vel unnin og er greinilega töluvert í hana lagt. Hljóðfæra- leikur og útsetningar eru með ágætum og söngur kemst vel til skila, þótt í hann vanti stundum meiri fyllingu — einkum í rólegri lögunum. Frumsömdu lögin, en þau eru þrjú, láta eðlilega ekki eins kunnuglega í eyrum og hin þekktu erlendu lög en það kæmi ekki á óvart, þótt þau ynnu verulega á með tímanum. Miðað við íslenskan gæðastuðul teljast textar plöt- unnar margir hverjir sæmilegir. Það virðast hins vegar vera sjúkdómseinkenni íslenskrar dægurlagagerðar, hversu erfitt er að fá orta frambærilega texta. Það eru furðu fáir, sem leggja sig verulega niður við textagerð hérlendis — texta, sem falla vel að laglínum. I íslenskunni er gnótt orða að moða úr og hingað til hefur fósturlandið ekki búið við hag- yrðinga- og skáldaskort. Ur þessu þyrfti að rætast. En sleppum útúrdúrum. Hér er á ferðinni plata, sem kannski þarfnast ekki djúp- stæðrar athygli heldur höfðar til léttleikans eins og áður er getið og þannig ber að taka hana. Strákunum í Fjörefni hefur að þessu sinni tekist að uppfylla flest skilyrði til að svo megi vera. A næstunni hyggjast strákarnir leggja land undir fót í samfloti við hljómsveitina Tívolí og fá þeir eflaust margan ballgestinn til að hreifa sig hressilega. Svona fjörefni fer vel í landann á dansleikjum. T.H.A. Nafna- vandamál Spring- steens BRUCE Springsteen lenti í nokkrum vandræðum með að skíra nýjustu plötu sína, „Dark- ness on the edge of town“, áður en hann loks var ánægður með nafn hennar. Upprunalega stóð til að breið- skífan nefndist „Badlands“, en svo nefnist eitt laganna á plöt- unni og hefur það verið gefið út á lítilli plötu. En þá komst Springsteen að því að einn kunningi hans frá New Jersey hafði nýlokið við að taka upp breiðskífu er átti að bera það nafn. Springsteen gafst þó ekki upp og ákvað nú að skíra plötuna „Racing in the street". Við nánari athugun komst hann síðan að því að það nafn var of líkt nafni síðustu breiðskífu sinnar, „Born to run“. Þá loks skírði kappinn breiðskíf- una „Darkness on the edge of town“. Svo „heppilega" vildi til að á sama tíma og plata hans kom út sendi Tom Robinson frá sér plötu sína „Power in the darkness". mm\ • f< í arar EINN ER sá gítarleikari sem fremur lítill gaumur hefur verið gefinn undanfarin ár, þrátt fyrir að hann eigi ótvírætt heima í hópi afburðamanna í gítarleik. Þetta er breski gítarleikarinn Allan Holdsworth. Segja má, að hann hafi e.t.v. ekki staðið í fremstu víglínu rokk- og djasstónlistarinnar en hann hefur þó víða komið við á tónlistarferli sfnum. Sá ferill er ekki ýkja langur, þar eð Holdsworth byrjaði að læra á gítar fyrir aðeins rúmum áratug. Má teljast ótrúlegt hversu mikilli tækni og hve persónulegum stfl hannn hefur náð á ekki lengri tfma. Ferill hans hófst í bresku djasshljómsveitinni Nucleus ár- ið 1972. Síðan lék hann um tíma með hinni skammlífu hljómsveit Jon Hisemans, Tempest, en gekk til liðs við Soft Machine 1974 og lék með henni um eins árs skeið. Þá lék hann með hljómsveit bandaríska djasstrommuleikar- ans Tony Williams, Lifetime, en þar léku eitt sinn þeir Jack Bruce og John McLaughlin. Árið 1976 gerðist hann liðsmaður hinnar franskættuðu Gong en um þessar mundir leikur hann með hinni nýstofnuðu UK ásamt Bill Brtiford, Eddie Jobson og John Wetton. Ennfremur hefur Holdsworth leikið á sólóplötum Bill Brufords, fiðluleikarans Jean Luc Ponty og gefið út eina sólóplötu sjálfur. í gítarleik Holdsworths gætir mikilla djassáhrifa. Hann býr yfir mikilli leikni og impróvíser- ingartækni. Þó verður leikur hans ekki að tómri fingraleik- fimi, því hann hefur næmt eyra fyrir laglínunni og seiðir oft fram milda, fiðlukennda og jafnvel tregablandna tóna úr hljóðfæri sínu. Holdsworth er jafnvígur á órafmagnaðan gítar sem rafmagnaðan og getur einnig spilað á fiðlu ef svo ber undir. Alls hefur Allan Holdsworth leikið inn á níu plötur en einna bestu heyrnarhornin af leik hans er að finna í plötunum Bundles með Soft Machine, Believe it með Tony Williams’ Lifetime, Gazeuse og Expresso II með Gong og Feels good to me með Bill Bruford. Yínsældalistar Sakir tæknilegra örðugleika getum við því miður ekki birt nema 10 vinsælustu lögin í Bretlandi, þessa vikuna. Brezki vinsældarlistinn er hins vegar óvenju líflegur, mörg laganna hafa fært sig um set og tvö ný lög eru á honum. Fyrst ber að geta nýjasta lags ELO „Wild west hero“, en Kate Bush er einnig komin aftur á blað með „Man with the child in his eyes“, en eins og kunnugt er var það lag á listanum fyrir skömmu en datt út af honum. John Travolta og Olivia Newton-John eru enn sem íyrr í efsta sætinu. en þar hafa skötuhjúin haldið sig frá 15. júní. London 1. (1) You’re the one that I want — John Travolta og Olivia Newton-John. 2. ( 2) Dancing in the city — Marshall og Hain. 3. ( 8) Substitute — Clout. 4. ( 3) Smurf song — Father Abraham. 5. ( 9) Boogie oogie oogie — A Taste of Honey. 6. ( 4) Like clockwork — Boomtown Rats. 7. (13) Wild west hero — Electric Light Orchestra. 8. ( 7) A little bit of soap — Showaddywaddy. 9. ( 5) Airport — Motors. 10. (11) Man with the child in his eyes — Kate Bush. Punktar Fleetwood Mac ætla svo sannarlega að fylgja plötu sinni „Rumours“ vel eftir, en sem kunnugt er varð sú plata vinsæl mjög beggja vegna Atlantshafsins. Þeir hafa pantað sex mánuði í stúdíói í Los Angeles, en hljómsveitin er nú á hijómleikaferðaiagi um Bandarík- in. Breiðskífa, sem hefur að geyma gömul og góð blús-lög, er væntanleg á markaðinn seinna á árinu. Meðal flytjenda á plötunni eru Albert King, Johnnie Taylor og Freddie Robinson, en platan nefnist „Walking the back streets and crying: the Stax blues masters." L Captain Sensible, fyrrverandi bassaleikari hljóm- sveitarinnar Damned, hefur nú stofnað nýja hljómsveit og heitir hún Kings. Kafteinninn leikur sjálfur á gítar í hljómsveitinni, sem um pessar mundir er á ferðalagi um meginland Evrópu. '—

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.