Morgunblaðið - 30.07.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.07.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1978 13 upp fyrir mönnum hætturnar sem fylgja sjóferðum, og þó gaman sé að sigla um í góðu veðri getur ýmislegt gerzt þegar veðurhamur æsist. En á þessari siglingu norður og austur með víkum og nesjum í átt til Hornvíkur notuðu menn tæki- færið til að taka myndir eftir því sem áhuginn sagði til um, en aðrir brugðu sér undir þiljur og þágu veitingar og enn aðrir flýttu sér upp í ferskt loftið — kannski jafnvel áður en öllum veitingum höfðu verið gerð eðlileg skil. En nóg um það, nú var stutt í áfangastað og eftir um það bil fjögurra og hálfs tíma siglingu sást inn í Hornvík þar sem fólk hafði safnazt saman á ströndinni og beðið komu skipsins. Hjalti skipstjóri Hjaltason renndi Fagranesinu eins grunnt og fært var og þar var varpað akkeri. Síðan var tekið til við að skipa út léttbátum og báti Tryggva Guð- mundssonar, sem hugðist dvelja með fjölskyldu sinni í Hornbæjun- um og hafa bát sinn þar til að bregða sér milli fjarða. Allt þetta tók fljótt af og innan stundar voru ferðlangar með fast land undir fótum og skildi nú leiðir. Sumir hugðust dvelja í Höfn og ganga um þaðan, en þar heitir vestan til í Hornvíkinni, aðrir ætluðu að ganga yfir Kýrskarð og í suðurátt allt að Gjögri og við í tveggja manna hópnum ætluðum á Horn- bjargið strax, meðan góða veðrið héldist. Hvað eru fugl- arnir margir? Ekki var áætlun okkar tvímenn- inga fastákveðin, en við stefndum öruggum skrefum í átt að Hafnar- ósi og ætluðum upp á bjarg. Ósinn var auðveldur yfirferðar, enda á fjöru og héldum við síðan upp í brekkuna sem heitir Innstidalur. Datt okkur þá það snjallræði í hug að skilja farangur eftir, skokka léttfættir á bjargið og tjalda síðan þarna niðri undir fjöru sama kvöld. Efitt er að lýsa því hvernig er að ganga um við Hornbjarg og sjálfsagt er næstum sama hvar niður er borið, alls staðar er fugl að sjá og svo marga að engum dettur í hug að telja. Það segir þó e.t.v. örlitla sögu að í vor voru menn í eggjatöku og tóku þrjú til fjögur þúsund egg og fannst það ekki mikið, — hefðu getað náð mun fleiri. Hæsti tindur í Horn- bjargi er Kálfatindur 534 m. hár og Eilífstindur er 339 m. hár en milli þessara tinda eru skörð og gjár þar sem hægt er að sjá niður eftir bjarginu alveg niður í sjó. Lofthræddir munu hins vegar ekki sjá mikið, því leggjast verður alveg fram á brún til að sjá fuglinn sem bezt. En hvaða fuglar búa í bjarginu? Telja má upp nokkra: Algengustu tegundirnar eru svartfuglar t.d. langvía, stuttnefja og álka, síðan rita og fýll og án efa geta þeir, sem þekkja fugla vel og eru fljótir að greina á milli, séð fleiri tegundir. Alls er talið að um 30—40 tegundir fugla verpi í Hornstrandafriðland- inu, skv. bæklingi Náttúruvernd- arráðs; æðarfugl víða með strönd- um, hávellur og fiskiendur sums staðar innanfjarða, en lítið sé um Eftir að hafa þegið góðgerðir töldu aðkomumenn að halda af stað og var ætlunin að fara sömu leið til baka yfir í Hornvík. Veðrið var enn það sama, sól og blíða og hélzt svo fram eftir kvöldi. Þoka og villur Ekki nutum við samt veðurblíð- unnar í marga daga, því daginn eftir var skýjað hæð lítil og rigning á köflum. Við höfðum gert þá ferðaáætlun fyrir næstu tvo til þrjá daga að ganga frá Hornvík um Rekavík, Atlaskarð, Skála- kamb, niður í Hlöðuvík, um UR ANDAFERÐ Á siglingunni virtu menn fyrir sór fuglinn tóku myndir. bjarginu, skoðuóu í kíki og vatnafugla, heizt, stokkendur, lóma, álftir og óðinshana. I einum firðinum sáum við hvar örn flaug með björgum, en þeir geta sézt víða. Öþrjótandi myndefni er í fuglabjörgunum og sagði Mats Wibe Lund ljósmyndari, sem við hittum daginn eftir, að hann sæi Pétur Pétursson á hús á Hesteyri og þar dvelur hann oft um tíma á sumrin, en hann flutti okkur yfir til ísafjarðar. mikið eftir því að hafa ekki farið í bjargið strax á laugardeginum meðan veðrið var gott, því ekki viðraði vel daginn eftir til mynda- töku. I einu skarðinu, Almenninga- skarði, má komast niður bjargið, a.m.k. áleiðis, og er þar kaðall fyrir menn að spreyta sig á, en ekki reyndum við hversu langt hann náði, létum okkur nægja að horfa frá brúninni. Skarðið sjálft er ósköp sákleysislegt að sjá og virðist ekkert voðalegt að príla Frá Hesteyri. Á miðri mynd er hús Péturs og lengst til hægri niðurundir fjörunni er gamla verzlunarhúsið, en á Hesteyri bjuggu eitt sinn um 90 manns og var bar bá m.a. starfræktur skóli. svolítið niður bandið, en eigi að síður létum við það ógert. Um ástæður skal ekkert fjölyrt. Hægt væri að staldra við á bjarginu klukkustundum saman og horfa á hvernig fuglinn lætur sig svífa meðfram bjarginu án þess að hreyfa vængina, og virðist sem þeir fljúgi oft í 8 eða S-beygjur og merkilegt má telja að þeir skuli aldrei reka sig hver á annan! 140 gestir á mánuði! En þar sem við höfðum skoðað okkur um við bjargið datt okkur í hug að skokka niður í Látravík, þ.e. suðureftir, og vita hvort vitavörður væri þar til viðtals. Við vissum sem var að gestkvæmt hefði verið, en töldum það varla skaða, enda svo forsjálir að hafa með bókarskruddu nokkra til að færa vitaverði þar sem við vissum liann vera bókaorm mikinn. Ekki tók langan tíma að ganga troðnar slóðir niður að vita og þegar þangað kom stóðu ekki færri en fjórir í dyrum til móttöku. Reyndust þar vera vitavarðarhjón í nokkrar vikur, þau Kristinn Þormar og Jónína Guðrún Samú- elsdóttir ásamt litlum syni, Jó- hanni. Auk þeirra var hjá þeim Jón Kári Hilmarsson, snúninga- piltur. Kominn var tími til að taka veðrið og gekk Kristinn út að hitamælakassanum og skráði hit- ann, hann hafði hæst farið í 9 gráður þann daginn. —Það hafá verið góðir dagar að undanförnu, sagði Kristinn, en oft hefur þokan lagzt yfir á kvöldin og hlýindi verið lítil. í júní var t.d. fremur kalt hér og okkur þykir þessi 8—9 stig vera ágætis hiti á þessum slóðum. Eftir að Kristinn hafði sent veðurskeytið, sem rsdíóið á Siglu- firði tekur við og skilar áleiðis til réttra aðila, gafst stund til frekara rabbs og hann var í fyrstu spurður um gestakomur: — Gestir voru fáir hjá okkur í síðasta mánuði, en við höfum verið hér síðan í byrjun júní. Hins vegar fjölgaði mjög þegar að júlímánuði kom og nú undir lok mánaðarins eru þeir ekki færri en 140—150. Mest hefur þar munað um hópa þá sem hafa verið á ferli hér, en flestir koma þeir við í Látravík, staldra aðeins við og skoða sig um. — Við höfum haft það fyrir venju að gefa öllum kaffisopa, sem hingað koma og það hefur ekki verið svo mikið mál í kringum það, en segja má að við reynum að feta í fótspor Jóhanns vitavarðar að því leyti að hafa gestrisni í heiðri. Kristinn upplýsir að sér sé ekki alveg ókunnugt um störf vitavarð- arins í Látravík, því hann hafi dvalið hjá Jóhanni sem drengur í fjögur sumur og hefur hann áður gripið í að leysa hann af í leyfum. Þau Kristinn og Jónína Guðrún eru spurð hvernig þeim hafi líkað dvölin: — Bara vel, segja þau, en segja má að hér sé fremur fátt við að vera til lengdar og við erum ekki eins miklir bókaormar og Jóhann og höfum því e.t.v. ekki fullt gagn af hinu mikla bókasafni hans. Engin knattspyrna! — Það versta var líka að sjónvarpið þurfti endilega að bila þegar verið var að sýna leikina frá heimsmeistarakeppninni í knatt- spyrnu, segir Kristinn. Skilyrði hér eru sæmileg, en tækið er orðið mjög lélegt og var alveg hætt að sjást nokkuð þegar kom að því að úrslitaleikurinn yrði sýndur! En sjónvarpið er annars ekki aðal- dægrastyttingin, væru t.d. hljóm- flutningstæki hér myndi tíminn stundum líða hraðar. — Annað sem ég sé hálfvegis eftir frá því ég var hér í sveit sem strákur, segir Kristinn, er, að nú eru hér engar skepnur nema nokkur hænsn, en Jóhann hafði áður geitur og væri ágætt ef þær eða aðrar skepnur væru hér enn. Kristinn er spurður hvort það sé ekkert þreytandi að fara á þriggja tíma fresti og taka veðrið: — Ég hef ekki fundið svo mikið fyrir því, ég er vanur nokkuð óreglulegum vinnutíma af sjónum svo þetta er allt í lagi a.m.k. í stuttan tíma. Þegar Jóhann er hér þá annast ráðskonan þetta á móti honum, þannig að hann þarf ekki alltaf að hlaupa út á þriggja tíma fresti, ráðskonan tekur veðrið oft á daginn að ég held. Það sem þarf að huga að í sambandi við veðrið er hiti, úrkoma, skyggni, ský og sjólag og síðan verður að senda þetta á Veðurstofuna um Siglu- fjarðarradíó, og er veðurskeytið, sem sent er hétðan, samsett úr tölum eingöngu. Skammt frá Hesteyri er aö finna pessa þreyttu verksmiðju, en á Hesteyri var mikið athafnalíf um og eftir aldamótin. Kjaransvíkurskarð og niður til Hesteyrar (vonandi er landafræð- in í lagi). Bezt þótti okkur að skipta leiðinni í tvo áfanga og hafa næturstað í Hlöðuvík. Þeirri áætl- un tókst okkur þó ekki að halda, því þoka var mikil er við komum upp í Rekavík og hugðumst fara yfir Atlaskarð. Misstum við sjónar á slóð og vörðum, sem þarna eiga að vera og snerum aftur niður á við, niður úr þokunni og slógum þar tjaldi. Þar sem skyggnið var heldur betra tók samferðarmaður- inn áttir, en hann sá um alla þá hlið mála í þessum tveggja manna ferðahópi okkar. Eftir góðan svefn var haldið af stað eldsnemma morguns í stefnu áttavitans, sem samferðamaður- inn hafði einhvern veginn fundið út og lagt upp í þokuna. Ekki höfðum við lengi gengið þegar komið var á slóð og henni gátum við fylgt alveg yfir skarðið og sáum við þar hversu þýðingarmik- Fuglinn í bjarginu lét ekki aðkomumenn trufla sig, en sat sem fastast. ið það er að geta notfært sér áttavitann þegar þokur hindra alla fjallasýn og villa um fyrir fólki. Sumarhús óðalsbóndans Fara skal fljótt yfir sögu og segja ekki af ferðum okkar fyrr en komið er niður í Hlöðuvík, en þar sáum við hvar varðskip var að koma færandi hendi, þ.e. flytja efnivið til húsagerðar. Aðspurðir sögðu smiðir og varðskipsmenn að hér væri verið að koma með efni í sumarhús fyrir óðalsbóndann í Hlöðuvík og fettum við ekki fingur út í það. Við sáum að vera okkar gagnaði ekki smiðum eða öðrum sem við flutningana unnu og héldum því ferðinni áfram. Héld- um við vestur fjöruna, fyrir næsta nes og upp í Kjaransvík. Leizt okkur þannig á að lítið væri fýsilegt að halda upp í þokuna aftur og tjölduðum því upp undir þokuröndinni enda þótt nokkuð væri enn til kvölds. Samferðamað- urinn tók enn áttir og stefnur á áttavitanum og kortinu og bland- aði undirritaður sér ekki í þau vísindi. Sama þokan var á að morgni þriðjudags, sem átti að vera síðasti dagurinn á göngunni. Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.