Morgunblaðið - 19.09.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.09.1978, Blaðsíða 1
40 SÍÐUR MEÐ 4 SlÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 212. tbl. 65. árg. ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. ísraelsher senn á brott frá herteknum svæðum ,,Réttlátur fridur” er tryggdur segir Sadat Kaíró, 18. september, Reuter — AP ANWAR Sadat forseti sagði Egyptum í kvöid að honum hefði tekizt að tryggja réttlátan frið og hann þyrfti ekki framar að etja mönnum sínum At í stríð gegn ísraelsmönnum. „Það er mér mikið gleðiefni að friður er aftur kominn á,“ sagði hann í útvarps- og sjónvarps- ávarpi til landa sinna frá Wash- ington eftir undirritun Camp David-samninganna við Menac- hem Begin forssetisráðherra. En forsetinn skýrði jafnfrámt frá því að hann hefði fallizt á lausnarbeiðni Mohammed Ibra- him Kamels utanríkisráðherra á föstudag — tveimur dögum áður en friðarviðraeðunum lauk með áhrifamiklum hætti. I Tel Aviv fullvissaði Begin forsætisráðherra ísraelsmenn um að friðarsamningarnir við Egypta mundu tryggja öryggi Gyðinga- ríkisins án þess að hugsjónum þess yrði fórnað. Bæði Begin og Sadat sögðu samningana geta bundið enda á þrjátíu ára stríð í Miðausturlöndum. Begin lofaði því í símtali frá Washington til fundar um 40.000 manna á ráðhústorginu í Jerúsal- em að „ekkert erlent herlið mundi vernda ísrael og að enginn erlend- ur her mundi sækja inn á vesturbakkann." „Við viljum lifa í friði með nágrönnum okkar og leyfa þeim að ráða lífi sínu sjálfum með sjálfstjórn," sagði Begin. Að lokum sagði Begin: „Nú þurfum við ekki að láta okkur dreyma um frið. Við getum fengið frið.“ Fólkið dansaði og söng á torgum og fagnaðarlátum þess ætlaði aldrei að linna. Um afsögn Kamels utanríkis- ráðherra sagði Sadat: „Við erum lýðræðisríki. Hann verður ekki settur í fangelsi eða fangabúðir. Allir hafa rétt til að hafa eigin skoðanir." Sadat sagði að Kamel færi með sér til Marokkó á miðvikudag og hann yrði sendi- herra. SÆTTIR — Anwar Sadat forseti Egyptalands og Menachem Begin forsætisráðherra ísraels fallast í faðma á fundi með fréttamönnum í Hvíta húsinu á sunnudag, þegar niðurstöður fundarins í Camp David voru kunngjörðar. Jimmy Carter Bandaríkjaforseti klappar stallbræðrum sínum lof í lófa. WashinRton. 18. september, Reuter — AP ÍSRAELSMENN munu bráðlega ílytja íjölmennt herlið á brott frá Gaza-svæðinu og vesturbakka Jórdanárinnar samkvæmt víðtækri friðaráætlun sem Menachem Begin forsætisráðherra og Anwar Sadat forseti undirrituðu í nótt. Samkomulagið skuldbindur ísraelsmenn og Egypta til að reyna að gera friðarsáttmála innan þriggja mánaða. Þar er einnig gerð grein fyrir tilraunum sem verða gerðar til að fá önnur Arabaríki til þess að taka þátt í friðarsamningunum. Búizt er við að bandaríska stjórnin hefjist handa um meiri- háttar friðarsókn í Miðausturlönd- um til að afla stuðnings við árangur 13 daga viðræðna Carters forseta við Begin og Sadat og í Camp David. Horfurnar á friðarsamningum ísraelsmanna við önnur Arabaríki eru óvissar. En embættismenn í Washington telja að samningur milli Egypta og ísraelsmanna geti staðið einn sér og að þar sem Egyptar hafi í alvöru skuldbundið sig til friðar geti öryggi Israels engin alvarleg hætta stafað frá öðrum Arabaríkjum. Bandarískur embættismaður sagði fréttamönnum, að allt að 5.000 þeirra 10—11.000 hermanna sem Israelsmenn hafa á Gaza- svæðinu eða vesturbakkanum yrðu fluttir burtu fljótlega. Hann sagði að um verulegan brottflutning yrði að ræða fyrstu daga samkomu- lagsins. Hann sagði að þeir ísraelsku hermenn sem yrðu eftir yrðu fjarri bæjum Araba. Hann sagði ennfremur að Isra- elsmenn mundu hætta landnámi á vesturbakkanum meðan á friðar- tilraunum stæði. Embættismaður- inn sagði að um algeran brott- flutning Israelsmanna yrði samið í viðræðum Israels, Egyptalands og Jórdaniu með aðild Palestínu- manna sem búa á svæðunum. ísraelsmenn munu einnig láta af hendi flugstöð sina á Sinai en Begin sagði ísraelskum frétta- Vance til Jórdaníu Washington, 18: september, Reuter CARTER forseti sagði í kvöld á sameiginlegum fundi beggja deilda Bandaríkjaþings að Cyr- us Vance utanrfkisráðherra færi á morgun frá Washington til Jórdaníu og Saudi Arabíu til að tryggja stuðning ríkisstjórna landanna við samkomulagið í Camp David. Forsetinn sagði að heimurinn fengi góða jólagjöf ef Egyptum og ísraelsmönnum tækist að gera friðarsamning á næstu þremur mánuðum en varaði við því að eftir væri að sigrazt á mörgum erfiðleikum. Jarðskjálftinn breytti heilum bæ í kirkjugarð Tabas, íran, 18. september. — AP. LÍK ÞEIRRA sem fórust í jarðskjálftanum sem lagði bæinn Tabas í íran í rúst um helgina voru jarðsett í dag jafnóðum og þau fundust í rústunum til að forðast drepsóttir. Þrettán þúsund manns áttu heima í bænum sem líkist nú kirkjugarði með rotnandi líkum. Fjórði hver bæjarbúi fórst í jarðskjálftanum, hinum mesta sem hefur orðið í heiminum á þessu ári, og gert er ráð fyrir því að alls hafi meira en 15.000 týnt lífi í austurhlutum írans í jarð- skjálftanum. Jarðskjálftinn átti upptök sín beint undir bænum og mældist 7.7 stig á Richterskvarða. Fólk var að setjast að kvöldverði eða að kæla sig í 33 stiga hita á selsíus þegar jarðskjálftinn varð. „Ég sat fyrir framan húsið mitt við tjörnina," sagði maður nokkur sem kallaði sig aðeins Hassan. Það var dimmt. Allt í einu féll ég til jarðar og miklar drunur og mikil hróp hófust." Hassan og fjölskylda hans voru meðal Kinna heppnu. Þótt moldar- kofi þeirra hryndi meiddust þau ekki alvarlega. í dag drógu þau fram lífið á melónum og biðu eftir aðstoð hersins til að bjarga verðmætum úr rústunum. Sjá „Hvar er herinn?“ 39. á bls. Rústir bæjarins Tabas eftir jarðskjálftann í íran á laugardag. Að minnsta kosti 11.000 íbúar bæjarins létu lífið í hamförunum. mönnum að Bandaríkjamenn hefðu samþykkt að bæta upp þennan missi með því að reisa tvær flugstöðvar fyrir ísraels- menn í Negev-eyðimörkinni. Diplómatar segja að Sadat og Begin muni halda áfram friðartil- raunum sínum þótt Jórdaníumenn og Sýrlendingar neiti að styðja þær. Starfsmenn Hvíta hússins eru þó vongóðir um að Hussein Jórdaníukonungur verði fáanlegur til að taka þátt í viðræðunum síðar. Carter hringdi í konung í dag og áreiðanlegar heimildir herma að Fahd Ibn Abdulaziz krónprins Saudi Arabíu verði einnig boðið til Washington. Diplómatar telja að staða Sad- ats sé veik í Arabaheiminum ■þar sem hann hafi ákveðið að vinna að heildarlausn án þess að fá trygg- ingu fyrir algerum brottflutningi Israelsmanna frá herteknum svæðum. En mikil ánægja ríkir í Hvíta húsinu með leyniviðræðurn- ar og bjartsýni um að þær verði samþykktar að lokum í Miðaustur- löndum. Alvarleg vandamal eru enn óleyst en Carter forseti telur að möguleikar á lausn deilumálanna í Miðausturlöndum hafi st^raukizt með samkomulagi tveggja voldug- ustu ríkja Miðausturlandai Begin forsætisráðherra sagði fréttamönnum að fyrsti brottfutn- ingur ísraelsmanna er hæfist þremur til níu mánuðum eftir undirritun friðarsamnings við Egypta mundi ná til mesta hluta Sinai milli E1 Arish og Ras Muhammed á suðurodda skagans. Hinar nýju flugstöðvar ísraels- manna í Negev verða nokkra km frá upphaflegu landamærum Israels og verða eins hernaðarlega mikilvægir og flugstöðvarnar sem verða látnar af hendi á Sinai að sögn Begins. Sjá „gleði og vonir — reiði og gagnrýni“ á bls. 38.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.