Morgunblaðið - 19.09.1978, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 19.09.1978, Blaðsíða 40
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1978 STJÓRN HSÍ bauö til blaðamannafundar í gærdag og kynnti þar ýmsar nýjungar sem verða á döfinni varðandi handknattleikinn í vetur. A fundinum kom meðal annars fram að allverulegar breytingar verða á fyrirkomulagi Islandsmótsins í handknattleik varð- andi niðurröðun leikja og tekjuskiptingu. Þá kom fram, að samið hefur verið um hvorki meira né minna en 45—55 landsleiki næstu tvö ár. Ljóst er því, að íslenska landsliðið í handknattleik fær meiri verkefni en nokkru sinni fyrr. Þá tilkynnti nýi landsliðsþjálfarinn og einvaldur þess, Jóhann Ingi Gunnarsson, fyrsta landsliðshópinn sem hann velur í ár. Alls hefur Jóhann Ingi valið 22 leikmenn tii æfinga og af þeim eru 13 nýliðar. Nýtt fyrirkomulag á íslandsmótinu íslandsmótið í handknattleik verður í vetur látið ganga eins snurðulaust fyrir sig og frekast verður unnt. Leikmenn æfa með félögum sínum, og æfa aðeins með landsliði nokkra daga fyrir hvern landsleik. Sagði iandsiiðsþjálfarinn, að félögin ættu að sjá um grunnþjálfun leikmanna. Sú nýjung verður tekin upp að aðeins einn 1. deildarleikur fer fram á hverju kvöldi, og settir verða leikir í kvennaflokkum og yngri flokkum með. Þá er stefnt að tekjuskiptingu á milli félaganna eftir hvern leik, en ekki eins og tíðkast hefur, að allt hefur farið í einn sameiginlegan pott og gert hefur verið upp að loknu keppnistímabili. . Þessi nýjung á eftir að fá samþykkt á ársþingi HSÍ, en Sigurður Jónsson, formaður HSI, tjáði blaðamönnum að öll 1. deildar félögin væru þessu sammála. Verður þessi nýjung ábyggilega öllum ti! góðs. Ætti þetta að ýta undir keppni milli félaga um að fá sem flesta áhorfendur á leiki sína og fá þar af leiðandi meiri tekjur. Þá á þetta eftir að lífga upp á kvennahandknattleikinn og skemmtilegt verður fyrir yngri kynslóðina að fá að leika fyrir áhorfendur. íslandsmótið í handknattleik hefst sunnudaginn 22. október. Þá leika að Varmá í Mosfellssveit kl. 2 nýliðarnir í 1. deild, HK og Víkingur, í Hafnarfirði kl. 5 FH og ÍR, og kl. 8.30 Fram og Haukar í Laugardalshöll. ________Samið um 45—55 landsleiki________________ Á alþjóðahandknattleiksþinginu sem fram fór hér náðist samkomulag um alls 45—55 landsleiki á næstu tveimur árum. Aldrei fyrr hefur landsliðið fengið jafn viðamikið verkefni til að vinna að. Fyrstu landsleik- irnir verða við Færeyinga í Færeyjum 29. og 30. sept., síðan verður leikið víð Færeyinga hér heima um miðjan okt. Leikir þessir eru liðir í undirbúningi Færeyinga undir C-keppnina sem fram fer í Sviss í haust. Um miðjan nóvember verður leikið við Austur-Þjóð- verja hér heima og í lok mánaðarins verður haldið til Frakklands tii þátttöku í móti sem í taka þátt auk Islands Frakkland A —B, Túnis, Kína og Pólland. Nú um miðjan desember sækja okkur heim erkifjendur vorir Danir og leika hér tvo landsleiki þann 16. og 17. des. Milli jóla og nýárs verður svo bandaríska „Reyndur leikmað- ur á við tvo npa" • Mbl. hafði í gær samband við Geir Halisteinsson, einn reyndasta leikmann íslensks handknattleiks fyrr og síðar, og spurði hann álits á hinum nývalda landsliðshópi. Geir Hallsteinsson sagði. — Mér finnst ekki tfmabært að kasta svo mörgum gömlum og reyndum leikmönnum út úr landsliðshópnum. Við megum ekki gleyma því, að reyndur leikmaður er á við tvo nýliða. Það er sjálfsagt að gefa ungum mönnum tækifæri, ég var einu sinni ungur og skil það mæta vel, en það verður að fara að öllu með gát. Ég skil Jóhann Inga að vissu leyti, hann er að hugsa um framtíðina. En það á ávallt að velja sterkasta liðið hverju sinni. Svona hóp má reyna á móti Færeyingum en það þýðir lítið að vera með hann á móti liðum eins og Austur-Þjóðverjum og liðum af svipuðum styrkleika, sagði Geir að lokum. — ÞR. landsliðið á ferðinni. Strax í byrjun janúar, þann 6. og 7. janúar, verður leikið við Pólverja hér heima. Síðan tekur við keppni í Danmörku. Verður þetta geysilega sterkt mót, sem í taka þátt allar fresmtu handknatt- leiksþjóðir heims. Fyrsti leikur íslands verður í Randers þann 10. janúar og þá verður leikið við Dani. Sagði iandsliðsþjálfarinn þetta vera sálfræðilega mikilvægasta leik Islands fyrr og síðar. Þarna hefði verið leikið í HM-keppninni og þá varð stórt tap uppi á teningnum. Daginn eftir verður ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur, þá leikið við sjálfa heimsmeistarana, Vestur-Þjóðverja. 12. janúar mætir ísland svo Póllandi. Liðin sem eru í hinum riðli mótsins eru ekki af lakara tagi, þau eru Sovétríkin, Svíar, Danir B og Austur-Þjóðverjar. Um miðjan febrúar eru svo fyrirhugaðir tveir landsleikir við Sovétmenn hér heima. Forkeppni Ólympíuleikanna fer fram á Spáni og hefst 22. febrúar. Ekki verður ljóst fyrr en 21. nóvember hverjir verða mótherjar Islands, en ljóst er að leikið verður um öll sætin 12 í keppninni. Stefnt verður að því að allur undirbúningur íslenska liðsins verði sem bestur fyrir forkeppnina. Og á upptalning- unni hér á undan má sjá, að verkefnin verða næg. Alls leikur liðið 22 landsleiki áður en B-keppnin hefst. Þá hefur verið samið við Tékka, Vestur-Þjóðverja, Ungverja, Spánverja, Svía o.fl. um landsleiki á tímabilinu 79—80. 13 nýliðar í landsliðshópnum A blaðamannafundinum tilkynnti Jóhann Ingi 22 manna hóp sem hann hefur valið til æfinga. Það verkur mikla athygli að í hópnum eru 13 nýliðar og aðeins fjórir leikmenn sem voru þátttakendur í HM-keppninni í Danmörku. Þá vakti það undrun að Ólafur Benediktsson, markvörðurinn snjalli í Val, skuli ekki vera í hópnum. Jóhann Ingi sagði, að hópur þessi væri ekki endanlegur, hann myndi nota landsleikina við Færeyjar tii þess að prófa menn. Sagðist Jóhann bera fullt traust til þeirra leikmanna sem hann hefði valið. Fyrirliði iandsliðsins undanfar- in tvö ár, Jón H. Karlson, er ekki í hópnum. Heyrst hefur að honum hafi verið boðið liðsstjórastaða með iiðinu, en hann hafi sagt, að hann stefndi að því að komast í í sjálft liðið en ekki í liðsstjórastöðu. Geir Hallsteinsson mun ekki gefa kost á sér fyrst um sinn vegna annríkis, en vonandi sér hann sér fært að leika með liðinu í vetur. Eftirtaldir leikmenn eru í hópnum:l Markmenn: Jens Einarsson ÍR, Sverrir Kristjansson FH, Brynjar Kvaran Val, Þorlákur Kjartansson Haukum. Aðrir leikmenn: Arni Indriðar- son Vík., Sigurður Gunnarsson Vík., Páll Björgvinsson Vík., Viggó Sigurðsson Vík., Ólafur Jónsson Vík., Bjarni Guðmundsson Val, Steindór Gunnarsson Val, Stefán Gunnarsson Val, Hilmar Sigurgíslason HK, Guðmundur Magnússon FH, Ingimar Haraldsson Haukum Andrés Kristjánsson Haukum, Þórir Gíslason Haukum, Konráð Jónsson Þrótti, Gústaf Björnsson Fram, Birgir Jóhannsson Fram, Friðrik Jóhannsson Árm., Símon Unndórsson KR. Hörður Sigmarsson Haukum, var valinn í hópinn en gaf ekki kost á sér vegna náms. — ÞR. ELIAS FJORÐI ITUGÞRAUTVN FJÖGURRA þjóða tug- þrautakeppni sem íslend- ingar voru þátttakendur í, lauk með sigri Svisslend- inga, en keppt var í Frakk- landi. Svisslendingar hlutu 21957 stig. Frakkar urðu í öðru sæti með 21256 stig, Bretar í þriðja sæti með 21025 stig, þá íslendingar með 21004 stig. íslendingum hefur þó greinilega farið fram, því að aldrei fyrr hefur ísland hlotið 7000 stig að meðaltali. Besta árangr- inum náði Elías Sveinsson, sem varð fjórði með 7218 stig. Þráinn varð í níunda sæti með 7024 stig, Stefán varð nr. 13 með 6762 stig og Pétur varð nr. 14 með 6651 stig. Elías Sveinsson Fjögur ný ísl. met í flokki pilta Á INNANFÉLAGSMÓTI hjá frjálsíþróttadeild FH um helg- ina setti Guðmundur Karlsson fjögur ný íslandsmet í pilta- flokki. Á laugardag setti hann met í kúluvarpi með 5,5 kg kúlu, kastaði 12.06 metra og í spjót- kasti kastaði hann 44.51 metra með karlaspjóti. Á sunnudag bætti hann svo spjótkastmetið aftur, kastaði 46,26 metra, og kastaði sveinakúlu, sem er 4,0 kg á þyngd, 14.23 metra. Lofar þessi árangur Guð- mundar góðu, en Guðmundur er eitt mesta kastaraefni sem komið hefur fram hér á landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.