Morgunblaðið - 19.09.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.09.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1978 5 Sinfóníuhljómsveitin á Vestfjörðum: Frumflutti í fyrsta sinn tónverk utan Reykjavíkur SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ís- lands hefur að undanförnu verið á hljómleikaferð um Vestfirði og voru síðustu hljómleikar ferðar- innar haldnir í gærkvöldi á Patreksfirði. Um helgina var hún á ísafirði. Bolungarvík og Suður- eyri og áður hafði hún verið á ferðinni á Þingeyri og Búðardal. Tvennir hljómleikar voru haldn- ir á ísafirði sl. laugardag, hátíðar- hljómleikar í tilefni 30 ára afmæl- is Tónlistarskóla ísafjarðar og aðrir tónleikar um kvöldið þar sem leikin var sama efnisskrá og á öðrum stöðum í ferðinni. Hljóm- sveitarstjóri var Páll P. Pálsson og einsöngvarar Sieglinde Kahman og Kristinn Hallsson. Á hátíðarhljómleikunum á ísa- firði frumflutti hljómsveitin ís- lenzkt tónverk og er það í fyrsta sinn sem það er gert utan Reykja- víkur. Var það konsert fyrir víólu og hljómsveit eftir Jónas Tómas- son og lék einleik Ingvar Jónasson, en hann kom gagngert frá Malmö til að leika á þessum hljómleikum. Þá var leikin fantasía fyrir víólu og hljómsveit eftir Hummerl, sinfónía nr. 5 eftir Schubert, Coriolan-forleikur eftir Beethoven og Nocturna og Scherzo eftir Mendelsohn. Sigurður Björnsson fram- kvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveit- arinnar sagði í samtali við Mbl. að ferðin hefði gengið að óskum, aðsókn verið góð að öllum hljóm- leikunum. Sérstaklega kvað hann hafa verið góða aösókn í Búðardal, ríflega 100 manns, en ekki hefði verið nema innan við 30 síðast er hljómsveitin var þar á ferð, 1973. Félagsheimilasjóður styrkti ferð þessa, en Sigurður sagði að kostnaður við slíkar ferðir væri mjög mikill og nægði aðgöngu- miðaverð hvergi nærri fyrir kostn- aði og því yrði einhver styrkur að koma til, en hljómsveitinni ber að halda tónleika utan Reykjavíkur á hverju ári. Páll Pampichler Pálsson hljóm- sveitarstjóri tók undir þau orð Sigurðar Björnssonar að aðsókn hefði verið góð og móttökur áheyrenda góðar, enda væri efnis- skráin sniðin með það fyrir augum að gera sem flestum til hæfis, en á henni eru m.a. forleikir, aríur úr óperum og dúett úr Don Giovanni eftir Mozart og lög úr West Side Story eftir Bernstein. Páll sagði að hljómsveitarmenn væru ánægðir með ferðina, en um aðstæður til hljómleikahalds á hinum ýmsu stöðum sagði hann, að þær væru mjög misjafnar. Sum félagsheim- ilin sem leikið hefði verið í væru ágæt, en önnur nokkuð þröng og svo væri t.d. á Isafirði. Kom það reyndar fyrir að fiðluleikarar ráku boga sína hver í annan í þrengsl- unum, en það mun þó hafa heyrt til undantekninga. í lok hátíðarhljómleikanna á ísafirði flutti Ragnar H. Ragnar skólastjóri Tónlistarskólans ávarp og þakkaði þann heiður sem skólanum hefði verið sýndur. Sagði hann að vel færi á því að tveir afkomendur Jónasar Tómas- sonar legðu hönd að verki á þessum tónleikum. Ingvar Jónas- son sonur hans og Jónas Tómasson sonarsonur hans og með því væri haldið á loft minningu Jónasar Tómassonar eldri sem hafði for- göngu um stofnun Tónlistarskól- ans og lét jafnan tónlistarmál á ísafirði mikið til sín taka. Páll P. Pálsson stjórnaöi Sinfóníuhljómsveit íslands í Vestfjarðarför- inni. sem lauk í gær. Ljósm. Úlfar, Ráðstefna um reyk- ingar og heilsufar SAMSTARFSNEFND um reyk- ingavarnir gengst í næstu viku fyrir ráðstefnu um tóbaksreyk- ingar og heilsufar og er tilgang- ur hennar að ná til fulltrúa frá félögum. samtökum, stofnunum og starfshópum sem tengst hafa eða æskilegt væri að tengdust baráttunni gegn tóbaksreyking- um hér á landi, segir í frétt frá nefndinni. Dagskrá ráðstefnunnar verður sem hér segir: Olafur Ragnarsson, formaður samstarfsnefndar um reykingavarnir, setur ráðstefnuna, Magnús H. Magnússon heilbrigðis- ráðherra flytur ávarp, Auðólfur Gunnarsson læknir ræðir um reykingar og heilsufar, Esther Guðmundsdóttir þjóðfélagsfræð- ingur um tóbaksneyzlu á Islandi, Nikulás Sigfússson læknir fjallar um hjarta- og æðasjúkdóma, Jónas Hallgrímsson læknir um krabbamein, Hrafnkell Helgason um langvarandi lungnasjúkdóma, Guðmundur Magnússon prófessor um kostnað samfélagsins vegna tóbaksneyzlunnar, Ólafur Ragn- arsson ritstjóri um reykingavarnir á íslandi, Ingimar Sigurðsson deildarstjóri um erlenda löggjöf um reykingavarnir, Sigurður Bjarnason prestur um aðstoð við fólk sem vill hætta að reykja, Ásgeir Guðmundsson um tóbakið og unga fólkið og Þorvarður Örnólfsson framkvæmdastjóri um fræðslustarfið í skólum. Að lokn- um erindunum verða fyrirspurnir og urhræður. Á hátíðarhljómleikum á ísafirði þakkaði Ragnar H. Ragnar skólastjóri Tónlistarskóla (safjarðar fyrir heiðurinn sem skólanum var sýndur. Standandi f.v.i Ingvar Jónasson, Ragnar H. Ragnar. Jónas Tómasson. Páll P. Pálsson og Sigurður Björnsson. Völundar útihurðir Fallegar útihurðir setja ekki hvað síst svip á húsið og Völundar útihurð getur gjörbreytt útliti hvaða húss sem er. Timburverslunin Völundur hefur 70 ára reynslu í smíði hurða og hefur jafnan fylgt þeim sveiflum, sem orðið hafa í hurðasmíði undanfarin ár. Massifar Völundar útihurðir úr teak og furu eru framleiddar úr bestu efnum, sem völ er á og mikil áhersla lögð á vandaða vinnu, góða þjónustu og eingöngu fullkomnustu vélar notaðar til framleiðsl- unnar. Hinar viðurkenndu Assa skrár og lamir eru í öllum hurðum frá Völundi. Vandaðu val útihurðar á hús þitt, það er mikilvægt vegna heildarútlits. „Valin efni, vönduð stníd“ hafa verið einkunnarorð Völundar í mörg ár og gildir það um alla fram- leiðslu. áTá Timburverzlúnin Volundur hí. KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SÍMI 85244

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.