Morgunblaðið - 19.09.1978, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1978
Blaðamenn Mbl. voru á Grensásdeild Borgarspítalans er Þar var verið aö
undirbúa göngu Þá sem fatlaðir efna til í dag, og ræddu Þeir við tvo
sjúklinganna, Þá Steinunni Bjarnadóttur og Óskar Benediktsson.
„Fólk nœr
hér miklum
framförum
ástuttum
tíma”
Stcinunn Bjarnadóttir.
STEINNUNNI Bjarnadóttur
hittum við einnifí á Grensás-
deildinni. Steinunni fannst hún
ekki vera rétta manneskjan til
að tala við.
„Ég er ekkert fötluð eins og
þið -sjáið, éf; er bara hér vegna
brjóskloss í baki, en það er
einnig verið að reyna styrkja
annan handlegginn og rannsaka
hann. Ég hef verið hér í 6
mánuði, mun lengur en áætlað
var, og ég veit ekki hvenær ég
fer héðan. Ætli maður verði
bara ekki að lifa með handlegg-
inn hálf lítilfjörlegan."
Ætlar þú að taka þátt í
jafnréttisgöngunni?
„Já, og ég held að þátttakan
verði mjög almenn. Mér finnst,
að fatlaðir eigi að njóta sömu
réttinda og aðrir en ekki meira.
Hér hafa t.d. verið drengir sem
eru svo mikið lamaðir að þeir
geta ekki einu sinni unnið með
fingrunum. Þeir fá því inni í
Hátúni og verða náttúrulega að
borga fyrir sig með örorkubót-
unum.
En það sem mér finnst verst
er hvað hlutirnir eru seinir að
fara af stað í kerfinu, einkum í
sambandi við bifreiðaslys. Það
er ekki neitt sem getur létt
undir með fólki þangað til það
fær út úr tryggingunum en það
getur oft tekið mjög langan
tíma. Það vantar eitthvað þarna
á milli.“
Hvernig hefur þú komist af
fjárhagslega?
„Ég er nú fráskilin og á mörg
börn svo þetta hefur verið
nokkuð erfitt, en börnin hafa
bara tekið þessu nokkuð vel. Ég
hafði unnið hjá ríkinu nokkuð
lengi og fékk þess vegna fullt
kaup fyrstu 3 mánuðina en ‘/2
kaup næstu þrjá. Svo vona ég
bara að ég fari að geta unnið
sjálf hvað úr hverju.“
Hvernig er andrúmsloftið á
stofnun eins og Grensásdeild-
inni?
„Það má hrósa þessari stofn-
un mikið og það er alveg
sérstakt fólk sem vinnur hér.
Það drífur mann áfram með
festu og er ákveðið — maður
verður að hjálpa sér sjálfur. Það
eru mjög góðir þjálfarar hér.
Við höfum einnig kvöldvökur
á fimmtudagskvöldum og þang-
að hafa komið ýmsir skemmti-
kraftar og skemmt okkur en
ekki tekið neitt fyrir það. Það er
alveg óskapleg upplyfting fyrir
fólk sem ekkert kemst. Það talar
um það alla vikuna.
Það sem hefur haft mestu
áhrifin á mig síðan ég kom
hingað er að sjá hversu fólk fær
mikinn bata á stuttum tíma,“
sagði Steinunn að lokum.
„Það eina sem við
getum látið á móti
hinni góðu umönn-
un er bjartsgni. ”
Óskar Benediktsson
Á Grensásdeild Borgarspítal-
ans dvelst maður að nafni Oskar
Benediktsson. Óskar var skorinn
upp við brjósklosi báðum megin
hryggjar fyrir 6 mánuðum og
hefur nú verið á Grensásdeild-
inni í 5 mánuði eftir eins
mánaðar legu á Borgarspítalan-
um.
(
„Þegar ég var skorinn upp var
ég lamaður frá mitti og niður úr
að aftanverðu. Brjósklosið var
vegna gamalla meiðsla en síð-
ustu tvö árin þurfti ég mikið að
vera við rúmið, yfirleitt á um
tveggja mánaða fresti. Þar til
allt í einu að sjúkdómurinn tóL
þá stefnu að ég lamaðist. Þá var
ég skorinn upp.
Eftir uppskurðinn gat ég alls
ekki gengið en nú get ég staulast
um með eina hækju.
Það er mjög gott andrúmsioft
hér á Grensásdeild og fyrst
maður þarf á annað borð að vera
á þannig stofnun þá finnst mér
maður megi þakka fyrir að hafa
stofnun á borð við Grensásdeild-
ina. Það reiknar aldrei neinn
með því að lenda á þannig stað
en þegar að því kemur þá lítur
maður á hlutina frá allt öðru
sjónarhorni. Það er mín skoðun
að í raun og veru geti enginn
sett sig inn í þessi mál án þess
að hafa verið á stofnun eins og
Grensásdeildinni og því finnst
mér að yfirmenn heilbrigðis-
mála ættu að koma og vera hér í
svo sem einn dag til þess að
kynnast hlutunum. Það hafa
allir gott af því að koma hingað
og sjá það sem fer fram innan
veggja.
Þetta er alveg sérstakur
staður og sérstakt fólk sem hér
vinnur."
Hvert er þitt sjónarmið í
sambandi við aðgerðir fatlaðra
sem nú standa fyrir dyrum?
„Fólk, sem er fatlað, gleymir
kannski sinni fötlun þegar það
er innan um fólk sem líkt er á
komið fyrir en í raun þá finnst
því það vera sett til hliðar. I
sambandi við aðgerðirnar þá
leggjum við áherslu á aðstæð-
urnar sem langlegusjúklingar
og fatlað fólk býr við. Það
vantar til dæmis ennþá sund-
laug hér á Grensásdeildina og
við verðum að fara í sundlaug-
ina við Háaleitisbraut eða á
Hótel Loftleiðum.
Það þarf einnig að skapa
vinnuaðstöðu handa fólki sem er
fatlað t.d. er það tilvalið fyrir
fólk í hjólastólum að vinna
skrifstofustörf en það eru ekki
aðstæður fyrir hendi á venjuleg-
um skrifstofum."
Hefur þú hugsað um hvað þú
munir taka þér fyrir hendur
þegar þú ferð af Grensásdeild-
inni?
„Ég var nú eiginlega spurður
þessarar sömu spurningar strax
og ég kom hingað. Þá gat ég
aðeins gengið um 20 metra fram
og til baka í göngugrind og gat
því ekki svarað spurningunni
þá. Ég sagði að fyrst þyrfti ég að
hugsa um að endurhæfa mig og
síðan hvaö ég ætlaði að gera á
eftir.
Við konan mín höfum talað
nokkuð um þetta undanfarið og
við höfum hugsað okkur að ég
verði heima og hugsi um heimil-
ið en hún fari út að vinna. Við
eigum þrjú börn, 15 ára stúlku,
13 ára strák og 16 mánaða strák,
og við höjdum að það muni
koma sér betur að ég verði
heima til þess að sjá um litla
guttann.
Við höfum haft 100 þúsund
krónur á mánuði til þess að lifa
af síðan ég veiktist. Ég var
bílstjóri og átti sendiferðabíl en
ég varð að selja hann til þess að
standa við skuldbindingar svo
að nú erum við bíllaus.
Ég var svo barnalegur að
halda þegar ég var skorinn upp
að strax eftir uppskurðinn kæmi
mátturinn í fæturna og lömunin
hyrfi. En það var nú öðru nær.
Hvernig tók fjölskyldan þess-
um veikindum þínum?
„Hún tók þessu bara vel. Ég
var búinn. að eiga í þessu svo
lengi að þetta kom henni ekkert
á óvart. Það var líka best fyrir
okkur að við vissum ekki hversu
langvinnt þetta yrði annars
hefðum við sennilega ekki hald-
ið svo góðu andlegu jafnvægi."
Ertu bjartsýnn á framtíðina?
„Það eina sem við getum látið
á móti hinni góðu umönnun sem
við fáum hér er bjartsýni og
ástundun við æfingar,“ sagði
Óskar að lokum og fór niður í
æfingaherbergið þar sem
sjúkraþjálfararnir voru farnir
að undrast um hann.
Varnarvika
gegn
reykingum
SAMSTARFSNEFND um reyk-
ingavarnir gengst um þessar
mundir fyrir upplýsingaherferð
um skaðsemi tóbaksreykinga með
svipuðu móti og gert hefur verið
áður hér á landi. Verða birtar
upplýsingar og auglýsingar í
blöðum, útvarpi og sjónvarpi á
vegum nefndarinnar og er þess
vænst að landsmenn íhugi það
vandamál, sem skapast hefur í
þjóðfélaginu vegna reykinga, segir
í frétt frá nefndinni.
Stendur varnarvika þessa viku
og lýkur henni sunnudaginn 24.
september. Þá segir í frétt frá
samstarfsnefndinni:
Nýleg könnun borgarlæknisem-
bættisins í Reykjavík á reykingum
nemenda í grunnskólum borgar-
innar sýndi að mjög mikil breyting
hefur þar orðið á til batnaðar frá
því að skipulögð fræðslu- og
upplýsingastarfsemi varðandi
reykingar hófst í skólunum, en
mikið vantar á að hinir fullorðnu
taki jafn afdráttarlausa afstöðu
gegn reykingum og unga fólkið.
Þorbjörg
sýnir
íEden
Þorbjörg Sigrún Harðardóttir,
opnaði málverkasýningu í Eden í
Hveragerði s.l. laugardag. Þetta er
önnur einkasýning Þorbjargar og
sýnir hún 17 verk, unnin á s.l.
tveimur árum. Verkin sem eru
olíumálverk og teikningar eru öll
til sölu. Sýningunni lýkur sunnu-
daginn 24. september..
Námskeið
í jóga
FÉLAGAR úr Ananda Marga
gangast fyrir námskeiði í jóga,
hugleiðslu og afslöppun og verður
það haldið á fimmtudagskvöldum
næstu sex vikurnar og ef þörf
krefur verður haldið annað nám-
skeið á mánudagskvöldum. Nám-
skeið þetta er ókeypis og fcu þeir,
sem hafa áhuga á að taka þátt í
því, beðnir að skrá sig í síma 17421
milli kl. 13 og 17 dagana 18. til 21.
september.
Lítil loðnuveiði:
Ellefu skip
með 5220 lestir
LÍTIL loðnuveiði var um helgina
og frá því á laugardag hafa
aðeins 11 skip tilkynnt um afla.
samtals 5220 lestir, og fengu flest
skipanna loðnuna á laugardags-
kvöld og sunnudag. Síðan hefur
sáralítil veiði verið á miðunum.
íslenzki loðnuflotinn er nú dreifð-
ur á stóru sva“ði undan Norður-
landi og Vestfjörðum og síðan á
svæðinu milli Jan Mayen og
Grænlands frá 70. til 71.30° N.br.
Skipin, sem hafa tilkynnt um
loðnuafla frá því á laugardag, eru
þessi: Gullberg VE 590 lestir,
Loftur Baldvinsson EA 580, Kap 2.
VE 550, Hrafn GK 470, Grindvík-
ingur GK 630, Keflvíkingur KE
300, Fífill GK 450, Árni Sigurðsson
AK 680, Albert GK 320, Eldborg
GK 430 og Bergur 2. VE 220 lestir.