Morgunblaðið - 19.09.1978, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1978
Tvítugur piltur frá
Egilsstöðum beið
bana í bílslysi
Annar slasaðist mikið
IÍÖSKLEGA tvítugur maður frá
Egilsstöðum beið bana í bifreiðar-
slysi á Jökuldalshciði í gær og
annar maður, einnig rösklega
tvítugur og frá Egilsstöðum, sem
var í bílnum, slasaðist mikið, en
hann var ekki talinn í lífshættu í
gærkvöldi. Tilkynnt var um
slysið frá Skjöldólísstöðum á
Jökuldal skömmu fyrir ki. 13 í
gær. en þangað hafði annar
maðurinn komist í bil sem kom á
slysstað. Læknar og sjúkrabíll
frá Egilsstöðum fóru á slysstað
en er þangað var komið var
maðurinn látinn en hann hafði
fests undir bflnum. Voru menn-
irnir fluttir til Egilsstaða og
þaðan var sá slasaði sendur með
sjúkraflugvél til Reykjavíkur.
Var hann í fyrstu talinn í
nokkurri hættu, þar sem hann
var slasaður á hrygg, en í
gærkvöldi var hann ekki talinn í
beinni hættu.
Mennirnir fóru frá Egilsstöð-
um í gærmorgun áleiðis í
Möðrudal. beir voru staddir í
Arnórsstaðamúla, sem er fremsti
hluti Jökuldalsheiðar fyrir ofan
Jökuldal þegar óhappið varð, en
þeir lentu fram af brú. að talið er,
og ofan í gil sem þar er. Ekki var
-hægt að skýra frá nafni mannsins
sem lézt í gærkvöldi.
Járnblendiverksmiðian:
Hluti af hafnarkrananum
hafnaði á botni Norðursiávar
ÞEGAR færeyska flutninga-
skipið Ravnur var á leið til
íslands um helgina með farm
Banaslys á
gangbraut:
Ellefu ára
telpa lést
BANASLYS varð á Suður-
landsbraut i Reykjavík á
iaugardag. Ellefu ára gömul
telpa varð fyrir Volkswagenbif-
reið, sem var á leið til vesturs,
en telpan var að fara yfir
gangbraut á móts við Hótel
Esju. Telpan var látin áður en
komið var með hana á sjúkra-
hús. Telpan hét Ingibjörg
Sólveig Hlöðversdóttir til
heimilis að Laugateigi 42 í
Reykjavík.
Ekki er vitað hvort telpan
var á leið suður eða norður yfir
gangbrautina, sem er sérstak-
lega merkt og óskar lögreglan
eftir því að sjónarvottar hafi
samband við hana.
I fyrir Járnblendiverksmiðj-
una, fékk það á sig brotsjó
I með þeim afleiðingum að
stórt stykki úr uppskipunar-
krana fyrir Járnblendifélagið
fór fyrir borð.
Ravnur var staddur undan
Noregsströnd í 12 vindstigum þeg-
ar brotsjór skall á skipinu með
fyrrgreindum afleiðingum, en
stykkið sem fór í sjóinn átti að
vera botnstykki kranans og vegur
það um 26 tonn. Skipverjar reyndu
að koma taug í botnstykkið, en það
var í þannig umbúðum að það
flaut í fyrstu. I gærmorgun þegar
birti var botnstykkið sokkið og
Ravnur hélt þá inn til Færeyja,
þar sem gert verður við skemmdir
á skipinu, sem eru litlar. Að
viðgerð lokinni er gert ráð fyrir að
skipið haldi til íslands með það
sem eftir er af farminum.
Jón Sigurðsson forstjóri Járn-
blendifélagsins sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær, að ljóst væri
að vegna þessa óhapps myndi
uppsetningu hafnarkranans
seinka. „Hins vegar veit maður
ekki enn hvort þetta óhapp getur
haft einhver áhrif á gangsetningu
verksmiðjunnar," sagði Jón.
LjóMn. 01. K.M.
Réttað var í Lögbergsrétt á sunnudaginn og fóru Reykvíkingar þangað í hópum til að
fylgjast með. Margir höfðu á orði að fleira fólk en fé hefði verið í réttunum.
„Ekkert hefur verid gert
fyrir frystihúsin í Eyjum
og á Sudurnesjum”
- segir Stefán Runólfsson í Vestmannaeyjum
„ÞAÐ hefur nánast ckkert verið
gcrt enn fyrir frystihúsin hér í
Eyjum og á Suðurnesjum, en
við verðum að reyna að sýna
þolinmæði og taka orð Kjartans
Jóhannssonar sjavarútvcgsráð-
herra alvarlega. Sjálfum líst mér
það vcl á manninn og ég held að
hann viti hvar skórinn kreppir og
maður skyldi ætla að hann væri
maður fyrir sinn hatt,“ sagði
Stefán Runólfsson framkvæmda-
stjóri Vinnslustöðvarinnar h.f. í
Vestmannaeyjum þegar Morgun-
blaðið ræddi við hann í
gærkvöldi.
„Frystihúsin sitja nánast í sarna
farinu og áður en þau stöðvuðust
og útlitið er allt annað en
glæsilegt. Okkur í Eyjum og
frystihúsamönnum á Suðurnesj-
um, þar sem frystihúsin voru
stopp, var sagt, aö Seðlabankinn
myndi fjármagna húsin til að
koma þeim af stað, á meðan verið
v'æri að finna aðra lausn á málum
frystihúsanna, en ekkert hefur
gerzt," sagði Stefán ennfremur.
Þegar Stefán var spurður hvort
frystihúsin myndu þá stöðvast á
ný ef engar ráðstafanir yrðu
gerðar á næstunni sagði hann:
„Maður má ekki hugsa út í það að
þau stöðvist aftur. Sjálfur veit ég
að það er ekki auðtekið á þessum
málum, en við skulum samt vona
að það sé einhver lausn framund-
an.“
Þá reyndi Morgunblaðið að ná
tali af Kjartani Jóhannssyni
sjávarútvegsráðherra, en án ár-
angurs.
Hass:
íslendmgur handtek-
inn í V-Þýskalandi
Sveinn Jónsson, aðstoóarseðlabankastjóri:
Ríkið tekur nú aJlt ad 70
krónur af hverjum 100
Grundvöllur er fyrir stofnun varnarsamtaka skattgreiðenda
„MEÐ þessari hækkun tekju-
skattsins er hæsta próscnta,
sem tekin er af þeim tekjum
einstaklings, sem fara yfir
visst mark, orðin tæplega 60%
(tekjuskattur, útsvar, sjúkra-
tryggingagjald og gjald til
Byggingarsjóðs rikisins) og
þar við bætist síðan 10%
skyldusparnaður. sem ríkið
geymir vinsamlegast í 5—6 ár,
en skilar þá aftur með verðbót-
um án nokkurrar vaxta-
greiðslu. Þegar tekjur einstakl-
ings eru komnar yfir visst
mark, skal hann því gjalda
keisaranum 700 krónur af
hverjum 1.000 krónum, sem
hann vinnur sér inn umfram
þetta mark.“ Þetta segir
Sveinn Jónsson, löggiltur end-
urskoðandi og aðstoðarseðla-
bankastjóri, í grein, spm birt er
á bls. 101 Morgunblaðinu í dag.
Sveinn Jónsson segir í grein-
inni, að þegar farið sé að taka
meira en 50 krónur til hins
opinbera af hverjum 100 krón-
um, sem aflað er, fari að hallast
á þá sveifina, að tala megi um
upptöku tekna eða jafngildi
hennar í stað eðlilegrar skatt-
lagningar. Með bráðabirgðalög-
um ríkisstjórnarinnar fari þetta
mark upp í 70 krónur og þá sé
með góðri samvizku hægt að
halda þessu fram. Hann bendir
á að menn séu dæmdir fyrir
misgjörðir ýmsar og beitt sé
eignaupptöku. Nú fái tekjuöflun
umfram ákveðið mark svipaða
meðferð, litið sé á hana sem
glæp gegn þjóðfélaginu, sem fá,
eigi svipaða meðferð og smygl
og landhelgisbrot.
I lok greinarinnar segir
Sveinn, að eftir þær viðbótar-
álögur, sem nú hafi séð dagsins
ljós, sé ágætur grundvöllur til
stofnunar öflugra varnarsam-
taka skattgreiðenda.
— Söhiverðmæti hériendis talið nær 6 rniDj. króna
TUTTUGU og fimm ára
gamall Islendingur var 12.
þessa mánaðar handtekinn í
Vestur-Þýzkalandi með 4 kíló
af hassi í fórum sínum, sem
hann hafði keypt í Amster-
dam fyrir 12.000 hollensk
gyllini eða jafnvirði um 1,7
milljóna íslenskra króna.
Áformaði hann, að því er
segir í fréttatilkynningu frá
Tollgæzlunni í Reykjavík, að
smygla hassinu til Kaup-
mannahafnar eða íslands.
íslendingurinn hefur verið
úrskurðaður í gæsluvarðhald
í bænum Lingen í Vest-
ur-Þýskalandi. Eftir þeim
upplýsingum, sem blaðið
hefur aflað sér, er talið
líklegt að söluverðmæti þess-
ara 4 kíló af hassi hefðu þau
verið seld hérlendis, hefði
numið nær 6 milljónum
króna. Samstarf hefur verið
milli vestur-þýskra og ís-
lenskra tollyfirvalda í máli
þessssu.
Alþingi
til fundar
10. október
ALÞINGI íslendinga, hið 100. í
röðinni, hefur verið kvatt
saman til fundar þriðjudaginn
10. október n.k. og verður
Alþingi sett að lokinni guðs-
þjónustu í Dómkirkjunni. Um
langt árabil hefur Alþingi verið
kvatt saman til reglulegra
Tunda þennan dag. Af þeim 60
þingmönnum, sem sæti eiga á
Alþingi, tekur nú 21 nýr
þingmaður sæti á Alþingi.