Morgunblaðið - 19.09.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.09.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1978 Lífleg fast- eignaviðskipti Skortur á íbúðum, sem hafa enga viðstöðu á söluskrám ÁÐUR en genjíi krónunnar var fellt, var mikið líf á fasteigna- markaónum á Stór-Reykjavíkur- Árið 1988: 10 milljón króna íbúð á576 millj. MIÐAÐ við 50% verðbólfíu á ári, má gera ráð fyrir að íbúð, sem nú kostar 10 milljónir króna kosti að 10 árum liðnum eða árið 1988 krónur 576,7 milljónir króna. Að 20 árum iiðnum verður þessi íbúð með sömu verðbólgu á ári komin í 33 milljarða 256,2 milljónir króna. Verði þróunin þessi verður þess ugglaust ekki langt að bíða, að tvö núll verði skorin af gjaldmiðlinum og þá t.d. tekin upp einingin mörk. Myndi þá þessi íbúð kosta eftir 10 ár 5,8 miiljón merkur og að 20 árum liðnum — verði þróunin áfram með sama hætti, má búast við að mörkin verði einnig orðin of lítil. Þá er kannski unnt að hugsa sér, að krónan geti orðið þing á ný. Þá myndi þessi íbúð kosta rétt rúmlega 3,3 milljón- ir króna. Aldamótaárið 2000 kostar þessi íbúð, sem nú kostar 10 milljónir króna á sama gjald- miðli og við notum í dag, 74 milljarða 818,3 milljónir króna. svæðinu og samkvæmt upplýsing- um, sem Morgunblaðið fékk í ga*r. hefur ekkert lát verið á því síðan. Einn fasteignasala borgar- innar kvað markaðinn ekki hafa verið eins góðan um mörg ár og hann er nú. íbúðir, sem koma í sölu, standa stutt við og fbúðir vantar á söluskrár. Talsverð stígandi er í verði fasteigna og sem dæmi má nefna, að í Breiðholti seldist snemma í vor 120 fermetra íbúð á um 13 milljónir króna og er talið líklegt að slík íbúð gæti nú farið á um 18 milljónir króna. Meiri kollsteypur hafa orðið í fasteignaverði, en verð íbúða hefur þó talsvert mikið stigið. Ástæður þessara hækkana á fasteignamarkaðnum eru nokkuð óljósar. Ekki verður greint, hvort aöalástæðan sé gengisfellingin I febrúar eða gengisfellingin og efnahagsráðstafanirnar nú í $eptember. En eins og svo oft áður — sagði einn fasteignasalá borgar- innar — kemur hækkunin fram um leið og lifnar yfir markaðinum — eins og gert hefur nú undan- farnar vikur. Má segja að verð- hækkanirnar komi fram um leið og lifnar yfir markaðinum, sem þróun kaupgjalds og gengisfell- inga kallar á. Fasteignasölur hafa ekki átt eins fáar íbúðir á söluskrá svo árum skiptir. Eru þetta mikil umskipti frá talsvert langvarandi óvissutíma, sem verið hefur og þjakað hefur markaðinn í allt sumar. Höklamir komn- ir í leitirnar HÖKLAR Fríkirkjunnar í Reykjavík fundust á sunnu- daginn er maður gaf sig fram við dyravörð kirkjunnar og kvaðst hafa séð þá. Vísaði maður þessi á stað í Hallar- garðinum rétt við Skothús- veginn og þar fundust hökkl- arnir þrír samanvöðlaðir í plastpokum. Með höklunum fundust einnig tveir ferming- arkyrtlar, en þeirra hafði þó ekki verið saknað úr kirkjunni. Sóknarnefndarmenn Fríkirkj- unnar sögðust vera ákaflega ánægðir með að höklarnir skyldu vera komnir í leitirnar og væru tveir þeirra óskemmdir, en einn þeirra hins vegar nokkuð rifinn. Var hann strax í gærmorgun sendur til - viðgerðar til Unnar Ólafsdóttur, sem saumaði hann og var talið að færa þyrfti kross- markið á nýtt flauel. Liðið er um það bil hálft ár síðan þeir hurfu, en það var hinn 19. marz, daginn eftir pálmasunnudag. Maður þessi gaf sig einnig fram við miðborgarstöð lögreglunnar í Reykjavík og sagðist hafa fundið höklana og hefur rannsóknarlög- reglan hafið rannsókn málsins. Hún vildi ekki greina nánar frá gangi mála, en sagði að hér væri um það alvarlegan stuld að ræða á helgum munum, að málið yrði rannsakað. Eins og sjá má eru hökklarnir talsvert krumpaÓir, en ekki skemmdir nema sá lengst til vinstri. Ljósm. Kristján. STÓRVIÐBURÐIR LÍÐANDI STUNDAR í MYNDUM OG MÁLI MED ÍSLENZKUM SÉRKAFLA Enn aukið við efni bókarinnar Bókaútgáfan Þjóðsaga hefur sent á markaðinn bókina Árið 1977 — stórviðburðir líðandi stundar í myndum og máli með íslenzkum sérkafla. Dreifing bókarinnar til áskrifenda er hafin, en þetta er 13. árið sem Þjóðsaga gefur bókina út og 12. árið með fslenzkum sérkafla. Þjóðsaga gefur bókina út í samvinnu við Jeunesse-verlags- anstalt í Sviss og þar í landi er bókin prentuð en setning og filmuvinna íslenzku útgáfunnar hjá Prentstofu G. Benediktsson- ar í Reykjavík. Bókin kemur út í ýmsum löndum og er prentuð á alls 8 tungumálum. Hvergi er þó upplag bókarinnar hlutfallslega stærra en hér á landi þar sem hún kemur út í 6 þúsund eintökum. í íslenzku útgáfunni var fyrst tekinn upp sá háttur að hafa sérkafla en ýmsar aðrar útgáfur hafa síðan farið að því dæmi. Þjóðsaga hefur nú til athug- unar að gefa út bókaflokk um heimsviðburði frá síðustu alda- mótum og til 1965, þegar útgáfa Árbókarinnar hófst hér á landi. Árbókin 1977 er 344 blaðsíður í stóru broti, eða 24 síðum stærri en Árbókin 1976. Munar þar mestu um greinar um þróun mála á árinu í Bandaríkjunum, Afríku og Austurlöndum nær, svo og greinar um kvikmyndir, orkumál, læknisfræði og efna- hagsmál. Sérstakur kafli er að venju um íþróttir, þ.á.m. ís- lenzkar íþróttamyndir. í ís- lenzka sérkaflanum eru m.a. myndir frá verkfalli opinberra starfsmanna. Árbókinni fylgir nafnaskrá, staða- og atburða- skrá og skrá yfir ljósmyndara íslenzka sérkaflans. Forstjóri Þjóðsögu, Hafsteinn Guðmundsson, hefur hannað íslenzka kaflann nú sem endra- nær, Gísli Ólafsson, ritstjóri annaðist ritstjórn erlenda kafl- ans í íslenzku útgáfunni og Björn Jóhannsson, fréttastjóri, hefur tekið íslenzka kaflann saman. Forsiða Árbókarinnar — á miðri kápu bókarinnar og reyndar á. saurblaðsopnu einnig er stór litmynd af Gullfossi. sem er hin sama í allri alþjóðiegu útgáfunni. Árbókin 1977 komin út: Kristján Thorlacius: Gengisfellingin: Hækkanir á notuðum bílum ekki komnar fram að fullu — HÆKKANIR á notuðum bíl- um, vegna gengisfellingarinnar fyrir skömmu, eru ekki enn komnar fram að fullu. Eftir gengislækkun gerist það yfirleitt, að lán í bílum styttast verulega, eða úr 6—8 mánuðum í um 4 mánuði og síðan fara notaðir bílar að hækka á ný í samræmi við gengisfellinguna, sagði Haukur Hauksson bílasali þegar Mbl. spurði hann í gær hvort notaðir bílar væru farnir að hækka vegna nýafstaðinnar gengisfellingar. Þá sagði Haukur, að almennt hækkuðu notaðir bílar ekki í verði fyrr en fólk væri búið að átta sig á verði nýrra bíla og eins að sjá nýjustu tegundir bíla á götunum. — Annars er það svo, að um þessar mundir er hreint gífurlegt framboð af notuðum bílum, sér- staklega af árgerðum frá 1974 og eldri. Glaðnar yfir síldveiðinni: Hornafjarð- arbátar með 1000 tunnur Höfn í Hornafirði, 18. sept NOKKUÐ glaðnaði yfir síldveiði í reknet um helgina, á föstudag komu hingað 400 tunnur, 700 á laugardag og í dag komu rekneta- bátarnir með rúmlega 1000 tunn- ur. Síldin, sem bátarnir hafa komið með til Hafnar, er frekar léleg og er mikið um smáa síld innan um. Reknetabátunum hefur fjölgað ört síðustu daga, en menn gera sér vonir um að veiðin fari að glæðast verulega á næstu dögum. í dag fóru 215 tunnur í fryst- ingu, 300 tunnur voru saltaðar hjá Stemmu og 500 tunnur fóru í salt hjá Fiskimjölsverksmiðjunni. Aflahæsti báturinn í dag var Bára með 147 tunnur. _ i INNLEN-T „BSRB leggur þunga áherzlu á að samningamir taki gildi” „ÞAÐ BER að fagna því, að núverandi ríkisstjórn hefur numið úr gildi þau efnahags- lög, sem í gildi voru. Það hefur komið í ljós, að með efnahagsaðgerðum núverandi ríkisstjórnar verða launa- hækkanir hjá opinberum starfsmönnum, en hækkan- irnar eru mismunandi mikl- ar. Hins vegar er það svo, að nýju efnahagslögin setja samningana ekki að fullu í gildi og BSRB leggur þunga áherzlu á að samningar þeir, sem bandalagið gerði, taki gildi," sagði Kristján Thorlacius formaður Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja, þegar Morgunblaðið leitaði álits hans á efnahags- aðgerðum ríkisstjórnarinnar. „Menn getur greint á um hvernig samninga eigi að Ögri fékk 366 kr. fyrir kílóið í Hull SKUTTOGARINN Ögri, eign Ög- urvíkur h.f, seldi 137,4 tonn af ísuðum fiski í Hull í gærmorgun fyrir 83,616 sterlingspund eða 50.2 gera, en mitt mat er það, að þegar búið er að gera samn- inga, eigi að standa við þá, þannig ímynda ég mér að hlutirnir eigi að vera í lýðræðislandi," sagði Kristján ennfremur. millj. kr. og var meðalverð á hvert kg kr. 366,42, sem er mjög gott verð og sennilega það hæsta í krónum talið sem fengist hefir í Englandi. Hins vegar hefur náðst tiltölulega hærra meðalverð þar, ef mið er tekið af gengi. I söluskeyti frá Englandi í gær segir, að fiskurinn í Ögra hafi verið mjög góður. « -■m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.