Morgunblaðið - 19.09.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.09.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1978 11 NOKKUR ORÐ UM SÍÐUSTU ATBURÐI í SKATTA- MÁLUM eftir SVEIN JÓNSSON 99- . flytja pen- ingaíenn stærri stíl en áður úr vasa Péturs og í vasa Páls W HÞvímiðurer efnahagsvandinn orðinn „klisja" í munni margra, sem þeir nota til að breiða yfir óskýra, jafnvel óheiðarlega hugsun. 99 99 Hver er sá hópur afbrota- manna, sem ætlað er að sæta upptöku tekna sam- kvæmt hinum nýjulögum?55 Samkvæmt þessu virðast skattheimtu- mennirnir ekki efast hið minnsta um réttmæti og réttlæti hinnar nýju skatt- heimtu. Að mínu mati hefði sá kafli bráðabirgðalaganna, sem fjallar um hinn nýja tekjuskatt, átt að byrja eitthvað á þessa leið: Á árinu 1978 skal lagður sérstakur tekjuskattur á þá skattaðila, sem vegna aðstöðuleysis eða af misskildum heiðar- leika töldu fram tekjur á skattárinu 1977 umfram þau mörk. sem greinir hér á eftir. Þeir skattaðilar, sem höfðu tekjur umfram þessi mörk, en sviku þær undan skatti, þurfa ekki að hafa áhyggjur af hinum sérstaka tekjuskatti. Hvaö geta skatt- greiðendur gert sér til varnar? Hér hefur ekki verið rætt um aftur- virkni hinnar nýju skattheimtu og laga- grundvöll hennar. Að sjálfsögðu væri mjög æskilegt, að á það yrði látið reyna fyrir dómstólum, hvort skattheimtan stenzt að þessu leyti. Einnig þyrfti að ganga þannig frá hnútunum til frambúðar, að slíkur leikur yrði ekki endurtekinn. Vegna hinnar miklu afturvirkni stand- ast skattaálögurnar að sjálfsögðu ekki frá siðferðilegu sjónarmiði. Því atriði hafa þegar verið gerð rækileg skil á opinberum vettvangi og skal það ekki endurtekið hér. í þessari grein hafa hins vegar verið færð rök fyrir því, að siðferðilegar forsendur skorti algjörlega fyrir hinni nýju skattheimtu af tveimur öðrum ástæðum. I fyrsta lagi eru þeir, sem afla nokkru meira en miðlungstekna vegna menntunar sinnar, dugnaðar, starfs- reynslu og vinnuframlags utan venjulegs vinnutíma, meðhöndlaðir eins og tekjuöfl- un þeirra sé glæpur gagnvart öðrum þjóðfélagsþegnum. í öðru lagi hvilir skattaframkvæmd hér á landi á svo veikum grunni, að óverjandi er að leggja meiri beina skatta en orðið er á þá, sem staðið hafa möglunarlítið undir skatta- byrðinni hingað til. Að mínu mati er tekjuskattlagningin komin út í slíkar öfgar, að ekki verður lengur við unað. Skattlagningin er komin á það stig, að skattgreiðendur hljóta að leita allra tiltækra, löglegra ráða til að stöðva óheillaþróun skattamálanna og vinda aftur ofan af skattavitleysunni. En hver eru fyrstu markmið þeirrar baráttu og hvernig á að henni að standa? Fyrsta skrefið hlýtur að beinast að því að koma í veg fyrir, að sá óhófstekjuskatt- ur, sem lagður var á með bráðabirgðalög- um, verði festur í sessi til frambúðar. Jafnhliða verður að hefja harða baráttu fyrir því, að lagaákvæði um 10% skyldu- sparnaðinn verði ekki endurnýjuð og aðrar beinar álögur lækkaðar, þannig að beinar álögur fari aldrei yfir 50% af viðbótartekj- um. Einn stjórnmálaflokkanna, Sjálfstæðis- flokkurinn, virðist til.skamms tíma hafa haft það á stefnuskrá sinni, að beinar skattaálögur megi aldrei fara yfir 50% af viðbótartekjum. Flokkurinn virðist því miður hafa gleymt þessu stefnuatriði sínu í ölduróti stjórnmálanna síðustu árin. Vill Sjálfstæðisflokkurinn af alvöru og festu hefja baráttu að þessu markmiði og gerast óhvikull málsvari þeirra, sem telja, að álagning beinna skatta hér á landi sé komin á það stig, að alls ekki verði við unað? Ef allir stjórnmálaflokkarnir bregðast f þessu efni. eiga skattgreiðendur einskis annars úrkosti en bindast samtökum til varnar í skattamálum. Ég hef þá skoðun. að jafnvel áður en beinir skattar voru stórhirkkaðir með margncfndum bráða- birgðalögum, hafi verið mjög góður grundvöllur fyrir stofnun öflugra varn- arsamtaka skattgreiðenda. Eftir þær viðhótarálögur, sem nú hafa séð dagsins Ijós, er enginn vafi á því, að ágætur grundvöllur er fyrir stofnun slíkra varnarsamtaka. Verkalýðsráð Sjálfstæðisflokksins: Ráðstefna um kaup og kjör launþega á Hellu velkomnir á þessa ráðstefnu meðan húsrúm leyfir, en nauðsynlegt er, að þeir, sem óska eftir fyrirgrjeiðslu í sambandi við gistingu til- kynni þátttöku sína eigi síðar en 9. október til skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í síma Verkalýðsráð Sjálfstæðis- flokksins hefur ákveðið að halda ráðstefnu að Hellu á Rangárvöllum laugardag og sunnudag 14. og 15. október n.k. Ráðstefnan verður hald- in í Verkalýðshúsinu á Hellu og hefst 14. október kl. 14:00. Á ráðstefnunni verður rætt um kaup og kjör launþega, þróun þeirra mála á síðari árum og síðustu ráðstafanir núverandi ríkisstjórnar í þeim efnum og aðrar hug- myndir sem fram hafa komið af hálfu hennar varðandi kjaramál launþegans. Þá verður sérstaklega rætt um atvinnumál og atvinnuör- yggi launafólks. Nýjar at- vinnugreinar og fjölþreyttari atvinnuhætti. Einnig verður á ráðstefn- unni rætt um starf og skipu- lagsmál Verkalýðsráðs og annarra samtaka sjálfstæðis- manna á þessu sviði. Allir sjálfstæðismenn úr launþegasamtökunum eru 82900. Dagskrá ráðstefnunnar verður tilkynnt nánar síðar. (Fréttatilkynning.) Dolmatov heimsmeistari: Margeir Pétursson í fimmtánda sæti DOI.MATOV frá Sovétríkjunum varð heimsmeistari unKlinKa í skák. en mótinu lauk í Austurríki um helgina. Margeir Pétursson. sem tók þátt í mótinu fyrir íslands hönd. hafnaði hins vegar í 15. sæti af 47 keppendum. í öðru sæti á mótinu varð fyrrv. heimsmeistari unglinga, Jusupov, með 10 vinninga, en Dolmatov var með 10’/z vinning af 13 möguleg- um, 3. varð Niesen frá Danmörku með 9 vinninga, 4. Björk frá Svíþjóð með 8V2 vinning og í 5. sæti Barbero frá Argentínu, einnig með 8'/2 vinning. Margeir Péturs- son fékk hins vegar 7 vinninga. AUGI.ÝSlNGASÍMiNN ER: ■ 22480 JWoreunbIabi& Morgunhaninn f rá PHIUPS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.