Morgunblaðið - 19.09.1978, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.09.1978, Blaðsíða 35
1 Um hvað samdist íCamp David? Washington, 18. septem- ber, AP. HÉR á eftir eru talin upp helztu atriði þess samkomu- lags sem Jimmy Carter Bandaríkjaforseti, Anwar Sadat forseti Egyptalands og Menahem Begin forsætis- ráðherra Israels skrifuðu undir við lok fundar þeirra í Camp David. í drögum að friðarsáttmála ísraelsmanna og Egypta sem undirritaður verð.ur innan þriggja mánaða ber hæst að Egyptar fá á ný í hendur yfirráö yfir Sinai-eyðimörk- inni. ísraelsmenn geta farið fram á sérstakar „öryggis- ræmur" í eyðimörkinni í hernaðarlegu skyni. Að þremur til níu mánuð- um eftir undirritun friðar- sáttmálans verða ísraels- menn að flytja herlið sitt frá „verulegum hluta eyðimerk- urinnar,“ og að því loknu skulu löndin taka upp stjórn- málasamband. ísraelsmenn verða síðan að hverfa algjör- lega á brott með herlið sitt tveimur til þremur árum eftir undirritun sáttmálans. Enn er óleyst spurningin um framtíð ísraelskrar byggðar, en Egyptar hafa skýrt frá því að þeir undirriti ekki friðar- sáttmálann fyrr en sú byggð hefur verið lögð niður á hernumdu svæðunum. Þá undirrituðu leiðtogarnir eins konar ramma samkomu- lag um atriði sem leitt geta til endanlegs friðar í Mið- austurlöndum. í því er meðal annars kveðið á um að ákveðinn verði fimm ára umþóttunartími fyrir íbúa Vesturbakkans og Gaza-svæðisins, en að þeim tíma loknum hljóti svæðin algjört sjálfstæði. Meirihluti íbúa þessara svæða eru Pal- estínuarabar. ísraelsmenn samþykkja og að stofna ekki nýjar byggðir á þessum svæðum meðan á samningum stendur. íbúar beggja svæða kjósa sér ennfremur fulltrúa til þátttöku í friðarviðræðunum. Loks er kveðið á um að ísraelsmenn fái að reka ákveðnar herstöðvar áfram en herlög þeirra falli úr gildi. Enn er óleyst í þessu tilviki hver endanleg landamæri ísraels verða, hvaða örlög Jerúsalem hlýtur og hvað gert verður til að tryggja öryggi landsins. Nú kemur það til kasta Jórdaníu, Sýr- lands og Líbanon hvaða örlög þetta samkomulag hlýtur. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1978 39 Stórþingið styður efnahagsaðgerðir Er úthald Karpovs á þrotum? Baguio, 18. september Reuter. RÚMAR níu vikur eru liðn- ar frá því einvígi þeirra Karpovs og Korchnoi hófst um heimsmeistaratitilinn í skák og 24. skák einvígisins verður tefld á morgun. Þó er talið líklegt að henni verði frestað að ósk Karpovs, sem enn getur frestað einni skák, því yfirmaður fylgdar- liðs hans hélt til Manila í dag. Korchnoi var í rúminu í gær með kvef, en var í dag á batavegi og hyggst halda aðstoðarmönnum sínum sam- kvæmi í kvöld. Karpov hefur unnið fjórar skákir og Korchnoi tvær. Kunnugir telja að úthald og þrek Karpovs sé á þrotum, en Korchnoi hafi hins vegar vaxið ásmegin að undan- förnu. Þetta gerdist 18. september — frá Jan Erik Lauré, fréttaritara Morgunblaðsins í Ósló. RÁÐSTAFANIR stjórnarinnar til að rétta við efnahagslífið í landinu með því að setja á verðstöðvun og hámarkshækkanir á laun munu hljóta stuðning yfirgnæfandi meirihluta á Stórþinginu. Þetta liggur fyrir eftir að leiðtogar borgaraflokkanna hafa lýst skoðun sinni á efnahagsráðstöfun- um. Þó er ljóst að litið er á ráðstafanirnar sem sönnun þess að efnahagsmálastefna stjórnarinnar undanfarin fimm ár hafi verið misheppnuð með öllu. Káre Willoch, sem er formaður þingflokks Hægri-flokksins og helsti talsmaður stjórnarandstæðinga á Stórþinginu, telur ástæðurnar fyrir hinni óheillavænlegu þróun í efna- hagsmálum einkum vera þessar: • Að fyrirheit ríkisstjórnarinnar árið 1974 um skyndilegar kjarabæt- ur hafi orðið til þess að auka stórlega framleiðslukostnað, og hafi þetta meðal annars haft í för með sér mikla hækkun á opinberum útgjöldum og meiri halla á ríkissjóði en áður eru dæmi til. Telur Willoch að þetta hafi aftur leitt af sér verðbólguhvetjandi ráðstafanir sem enn hafi aukið framleiðslukostnað- inn. • Þá telur hann að ríkisstjórnin hafi á árunum 1976 og 1977 vanmetið möguleika á iðnþróun með því að gera sér ekki grein fyrir því að samkeppni færi harðnandi. Auk þess að fjárlög fyrir árið 1978 hafi ekki tekið mið af vanrækslustefnu undan- farinna ára, jafnframt því sem stjórnin hafi knúið fram of kostnað- arsamar umbótaráðstafanir. • Loks telur Káre Willoch að við kjarasamninga á síðastliðnu vori hafi ríkisstjórninni láðst að gera nægilega grein fyrir efnahags- ástandinu, þannig að tilraunir til að hefta launaskrið hafi mistekizt. Það er einungis Sósíalíski vinstri-flokkurinn, sem missti við síðustu þingkosningar 14 af sínum 16 þingmönnum, er lýsir andstöðu sinni við efnahagsráðstafanir rikisstjórn- arinnar nú og hvetur til verkfalla í mótmælaskyni. Flokkurinn hefur lýst því yfir að hann styðji ekki lengur ríkisstjórnina á þingi, og hefur hann líkt efnahagsráðstöfun- um við „einræðisaðgerðir“, um leið og lýst er yfir samúð með hugsanleg- um aðgerðum launþega og verka- lýðsfélaga vegna laganna um tak- markanir við launahækkunum. „Þetta eru lög sem brjóta í bága við hefðbundin lýðræðisleg réttindi," segir formaður Sósíalíska vinstri-flokksins, Berge Furre. Verk- mannaflokkurinn og Sósíalíski vinstri-flokkurinn hafa samtals 78 þingmenn, en borgaralegu flokkarnir eru með 77 þingmenn. Hversu almennar mótmælaað- gerðir verða vegna efnahagsráðstaf- ananna er enn óljóst, en á næstu dögum munu verkalýðsfélög fjalla um þær. Sum fámenn verkalýðsfélög hafa boðað verkföll, og tvö félaga- sambönd með samtals 7 þúsund félaga í Hammerfest og Odda hafa boðað til aðgerða vegna óánægju með stefnu stjórnarinnar, enda þótt á þessu stigi liggi ekki fyrir að um verkföll verði að ræða. Somoza sigursæll Managua, 18. septembcr. Reuter. AP. IIERMENN stjórnar Nicaragua börðust við einangraða hópa uppreisnarmanna í tveimur borgum landsins í dag á tíunda degi blóðugra átaka. Erlendir fréttaritarar sem fóru til Esteli nálægt landamærum Honduras sáu götuvígi uppreisnar- manna. í Chinandega, 140 km vestan við höfuðborgina Managua, hóf þjóð- varðliðið hreinsunaraðgerðir í kjöl- far loftárása á vígi uppreisnar- manna. Leyniskyttur láta enn að sér kveða í Leon, annarri stærstu borg Nicaragua, þótt herinn næði borg- inni á sitt vald með allsherjarárás á föstudag. Versta veður sem gengið hefur yfir Noreg í 50 ár 18. september — frá Jan Erik Lauré, fréttaritara Morgun- blaðsins í Osló. MESTA óveður sem um getur í hálía öld geisaði í Noregi um helgina. Verstu hamfarirnar voru meðfram suðurströndinni, á vest- urlandinu og f Þrændalögum, og við Krákunesvita úti fyrir Molde mældist 74 hnúta vindhraði, sem er 11 hnútum hærra en fárviðris- markið, sem venjulega er miðað 19. september 1974 — Jaworski saksóknari stefnir Nixon í Watergate-máiinu. 1973 — Karl Gústaf Svíakon- ungur tekur við völdum. 195fi — Önnur Lundúna-ráð- stefnan um Súez sett. 1955 — Perón hrökklast frá völdum eftir uppreisn í heraflanum. 1944 — Stríðinu í Finnlandi iýkur með vopnahléi. 1911 — Þjóðverjar taka Kiev. 1939 — Þjóðverjar sökkva „Couragious" — Brezki flugher- inn hefur dreifingu flugmiða yfir Þýzkalandi — Pólska stjórnin flýr til Rúmeníu. 1934 — Bruno Hauptmann handtekinn í New York og ákærður fyrir að ræna barni Lindberghs flugkappa. 1928 — Mikki mús kemur fram í fyrsta skipti í teiknimyndinni „Steamboat." 1898 — Kitchener sækir tii Fashoda í Súdan. 1881 — Garfield forseti Banda- ríkjanna andast af sárum sem tilræðismaður veitti honum 2. júlí. 1870 — Frakkar gefast upp fyrir Þjóðverjum í Versölum. 1777 — Norður-amerískir her- menn sigra Breta í fyrri orrust- unni við Saratoga. 175fi — Floti Robert Blakes tekur spænskt fjársjóðsskip við Cadiz. Afmæli dagsinsi Hinrik III af Frakklandi (1551-1589) - Jean-Baptiste Joseph Delambre, franskur stjörnufræðingur (1749-1822) - William Gold- ing, brezkur rithöfundur (1911-) Innlent. „Isafold" hefur göngu sína 1874 — Jökuisá á Axarfirði brúuð 1905 — Gengisfelling ákveðin 1949 — F. Páil Skúlason ritstjóri 1894 — Þórarinn Þór- arinsson ritstjóri 1914 — Jó- hann Hafstein 1915. Orð dagsinsi Allt sem veldur hávaðá er mannfjölda að skapi — Charles Dickens, enskur rithöfundur (1812—1870). við. Til skýringar skal þess getið að 64 hnútar teljast 12 vindstig. Tveggja manna er saknað og er talið að þeir hafi farizt í veðurofs- anum, og eignatjón hefur orðið gífurlegt. 31 árs Færeyingur, Sofus Sol- munde, var á göngu ásamt konu sinni og tveimur börnum í Hareid þegar vindhviða feykti honum skyndilega á haf út og er hann talinn af. Annars manns er saknað af smábáti. Einkum er það ávaxtauppsker- an, sem farið hefur forgörðum í þessum hamförum. Á vesturland- inu er talið að um fjórðungur uppskerunnar hafi eyðilagzt. Víða við ströndina slitnuðu bátar upp og rak síðan á land, og um 30 þúsund manna hverfi í Ósló var rafmagnslaust í klukkustund á sunnudagskvöld. Allmiklar skemmdir urðu á mannvirkjum í veðrinu, einkum húsum, sem voru í byggingu. „Hvar er herinn?” spyr fólk i Tabas Tabas, Iran, 18. september — AP ÍRANSKI herinn hefur sent 700 hermenn, fjórar hjálparsveitir iækna og hjúkrunarfólks og fleiri björgunarliða á vettvang og um 1.000 manns hafa slegið upp tjöldum við hliðina á flugvelli Tabas: Farah keisarafrú kom í óvænta tveggja klukkustunda heimsókn til bæjarins. Tabas er um 650 km austan við Teheran og var fallegur bær teppavefara og bænda og hafði lítið breytzt síðan á dögum Marco Polos. Nú liggja bænahús og sögufræg hof bæjarins í rústum og aðeins örfáar byggingar eru uppi- standandi en þær eru mikið skemmdar og að falli komnar. Flutningaflugvélar íranska flug- hersins halda áfram að flytja teppi, matvæli og hjúkrunargögn. En hundruð manna hafast enn við í rústunum. „Hvar er herinn?" spurði maður nokkur. „Af hverju hjálpar mér enginn?" Maðurinn var ekki heima hjá sér þegar jarðskjálftinn varð og sagði að lík aðeins eins tíu meðlima fjölskyldu hans hefði fundizt. Lík hinna eru i rústunum. Annar maður sagði að hann hefði misst 21 ættingja. Nokkrir kippir mældust í dag en þeir voru allir vægir og fæstir tóku eftir þeim. Jarðskjálftinn á laug- ardag var sá 20.000 sem mælzt . hefur í íran á þessari öid. Slasaðir eru fluttir í sjúkrahús nálægt Teheran. Hermenn og björgunarliðar leita fólks í nálæg- um þorpum. Fréttir frá þorpinu Boshruyeh fyrir norðaustan Tabas herma að þar hafi aðeins 26 farizt. Hins vegar jafnaðist þorpið Dubak við jörðu og óttazt er að 2.000 manns hafi farizt eða slasazt. Veður Akureyri 6 léttskýjað Barcelona 28 heiðskírt Brussel 18 heiðskírt Frankfurt 24 skýjað Heisinki 15 skýjað Jerúsalem 23 skýjað Jóhannesarborg 23 sólskin Kaupmannahofn 15 léttskýjað Lissabon 31 sólskin London 20 sóiskin Los Angeles 23 skýjað Madríd 32 léttskýjað Malaga 26 heiðskírt Mallorca 26 heiðskirt Miamí 29 skýjað Moskva 15 skýjað New York 25 skýjað Ostó 15 skýjað París 28 skýjað Reykjavík 9 iéttskýjað Rio De Janeiro 30 sólskin Rómaborg 23 sótskin Stokkhóimur 13 sólskin r I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.