Morgunblaðið - 19.09.1978, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1978
19
„TAKMARKIÐ
fflAÐGERABET-
UR EN SÍBAST
Frá Sigtryggi Sigtryggssyni, blm. Mbl. í Nijmegen í Hollandi.
— Takmarkið er að standa sig
betur en í fyrra, er íslenska
landsliöið tapaði fyrir Hollandi 1—4
í HM-leik hér í Nijmegen, sagöi
Asgeir Sigurvinsson í spjalli við
blaðamann Mbl. í gær. — Það eru
margir nýir leikmenn í hópnum nú,
sem ég hefi ekki áöur leikið með í
landsliði, en engu að síður líst mér
vel á liðiö.
Það er nú ár liðið síðan Ásgeir lék
síðast með landsliðinu eða í Belgíu í
fyrrahaust. Ásgeir sagöi ennfremur,
aö sér paetti leiöinlegt aö geta ekki
leikiö meira með landsliðinu, en
Það pýddi ekkert að deila við
forráöamenn Standards. Þeir væru í
fullum rétti, en KSÍ hlýtur að setja
sem skilyrði að Þeir sem eru að fara
út núna á næstunni, fái sig iausa
fyrir landsleiki veröi Þess óskað.
Asgeir hefur aðeins leikið 20
landsleiki, en Þeir gætu verið
helmingí fleiri hefði hann alltat
veriö laus.
Hollenska liðið verður án sumra
máttarstólpa sinna, svo sem Geels
og Rene Van de Kerkhof. Johan
Neeskens er í leikbanni og Johnny
Rep fékk ekki leyfi frá félagi sínu,
Bastia, til pess að leika. Auk Þeírra
eru Þeir Jongbloed og Rejsbergen
hættír aö leika með landsliðinu.
Annars eru Þarna kappar eins og
Schrievers frá Ajax, Haan, Rensen-
brink og Dusbaba frá Anderlecht,
Brandts, Poortvliet og Willy Van De
Kerkhof frá PSV, Tchieu La Ling,
útherjinn hjá Ajax, kom inn fyrir
Geels og De Koster frá Roda
Kerkrade einnig. Ekki má gleyma
Wim Jansen frá Feyenoord.
íslenska liðíð hefur verið að tínast
að úr öllum áttum aö undanförnu. 6
komu frá íslandi í fyrradag, peir Ingi
Björn, Dýri og Atli frá Val, en
Guðmundur kemur í dag. Siguröur,
Þorsteinn og Ólafur Júlíusson frá
Keflavík komu einnig. Janus kom
frá Noregi. í gær komu Þrír Skaga-
menn fré Vestur-Þýskalandi, peir
Pétur, Árni og Karl, Ásgeir frá
Belgíu, Jóhannes frá Skotlandi og
Pétur og Árni frá Svípjóð. Liðið æfði
í gær og síðan aftur í dag. Loks
verður létt æfing á morgun, mið-
vikudag. Leikurinn fer fram undir
flóðljósum klukkan sex á morgun,
en ennpá er frekar lítil stemmning í
kringum hann a.m.k. ef miðað er við
leikina í fyrra, enda var Þá veriö að
leika í HM-keppninni.
Það er ekki búið að tilkynna
íslenska liðið ennpá, en varla verða
gerðar á Því miklar breytingar. Þó
gæti svo fariö, að Þorsteinn yrði
látinn byrja í markinu og Janus yröi
látinn leika stööu bakvarðar í
fjarveru Gísla Torfasonar.
• ENN GERAST kraftavcrk. það sýndi okkur Múhammcd Ali suður í Ncw Orlcans um hcÍKÍna. cr hann
vann Lcon Spinks öruKglega og tryggði scr hcimsmeistaratitilinn í hnefalcikum. E þctta í fyrsta skiptið í
sögunni. scm cinhverjum auðnast að leika þctta þrisvar. Og AIi cr 36 ára tcaniall. 10 árum eldri cn Spinks.
Það, sem kemur líklega mest á
óvart, er hve léttilega Ali vann, hann
nánast burstaði Spinks. BBC sagði
Ali hafa leikið Spinks háðulega. Ali
vann eigi færri en 11 lotur af 15, ein
var jöfn, þannig að Spinks hafði ekki
betur nema í 3 lotum. Þegar 10
fyrstu lotunum var lokið, rann upp
sá tími, er flestir ætluðu, að aldur
Ali færi að segja til sín og hann færi
að þverra þrek. En merkilegt nokk,
hann dansaði um eftir sem áður og
virtist ferskur sem nýgenginn lax.
Spinks átti ekki minnstu von um að
vinna.
Eftir sigurinn tilkynnti Ali að
hann hygðist hvíla sig í 6—8 mánuði
og ákveða síðan hvort hann verði
titilinn, eða hætti á toppinum.
Flestir eru þó á þeirri skoðun, að
aldrei hafi legið betra við að hætta
heldur en nú, þegar kappinn er
nýbúinn að skrá sig á spjöld
sögunnar sem fremsti hnefaleikari
sem uppi hefur verið.
Eftir ósigurinn sagði Spinks ein-
faldlega: Ég hafði ekki hugann við
slaginn, Ali virkaði ekkert sterkari
nú en þegar ég vann hann, ég var
einfaldlega ekki með á nótunum og
átti tapið skilið. Báðir urðu kapparn-
ir um milljarði íslenzkra króna
ríkari. Ekki dónalegt það.
Björgvin vann
Replogle
• Replogle-keppninni í golfi lauk á
sunnudaginn. en hún hefur staðið yfir
síðan í vor. Er hér um holukeppni að
raða og til úrslita léku Björgvin
Þorsteinsson og Magnús Halldórsson.
Og eftir jafna hörkukeppni tókst
Björgvin loks að tryggja sér sigur á
18. holu.
• Flugfélagskeppnin svokallaða fór
fram á golfvellinum í Leiru um
helgina. Það var GS sem þar bar sigur
úr hítum. Þetta var sveitakeppni
unglinga.
Friöþjófur
komst á blaö
• Keppt var um veitingabikarinn í
golfi hjá Nesklúhbnum um helgina.
Keppnin fór fram í blíðskaparveðri.
Sigurvegari í 18 holu höggleik með
forgjöf varð Friðþjófur Helgason.
Hlaut hann að launum vegleg verð-
laun. Auk bikarsins getur hann boðið
Guðfinnu konu sinni út að borða.
Fylgir bikarnum borðhald fyrir tvo á
veitingastað að eigin vali. Kjartan
I’álsson náði besta skori í keppninni.
Björgvin átti
bezta skorið
• 91 kcppendur tóku þátt í Varnar-
liðsmótinu í golfi sem fram fór um
hclgina. Leikið var í þremur flokkum
í karlaflokki og átti Björgvin Þor-
steinsson besta skor dagsins á 74.
Besta nettóskor í A flokki átti Kinar
Guðnason á 71 höggi. I B-flokki var
bestur Grcg Bolger með 68 högg nettó
og í C-flokki Halldór Þorsteinsson
með 69 högg nettó. í kvennaflokki
sigraði Carol Milmichuk á 84 höggum
nettó og Jóhanna Ingólfsdóttir varð
önnur á 89 höggum.
ERLENDA ASÆLNIN ÁGERIST
ÞAÐ ERU nú miklar hræringar í
málinu scm varðar íslenska leik-
mcnn annars vcgar og erlcnd
fclög hins vegar. Nokkuð margir
íslcndinganna cru nú undir
smásjám erlcndra fclaga. scm
sum cru ckki af vcrri endanum.
Þannig er vitað, að hollenska
stórliðið Feyenoord hefur fylgst
vel með Pétri Péturssyni að
undanförnu og ku hafa verið hrifið
af. Fleiri lið, þ.á m. Mönchenglad-
bach, hafa átt njósnara á staðnum
og þeir hafa einnig hrifist af Karli.
Þá hefur danska fyrstu deildar
liðið B-1901 fengið til liðs við sig
þá Sigurð Björgvinsson og Einar
Ásbjörn Olafsson. Annað ónefnt
danskt lið hefur sýnt áhuga á að fá
Atla Eðvaldsson í sínar raðir.
Vafalaust munu málin skýrast
betur á næstunni. — SS