Morgunblaðið - 19.09.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER I?78
Dr. Jónas Bjarnason efnaverkfr.:
Það má segja, að þessa
dagana séu menn almennt sam-
mála um eitt. Þetta eina atirði
er, að algjör ringulreið ríki í
íslenzkum efnahagsmálum. Ef
menn taka upp á því að ræða
ástæður fyrir þeirri skálmöld,
sem nú ríkir, eru menn ekki
lengur sammála, nema þeir séu
á fundi hjá einhverjum hags-
munahópum eða einlitum
þrýstihóp, sem er búinn að
temja sér ákveðið orðbragð
helgað gagnrýrti á alla aðra en
aðila hópsins. Vissulega er svo
og svo mikið rétt af þeirri
gagnrýni, sem forystumenn
hagsmunasamtaka setja fram
um stjórn efnahagsmála í þessu
landi, en hitt er ekki eins ljóst,
að þeir bera að vissu marki
sjálfir ábyrgð á því ófremdar-
ástandi, sem ríkir. Það kemur
ekki fram í umsögnum og
viðtölum þeirra ágætu manna.
Og lítið er af sjálfsgagnrýni, þ.e.
gagnrýni, sem snýr inn á við.
Það skín yfirleitt í gegn, hvaða
hagsmunir stýra umsögn tals-
manna helztu hgasmunahópa.
Þegar ræða skal um efnahags-
ráðstafanir og leitast við að
meta þær, verður að skoða
málin út frá ákveðnum mark-
miðum. Eg leyfi mér að setja
fram mínar eigin skoðanir um
stærstu vandamál íslenzku
þjóðarinnar í dag og að meta
efnahagsúrræði vinstri
stjórnarinnar út frá þvi, hversu
gagnleg þau eru við lausn
vandamálanna. Eg tel, að helztu
vandamálin séu:
a. Verðbólgan.
b. Vaxandi styr milli helztu
hagsmunahópa.
c. Fyrirsjáanleg lifskjaraskerð-
ing, þegar á heildina er litið.
d. Skortur á atvinnutækifærum
fyrir menntað fólk.
Mín skoðun er sú, að öll önnur
vandamál efnahagslífsins annað
hvort leysist af sjálfu sér með
lausn áðurnefndra vandamála
eða séu auðleyst á eftir þeim. Ég
hef þó grun um, að menn séu
mér ekki endilega sammála um
ofangreind vandamál nema
verðbólgúna. Þessi vandamál
eru að sjálfsögðu innbyrðis
tengd, en mörg önnur stór
vandamál eins og ofveiði og
ofbeit eru afleiðing af streitu á
milli hagsmunahópa eða réttara
sagt tillitsleysis svo og vegna
þekkingarskorts.
„Efnahagsrúrræðin“
En lítum nú á efnahagsúrræð-
in. Skv. bráðabirgðalögunum
eru allar verðbætur teknar upp
á nýjan leik á öll laun, sem voru
200.000 og lægri 1. des. 1977, en
sama krónutala skal koma á öll
laun, sem eru hærri. í fyrsta
lagi er öllum þeim, sem eitthvað
vita um málin ljóst, að fullar
verðlagsbætur á laun nú stand-
ast ekki, nema með stórkostleg-
um uppskurði á íslenzku efna-
hgslífi eða með gegndarlausri
verðbólgu. í bráðabirðgalögun-
um bólar ekkert á uppskurði, en
núverandi ráðamenn telja sig
hafa myndad stjórn til að ráða
bót á verðbólgunni m.a. I öðru
lagi hefur verið látið í það skína,
að vísitöluþakið sé eitt af
úrræðunum. I reynd þýðir vísi-
töluþakið innan við 1% minni
útgjöld launagreienda í öllu
landinu á einu ári, þannig að hér
er um smámál að ræða. Þetta
launaþak snertir fyrst og fremst
BHM, sem verður að lúta því, að
fá samninga sína ekki í gildi, og
að „kauplækkunarsamningar"
þess séu ákveðnir af Verka-
mannasambandi Islands. Þau
öfl hafa orðið ofaná, sem vilja
að verðbólga sé notuð sem tæki
til að gera lítið úr menntun og
ábyrgð. Hafi menn haft í huga
að minnka launamun í þessu
þjóðfélagi, koma þessar ráð-
stafanir ekki að notum, því að
allir aðrir, sem fá laun sín
reiknuð út með einhverjum
öðrum hætti, verða ekki fyrir
barðinu á þessu vísitöluþaki,
þótt þeir hafi há laun. Sem
dæmi má nefna iðnaðamenn á
ákvæðisvinnutöxtum, stórbænd-
ur, sjómenn og menn með
sjálfstæðan atvinnurekstur. í
heild má segja um þetta ákvæði,
að það skipti litlu máli, en sé
órettlátt og auki víðsjár milli
launþegahópa þessa lnds. Þá er
e.t.v. tilganginum náð fyrir
suma. Annars verður að segja,
að í kringum vísitölubætur
hefur verið spunninn heljarmik-
ill blekkingarvefur, sem hefur
skapað algjöra ringulreið. Menn
hafa tönnlast á því, að fullar
verðbætur á öll laun auki
launamun. Þetta er auðvitað
hreinasta fjarstæða. Verðlags-
bætur á öll laun viðhalda
launamun en auka hann ekki.
Núverandi viðskiptaráðherra lét
hafa þann þvætting eftir sér
nýlega í útvarpi, að það sé engin
sanngirni að hafa jafnar verð-
lagsbætur á öll laun, því það sé
fásinna að ætla t.d., að maður
með 400 þús. króna laun borði
helmingi meira skyr en maður
með 200 þús. króna laun! Mér
sýnist, að Morgunblaðið hafi
heldur ekki stuðlað að þvi, að
sannleikur þessa máls fái að
koma í ljós. Blaðið hefur þrá-
stagast á dæmum um það, að
t.d. prófessorar fái mörgum
sinni meiri hækkanir en verka-
maður með fullum verðlagsbót-
um. Sannleikurinn er að sjálf-
sögðu sá, að prófessorar fá
rúmlega helmingi hærri
hækkanir, en þar sem verka-
menn hafa haft fullar verðlags-
bætur með lögunum frá í vor en
prófessorar hálfar, þýða leið-
réttingar mörgum sinnum meiri
hækkanir fyrir prófessor en
verkamann þann eina mánuð
sem leiðréttingin fer fram. Ég
get ekki betur séð, en að hér sé
um vafasamar tilraunir til að
snúa við staðreyndum, tilraunir,
sem eru nokkurs konar yfirboð í
bónorðum til verkafólks.
Með niðurgreiðslum á vissum
matvörum, niðurfellingu á sölu-
skatti og hækkun vörugjalds á
mjög mörgum vörutegundum og
aukinni skattheimtu til að mæta
kostnaðarauka ríkissjóðs af öllu
saman, hefur verið hafmn ein-
hver stórkostlegasti vísitölu-
dans, sem sögur fara af. Atelja
verður ráðamenn stórlega fyrir
það, að telja sig þess umkomna
að geta skipt vörum upp í
svokallaðar nauðsynjavörur eða
lúxusvörur með þessum hætti.
Auk þess að vera dulbúin
vísitölublekking, sem veldur
tortryggni almennings, fela
þessar ráðstafanir í sér að vissu
leyti afturhvarf til haftatíma í
verzlun. Auk þess er hér um að
ræða vissa skerðingu á lífskjör-
um almennings, sem felst í
minnkuðu valfrelsi. Ofan á allt
saman bætist aukin hætta á
smygli eða óheilbrigðri verzlun
svo og enn minnkað verðskyn
almennings, sem er sízt til þess
fallið að draga úr verðbólgu.
Vissulega væri skynsamlegra að
jafna smám saman sköttun og
fella niður niðurgreiðslur á
vörum þannig, að neytendur
bæði skynji og njóti tækniaf-
reka í heiminum svo og stuðli að
framförum og bættum lífskjör-
um. Þegar sumar vörur eru
farnar að kosta mörgum sinnum
meira hér á landi en í nágranna-
löndunum, er hætt við, aö
íslendingum fari að finnast þeir
vera annars flokks þjóð, hvað
sem allar tölur um þjóðarfram-
leiðslu frá OECD segja.
Tekjuskattsviðaukinn tekur
út yfir allan þjófabálk. Þótt
alveg sé ósagt látið um aftur-
virknina, er viöaukinn bæði
ranglátur og óskynsamlegur.
Það er löngu viðurkennt, að
tekjuskattur er fyrst og fremst
launþegaskattur, sem hefur al-
gjörlega brugðizt sem tekju-
jöfnunartæki. Þar sem tekjur af
tekjuskatti vega auk þess orðið
létt í tekjum ríkissjóðs miðað
við aðrar tekjuöflunarleiðir, var
fásinna að auka tekjuskatt með
þeim hætti, sem nú er gert. Hér
er auk þess um hrein kosninga-
svik að ræða hjá Alþýðuflokkn-
um.
Um viðbótarskatt á atvinnu-
rekstur get ég verið fáorður, en
ljóst er, að almennt séð er engin
forsenda fyrir aukinni skatt-
heimtu á þeim vígstöðvum við
núverandi aðstæður, hvað sem
menn segja um fyrningar sem
skattstofn. Augljóst er, að
þessum skatti verður velt um-
svifalaust út í verðlagið, og er
það sízt til þess fallið að draga
úr verðbólgu.
Viö hverju
má búast
í framtíðinni?
Ráðherrar hinnar nýju
stjórnar segja, að bráðabirgða-
lögin séu aðeins fyrstu viðbrögð,
og að gengisfellingin hafi verið
nauðsynleg til að koma í veg
fyrir stöðvun atvinnuveganna.
Vissulega er það rétt, en hvað
má ætla um áframhaldið? í
samstarfsyfirlýsingu ríkis-
stjórnarinnar eru ýmis falleg
ákvæði um gjörbreytta fjárfest-
ingarstefnu og hagræðingu í
þjóðfélagslega arðbærum at-
vinnurekstri. í sjálfu sér er
margt ágætt í yfirlýsingunni, en
það eru- athafnir, sem skipta
máli en ekki orð. Á sama tíma
og rætt er um, að stefnt skuli að
Jónas Bjarnason.
sem hagkvæmustu rekstrar-
formi í landbúnaði, og að
framleiðsla verði miðuð fyrst og
fremst við innanlandsmarkað,
segir í 6. grein um fyrstu
aðgerðir, að verðjöfnunargjald
það, sem ákveðið hefur verið af
sauðfjárafurðum í ár, verði
greitt úr ríkissjóði. Á sama tíma
og byrja þarf á samdrætti í
framleiðslu sauðfjárafurða, eru
útflutningsbætur auknar. Það
verður fróðlegt að sjá, hve mikið
þarf að borga með útflutningi
dilkakjöts á næsta ári. —
Lögunum um Framleiðsluráð
landbúnaðarins á að breyta á
þann hátt, að tekin verði upp
beinir samningar fulltrúa
bænda og ríkisvalds um verð-
lags-, framleiðslu- og önnur
hagsmunamál landbúnaðarins.
Stærsti vandi landbúnaðarins i
dag stafar af því, hversu lítið
landbúnaðurinn hefur verið
háður markaðslögmálunum.
Með fyrrgreindu fyrirkomulagi
fjarlægist landbúnaðurinn enn
markaðinn, en pólitískt mat á
verðgildi landbúnaðarafurða er
miður æskilegt og minnir á
austantjaldslönd.
Verðjöfnunarsjóð fiskiðnað-
arins á að efla, og er það vel.
Hins vegar má vera ljóst, að
útilokað er að sjá, hvernig unnt
er að afla sjóðnum einhverra
tekna svo orð sé á gerandi við
þær aðstæður, sem nú ríkja. Til
þess að slíkt verði unnt, verður
annað hvort að draga stórkost-
lega úr útgerðarkostnaði og
halda fiskverði niðri með þeim
hætti eða halda fiskverði niðri
með öðrum ráðstöfunum, sem
ekki er að finna í yfirlýsingu
ríkisstjórnarinnar. Um fjölmörg
önnur atriði í samstarfsyfirlýs-
ingunni væri ástæða til að
fjalla, en ég læt það ógert að
sinni.
Rætur veröbólgunnar
styrkjast en veikjast ekki
Almennt má segja, að ríkis-
stjórnin virðist hafa oftrú á
smáskammta- og skattalækn-
ingaráðstöfunum. Orsaka verð-
bólgunnar hér í landi er fyrst og
fremst að leita í stéttaátökum,
þ.e. í 'innbyrðis glímu hags-
munahópanna. Það má segja, að
þau öfl, sem hafa á stefnuskrá
sinni „stétt gegn stétt“, hafi í
raun verðbólgu á stefnuskrá
sinni. Verðbólgan aftur á móti
herðir enn stéttaátökin, svo
verðbólgudansinn er sumum
mönnum ekkert á móti skapi og
er fyrir þá lýsandi dæmi um
galla eða vankanta á markaðs-
hagkerfi lýðræðisþjóðanna!
Þegar upp er staðið eftir
samninga hérlendis hefur yfir-
leitt hvorugur aðilinn sætt sig
við niðurstöður samninganna og
hyggur á hefndir við fyrsta
tækifæri, hver með sínum hætti.
Aðilar hafa í raun ekki viður-
kennt sjónarmið gagnaðilans og
oftast ekki talið þörf á því að
setja sig í spor hans. Menn gefa
síðan út innistæðulausar ávís-
anir á gjaldmiðil þjóðarinnar,
framtíðina og þjóðfélagið í
heild. Þarna liggja rætur verð-
bólguvandans. Innflutt verð-
bólga hefur ætíð verið smáræði
miðað við þá innlendu. Síðustu
ráðstafanir ríkisstjórnarinnar
hafa ekki stuðlað að líkum á
hjöðnun verðbólgu. Þvert á móti
eru líkur á sams konar verð-
bólgu og ríkt hefur nú um árabil
eða meira. Flestum íslendingum
er nú ljóst, að lífskjaraskerðing
er fyrirsjaanleg, og mun það
fremur auka óbilgirni við samn-
ingaboðrið heldur en hitt, svo og
almenn stéttaátök.
Menn geta sennilega verið
nokkuð sammála um það hér, að
þessi ríkisstjórn hafi ekki tekið
um rætur neins vanda með
fyrstu ráðstöfunum.
Hverjar eru Þá
rætur vandans?
— Þær felast m.a. í rangri
fjárfestingarstefnu. Bæði of- og
rangfjárfestingar hafa átt sér
stað í fiskiskipaflotanum, land-
búnaði, orkumálum og verzlua.
Botnfiskveiði er nú mun minni
en hún getur verið vegna ofveiði
og landbúnaður býr við offram-
leiðsluvandamál. Reksturs-
kostnaður margra greina at-
vinnulífsins er allt of mikill.
Allt of fá ný atvinnutækifæri
hafa boðizt og bróðurparturinn
af langskólagengnu fólki fær
aðeins starf hjá hinu opinbera.
Það er í raun verið að þynna
lífskjörin út. Of margt ungt fólk
hefur misst trúna á frjálst
framtak i íslenzku atvinnulífi og
telur, að ríkisforsjá sé betri. I
þessu sambandi vil ég minnast á
þá ábendingu Guðmundar H.
Garðarssonar hér á undan þess
efnis, að framkvæmdastjórar í
atvinnulífinu kvarti yfir því, að
þeir geti tæpast núorðið rekið
atvinnufyrirtæki vegna óraun-
hæfra kenninga ýmissa skrif-
borðsmanna um atvinnurekst-
urinn. Svo mikil mistök hafa átt
sér stað í íslenzkum atvinnuveg-
um, að umkvartanir margra
framkvæmdastjóra verka nú
ekki mjög sannfærandi á vel
menntað ungt fólk í þessu landi.
Það er miklu skynsamlegra
fyrir Sjálfstæðisflokkinn að
taka á þessum málum með
eðlilegri gagnrýni og byggja sig
þannig upp á nýjan leik.
Ekki hefur enn verið skil-
greint, hver á sjávarauðlindirn-
ar við strendur landsins, nánast
einu umtalsverðu auðlindir
landsins fyrir utan jarðvarm-
ann og fallorku vatna. Eiga þeir
einir fiskinn, sem sækja hann í
greipar Ægis? Hér á ein af
stærstu þverám verðbólgunnar
upptök sín.
Með fyrstu ráðstöfunum sín-
um hefur ríkisstjórnin að vissu
leyti stuðlað að afturhvarfi til
haftastefnu og ráðsnrennsku
með hagi almennings. Stjórn-
málaflokkarnir, sem að henni
standa, hafa komizt til valda
með loforðum, sem þeir geta
ekki staðið við. Stjórnin hyggst
greinilega reyna að halda völd-
um með því að virkja lægstu
hvatir manna.
Tekjuskattur hefur
brugðizt sem rétt-
lát fjáröflunarleið
Tekjuskattsaukinn hrein kosningasvik hjá Alþýðuflokki
Ræða á Varðarfundi um „efna-
hagsúrræði,> vinstri stjórnarinnar