Morgunblaðið - 19.09.1978, Blaðsíða 34
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1978
Anwar Sadat Egyptalandsforsetij Jimmy Carter Bandaríkjaforseti og Menachem Begin forsætisráðherra ísraels undirrita samkomulag sem þeir
gerðu um drög að friðarsáttmála ísraelsmanna og Egypta. Samkomulag þeirra er árangur fundarins í Camp David.
Viðbrögð á gmsa lund við árangursríkum Camp David-fundi:
London — 18. sept. — Reuter.
MJÖG skipti í tvö horn um
viðbrÖKð manna við niðurstöðum
fundarins í Camp David. Á aðra
hönd vöktu þær fdeði og vonir en á
hina reiði og fordæmingu margra
er Ijóst varð, að mikilvægur
árangur í átt að samkomulagi
hafði náðst á hálfsmánaðar löng-
um fundi leiðtoganna þriggja.
Umfram allt voru þó margir
vantrúaðir á árangur, en ljóst
þykir að samkomulag milli
Egypta og ísraelsmanna er í
sjónmáli.
Sá mikli árangur, sem Carter
Bandaríkjaforseti náði á fundinum
með Sadat og Begin í samkomu-
lagsátt, ýfði upp öldur fjandskapar
í mörgum ríkjum Araba. Geysileg
hrifning ríkti aftur á móti í Hvíta
húsinu, meðan stjórnin í Kreml
núði Sadat um nasir sviksemi við
Araba. Þeim Sadat og Begin var
báðum lýst sem landráðamönnum,
um leið og þær fregnir bárust frá
yfirvöldum í Washington, að ísra-
elsmenn myndu bráðlega draga
hersveitir sínar frá Gaza-svæðinu
og Vesturbakka Jórdanár og að það
væri hluti af samkomulagi þeirra
og Egypta.
• Sendiráðsstarfsmenn frá ýmsum
löndum Miðausturlanda sögðu í
Bandaríkjunum eftir fundinn, að
því aðeins væri grundvöllur fyrir
áframhaldandi samningaviðræðum
Israelsmanna og Egypta, að
Jórdanir og Sýrlendingar legðu
blessun sína yfir þann árangur,
sem orðið hefði af viðræðum Sadats
og Begins með Carter. Og reyndar
væri tómt mál að tala um að
undirritun samkomulags til lausn-
ar deilunni nema krafa Egypta um
algeran brottflutning Gyðinga frá
Sinaiskaganum yrði samþykkt. I
skjali, sem þeir undirrituðu, er gert
ráð fyrir brottflutningi alls herafla
Israelsmanna frá Sinai innan
tveggja til þriggja ára frá undirrit-
un samningsins. Þá undirrituðu
þeir Sadat og Begin annað skjal,
þar sem gert er ráð fyrir, að
Palestínumenn búsettir á Vestur-
bakkanum og Gazasvæðinu öðlist
sjálfræði og sjálfstjórn, þegar
öllum flutningum frá svæðunum
yrði lokið eftir fimm ár, en
Israelsmenn myndu hafa áfram
herafla á þessum svæðum af
öryggisástæðum.
• Um önnur viðbrögð er það að
segja, að Hússein Jórdaníukonung-
ur, sem staddur var í heimsókn á
Gleði og vonir
reiði og gagnrýni
Niðurstöður fundarins í Camp David tilkynntar á fundi með fréttamönnum í Austurherbergi Hvíta
hússins. Þjóðarleiðtogarnir þrír undirrituðu sáttmálann á blaðamannafundinum.
Anwar Sadat og Jimmy Carter skemmt. Menahem Begin sagði hér eitthvað á blaðamannafundinum í
Austurherbergi Hvíta hússins sem kom leiðtoga Egypta og leiðtoga Bandaríkjamanna til að hlæja.
Spáni, batt skjótan enda á hana og
flaug rakleiðis til Amman til að
ræða við ráðgjafa sína um úrslit
fundarins, en Jórdanir verða að
vera aðili að samningnum.
• Opinberir starfsmenn í ísrael
tóku margir hverjir tappa úr flösku
í fagnaðarskyni og fjöldi ísraels-
manna fagnaði á götum úti svo
skjótum og óvæntum árangri. Ekki
voru ísraelsmenn þó á einu máli
um úrslit fundarins. Stjórarand-
stæðingar sögðu t.d., að Begin hefði
leikið djarft á fundinum og einn
leiðtogi Gyðinga, hægri sinnaður,
lét svo um mælt, að úrslit fundar-
ins í Camp David væru í senn
uppgjöf og landráð af hálfu Begins.
• Ekki voru úrslit fundarins fyrr
kunn en fréttastofa Palestínuaraba
í Beirút og kallaði Sadat svikara,
sem selt hefði heiður og lönd Araba
fyrir hnefafylli sands á Sinai. í
Kairo varð aftur á móti upp fótur
og fit er Ijóst varð um árangur og
því lýst yfir, að Sadat yrði vel
fagnað við heimkomuna í ljósi þess
sem hann hefði unnið málstað
Araba og í þágu heimsfriðar.
• Óhætt er að segja, að beizkust
hafi viðbrögð Sýrlendinga og sam-
taka Palestínuaraba verið. í út-
varpinu í Damskus var sagt, að
samkomulagið í Camp David ógn-
aði heimsfriði og að Bandaríkin,
Egyptaland og ísrael bæru sam-
eiginlega ábyrgð á þeim andstæð-
um, sem upp gætu komið. Tals-
maður PLO í Beirút sagði, að
palstínskir Arabar myndu halda
áfram baráttu sinni gegn ísraels-
mönnum á Gazasvæðinu og Vestur-
bakka Jórdanár og enginn friður
yrði án samþykkis þeirra.
• Sovétmenn lýstu því yfir, að
samkomulagsdrögin væru bein svik
við Araba. Sovézka fréttastofan
Tass tók mjög í sama streng og
taldi úrslit fundarins svik Sadats
við Arabaþjóðirnar, sem aðeins
væri uppgjöf af hans hálfu fyrir
stjórnunum í Tel Aviv og Washing-
ton.
• Meðal vestrænna leiðtoga, sem
fögnuðu árangursríkum fundi, var
Bruno Kreisky kanslari Austurrík-
is, sem hann taldi mikilvægt og
merkilegt skref fyrir Carter. Frá
borginni Bahrein við Persafóla
bárust svo þær fregnir, að Carter
forseti hefði þegar sent ýmsum
leiðtogum olíuríkja við Persaflóa
mikilvæg skilaboð og að hann
myndi nú þegar hefjast handa um
að vinna að stuðningi viðkomandi
ríkja við samkomulagsdrögin.