Morgunblaðið - 19.09.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.09.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1978 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1978 23 flfaKgtiiiMitfeifr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aðalstræti 6, sími 10100. Aöalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2000.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Hallarekstur og eyðsluskuldir 1 • a r\ • • a • hja nkissjoði Ríkisstjórnin hefur nú sent frá sér greinargerð um efnahagsráðstafanirnar. Hún er um margt fróðleg og staðfestir það, sem áður hefur verið sagt í Morgunblaðinu, að einungis er tjaldað til einnar nætur. Þannig er stefnt að halla hjá ríkissjóði sem nemur milljörðum króna á þessu ári, þrátt fyrir verulegar nýjar álögur og skatta. A næsta ári lítur dæmið enn verr út, enda eru frekari skattahækkanir boðaðar í greinargerðinni og söfnun eyðsluskulda erlendis fyrirsjáan- legar. Ríkisstjórnin tók þá ákvörðun að greiða kaupgjaldsvísitöl- una niður með niðurfærslu verðlags á matvælum. Með þessu var hægt að dragá úr víxlhækkunum verðlags og kaupgjalds um sinn. En í rauninni var enginn vandi leystur, heldur var honum slegið á frest. Á næstu vikum munu áhrifin af gengisfellingunni koma fram, og þess er líka að gæta, að atvinnuvegirnir voru ekki undir það búnir að taka á sig nýjar álögur nema þær færu út í verðlagið. Hinn 1. desember nk. mun ríkisstjórnin því standa frammi fyrir nýjum vanda. í þessu sambandi er mikilsvert að menn hafi það í huga, að ráðstafanir ríkisstjórnarinnar beinast ekki að því að draga úr eyðslu eða neyzlu. En eins og Matthías Á. Mathiesen alþingismaður orðar það, „eru takmörk fyrir því, hversu stór hluti af verðmætasköpun þjóðarinnar getur gengið til þjóðfélagsþegnanna. Það skiptir ekki máli hversu oft sömu krónurnar eru fluttar milli vasa. Meginvandamálið er, að við eyðum meiru en við öflum, og á meðan slíkt ástand ríkir er ekki von á árangri í baráttunni við verðbólguna." Það er að vísu rétt, að ríkisstjórnin segist stefna að endurskoðun kaupgjaldsvísitölunnar fyrir 1. desember. Það er gott og blessað, en vitaskuld skiptir höfuðmáli í því sambandi, að hverju sú endurskoðun beinist, hver séu markmiðin með endurskoðuninni. Geir Hallgrímsson hefur marglýst þeirri skoðun sinni, að taka verði inn í myndina afkomu þjóðarbúsins í heild, þannig að launþeginn njóti þess, þegar framleiðni eykst eða viðskiptakjör batna. Á hinn bóginn komi það líka fram í lægri laununum, ef þróunin er á öfugan veg. Því miður bendir fátt til þess, að kaupgjaldsvísitalan verði endurskoðuð með þessi sjónarmið að leiðarljósi fyrir 1. desember. Fyrir því virðast ekki vera pólitískar forsendur, hvorki á Alþingi né innan launþegahreyfingarinnar. Það er yfirlýst stefna a.m.k. sumra ráðherra í ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar, að þeir hafi það að langtíma markmiði að brjóta niður það efnahagskerfi, sem er hér á landi. Þess vegna muni þeir beita sér fyrir umsvifamiklum fjármagnstil- færslum í þjóðfélaginu og skekkja þá mynd, sem við höfum af því, hvað hlutirnir raunverulega kosta. Ríkrar tilhneigingar í þessa átt gætir í efnahagsráðstöfununum, m.a. með því að leggja sérstakan hátoll á margvíslegan varning, sem tilheyrir daglegum þörfum. Aukaskattlagning á tekjur manna, eftir að álagning hefur farið fram, er af sama toga. Og síðast en ekki sízt sú niðurstaða, að nýjar og verulegar álögur eru lagðar á atvinnureksturinn þótt fyrir liggi, að hann berjist í bökkum. Ailt verður þetta til þess að skapa óvissuástand í peningamálum og viðskiptum manna á milli. Menn vita ekki lengur hvar þeir standa, og svo erfitt sem það var að gera áætlanir fram í tímann fyrir stjórnarskiptin, er það hálfu erfiðara nú. Til frambúðar hefur þetta að sjálfsögðu neikvæð áhrif á þróun atvinnulífs og torveldar þannig baráttuna við verðbólguna. En fram hjá því verður ekki gengið, að efling atvinnuveganna, aukin arðsemi og ný tækni við framleiðsluna eru forsendur þess, að við getum áfram búið við þau lífskjör, sem við höfum vanizt. Nú er stefnt að verulegum greiðsluhalla hjá ríkissjóði, en hann hefði orðið hallalaus að óbreyttum aðstæðum, eins og dæmið lá fyrir við stjórnarskiptin. Þetta er alvarieg þróun og verkar eins og olíu sé hellt á verðbólgubálið og því fremur, sem stefnt er að enn meiri halla hjá ríkissjóði á næsta ári, nema til komi stórauknir skattar eða eyðsluskuldir erlendis. Meðan slíkri stefnu er haldið í efnahagsmálum, er þess ekki að vænta, að það dragi úr verðbólgunni. Guðmundur H. Garðarsson, form. VR: Alþýðuflokkur hefur Vöktu traust en valda vonbrigðum Víða heyrast þær raddir þessá dagana, sem segja eitthvað á þessa leið: íslenzkum stjórnmálamönn- um er ekki treystandi. Þ§ir eru lítilsigldir, óábyggilegir og hugsa aðeins um eigin hag. Orð og efndir eru hugtök án merkingar. Valda- brölt og orðagjálfur virðast vera megineinkenni ýmissa manna á stjórnmálasviðinu. Því miður er alltof mikið til í þessum skoðunum almennings á íslenzkum stjórnmálamönnum og stjórnmálalífi. Á sama tíma sem nútíma orðhákar og framagosar ryðja sér braut í valdakerfi þjóðarinnar með oft á tíðum vafasömum aðferðum, heyrir mað- ur menn í ábyrðarstöðum atvinnu- lífsins segja, að það sé að verða algjörlega vonlaust að standa í ábyrgð fyrir atvinnurekstri á íslandi. Allt sé gert til að torvelda eðlilega atvinnustarfsemi. Og það versta sé, að ýmsir sem hafi greiðan aðgang að fjölmiðlum geri Íítið úr hinum fjölþættu vanda- málum atvinnuveganna og telji fólki trú um ýmsar einfaldar lausnir í þeim efnum. Skrifborðs- lausnir sem fá ekki staðizt þegar á hólminn kemur. Á s.l. sumri og nú síðustu vikurnar hafa íslendingar upplifað einhverjar mestu stjórnmála- blekkingar í sögu þjóðarinnar fyrr og síðar, sem styðja fyrrgreinda skoðun almennings. I ljós hefur komið í stjórnarmyndunarviðræð- um, stjórnarsáttmála og í nýút- gefnum bráðabirgðalögum um tekjuskattsviðauka, hækkun eignaskatts, auknar niðurgreiðslur o.fl., að einn stjórnarflokkanna sérstaklega, Alþýðuflokkurinn, hefur meira og minna gengið á bak orða sinna í í öllum helztu stefnuskráratriðum sínum fyrir kosningar, aðeins tveim mánuðum eftir kosningar. Tíu punkta plagg- ið var blekking. Kosningabeita. Það er ómótmælanleg stað- reynd, að hinir nýju frambjóðend- ur Alþýðuflokksins á gamla grunninum vöktu trú hjá ýmsum um nýja og breyttá tíma. Fólk var orðið þreytt á fyrri úrræðum. Það var opið fyrir breytingum og það trúði því, að Alþýðuflokkurinn ætlaði að innleiða nýja tíma. — I ljós hefur komið, að Alþýðuflokk- urinn vakti upp falskar vonir. Vonir, sem ekki hafa orðið að veruleika. Gefin voru loforð sem greinilega átti aldrei að standa við. Kommar vísa veg — ójöfnuður aukinn Bæði Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið töldu miklum fjölda fólks trú um, að viðnámsað- gerðir fráfarandi ríkisstjórnar gegn verðbólgu hefðu verið óþarf- ar. Árásir á lífskjör og framtíð fólksins. Þeir sögðu, að það sem skipti máli væri samningarnir í gildi Það hefur verið svikið í reynd gagnvart þúsundum manna. Og þau bráðahirðalög, sem hér eru til umræðu sanna það. Og annað og meira — þau auka á launaójöfnuð. Nú er að koma í ljós, að gagnvart láglaunafólki, munu maí-lögin hafa skilað meiru tii frambúðar á kaupgreiðslur. Bráðabirgðalög vinstristjórnar- innar virka skerðandi gagnvart 60—70% alls launafólks í landinu. Rétt er að minna á, að Alþýðu- flokkurinn og Alþýðubandalagið lögðu lítið upp úr því s.l. vor að brugðizt nýjum kjósendum Minnkaþarf ríkisumsvif og skattheimtu Guðmundur H. Garðarsson með lögum þyrfti að gera tilraun til að kveða niður verðbólguna og tryfíKja áframhaldandi rekstur atvinnuveganna. Nú samþykkja þessir flokkar hins vegar bráða- birðgalög sem eiga að stefna að þessu markmiði, en munurinn á þeim og f.vrri lögum er sá, að með bráðabirgðalögum er sá, að með bráðabirðgalögum vinstri stjórnarinnar er verið að stíga fyrsta alvarlega skrefið í átt til sósíalisma á grundvelli stefnu Alþýðubandalagsins um að breyta beri sjálfri undirstöðu þjóðfélgsins (þ.e. eigna- og valdakerfinu). Stórhækkun tekju- og eignaskatta með viðeigandi millifærslum í þjóðfélaginu er hreint tilræði við ríkjandi skipulag. Þróist þessi stefna áfram í anda bráðabirðga- laga verður sjálfstæður eignarétt- ur liðinn undir lok innan fárra ára og öll helztu atvinnutæki lands- manna komin í hendur hihs opinbera. Athafnahvöt einstakl- inga verður bæld niður, stöðnun verður í framleiðslustarfseminni og lífskjör munu versna. Gegn þessari þróun vilja og munu sjálfstæðismenn berjast. Fæsta, sem veittu Alþýðu- flokknum brautargengi á s.l. vori, mun hafa órað fyrir, að hinir nýkjörnu þingmenn hans gengju kommúnistum Alþýðubandalags- ins svo á hönd, sem raun ber vitni. „Afnám tekjuskatts“ verður tekjuskattsauki Við skulum rifja upp hverju Alþýðuflokkurinn lofaði m.a. í svonefndri 10 punkta kosninga- skrá. Þeir lofuðu: • 1) Að afnema beina skatta á almennum launatekjum. • 2) Að minnka niðurgreiðslur til landbúnaðarins. • 3) Að koma á gjörbreyttri efnahagsstefnu til frambúðar. • 4) Að tryggja fólki að það byggi við framtíðaröryggi um kaup og kjör, svo það þurfi ekki að lifa í sífelldri óvissu um afkomu sína. • 5) Að koma á kjarasáttmála milli verkalýðshreyfingar og ríkis- valds. • 6) Að byggja upp sterkt at- vinnulíf. Hvað segja bráðabirgðalögin um efnd þessara loforða? Tökum fyrst skattamálin. í stað þess að afnema beina skatta á almennum launatekjum er lagður á sérstakur launaauka- skattur, 15.000 skattgreiðendur koma til með að greiða þennan viðbótarskatt. Þessi skattur kemur hart niður á millitekjufólki, sem þegar býr við mikla skattbyrði, auk skerð- ingar kaupgjaldsvísitölu á grund- velli laganna. Sjómenn á fiskiskipum, far- menn, vaktavinnufólk, flugfólk, stjórnunarstarfsmenn, sérmennt- að fólk og fjöldi fólks með langan starfsferil, o.s.frv. mun fá Jiennan sérstaka auka tekjuskatt. I stuttu máli sagt, er öllum sem leggja á sig mikið erfiði og vinnu refsað fyrir viðbótaframlag sitt í tekju- myndun þjóðarinnar. I Alþýðublaðinu 14. júní s.l. segir: „Alþýðuflokkurinn vildi 5,5 milljarða tekjuskattslækkun laun- þega og að skattfrjálsar tekjur hjóna, þar sem annað aflar tekna verði 3,3 milljónir." Svik Alþýðuflokksins í skatta- málum við myndun vinstri stjórnarinnar og útgáfu bráða- birgðalaganna eru meiri en orð fá lýst. Orð Vilmundar Gylfasonar í kosningabaráttunni s.l. vor um að „ef við (Alþýðuflokkurinn) bætum við okkur verulegu fylgi þá komast umbætur okkar í gegn“ eru blekk- ing — markleysa. Eða þegar Kjartan Jóhannsson varaformað- ur flokksins segir: „Það er kerfið sem er rangt. Það verður að breyta kerfinu, þannig að menn þurfi ekki á verðbólgunni að halda.“ Skilja þessir menn ekki að bráðabirgðalögin með milljaðra millifærslum og niðurgreiðslum auka á kerfið og ýta undir spillingu. „Sterkt efnahags- og atvinnulíf“ Tökum næst loforðið um að minnka skuli niðurgreiðslur til landbúnaðarins í gegnum fjár- hags- og endurskipulagningu jafnframt því sem hætt verði óarðbærum útflutningi. í bráðabirgðalögunum er ekki hreyft við þessu kerfi. Niður- greiðslur landbúnaðarafurða munu stóraukast og líklegast aldrei verða meiri frá því að niðurgreiðslurnar hófust. Allir, sem til þekkja vita að svona stórfelldar niðurgreiðslur fá ekki staðizt til lengdar nema í sósíal- ísku, þrælskipulögðu þjóðfélagi. Olafur Jóhannesson og Lúðvík Jósepsson hafa leikið Alþýðu- flokksmenn sérstaklega grátt í þessum málum. „Haukarnir" í Alþýðubandalaginu geta sannar- lega þakkað Lúðvíki Jósepssyni fyrir harða framgöngu í fram- kvæmd sósíalisma á íslandi. — Frelsið skal af fólkinu tekið með aðstoð krata og Framsóknarflokk- urinn er reiðubúinn til þátttöku. Ummæli Steingríms Hermanns- sonar ritara flokksins í Tímanum 14. sept. lýsa því e.t.v. bezt, hvað bíður þjóðarinnar, ef þessir þrír flokkar sitja lengi við völd. Hann segir orðrétt: „Þjóðfélag hinnar frjálsu samkeppni gengur aldrei hjá okkur, til þess erum við of fá.“ íslendingar hafa fyrr heyrt þennan vantrúnaðarboðskap á getu og hæfileika einstaklingsins. Með þessu er ritari Framsóknar- flokksins að boða að í framhaldi þessara bráðabirgðalaga skuli væntanlega innleitt hafta- og skömmtunarkerfi. Ilvernig er loforðið um að byggja upp sterkt atvinnulíf efnt? Samkvæmt bráðabirgðalögum á að stórþyngja skatta á atvinnu- rekstri með sérstökum tekjuskatti — þá er eignarskattur á félögum tvöfaldaður. Alþýðuflokkurinn lofaði fólki, að það skyldi búa við framtíðarör- yggi um kaup og kjör, svo það þurfi ekki að lifa í sífelldri óvissu um afkomuna. Kjartan Jóhannsson varformað- ur flokksins sagði í grein í Alþýðublaðinu 14. júní: „Áðalatr- iðið er að byggja upp sterkt efnahags- og atvinnulíf, sem stig af stigi skili betri lífskjörum." Er það farsæl leið til að tryggja atvinnuöryggi og byggja upp sterkt atvinnulíf að íþyngja því bara að leysast eftir því sem þau beri að. Menn verða bar að bíða og sjá hverju fram vindur." Þetta flokkast víst undir stefnu- festu og mun vera í anda þess loforðs, sem varaformaður Al- þýðuflokksins, Kjartan Jóhanns- son, gaf fyrir kosningar þegar hann sagði, að „snúa yrði af braut bráðabirgðaaðgerða og inn á varanlega frambúðarstefnu“! Hvað skyldu t.d. útgerðarmenn, sjómenn og fiskverkendur, sem bíða í óvissu eftir fiskverði 1. okt. nk. og síðan aftur 1. jan. og 1. júní á næsta ári, segja? Hvaða fram- búðarstefnu hefur ríkisstjórnin í málefnum höfuðatvinnuvega landsmanna? Eða í launamálum gagnvart þeim launþegum, sem hafa setið eftir í launastigum? Jú, vinstri-flokkarnir ætluðu að lög- binda óbreytt grunnkaup til 1. des. 1979 og festa kaupgjaldsvísitöluna í samráði við flokksbræður sína sem mynda meirihlutann í stjórn- um BSRB og ASÍ. — En vegna mótmæla sjómanna, farmanna, verzlunarmanna, háskólamennt- aðra manna o.fl. heyktust þeir á þessu atriði. Hins vegar kasta þeir mesta vandanum, vísitölumálinu, eins og glóandi járni á milli sín. Fráfar- andi stjórn myndaði sig þó til þess að höggva á hnútinn en tókst ekki sem skyldi. Kjarasáttmálinn milli verka- lýðshreyfingar og ríkisvalds átti að byggjast á lögþvingunum, sem heildarsamtök verkalýðshreyfing- arinnar áttu að leggja blessun sína izt hinum mikia fjölda sem kaus hann. Stefna og vilji Alþýðu- bandalagsins um sósíalískt efna- hags- og hagkerfi hefur orðið ofan á. Bráðabirgðalögin vísa veginn. Veg ófrelsis, hafta og fjötra á flestum sviðum. Geðleysi í kjölfar stóryrða Við skulum rifja örlítið upp ummæla þess manns, sem telur sig einn aðalarkitekt hins nýja Al- þýðuflokks, Vilmundar Gylfa- sonar, sl. vor. Það er mjög hollt í ljósi þeirra atburða, sem nú eiga sér stað með þjóðinni. Vilmúndur sagði m.a.: „Við erum hinn ábyrgi umbóta- fiokkur í íslenzkum stjórnmálum." „Ef við bætum við okkur veru- legy fylgi, þá komast umbætur okkar í gegn.“ Og síðan segir hann: „Þeir sem standa sig eiga skilið traust. Þeir sem standa sig ekki eiga að fjúka.“ Hvar eru umbæturnar? Hvar er hin ábyrga stefna? Hvers vegna tryggðu Alþýðuflokksmenn ekki framgang kosningaloforða í stjórnarsáttmálanum? Hvers vegna beygði Alþýðuflokkurinn sig í öllum atriðum við gerð bráða- birgðalaganna? Hvað réð því geðleysi eftir öll stóryrðin um Ólaf Jóhannesson að samþykkja hann sem forsætisráðherra og fram- sóknarmann, Steingrím Her- mannsson, sem dómsmálaráð- herra? Rœða á Varðarfundi um bráðabirgðalög vinstri stjórnar svo með sköttum, að fyrirtækin geti ekki endurnýjað sig eða eru svo skattpínd, að þau geti ekki keppt við hið opinbera um greiðsl- ur viðunandi og sambærilegra launa til starfsfólksins? Svarið er augljóst: Skattpíningarstefna vinstri-stjórnarinnar eyðileggur rekstrargrundvöll fyrirtækjanna. Eykur á öryggisleysi fólksins og gerir lífsafkomu þess lakari. „Hin gjörbreytta efnahagsstefna“ Bráðabirgðalögin komu víðar við stefnu og loforð Alþýðuflokks- ins. Tökum stefnuskráratriðið um gjörbreytta efnahagsstefnu til írambúðar. Ólafur Jóhannesson og Alþýðu- bandalagsmenn segja hvar sem við verður komið: „Allt sem þessi stjórn gerir er gert til bráða- birgða, sbr. umrædd bráðabirgða- lög. Og þeir bæta við: „Og við höfum engin loforð gefið um framhaldið." Og Ólafur Jóhannes- son hefur margsinnis sagt frammi fyrir alþjóð, að vandamálin verði yfir. — Þessir herrar gleymdu einu. Heildarsamtökin fara ekki með samningsréttinn fyrir verka- lýðshreyfinguna. Samningsréttur- inn er hjá félögunum sjálfum. Það er veigamikill þáttur í valddreif- ingu þjóðfélagsins — ein af forsendum borgaralegs lýðræðis. Ég hef fjallað um nokkra þætti bráðabirgðalaganna og reynt að draga upp mynd af því, hvernig þau ganga í berhögg við stefnu og kosningaloforð þess flokks, sem án nokkurs vafa hjó stærstu skörðin inn í hópa kjósenda, sem áður kusu Sjálfstæðisflokkinn. Af framan- sögðu sést ljóslega, að Alþýðu- flokkurinn og hinir nýju menn á hinum gamla grunni blekktu fólkið. Þúsundir fyrrum kjósenda Sjálfstæðisflokksins kusu Alþýðu- flokkinn i góðri trú um, að hann myndi standa vörð um borgaralegt lýðræði og frjálst efnahagskerfi. Fyrstu bráðabirgðalög vinstri stjórnarinnar og flestar greinar stjórnarsáttmálans sýna, að Al- þýðuflokkurinn hefur ekki verið vandanum vaxinn og hefur brugð- Er furða þótt fólk hristi höfuðið og taki stjórnmálum og ýmsum íslenzkum stjórnmálamönnum með fyrirvara? Lífshamingja og framtíð Þjóðar Andsvör þess fólks, sem af einlægni og fórnfýsi vill vinna þjóð sinni gagn gegn hinum miklu hættum, sem íslendingum stafar af haettulegri og mjög vafasamri stefnu núverandi vinstri stjórnar og óduglegra stjórnmálamanna, hljóta m.a. að vera þessi: 1) Það á ekki að íþyngja ein- staklingum og atvinnufyrirtækj- um með ha'rri tekju- og eigna- sköttum. Þess í stað á aö afnema beina skatta og létta álögum af heilbrigðri atvinnustarfsemi. Með örvandi aðgerðum í skatta-, og peninga- og fjármálum á að efla framleiðslustarfsemina í landinu. — Það eykur þjóðarhag. Allar aðgerðir hins opinbera eiga að verka hvetjandi, efla menn til dáða á hvaða sviði sem er. Hæfileika, þekkingu og menntun á að nýta sem bezt við skapandi störf. Þetta með öðru leggur bezta grundvöllinn að varanlegum kjarabótum. 2) Augljóst er, að núverandi atvinnuvegir þjóðarinnar rísa ekki undir því mikla opinbera bákni. sem þjóðin nú býr við. Hin mikla skattheimta og opinberar álögur, líklegast um 60% af þjóðartekjum, samfara úrræða- leysi stjórnmálamanna við úr- lausn vandamála grundvallarat- vinnuvega, er augijós sönnun þessá. Það gengur ekki lengur, að atvinnuvegirnir séu afgangs- stærð. en hið opinbera forgangs- aðili. Þetta verða stjórnmála- mennirnir að fara að gera upp við sig og breyta samkvæmt því. Þeir verða að taka einarða og ákveðna afstöðu með öllu, er horfir til hagsbóta fyrir atvinnulífið, starfs- menn sem fyrirtæki, og setja hinu opinbera þrengri takmörk. Minnka skattheimtu, draga saman. Afrakstur atvinnuveganna verður að setja því takmörk, hversu mikið getur farið í hinn opinbera geira þjóðarbúsins. Það má ekki setja þjóðina á hausinn vegna hans. 3) íslenzkir stjórnmálamenn eiga að temja sér aðrar og betri umgengnisvenjur við fólkið í landinu. Segja minna. en standa við töluð orð. Þátttaka í stjórn- málum og landsmálum er ekkert skólagrín eða boltaleikur milli nokkurra kunningja í helztu stjórnmálaflokkum landsins. Á vettvangi stjórnmálanna er fjallað um lífshamingju og framtíð lands og þjóðar, einstaklings og fjölda. Lengri tíma neikvæð áhrif rangrar ákvarðanatöku eða óvar- legrar, geta verið meiri en sjást við fyrstu sýn. Slíkt getur leitt til mikiliar óhamingju og haft hin skaðvænlegustu afleiðingar. Stjórnarsattmáli vinstri stjórnarinnar er talandi tákn fyrir þau víti, er ber að varast, ef trvggja á frelsi og góð lífskjör í landinu til frambúðar. 4) Setja verður þjóðinni heil- brigða launastefnu. sem er í samræmi við gæði lands og sjávar og eðlilega skiptingu þess af- raksturs. sem af nýtingu þeirra hlýzt. Alþingi — alþingismenn — geta ekki lengur vikizt undan því að fjalla af meiri festu og einurð um þennan þátt mála, ef það á að vera forustuafl og sameiningar- tákn landsmanna. Æskilegt er, að hafa samráð við hagsmunahópa, en þeir eiga ekki að ráða gjörðum landsstjórnar. Til þess að styrkja stöðu Alþingis. áhrif þess og tengsl verður að breyta kosningalögum á þann veg, að meira réttlæti og jöfnuður ríki í kjöri þingmanna eftir landshlutum. Án þessara breytinga tckst aldrei að sætta hina fjölmennu og sterku hags- munahópa sem eru á þéttbýlis- svæðum landsins. 5) Þá finnst mér að vinna þurfi skipulegar gegn blekkingum og ómerkilegum áróðri, sem veikir trú manna á framtíðarmöguleik- um íslendinga og búsetu í okkar ágæta landi. Núverandi ríkisstjórn er sprott- in upp úr jarðvegi hins ómerkilega í stjórnmálaáróðri. Við erum í bráðabirgðalögunum að kynnast ávöxtunum. Þeir eru ekki góðir. Niðurgreiðslublekkingin og milli- færslurnar duga skammt. Það bíður kjarnmesta hluta þjóðarinnar að taka við. þegar hin sla'mu úrræði þessarar ríkis- stjórnar þrjóta. Þetta fólk mun ekki bregðast frekar en að venju. því án þess væri ísland ekki frjálst og fullvalda ríki. En við þau skipti þarf örugga forustu og kjarkmikla menn. sem standa og falla á orðum og gjörðum. Þeir einir munu lyfta íslendingum sem þjóð aftur til vegs og virðingar. Spenning- urinn nú meiri en fgrr • Með því að semja um jafn- tefli í 23. skákinni náðu þeir Karpov og Korchnoi þeim fjölda jafntefla sem Petrosian og Spassky gerðu í einvíginu 1906. en það var mesti fjöldi jafntefla sem gerður hafði verið í einvígi um heimsmeistaratitil- inn í skák. Og miðað við gang mála hér má búast við að nýtt met verði sett í einvíginu nú. Þar sem staðan í einvíginu er nú sú, að Karpov hefur hlotið fjóra vinninga en Korchnoi tvo mætti halda að heimsmeistar- inn væri með pálmann í hönd- unum og að honum ætti að verða það létt verk að verja titil sinn. Fyrir þá sem hafa verið hér í tvo mánuði er staða mála þó mjög óljós og spenningurinn jafnvel enn meiri en nokkru sinni fyrr. Karpov hefur að vísu augljóst forskot hvað vinninga snertir. En frá sálrænu og praktísku sjónarmiði séð er hann ekki vel settur. Hann er nú mjög í varnarstöðu í einvíginu en Korchnoi sækir hins vegar mjög í sig veðrið. Og það þykir mönnum undrunarefni að heimsmeistarinn skuli nú lýjast fyrr en áskorandinn sem er tuttugu árum eldri en heims- meistarinn. Að vísu hvílir mikið farg á herðum Korchnois. Ef hann vinnur ekki þetta einvígi verður að telja frekar ólíklegt að hann fái annað tækifæri til að tefla um heimsmeistaratitil- inn. En það hvílir ekki minna farg á herðum Karpovs. Á honum hlýtur að hvfla sú hræðsla sovéskra yfirvalda að andófsmaður og flóttamaður frá landinu kunni að vinna heimsmeistaratitilinn. Ekki er að efa að Sovétstjórnin lítur það mjög illum augum ef Karpov tapar einvíginu við Korchnoi. En hver sem gangur mála hefur verið þá er þaó öruggt að taflmennskan í einvíginu fer mjög batnandi. Nú hefur heims- meistarinn að vísu tekið við fyrra hlutverki áskorandans að gera fleiri mistök. og tel ég því stöðu Korchnois vænlegri til sigurs. Einvígið verður at- hyglisverðara með hverjum deginum sem líður og á ég þá bæði við skákmeistarana báða og allt það sem hér bregður fyrir af mannlegu eðli. Harrg Golombek skrifar fgrir Morgun blaðið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.