Morgunblaðið - 19.09.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.09.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1978 7 r Neitaöi hann ráöherradómi? Geir Gunnarsson al- Þingismaður hefur verið fulltrúi flokks síns, Al- pýöubandalagsins, í fjár- veitinganefnd AlÞingis um langt árabil og var formaður Þessarar Þýð- ingarmiklu Þingnefndar á tímum síðustu vinstri stjórnar á undan Þeirri er nú situr. Engum blandast hugur um, að hann hefur reynslu og Þekkingu um- fram aðra Þingmenn Al- Þýðubandalagsins á rík- ísfjármálum og raunar fleiri Þáttum efnahags- mála okkar. í röðum AlÞýðubandalagsmanna hefur og lengi verið rætt um Geir sem líklegt fjár- málaráðherraefni flokks- ins, ef hann tæki Þátt í stjórnarsamstarfi. Geir Gunnarssyni mun og hafa verið boöinn ráðherradómur í Þeirri ríkísstjórn, sem Ólafur Jóhannesson myndaði loks „til staðfestingar á kosningasigri AlÞýöu- flokks og AlÞýðubanda- lags“ og „til samræmis við niðurstööur Þing- kosninganna", eins og Ragnar Arnalds mennta- málaráðherra orðaði Það svo skarplega, er hann var að réttmæta stjórnar- myndunina. Geir mun hafa haröneitað Þeim hefðarsætum, sem hon- um voru boðin. Almanna- rómur segir að honum hafi síður en svo litist á Þau „efnahagsúrræði“, sem að var stefnt og nú hafa séð dagsins Ijós. í öllu falli vildi hann hvergi nærri koma ráðherra- dómi í ríkisstjórn, sem formaður Framsóknar- flokksins myndaði til „staöfestingar á niður- stööum Þingkosning- anna“. Dagblaöið Vísir spurði Geir nýverið, hvern veg honum litist á fyrstu aögeröir nýrrar ríkis- stjórnar. Geir svaraði stuttlega: „Mér líst prýð- isvel á efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. ÉG HELD AD ÉG SEGI EKK- ERT FREKAR UM HANA.“ Fyrri setningin er greini- lega setning flokksholl- ustunnar. Sú síðari vekur hins vegar athygli. Sá Þingmaður AlÞýðu- bandalagsins sem flestir, bæði flokksmenn hans og aörir, töldu líklegast ráðherraefni AlÞýöu- bandalagsins á sviði efnahagsÞátta Þjóðarbú- skapsins, neitaði ráð- herradómi og vill sýni- Geir Gunnarsson. lega ekkert um „efna- hagsúrræði vinstri stjórnarinnar" ræða. Jafnari kosningaréttur Kosningarétturinn er einn helzti hornsteinn almennra mannréttinda í löndum lýðræðis og Þingræðis. Hann á Því tvímælalaust að vega jafn Þungt, eða eins ná- lægt Því marki og frekast er kostur, hjá öllum Þegnum Þjóöfélagsins, án tillits til búsetu. Svo hefur hins vegar jafnan verið hérlendis, að at- kvæði fólks í Þéttbýli (Reykjavíkur- og Reykja- neskjördæmum). Þetta var látið gott heita meðan misvægiö var innan vissra marka — og rétt- 1 lætt með öðrum aöstöðu- mun, sem sagöur var Þéttbýlisbúum í hag. Nú er Þetta misvægi orðið Það óréttlátt og margfalt að ekki verður lengur við unað. Fyrir frumkvæöi Geirs Hallgrímssonar, for- manns Sjálfstæðisflokks- ins, varð samkomulag um Það á sl. Þingi að sérstök Þingnefnd tæki Þetta mál, og fleiri mál snertandi stjórnarskrá og kosningalög, til meöferð- ar í byrjun næsta Þíngs. Voru henní sett tímamörk (2 ár) til að skila tillögum í Þessu efni. Var Þá miðað við að breyttar kosningareglur gætu tek- ið gildi fyrir næstu Þing- kosningar) aö fjórum ár- um liðnum. Nú horfa mál hins veg- ar svo við að ekki er talið útilokaö, svo ekki sé sterkar að oröi kveðið, að kosningar geti orðið fyrr, enda ríkisstjórnin ekki með langlífiseinkennum. Þess vegna getur orðið Þörf á Því aö hraöa Þessari endurskoðun. Þaö ættu Þingmenn að hafa í hyggju, ekki sízt Þeir sem fara með um- boð fyrir Þéttbýliskjör- dæmi. AlÞýðuflokkurinn hefur ekki staöið viö fyrirheitin frá Því fyrir kosningar í sjáanlegum mæli, enn sem komið er. Hér er krefjandi tækifæri fyrir Þá Benedikt og Kjartan að fylgja eftir Þörfu máli umbjóðenda sinna í hinni nýju ríkis- stjórn. I I I I I I I I I SÍMI í MÍMI er 10004 Fjölbreytt og skemmtilegt tungumálanóm Nú er tækifæriö 10% verksmiöjuafsláttur á Combi Camp. BENCO, Bolho/ti 4, Reykjavík, simi 91-21945. eru líka fyrir fatlaöa Styðjum jafnréttisbaráttu fatlaðra ÍÞRÓTTASAMBAND ÍSLANDS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.