Morgunblaðið - 19.09.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.09.1978, Blaðsíða 24
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1978 Ágúst H. Bjarnason: Land- græðsla Fyrir nokkru boðaði Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri blaðamenn á sinn fund og greindi frá starfsemi Landgræðslu ríkis- ins. Hvort fundurinn var haldinn vegna umræðna okkar Björns Sigurbjörnssonar nýverið eða fastur liður eins og venjulega, læt ég ósagt, en víst er, að þær voru ofarlega í hugum manna. Margt, er fram kom á fundinum, er vert nánari athygli. Það yrði hins vegar alltof langt mál, ef rekja ætti það allt, og þess vegna verður aðeins á fátt drepið. Sveinn heldur því fram, að Landgræðsla ríkisins sé í sókn í baráttunni við uppblásturinn, vegna þess að árlega er grætt meira land (5000 ha) en blæs upp (2000 ha). Þessa staðhæfingu Sveins dreg' ég í efa af þeirri augljósu staðreynd, að það er enginn, sem veit, hversu mikill uppblásturinn er. Því er nú ver, að þetta er ekki kjarni málsins, heldur er hann sá, að enn heldur land okkar áfram að blása upp. Ræktun örfoka lands, eins og í Hafi fyrir ofan Þjórsárdal, dugir lítt í baráttunni við sjálfan uppblásturinn. Það er ekki unnt að skilja orð Sveins á annan veg er þann, að hann telji nóg að græða upp 1 ha á örfoka landi fyrir hvern ha af náttúrulegu gróðurlendi á þykkum jarðvegi, sem fýkur út í hafsauga. Að vísu hef ég áður orðið var við þvílíkan hugsunar- hátt. I sumar kom ég á bæ norðanlands, og var þar verið að ryðja með jarðýtu fallegum lyng- móa upp í vegarstæði rétt við túnfótinn. Ég spurði bóndann, framámann í sinni sveit, hvort honum þætti ekki sárt að sjá svona illa farið með fallegt land og stóran hluta að óþörfu að því er virtist. „Nei, nei, þetta er allt í lagi,“ sagði bóndi, „þeir hjá vegagerðinni sá í þetta grasfræi og dreifa tilbúnum áburði á.“ Eg viðurkenni, að mér varð orðfall. Enginn má þó skilja orð mín svo, að ég sé andsnúinn ræktun örfoka lands, ef skynsamlega er að henni staðið, Björn Sigurbjörns- son er mér sammála, að það nái „engri átt að græða upp örfoka land eða nokkurt land á Islandi með dönskum túnvingli," en land- græðslustjóri segir, að það gefist ágætlega. Að þessu þarf að hyggja. Ég reyndi og að vekja athygli á þeirri hættu, sem fylgir gegndar- lausum áburðaraustri og ekki sízt, hversu óhóflega dýr þessi ræktun er m.a. vegna lélegrar nýtingar áburðar, þegar dreift er úr flugvél. Af viðtali Sveins við fréttamenn sést, að hann tekur þessa gagnrýni mína heldur óstinnt upp. Nú er mál þetta þannig vaxið, að óþarft er að karpa um það. Væntanlega mun allur kostnaður við áburðar- dreifinguna koma fram í uppgjöri stofnunarinnar um áramót, og verður fróðlegt að sjá hann sundurliðaðan. Hvað við kemur nýtni áburðar studdist ég við eigin athuganir m.a. mælingar á breidd ráka o.fl. Þegar ég kynnti mér málið nánar, kom í ljós, að ekki eru til nema mjög litlar og alls ófullnægjandi kannanir á því. Það er ótvírætt, að það þarf að taka þetta til gaumgæfilegrar athugun- ar. Það er ekki nægilega vitað, hve mikið af áburði er hagkvæmast að bera á. Kornastærð áburðarefna er mjög misjöfn og kornastærðar- dreifingin er óþekkt, en taka verður tillit til hennar. Mjög lítið er vitað um dreifingu áburðar úr flugvélinni og nær ekkert við mismunandi aðstæður. Til þess að benda enn rækilegar á, hvað ég á við, skal dæmi tekið. Ég legg áherzlu á, að ekki er stuðzt við neinar beinar mælingar, því að þær eru ekki fyrir hendi. Ekki er heldur gert ráð fyrir hliðarvindi, sem feykir smæstu kornunum óravegu. — Nú skulum við gera ráð fyrir, að rannsóknir hafi sýnt, að gróðurinn svari bezt áburðar- gjöf, er nemur 25 g/m2 (sú tala mun nálægt sanni), og gerum ennfremur ráð fyrir, að 95% af áburðinum úr flugvélinni komi niður á 25 m breitt svæði (ekki fjarri lagi). Mestur áburður lendir undir miðri vél og þynnist svo jafnt út til hliðanna eins og sýnt er á meðfylgjandi mynd (áætlað). þolsrannsóknir stofnunarinnar. Vafalaust verður mjög forvitnilegt að fylgjast með þeim, en ekki ætla ég að hætta mér út í þá orrahríð að sinni. í þessum umræðum hef ég aðallega mælt gegn því, að tilbún- um áburði sé dreift á gróið land og náttúrulegum gróðurlendum rask- að. Nú mun um 10% af áburðar- dreifingu Landgræðslunnar fara á gróið land, ýmist á afrétti eða heimahaga. Hyggja ber að því, að samkv. Landgræðsluáætluninni frá 1974 er áherzla lögð þar á að auka áburðardreifinguna einkum á heimahaga (kallast „hagabæt- ur“), enda á tilgangurinn að vera sá „að bæta og auka uppskeru“. I fyrri greinum mínum taldi ég upp mörg atriði, sem sýna hve varhugaverð þessi stefna er; Óþarft er að tína þau til öll aftur. I staðinn birti ég hér niðurstöður gróðurathugana, sem ég gerði norður í Kelduhverfi í sumar, svo að hver og einn fái að sjá í hverju það er fólgið, sem sauðfjáreigend- ur kalla hagabætur. Við gróður- greininguna var ákvörðuð lárétt þekja hverrar tegundar eftir aðferð, sem kennd er við þrjá grasafræðinga: Hult—Sernand- er—Du Rietz. Mæliaðferðin bygg- ist á því, að innan ákveðins athugunarreits er hverri tegund gefin einkunn frá 1—5 eftir láréttri þekju blaða og sprota. Mælingarnar fóru annars vegar fram á: A) kvistlendi, sem enga meðferð hefur hlotið, en ávallt verið beitt og B) graslendi, en þar var kvistgróðurinn drepinn 1974 ekki nákvæmlega kunnugt um, hvernig fénaði vegnar á þessu tilbúna graslendi, nema það eitt, að fallþungi dilka er fremur minni en áður og eitt sumar var fénu sleppt út af svæðinu, vegna þess hve rytjulegt það var orðið síðla sumars. Landsvæðið, sem hér um ræðir, er mólendi eða heiði, sem er þurrt g/nr50- | ” Hlll 1 B R E I D D ÁBURÐARDREIFAR Skyggðu reitirnir á myndinni sýna hvar hinn hæfilegi skammtur kemur niður (þ.e. 20—30 g/m2)- Svæðið þar á milli fær ofur- skammt, sem reyndar getur aukið vöxtinn lítillega en einnig verið varasamt vegna þess að það getur valdið of mikilli röskun á hlutdeild tegundanna auk þess, sem það er hrein sóun. Út i jöðrunum er áburðarskammturinn svo lítill, að hann eykur ekki vöxt svo að nokkru nemi. Græna rákin, sem svo myndast í gróandanum, er um 16—17 metrar á breidd. Þrátt fyrir mjög ójafna dreifingu verður meðaltalsskammturinn 25g/m/ — Samkvæmt framansögðu er sóun á áburði aðeins í þessu dæmi um 35%, auk þess sem ofurskammtur getur veikt gróðurinn, því að grasspretta eykst um of (sjá síðar). Ég vil vona, að menn líti ekki á þessi skrif sem illkvittni í garð Landgræðslu ríkisins, heldur er ég einungis að benda á, að hér er ráðist í of áhættusamt verkefni án undangenginna rannsókna. í lög- um er ekki gert ráð fyrir, að Landgræðslan annist vísindalegar rannsóknir, og því þarf að breyta, heldur sé það hlutverk Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins (undir stjórn Björns Sigurbjörns- sonar). Lesendur hafa væntanlega lítillega orðið varir við þær deilur, sem eru í uppsiglingu um beitar- með hormónalyfi og síðan þá hefur verið borið á landið úr flugvél. Frá þessu var rækilega greint í Tímanum á sínum tíma (8. sept. 1974). Þar segir, að uppskera grasa aukist nær sextugfalt eða úr 0.6 hestburðum á ha í 34.3 hestburði á ha. Tilgangurinn með úðun lyfja óg áburðardreifingu er sagður vera sá að auka beitarþol og beitargildi landsins. Nú er mér gróðurlendi. Skammt þarna frá er allhár birkiskógur og hefur landið örugglega áður verið skógi klætt. Mólendið er mjög þýft, og er þýfið stórgert. Mælingarnar fóru aðeins fram á þúfunum en ekki í dældun- um á milli þeirra. Lífsskilyrðin þar eru nokkuð önnur en munur- inn á milli þessara tveggja svæða er næstum sá sami og ofan á þúfunum. Hlutdeild dældanna í heiðagróðrinum er fremur lítil, því að þúfurnar eru mjög stórar og flatar. Á báðum svæðunum er samfelldur gróður. Á meðfylgjandi töflu eru birtar niðurstöður mælinganna. Á hvor- um staðnum voru teknir fjórir athugunarreitir og er A í kvislend- inu og B á úðaða og áborna landinu. Ekki eru til íslenzk heiti á mosum og fléttum og eru latnesk nöfn notuð. Eins og dálkur A ber með sér drottna ýmsir smárunnar í lyng- móanum og ber mest á krækilyngi, bláberjalyngi og fjalldrapa. Ásamt þeim vaxa svo ýmsar einkennis- tegundir eins og aðalbláberjalyng, gulvíðir, stinnastör, og túnvingull og setur þetta sterkan svip á landið. Af öðrum tegundum, sem eru algengar, má nefna beitilyng, blóðberg, bugðupunt, eini, gul- möðru, kornsúru, undafífla og vallhæru. Reyndar er mosa- og fléttuflóran ekki mjög fjölskrúðug hér en minnir að ýmsu leyti á svörð í birkikjarri og hraunum. Á þessum fjórum athugunarstöðvum fundust 28, 27, 26 og 25 tegundir. Mælingarnar eru ekki nema lítið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.