Morgunblaðið - 19.09.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.09.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1978 15 Kjötið til Frakklands: Framhaldið ræðst af samningum um verð og niðurfellingu tolla ..ÞESSI flutninKur á kjötinu til Parísar gekk' í alla staði hið besta og samkvæmt þeirri reynslu. sem við fengum af þessu.t er séð að tæknilega á ekkert að vera í veginum fyrir því að halda þessum flutningum áfram en hins vegar kann framhaldið að ráðast af þvf hvernig tekst að semja við Frakana um verð og hugsanlega niðurfellingu á aðflutningstoll- um." sagði Jón R. Björnsson. starfsmaður Markaðsnefndar landbúnaðarins. sem um helgina kom heim eftir að hafa fylgst með sendingu á ófrosnu kjöti héðan til Kaupmannahafnar og Parísar. Kjötið. sem fór til Frakklands. var að sögn Jóns sent frá París til Suður-Frakklands og höfðu ekki í gær borist fréttir af þvf hvað hefði fengist fyrir það þar. Kjötið. sem fór til Kaupmanna- hafnar líkaði vel og er nú verið að semja um hugsanlegt framhald á útflutningi fersks kjöts þangað. Jón sagði að Frakkarnir hefðu verið mjög ánægðir með gæði kjötsins og hrósað slátrun hér. Þá hefðu umbúðirnar staðið sig og engin vandræði hefðu komið upp við flutning á kjötinu. Aðspurður um framhald á þessum flutningum fersks kjöts til Frakklands sagði Jón að það kæmti til með að ráðast af því hvort unnt væri að fá felldan niður þann 20% innflutn- ingstoll, sem er á kjötinu, auk 'þess, sem Frakkarnir væru með sérstakan verndartoll sem væri breytilegur á hverjum tíma eftir ástandi markaðarins og væri hann nú kominn upp í 7,65 franka á hvert kíló og þá fengjust innan við 7 frankar cif í París. Varðandi flutninga á fersku kjöti til Danmerkur sagði Jón að þeir flutningar hefðu í alla staði gengið vel og sala á kjötinu hefði hafist með því að einn dilkakjöts- skrokkurinn var grillaður inni í verzlun IRMA-fyrirtækisins, sem keypti kjötið, og forráðamenn fyrirtækisins síðan setzt að snæð- ingi. Framhaldið væri undir því komið hvernig tækist að semja um verð fyrir kjötið en þeir samningar væru nú í höndum Búvörudeildar SÍS en hins vegar hefðu Danirnir lýst áhuga sínum á að framhald yrði á þessum kaupum. Bridge Úmsjón: ARNÓR RAGNARSSON Tafl- og bridgeklúbburinn Keppnisstaður: Domus Medica. Keppnisstjóri: Agnar Jörgensen. 21. sept. Aðaltvímenningur TBK. 28. sept. Aðaltvímenningur TBK. 5. okt. Aðaltvímenningur TBK. 12. okt. Aðaltvímenningur TBK. 19. okt. Aðaltvímenningur TBK. 26. okt. Hraðsveitakeppni. 2. nóv. Hraðsveitakeppni. 9. nóv. Hraðsveitakeppni. 16. nóv. Hraðsveitakeppni. 23. nóv. Hraðsveitakeppni. 30. nóv. Jóla-tvímenningur. 7. des. Jóla-tvímenningur. 14. des. Jóla-tvímenningur. AÐALFUNDUR T.B.K. var haldinn í Domus Medica þann 11. sept. og fóru þar fram venjuleg aðalfundarstörf. Kom þar fram gróskumikil starfsemi á liðnu ári. Úr stjórn félagsins áttu að ganga Kristján Jónasson ritari, og Ingólfur Böðvarsson, áhaldavörður, báðust þeir und- an endurkjöri ásamt Guðmundi Eiríkssyni og Reyni Jónssyni, og þakka allir félagar T.B.K. þess- um ágætu félögum fyrir vel unninn störf í þágu félagsins. Stjórn félagsins er þannig skipuð: Eiríkur Helgason, formaður, Bragi Jónsson varaformaður, Guðrún Jörgensen gjaldkeri, Sigurður Ámundason ritari, Guðmundur Júlíusson áhalda- vörður, varamenn Friðrik Karlsson og Sigfús Örn Sigfús- son. Vetrastarfið hófst fimmtu- daginn 14. september, með eins kvölda tvímenningskeppni. Úr- slit urðu þessi: A. riðill 10 pör meðalskor 108 st. stig 1. Sigurður Emilsson og Albert Þorsteinsson 121 2. Vigfús Pálsson og Runólfur Pálsson 118 3. Ingvar Hauksson og Orvell Uteley 117 B. riðill 14 pör, meðalskor 156 st. 1. Gunnlaugur Óskarsson og Sigurður Steingrímsson 191 2. Steinberg Ríkarðsson og Tryggvi Bjarnason . 175 3. Hilmar Ólafsson og Ingólfur Böðvarsson 170 Aðaltvímenningskeppni félagsiná 5 kvölda hefst í Domus Medica fimmtudaginn 21. september, keppnisstjóri verður Agnar Jörgensen, sími 37023 eftir kl. 19. Lausn kennaradeilunnar bíð- ur heimkomu ráðherra EFTIR þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið fékk í gær hjá Ólöfu Sighvatsdóttur í menntamála- ráðuneytinu, er deila Sambands grunnskólakennara og mennta- málaráðuneytisins vegna röðunar kennara í launaflokka enn óleyst og hafa kennarar því ekki enn tekið kennaranema á þriðja ári KHÍ í æfingakennslu. Ölöf sagði að þetta mál væri í athugun í ráðuneytinu og frekari frétta af því væri ekki að vænta fyrr en Ragnar Arnalds, menntamálaráð- herra, kæmi að utan um næstu helgi. Valgeir Gestsson formaður Sambands grunnskólakennara sagði að stjórn Sambandsins héldi í dag fund og þar yrði væntanlega ákveðið að boða til fulltrúafundar Sambandsins til að fjalla um þetta mál. Bifreiðastöður langferðabíla í íbúðahverfum bannaðar? ALBERT Guðmundsson hefur í borgarráði Reykjavíkur lagt fram tillögu um að frá og með 1. janúar næstkomandi verði bann lagt við stöðu langferðabifreiða, bæði vöruflutningabíla og stærri fólks- flutningabíla, í íbúðahverfum borgarinnar. Bannið nái einnig til vinnuvéla. Borgarráð samþykkti að vísa tillögunni til umferðar- nefndar, en tillagan gerði einnig ráð fyrir að nefndin gerði tillögu um stærðir þeirra bifreiða og vinnuvéla, sem bannið næði til. Boðið í á uppboði yíir íslenzka dýrasafninu. r Islenzka dýrasafnið fór á 5 millj. kr. UPPBOÐ á dýrum íslenzka dýrasafnsins fór fram í Tollstöðinni í Reykjavík á laugardag og seldust dýrin fyrir rúmar 5 millj. kr. Að sögn Jónasar Gústavssonar hjá borgarfógetaembætt- inu, þá voru flest dýranna slegin sama aðilanum frá Selfossi, en alls keypti hann fyrir 3.2 millj. kr. Síðan keyptu einstaklingar fyrir um 2 milljónir króna. Það var Páll Lýðsson, sem keypti fyrir Selfyss- ingana, og er ætlunin að koma dýrunum fyrir í safnahúsinu þar. Þessar þrjár skáldsögur IndriÖaG. Þorsteinssonar eiga þaö sameiginlegt m.a., að þœr gerast allar á mestu umbreytinga- tímum sem yfir íslendinga hafa gengið og á þeim sviÖum þar sem mestu breytingarnar áttu sér staÖ. Land og synir er hér fyrst i tímanum og gerist í sveitinni fyrir stríðið þegar heimskreppa og lífsskoöun nýrra tíma nagar þúsund ára rætur íslenzks bændaþjóöfélags. Norðan við stríð fjallar um hernámsárin og sýnir hvernig stríðið umturnar hinu kyrrláta og formfasta lífi, breytir hægum skrefum í kapphlaup og sjálfsöryggi borgarans í stríðsgróöafíkn. Sjötíu og níu af stöðinni er í rauninni eftirleikur breytinganna, fjallar um líf hins unga sveitamanns í borginni árin eftir stríöið, baráttu hans þar og vonbrigði. Hann reynir aö snúa til baka, en það mun aldrei takast. Almenna bókafélagið Austurstræti 16 — sími 19707 Skemmuvegi 36, Kópavogi — Sími 73055.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.