Morgunblaðið - 19.09.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.09.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1978 17 zeichen) eftir Werner Herzog og bítlamyndina Let it be, eftir Michael Lindsayn, en Tónabíó mun hafa hug á að sýna þá mynd, og verður hún þá tekin af sýningarskrá Fjalakattarins. Jólamynd klúbbsins eru tveir fyrstu hlutar af þrískiptri heim- ildamynd, sem nefnist Baráttan um Chile, og er eftir Patricio Guzman. Nánar verður gerð grein fyrir efnisskrá Fjalakatt- arins í vetur síðar. Fyrirlestrar í tengslum við kvikmyndasýningar. Auk þeirra sýninga, sem á dagskrá eru, er fyrirhugað að hafa aukasýningar í vetur, eina í hverjum mánuði. Einnig er líklegt að efnt verði til sérstakra barnasýninga á sunnudögum kl. 15 eins og sl. vetur. Af nýjung- um í starfsemi Fjalakattarins má nefna, að haldnir verða fyriríestrar í tengslum við sýningar, og hafa þegar verið ákveðnir fyririestrar um spænska kvikmyndagerð á und- an fyrstu spænsku myndinni og stutt kynning á ferli Orson Welles á undan sýningu mynd- arinnar Citizen Kane. Utlán úr kvikmyndasafninu munu hefj- ast í október, og er það að sögn forráðamanna Fjalakattarins einkurn ætlað þeim, sem ekki .eiga þess kost að sjá sýningar félagsins t.d. skólastofnunum úti á landi. Loks má nefna, að eins og í fyrra býður Fjalakött- urinn 18 mm kvikmyndatökuvél til leigu endurgjaldslaust, og er vonast til að það boð verði nýtt betur en verið hefur. Verð félagsskírteina Fjala- kattarins í vetur verður 5500 krónur, eða að meðal tali 162 kr. á hverja sýningu. Hver mynd er sýnd 5 sinnum í viku, á fimmtu- dögum, laugardögum og sunnu- dögum. Sýnt er i Tjarnarbíói. Safnast veróur saman við Sjómannaskólann kl:15.öQ og gengió þaóan til Kjarvalsstaða þar sem fundur veróur haldinn. Borgarstjóri og borgarfulltrúar mæta á fundinn. Lúðrasveit leikur fyrir göngunni. Stuðningsmenn jafriréttis fjölmennið Sjálfsbjörg félag fatlaóra, Reykjavík Aukin starfsemi Fjalakattarins FJALAKÖTTURINN ætti fullt í fangi með að safna „Það er rikjandi viðhorf hér að lfta á kvikmyndina ein- göngu sem afþreyingarmiðil og kvikmyndasýningar sem sveitaball. Meginmarkmið okk- ar hlýtur að vera að stuðla að þróun innlendrar kvikmynda- menningar. og ég held að sú þróun sé byrjuð — hér er kominn upp hópur fólks. sem kann vissulega að meta góðar kvikmyndir." Þetta sagði Gylfi Kristinsson. fráfarandi fram- kva-mdastjóri Fjalakattarins. á blaðamannafundi. sem efnt var til í gær til að kynna starfsemi Fjalakattarins í vetur. Fjalakötturinn, kvikmynda- klúbbur framhaldsskólanna, hefur sitt fjórða starfsár á fimmtudaginn. A fundinum var greint lítillega frá reynslu, sem komin er á starfrækslu klúbbs- ins. Kom fram, að félagar í fyrra reyndust nokkru fleiri en búizt hafði verið við, eða 1346 sem sóttu sýningar allan vetur- inn auk annarra. Fjárráð klúbbsins hafa því verið rúm, en á síðasta ári var stofnað kvik- myndasafn, sem ætlað er að kaupa til landsins sígildar, erlendar kvikmyndir, og hafa kaup á þeim valdið 300 þúsund króna rekstrarhalla klúbbsins. Alls hefur Fjalakötturinn nú fékt kaup á 20 kvikmyndum úr rjóma alþjóðlegrar kvikmynda- menningar, og kváðu forsvars- menn klúbbsins það safn síðar geta sameinazt nýstofnuðu Kvikmyndasafni Islands, sem saman íslenzkum kvikmyndum fyrst um sinn. Samskipti Fjalakattarins við erlend dreifingarfyrirtæki og kvikmyndaklúbba jukust að mun á síðasta starfsári. Voru fulltrúar klúbbsins styrktir til Bretlands- og Danmerkurfarar, og í kjölfar þess hófust sam- skipti við Samband brezkra kvikmyndaklúbba en Fjalakött- urinn skiptir nær eingöngu við brezk fyrirtæki. Einnig var fulltrúi Fjalakattarins styrktur til að taka þátt i ráðstefnu um „kvikmyndalist á Norðurlönd- um“ og sögðust forsvarsmenn klúbbsins gera sér vonir um að sú för væri upphaf að nánu samstarfi við svipaða klúbba á Norðurlöndum. Kynning á spamskri og ind- verskri kvikmyndagerð. • Dagskrá Fjalakattarins í vet- ur hefst á verðlaunamynd frá kvikmyndahátíðinni í Cannes 1977, það er myndin Höfuð ættarinnar (Padre Padrone) eftir Paoli og Vittorio Taviani, en næstu helgi á eftir verða sýndar fjórar stuttar myndir eftir Chaplin, sem kvikmynda- safnið hefur fest kaup á. Nóvembermánuður verður helg- aður spænskri kvikmyndagerð, þá verða sýndar myndirnar Andinn í býflugnabúinu eftir Victor Erice, Veiðiferðin eftir Carlos Saura, Böðullinn eftir G. Berlanga og Þjófarnir eftir Jósé Luis Borau. Einnig verður í vetur kynnt indversk kvik- myndagerð með sýningu þriggja indverskra mynda. Af öðrum myndum á dagskrá klúbbsins í vetur má nefna Citizen Kane eftir Orson Welles, Steppenwolf eftir Fred Haines, sem er gerð upp úr samnefndri sögu Her- manns Hesse, Satyricon eftir Fellini, The Chelsea girls eftir Andy Warhol, Lífsmark (Leben- Kvikmyndasýningar Fjalakattarins fara fram í Tjarnarbíói.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.