Morgunblaðið - 19.09.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.09.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1978 29 sýnishorn af þeim fjölskrúðuga gróðri, sem þarna vex. Hefðu þær verið fleiri hefði fjölbreytnin orðið miklum mun meiri. Dálkur B sýnir hins vegar jafnmargar mælingar á úðaða landinu frá 1974 og fyrrum var vaxið sömu tegundum og eru í dálki A. Nú er þar aðeins ein tegund, túnvingull, drottnandi og strjálingur annarra tegunda, sem svara áburðargjöf. Þær setja þó hvergi svip sinn á landið og hafa litla þekju. Af þeim má nefna guimöðru, hvítmöðru, bugðupunt og músareyra. I grassverðinum vottar enn fyrir lyngtegundunum, bláberjalyngi, beitilyngi og kræki- lyngi, en þær eru nær dauða en lífi, enda var markmiðið að ryðja þeim úr vegi. Mosa- og fléttuflóran er ekki nema leifar af því, sem áður var. Á fjórum athugunar- stöðvum var tegundafjöldinn 14, 13, 8 og 10 eða um helmingi færri en í lyngmóanum. Aðalatriðið er e.t.v. ekki tegundafjöldinn heldur hitt, að þar sem áður ríktu nokkrar tegundir og í skjóli þeirra þrifust fjölmargar aðrar, drottnar nú aðeins ein tegund og fáeinar heyja harða baráttu, en margar eru alveg horfnar a.m.k. í bili s.s.. fjalldrapi, aðalbláberjalyng, blá- gresi, blásveifgras og gulvíðir. Væntanlega koma þær flestar aftur, þegar hætt verður að bera á landið og beita það. — Það hlýtur öllum að vera ljóst, að þetta tilbúna gróðurlendi er á engan hátt jafn þolið gagnvart ytri þáttum umhverfisins og lyngmó- inn. Sömuleiðis hlýtur hver maður að sjá, og það af hyggjuvitinu einu, að þessar fáu tegundir graslendis- ins nýta ekki allan mögulegan vaxtartíma sumarsins á líkan hátt og fjölbreyttur lynggróðurinn, jafnvel ekki í meðalári og allra sízt, ef einhverjar meiri háttar sveiflur verða í tíðarfari. Þess vegna hef ég áður orðað þetta svo, að verið sé að stytta vaxtartímann. Björn Sigurbjörnsson sagði í grein sinni á dögunum, að það væri „fásinna hjá Ágústi, að styrkur gróðurlendis minnki við fjölgun grasa á kostnað annars gróðurs". Ætla má, að Björn sé íhugull maður, og þykir mér það þess vegna nokkuð undarlegt, að hann skuli ekki hafa tekið eftir því, að víðast, þar sem uppblástur er mikill eru einmitt grastegundir ríkjandi, því að rætur þeirra ganga fremur grunnt í jörðu. I vinsemd vil ég benda Birni á grein í 69. árg. Freys eftir Sigfús Ólafsson, þar sem fjallað er um jarðrækt, en þar stendur: „Eftir túnræktina er borið á yfirborð túnsins og næringarefnin safnast fyrir efst í gróðursverðinum. Með þessu móti hafa ræturnar lítið að sækja af næringu (nema vatn) niður í jarðveginn. Rætur tún- grasa ganga að vísu ávallt fremur grunnt í jörðu, en ætla má, að í nýræktinni verði rótardýptin óeðlilega lítil vegna yfirborðs- ræktunar." Kann ekki slíkt hið sama gilda um áburðarræktun grasa á afréttum og heimahögum? Ef svo er, er þá óvarlegt að álykta, að áburðardreifing á gróið land geti leitt til aukinnar uppblásturs- hættu og er þá ekki verr af stað farið en heima setið. Því má svo bæta viö, að of mikil köfnunarefn- isgjöf leiðir til þess, að fræþroski plantna verður minni en elia. Mál er að linni, því að úr hefur teygzt meira en ætlað var. Ljóst er, að enn er margt ósagt í þessum efnum, en það er ekki ætlun mín að standa í blaðaskrifum um þetta efni í vetur. Ég hef nægum öðrum forvitnilegum verkefnum að sinna. En ég vona, að augu einhverra hafi opnazt fyrir því, að landgræðslu- málin eru stórmál þjóðarinnar og miklu stærri en svo, að þeim veröi kippt í liðinn með því að sáldra tilbúnum áburði og dönskum túnvingli úr flugvél. Menn verða að komast niður á jörðina og starfa þar og viðurkenna ofbeit. Mjög athugull maður benti mér að þá samlíkingu fyrir skömmu, að allir Islendingar myndu viður- kenna rányrkjubúskap í landinu, ef hér væru Bretar, sem stunduðu sauðfjárbúskap og arðrændu gróð- ur á sama hátt og þeir spilltu fiskimiðum umhverfis landið. „Oft er það gott sem gamlir kveða Höfuðdagurinn sá mikli dagur var að þessu sinni hér á vestur- horni landsins rigningardagur, eftir langvarandi mollutíð og þurrkleysur, en með þriðju sól fór að rofa til, sem er góðsviti, enda þurrkur síðan. Það væri verðugt prófverkefni fyrir einhvern okkar verðandi vísindamanna, einkum í veðurfræði, að rannsaka hvers- vegna svo margt breytist með Höfuðdeginum 29. ágúst ár hvert. Veðrátta, straumar, sjóar, hafið, jörðin sjálf og ég veit ekki hvað og hvað. Það er ekki hrein tilviljun, að fyrri menn tóku mikið mark á þessum degi, það sæmir ekki vísindamönnum nútímans að slá striki yfir þetta og segja að menn hafi trúað þessu heldur nær þeim að rannsaka, hversvegna. Heyskapur ofl.: Bændur eru hér að ljúka hey- skap sem hefir gengið mjög vel hjá sumum, öðrum þokkalega, en sumum illa, en allir með góðan heyskap að iokum, en heygæði misjöfn. Gróður stendur enn með fullum blóma til fjalla, og sauðkindin veit af því og notfærir sér. Það eru því líkur fyrir væna og feita dilka í haust, sem þýðir mikið af annars flokks kjöti, samkvæmt nýjasta kjötmati. Öðruvísi mér áður brá. Ég tel að horket og feitissnauð fæða valdi sljóleika og skynsemis- skorti. Jarðarávextir: Vel lítur út með garðávexti, sennilega með því allra besta, berjaspretta er víða mjög mikil, og góð ber. Vargfugl: Sá fádæma atburður gerðist hér síðastliðinn laugardag í norðaust- an strekkingi, að svartbakur heiðraði byggðina hér í stærri stíl með heimsókn sinni en ég veit nokkur dæmi til áður, ég reyndi að gera mér grein fyrir fjölda fugl- anna með því að telja í sjónauka á smá blettum, og komst að þeirri niðurstöðu að þeir væru ekki undir þrjátíu þúsundum. Mér taldist til að ungfuglar frá þessu sumri gæti hafa verið uppað 10% í hæsta lagi. Fúglarnir virtust svangir, og átu allt sem að kjafti kom, úldinn þara, allskonar hræ, rótuðu upp grasrótinni í leit að ormum, sel hafði rekið og hann hvarf á svipstundu. Lýst eftir vitnum F’immtudaginn 14. apríl kl. 12.30 varð árekstur á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Grensás- vegar. Þar var annars vegar Mercedes Benz áætlunarbifreið á vesturleið og beygði til vinstri suður Grensásveg og hins vegar Skoda bifreið á leið austur, og skullu bílarnir saman. Ökumepn greinir á um ljós á götuvita þarna á gatnamótunum og umferðadeild lögreglunnar í Reykjavík biður alla þá, sem vitni kunna að hafa orðið að árekstrinum og skýrt gætu málin, að hafa samband við sig. Erindi fuglanna hingað, annað en kurteisisheimsókn er ég ekki viss um, en ég held að það hafi aðallega verið að hvílast, þó eru hér nokkur þúsund af þessum fuglum ennþá. Mikil sílisferð hefir verið hér fyrir utan í stormbræl- unni, svo það hefir verið gott að tylla sér niður, sofa og fá sér vatn. Venjulega eru hér engir eða örfáir svartbakar. Ferðafólk: Allmikið hefir verið hér um ferðafólk í sumar þótt veðrið hafi verið með fádæmum sólarlaust og leiðinlegt. En það er nokkuð áberandi hvað útlendingum fjölg- ar ört í þeim hópi, og þeir útlendingar sem ferðast á eigin bílum og leigubílum, eru áberandi frekar en þeir sem ferðast með Islendingum, en framkoma inn- lends fólks er með ágætum á allan hátt, utan i örfáum tilvikum sem gleymast. Ég hef svolítinn ugg af því að allskonar fólki hvaðanæva úr heiminum skuli leyft að ferðast um landið án nokkurs eftirlits, frjálst að gera hvað það vill, taka kvikmyndir og fastar myndir hvar sem er og af hverju sem er, og sennilega sumt með skotvopn og annan veiðibúnað, tjalda hvar sem er, án leyfis. Nei, ég held að hollt væri fyrir okkar stjórnvöld að fara að segja: „Hingað og ekki lengra" — í þessum málum. Og þeir útlendingar sem fá ferðaleyfi vítt og breitt um landið, fái um það skilríki, þar sem eitt og annað sé tekið fram, og hverjum landeig- anda sé heimilt að krefjast slíkra skilríkja af útlendingum sem setjast að í landi hans án leyfis, dögum eða vikum saman; sé ekki hægt að framvísa slíku plaggi, þá að afhenda þá lögreglu. Lágmarks krafa væri að þetta fðlk hefði íslenskt læknisvottorð til að fram- visa. Látrum 14.9 '78. Þórður Jónsson. Nokkur inn- brot í Rvík. NOKKUR innbrot voru framin i Reykjavík um helgina og var einkum um það að ræða að brotist væri inn í verzlanir í og við Ármúla en hvergi var þó um meiriþáttar bjófnaði að ræða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.