Morgunblaðið - 19.09.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.09.1978, Blaðsíða 20
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1978 Þá f éll mönnum allur ketillí eld... Bandinginn í óárennilegum böndum. Þaö tók hann ekki nema örfáar mínútur að leysa sig. Hér hagræðir piltur sér á glerbrotahrúgunní. Hér munar ekki nema hársbreidd að eldurinn læsi sig í piltinn, en pá hefði farið illa fyrir honum. Með glæfra- mönnum í París Uti í hinum stóra heimi gera menn sér margt til dægra- styttingar eða til þess að vekja á sér athygli og jafnvel til að vinna sér inn aura. Margt af þessu er okkuh framandi. Til dæmis fara ekki miklar né margar sögur af því að við Islendingar tökum upp á því að spúa eldi, leggjast á hrúgu af glerbrotum eða naglabretti með mann- skap ofan á okkur, o.s.frv. Víðast hvar þykir þetta þó ekki sérlega tilkomumikið og er jafnvcl daglegt brauð. Undirritaður rakst í sumar á hóp knárra pilta sem reyndu fyrir sér í ýmsum bellibrögðum, þar á meðal því sem að ofan er getið. Þeir tróðu upp við fordyri Georges Pompidou listasafnið í París og vöktu nokkra athygli. Mér kom helzt til hugar að hér væru hippar og iðjuleysingjar á ferð við að afla sér viðurværis, því þeir hófu ekki sýningu sína fyrr en viðstaddir höfðu látið ákveðna upphæð af hendi rakna í betlibauk sem gekk meðal vor. Myndirnar með þessum línum skýra uppátæki frönsku piltanna betur en nokkur orð. 'Sýningin hófst með því að áhorfendum var boðið að kefla stærsta og sterkasta piltinn í hópnum með 15 metra keðju- spotta og álíka löngum kaðli. Hendur voru bundnar fyrir aftan bak. Pilturinn lét þau orð falla að enginn gæti bundið sig þannig að hann gæti ekki leyst sig úr prísundinni á nokkrum mínútum. Böndin á honum virtust óárennilég en engu að síður stóð piltur við orð sín, og leysti sig á um átta mínútum. Tiltækið minnti óneitanlega á svipaða tilburði krafta- karlsins Reynis Leósonar. Að þessu loknu tók annar piltur til við að maska tómar rauðvínsflöskur (að sjálfsögðu!) á teppisbút þar til komin var m.vndarleg hrúga af glerbrotum. Dreng- urinn, sem var tiltölulega væskilslegur, lagðist þá á hrúguna og hagræddi sér af kostgæfni og fannst mörgum nóg um. En það var ekki fyrr en að sá stóri bað fjóra áhorfendur um að setjast ofan á piltinn á glerbrotahrúgunni að mönnum féll allur ketill í eld. Ahorfendur fórnuðu höndum og álitu líklega að pilturinn kæmi allur skorinn út úr þessu fífldjarfa uppátæki sínu. En svo fór ekki. Einhver glermuln- ingur og nokkur glerbrot voru að vísu viðloðandi við húðina á bakinu, en drengnum brá þó hvergi. Næstur tróð upp piltur með suðrænt blóð í æðum og lagðist hann á naglabretti sem viðstaddir fengu að leggja lófann á áður. Atriðið var keimlíkt glerbrótaatrið- inu og virtist tiltækið ekki heldur hafa mikil áhrif á piltinn. Að vísu höfðu nokkrir naglanna stungist rétt inn fyrir siggið á honum og voru því nokkrar rauðleitar doppur á hrygg hans að loknu uppátækinu. Loks kom að rúsínunni í pylsuendan- um. Tveir piltanna, sá stærsti og sá minnsti, sem áreiðanlega var í ætt við indíána, léku þá alls kyns kúnstir með eld. Fylltu þeir munninn af glæolíu og blésu á logandi kyndla úr ýmsum sérkennilegum stellingum. Ahorfendur ýmist sendu frá sér angistarhljóð eða störðu agndofa á piltana, en þeir sýndu hin furðulegustu tilþrif. En ófurhugun- um var klappað lof í lófa í lokin og verðskulduðu þeir það áreiðanlega. Eitt tilbrigöiö með eldinn. Fótastelling piltsins er nokkuð óvenjuleg. Annað tilbrigði með eld. Fjórir menn stóðu ofan á eldspúaranum meðan hann lék listir sínar. og hér sitja fjórir úr áhorfendahópnum ofan á honum. Texti og myndir: Ágúst Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.