Morgunblaðið - 19.09.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1978 2 5
H venær lýkur
þessu einvígi?
Keppendur heföu sennilega
betur tekiö sér hvíld s.l. laugar-
dag því greinileg þreytumerki
voru á taflmennsku þeirra í 23.
skákinni sem endaði meö lit-
lausu jafntefli eftir 41. leik.
Kortsnoj virtist um tíma vera aö
mynda sér ofurlitla stööuyfir-
buröi en þeir fjöruöu út og eftir
allsherjar uppskipti á mönnum
blasti jafntefliö við. Skákin var
lengi vel endurtekning á 9.
skákinni og Karpov tefldi t.d.
fyrstu 20 leikina á 4 mínútum.
Nú eru keppendur óðum aö
nálgast 24 skáka markið en þaö
var áöur sá fjöldi skáka sem
stuöst var viö, áöur en núverandi
reglur voru samþykktar sem
segja svo um aö teflt skuli til
þrautar þar til annar hvor
keppenda nái 6 sinnum aö vinna
skák. Ljóst er því aö fjöldi skáka
fer yfir þaö mark og reyndar
hafa margir áhyggjur af aö þessu
einvígi ætli aldrei að Ijúka. Óöum
fer aö styttast í Ólympíumótið í
Argentínu sem á að hefjast 25.
okt. n.k. og munu báöir kepp-
endur svo og fjöldi annarra
skákmeistara sem nú eru á
Filippseyjum ætla sér aö tefla
þar. Fari svo aö þessir tveir
stærstu skákviðburöir rekist á er
fyrirsjáanlegt mikiö öngþveiti í
skákheiminum og meö öllu óljóst
hverjar afleiðingar þaö hefur. Ef
til vill rekur þessi ótti keppendur
til aö knýja fram úrslit svo
framarlega sem úthald, kraftur
og innblástur er þeim ekki meö
öllu þorrinn. En í þessu einvígi er
til mikils aö vinna því eins og
menn muna er verölaunaféö 550
þúsund dollarar og fær sigur-
vegari 5/8 en andstæöingurinn
3/8.
23. einvígisskákin
Hvítt: Kortsnoj
Svart: Karpov
Drottningarbragö.
1. c4 — Rf6, 2. Rc3 — e6, 3. Rf3
— d5, 4. d4 — Be7, 5. Bf4
(Þannig hafa þeir félagar hafið
tafliö þrisvar sinnum áöur í
þessu einvígi: í þeirri 9. sem
endaði meö jafntefli og þeirri 21.
sem Kortsnoj vann. í 1. skákinni
og þeirri 13. lék Kortsnoj hins
vegar í 5. leik Bg5. Fyrsta skákin
í einvíginu endaöi meö jafntefli
en þeirri 13. tapaði Kortsnoj
klaufalega í tímahraki eftir að
hafa skapaö sér dágóö færi).
5.... 0-0, 6. e3 — c5, 7. dxc5 —
Bxc5, S. Dc2 — Rc6, 9. Hd1 —
Da5,10. a3 — Be7 (í 21. skákinni
lék Karpov hér 10. ... He8l? og
hleypti öllu í bál og brand en
hafði heldur rýra uppskeru.
Hann vill nú greinilega hafa
vaöiö fyrir neðan sig og teflir
ekki á neina tvísýnu).
11. Rd2 — e5, 12. Bg5 — d4, 13.
Rb3 — Db6 (Þessi leikur er
endurbót frá 9. skákinni, en fram
aö þessum leik höföu keppendur
endurtekiö þá skák nákvæm-
lega. Karpov lék þá 13. ... Dd8,
en þótt sú skák endaði með
jafntefli fékk Karpov lakari
stööu).
14. Bxf6 — Bxf6,15. Rd5 — Dd8,
16. Bd3 — g6, 17. exd4 — Rxd4
(Nú kýs Karpov aö skipta líka
upp á riddurum en í 9. skákinni
sem var keimlík þessari drap
Karpov á d4 aftur meö e-peö-
inu.)
18. Rxd4 — exd4, 19. Rxf6 —
Dxf6, 20. 0-0 — Be6 (Til marks
um það hversu keppendur
þekktu vel þessa byrjun má geta
þess að Karpov haföi nú einung-
is notaö 4 mínútur af um-
hugsunartíma sínum eöa nánast
teflt hraöskák en Kortsnoj haföi
notað 25 mínútur. En nú fóru
þeir aö hægja á sér sem benti til
þess aö heimarannsóknir þeirra
heföu ekki náö lengra, enda
komnir tuttugu leikir, og staöan
hnífjöfn. En á þessu stigi málsins
bar Kortsnoj fram háværa kæru
til skákdómara einvígisins,
Lothar Schmid, og kvartaöi
sáran undan hegöun heims-
meistarans sem Kortsnoj kvaö
trufla sig meö því aö rugga sér
sífellt í stólnum. Dómarinn brást
vel við og baö heimsmeistarann
vinsamlegast um aö sitja hljóö-
legar viö borðiö. Kortsnoj brá á
Skák
Gunnar Gunnars-
son skrifar um
23. einvígisskákina
það ráð sem Spassky beitti
forðum aö taka sér sæti viö
hvíldarstól sinn og viröa fyrir sér
stööuna á hinu stóra sýningar-
boröi en sneri þó fljótlega aftur
til fundar viö Karpov. Alls
hugsaöi Kortsnoj í 20 mínútur
um sinn næsta leik).
21. Hf — e1 (Eðlilegasti leikurinn
en kannski var Kortsnoj aö
hugsa allan þennan tíma um leiki
eins og t.d. 21. Be4 eða 21. Db3)
21. ... Hac8, 22. b3 — Hfd8, 23.
Be4 — Hc7, 24. Dd2 — Bg4, 25.
f3 — Be6 (Heldur kraftlítil og
ófrjó taflmennska beggja kepp-
enda gæti bent til þess aö þeir
væru farnir aö þreytast á þessu
langa einvígi enda engin furöa.
En Kortsnoj er þó ekki alveg af
baki dottinn og byrjar nú á því
aö notfæra sér peðameirihluta
sinn á drottningarvæng).
26. a4 — b6, 27. a5 — b5, 28.
cxb5 — Bxb3, 29. Hb1 — Bd5,
30. b6 — axb6, 31. Hxb6 — Hc6.
(í fljótu bragöi sýnist Kortsnoj
hafa fengið dágóö færi og eiga
kost á eftirfarandi framhaldi: 32.
Bxd5 — Hxd5, 33. He8 — Kg7,
34. Hbb8 og hótar máti á g8. En
svartur á mjög einfalda vörn viö
þessari innrás hrókanna á 8.
reitaröðina; svartur leikur 34.
. . ,h5! og léti glaður drottningu
sína af hendi fyrir báöa hróka
hvíts vegna hins hættulega
frelsingja á d-línunni sem færa
myndi svarti sigur að lokum.
Eftir aö báöir hvítu hrókarnir
væru farnir inn í herbúðir svarts
án knýjandi úrslita stæöi hvítur
berskjaldaöri en ella á heima-
slóöum og slíka áhættu tekur
Kortsnoj ekki um þessar mundir.
Hann leikur því áhættuminni
leik).
32. Hxc6! — Bxc6, 33. Bd3 —
Bd7, 34. a6 — Bf5 (Svartur
þvingar fram biskupakaup til
þess aö taka vald af hinu
hættulega framsækna a-peði
hvíts).
35. Df4 — Kg7, 36. Bxf5 — Dxf5,
37. Dxf5 — gxf5, 38. Ha1 (Eftir
skákina taldi Kortsnoj aö 38. Kf2
hefði veriö betri leikur en skákin
er samt aö öllum líkindum
jafntefli)
38. ... d3, 39. Kf2 — He8, 40.
Ha2 — He7, 41. Hd2 — He6.
Jafntefli.
Lokastaðan:
á íslandi
Suðurlandsbraut 20, sími 38772, Reykjavík.
Þeir sem lagt hafa inn pantanir
eru vinsamlega beðnir að hafa
samband við umboðið
Nokkrum bílum óráðstafað
CIYIC1979
ÆcÖRD 1979
HONDA
bifreidar
árgerð
1979
eru kom nar
til landsins