Morgunblaðið - 19.09.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.09.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1978 Minning: Kristján Bjartmars fyrrum oddviti 31 Aukning á Islands- flutningum Smyrils 240 tonn af kjöti og 60 tonn af heyi til Færeyja Þegar ég nú á útfarardegi míns ágæta vinar Kristjáns Bjartmars, læt hugann reika til liðinna stunda, koma margar myndir fram í hugann um leið og mynd vinar míns líður fyrir hugann. I rúm tvö ár hafði Kristján dvalist í sjúkrahúsinu hér, með dvínandi heyrn og myrkur fyrir augum. Að beði hans kom ég oft og dáðist að gleði hans og jafnaðargeði á hverju sem gekk. Þakklátur var hann góðum guði fyrir handleiðslu hans og góðar gjafir. Hann átti gott heimili og góða fjölskyldu. Það var hans aðal, því að verald- legir fjármunir voru honum ekkert kappsmál. Atvikin höguðu því svo að við störfuðum saman á mörgum svið- um. Við vorum fjölda mörg ár saman í skattanefnd og mikið af oddvitatíð hans var ég endurskoð- andi og honum því handgenginn. Þá höfðum við báðir gaman af græskulausri kímni og kunnum vel að meta það sem kátínu vakti. í félagsstarfi vorum við og lengi saman. Allt þetta varð til þess að leiðir okkar lágu oft saman og engan skugga bar þar á. Kristján var fæddur að Hara- stöðum í Vesturhópi í Húnavatns- sýslu 4. mars 1886 og var því rúmlega 92 ára þegar hérvistar- dögum lauk. Hann var sonur Ingibjargar Guðmundsdóttur og Bjartmars Kristjánssonar, síðar bónda að Neðri Brunná í Saurbæ, en á þeim bæ ólst Kristján upp. Hann varð þeirrar hamingju njótandi að komast til Torfa í Olafsdal, vinna og nema þar og vitnaði hann oft til þeirrar undir- stöðu er hann fékk undir líf sitt. Átti hann þaðan margar og góðar endurminningar. Til Stykkishólms liggur leiðin svo árið 1907 þar sem hans heimilisfesta var æ síðan. Kristján hafði óvenju mikla löngun til náms en efni voru ekki fyrir hendi og var því gripið til sjálfsnáms og þannig að því staðið að það varð notadrjúgt. Atvikin höguðu því svo að hann fór að stunda kennslu og fór á kennaranámskeið í Reykja- vík 1911. Þá kenndi hann um skeið en fór síðan að verslunarstörfum sem hann sinnti til 1931 að hann var kjörinn oddviti Stykkishólms- hrepps og var það óslitið til 1954. A þeim árum sem Kristján hóf oddvitastörfin var ekki bjart um að litast með íslenskri þjóð hvað efnahagsmál snerti og úr litlu jafnan að spila og því lítið framkvæmdafé. Dagurinn í dag og morgundagurinn voru látnir hafa sínar þjáningar og oft sagði Kristján mér frá andvökunóttum þegar hann sá varla fram á hvernig næsta dags verkefni leyst- ust. Þá var gott að eiga þetta ágæta skap sem hann hafði jafnan og geta brosað framan í erfiðleik- ana. Og vissulega leystust þeir. Bjartsýnin varð yfirsterkari. Þegar ég kom til Stykkishólms 1942 var farið að rofa til og menn leyfðu sér þann munað að hugsa til framtíðarinnar, enda ekki vanþörf á. Kreppuárin þótt köld væru höfðu stælt umbótahugann og það sem best var, höfðu þrátt fyrir allt fremur aukið manndáð en hiO. Og landinn hafði stælst við erfiðleik- ana. Kristján var maður nýs tíma. Hann tók því fegins hendi við bjarma nýs dags. Á hans tíma hurfu vatnspóstarnir fyrir nýrri vatnsveitu lengst ofan úr fjöllum. Rafveitán var stækkuð og stórauk- in. Hafskipabryggjan var endur- byggð varanlega og svona mætti lengi telja. Það var ekki trútt um að ýmsir kviðu fyrir að þurfa að greiða allar þær skuldir sem þá voru myndaðar. Menn vissu lítið um framvindu málanna. Saga Kristjáns verður þetta tímabil samofin sögu Hólmsins. Viðgang- ur hans var Kristjáns hjartans mál. Borgun fyrir störfin virtist aukaatriði og þótt heimilið væri stórt, var eins og alltaf væri þar ríkidæmi nóg. Um það sáu hans ágætu konur. Fyrst Petrína Ingv- arsdóttir frá Slitvindastöðum sem var hans lífsförunautur frá 1916 til 1930 er hann missti hana frá 4 börnum í æsku. Var það mikið áfall. Systir hennar Sólborg kom þá á heimilið og annaðist það upp frá því. Þau giftust 1933 og eignuðust saman 1 dóttur og lifir Sólborg mann sinn. Kristján var mikill unnandi íþrótta og ísl. glímu mat hann mikils enda þjónaði henni um árabil. Kristindómurinn átti í honum tryggan málssvara. Barns- lega trúin hans bar aldrei fölva. Hún var jafn tær og í upphafi. Hann var um 30 ár í sóknarnefnd og mörg ár safnaðarfulltrúi. Söng- maður var Kristján góður og hafði yndi af hljómlist. I kirkjukórnum var hann um áraraðir. I leikfélagi var hann og um fjölda ára. Kristján las mikið og átti gott bókasafn. Mér er sérstaklega í minni hvað hann hafði mikið dálæti á spádómum píramídans og Dagrenningu Jónasar Guðmunds- sonar. Þar fór ekki eitt orð án athugunar. Oft var Dagrenning okkur umræðuefni og lásum við saman kafla úr því riti. Fornar dyggðir voru uppistaða í lífi og starfi Kristjáns. Bókakostur hans bar vitni um að þar fór engin hræsni né hálfvelgja. Glaður var hann jafnan og reifur í vinahóp og hvar sem hann kom var léttara á eftir. Það var hans aðal. Þær voru ekki margar vikurnar í Hólminum að ekki bæri fundum okkar saman og ósjálfrátt dróg- umst við hvor að öðrum. Það var okkar beggja gróði og sá gróði mun lengi endast mér fram um veg. Vini átti Kristján marga og hlýir hugir streymdu til hans á merkum tímamótum. Stykkis- hólmshreppur gerði hann að heið- ursborgara fyrir vel unnin störf og það mat Kristján mikils. I dag þegar hann var kvaddur af fjölmenni í litlu og vinalegu kirkjunni í Hólminum, var svalt úti. Það minnti óneitanlega á baráttuna sem hann varð að heyja fyrir sveitungana og framtíð þeirra á erfiðum tímum. Sólin braust fram úr þykkninu þegar kistan var borin úr kirkju. Einnig táknrænt. Sólargeisla lífsins kunni hinn ágæti vinur minn að meta og þakka. Ég var fjarverandi þegar hann lést. En áður en sú ferð var farin var ekkert sjálfsagðara en að heimsækja Kristján á sjúkrahúsið og kveðja. Og þrátt fyrir allt var sama brosið um varir hans. Við skiptumst á orðum, gamanið var okkur svo tamt á tungu að veikindin viku til hliðar. Nokkru síðar sofnaði hann rólegum svefni. Nýr áfangi. Guð gefi honum allar stundir sem bestar og ég veit að hann mun reyna að svo sem sáð er svo skal uppskera. Þökk fyrir litríka og vinaríka samfylgd. Guð blessi minn kæra vin. Stykkishólmi 9. sept. 1978. Jón Ilelgason. SMYRILL fór síðustu sumarferð sína frá Seyðisfirði s.l. laugardag. I sumar hefur skipið flutt frá Seyðisfirði til Færeyja alls 3206 farþega og 820 bíla og frá Færeyj- um hafa komið 3288 farþegar og 839 bílar. Frá Færeyjum til Scrabster í Skotlandi hafa farið 3839 farþegar og 726 bílar og frá Scrabster til Færeyja hafa farið 3050 farþegar og 512 bílar. Á milli Færeyja og Bergen hafa farið 3916 farþegar í sumar og 659 bílar og 4787 farþegar frá Bergen til Færeyja og 899 bílar. Álls fór skipið 16 ferðir til íslands, eða vikulega. Hér er um að ræða aukningu frá s.l. ári og er mest aukning á Skotlandsleiöinni, en einnig á Islandsleiðinni,' en flutn- ingar til Noregs eru svipaðir og áður, að sögn Öbbu Sveinsdóttur á afgreiðslu Smyrils á Seyðisfirði. Smyrill flutti talsvert magn af kjötUfrá Islandi í sumar eða 240 tonn til Færeyja og 61 tonn af heyi til Færeyja af Héraði. ; fi / ?s (OMIC) 312 PQ V PMICJ 312 Pog , 312 PD Ny reikmvel byggð eftir forskrift Skrifstofuvéla hf. Reynsla Skrifstofuvéla h.f. og óskir við- skiptamanna okkar var höfð til hliðsjónar, þegar hin nýja OMIC reiknlvél var hönnuð. Vlð lögðum áherslu á lipurt talnaborð, hraðvlrka prentun, lausan strlmil, grelni- legar Ijósatölur í grænum lit, tólf stafa út- komu, og sjálfstætt minni, auk allra nýjustu tæknlþátta. »V*'Cíí, Útkoman er OMIC: Létt (2,1 kg) talleg og áreiöanleg reiknivél tll fjölbreyttustu verketna SKRIFSTOFUVELAR H.F. HVERRSGATA A Hverfisgötu 33 Sími 20560 Við byggjum upp framtíð fyrirtækis þíns. Afmœlis- og minningargreinar AF GEFNU tilefni skal það enn ítrekað, að minningargreinar, sem birtast skulu í Mbl., og greinarhöfundar óska að birtist í blaðinu útfarardag, verða að berast með nægum fyrirvara og eigi síðar en árdegis tveim dögum fyrir birtingardag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.