Morgunblaðið - 19.09.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.09.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1978 Aðgerðir fatlaðra: Jafnréttisgangan í dag Hreinn Halldórsson og Arnór Pétursson í fararbroddi JAFNRÉTTISGANGA Sjálfsbjargar hefst við Sjó- mannaskólann kl. 3 í dag og verður gengið að Kjarvals- stöðum. Þar mun borgar- stjórn Reykjavíkur taka á móti fötluðum og munu þeir Rafn Benediktsson, Theódór Jónsson, Arnór Pétursson, Magnús Kjart- ansson og Vilborg Tryggva- dóttir flytja stutt ávörp fyrir hönd fatlaðra. Gangan verður þannig skipulögð að í fararbroddi verða þeir Arnór Pétursson formaður íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík, hann mun bera fána Sjálfsbjarg- ar félags fatlaðra, og Hreinn Halldórsson kúlu- varpari en hann mun bera íslenzka fánann. Á eftir þeim verður fatlað fólk í hjólastól, síðan annað fatl- að fólk sem gengur með stafi eða hækjur. Næst því koma mæður með unga- börn í vögnum, fatlaðir frá Reykjalundi á hestbaki, strætisvagnar fyrir þá sem ekki treysta sér til að ganga, einkabílar, lúðra- sveit með ungu fólki úr Breiðholti og Árbæ undir stjórn Ólafs Kristjánsson- ar og síðast í göngunni kemur annað stuðningsfólk fatlaðra. Þar sem forráðamenn göngunnar gera ráð fyrir því að það komist ekki allir inn á Kjarvalsstaði þá biðja þeir fólk að koma sér fyrir sunnan við húsið því að þar munu verða hátalar- ar svo að það geti heyrt það sem fram fer inni. Á blaðamannafundi sem haldinn var í gær kom fram hjá forráðamönnum jafnréttisgöngunnar að þeir hafi leitað til margra aðila um stuðning. Öll Hreinn Halldórsson samtök launafólks hafa heitið þeim stuðningi og einnig hefur vinnuveit- endasambandið sagt að það heimili leyfi frá störfum vilji fólk taka þátt í göng- unni. Þá hefur og verið leitað til nemenda í menntaskól- um í Reykjavík og Hafnar- firði og munu þeir hjálpa til við skipulagninguna. Einnig hefur verið óskað eftir þátttöku úr skólum og stofnunum þar sem fatlað fólk er og þá ekki eingöngu bundið við hreyfifötlun en Arnór Pétursson einnig sjónleysi, heyrnleysi og hvers konar aðra fötlun. Búist er við að á milli 4—500 meðlimir í Sjálfs- björgu taki þátt í göngunni og þar af 1—200 í hjólastól- um. Sjálfsbjörg hvetur fólk eindregið til að mæta í göngunnl og Magnús Kjart- ansson framkvæmdastjóri þessara aðgerða sagði á fundinum í gær að ef þessar aðgerðir tækjust vel þá yrðu þær upphaf af mjög örri þróun í jafnrétt- ismálum fatlaðra. Magnús Kjartansson 3 Kjartan Gunnarsson endurkjörinn form. Heimdallar AÐALFUNDUR Heimdallar, samtaka ungra sjálfstæðis- manna í Reykjavík, var hald- inn í Valhöll sl. sunnudag. Á fundinum var Kjartan Gunn- arsson einróma endurkjörinn formaður félagsins fyrir næsta starfsár en auk hans voru kjörnir í stjórn Heim- dallar: Árni Sigfússon, Bárð- ur Steingrímsson, Einar Pét- ursson, Gísli Baldvinsson, Guðmundur Engilbertsson, Jón Bragi Gunnlaugsson, Júlíus Hafstein, Linda Rós Michelsdóttir, Pétur Rafns- son, Ólafur H. Sverrisson og Sverrir Jónsson. Þá var á fundinum sam- þykkt stjórnmálaályktun og verður hún birt síðar í blaðinu. Fjármálaráðherra um greiðslu 1300 millj. kr. til bænda; Útgjöld stjórnarinnar munu standast á við álagðar tekjur samkv. bráðabirgðalögunum Séra Kristján Róbertsson ok kona hans, Auður Guðjónsdóttir. Ljósm. Emilía. Séra Krístján Róbertsson kjörinn Fríkirkjuprestur TÓMAS Árnason, fjármálaráð- herra, var í gær spurður hvenær áformað væri að greiða bændum það verðjöfnunargjald, sem ákveðið hefur verið í ár á sauðfjárafurðir en ákvæði er um það í starfslýsingu ríkisstjórnar- innar að þetta gjald skuli endur- greitt og hefur formaður Stéttar- samhands bænda, Gunnar Guð- bjartsson, sagt að hér sé um nær 1300 milljónir króna að ræða. Tómas sagði að rétt væri að ákveðið væri að greiða þetta gjald en ekki lægi enn fyrir hvað það „N.S.U. álítur rétt vera að veiðar í laxveiðiám og öðrum vötnum séu ekki látnar af hendi við fáa aðilja, með því að leigja þær auðmönnum eða fyrirtækjum. Sala veiðileyfa á Ragnar utan á ráðherrafund RAGNAR Arnalds menntamála- ráðherra situr nú ásamt Birgi Thorlacíus ráðuneytisstjóra fund menntamálaráðherra Norðurland- anna, sem haldinn er á Álandseyj- um. Er ráðherrann væntanlegur heim aftur á laugardag. væri hátt. Ekki væri þó ákveðið hvenær það yrði greitt og að- spurður um hvort það yrði greitt fyrir næstu áramót sagði Tómas að hann gæti ekki sagt til um hvað mikill hluti þess eða hvort gjaldið yrði allt greitt fyrir áramót. Fjármálaráðherra var að því spurður hvernig áformað væri að afla tekna til að mæta þessum útgjöldum en þessar 1300 milljónir króna voru ekki inn í áætlun þeirri er ríkisstjórnin birti um tekjur og gjöld vegna ráðstafana bráða- sanngjörnu verði hlýtur að vera það, sem réttilega er stefnt að þegar um er að ræða að nýta veiðiréttinn." Þannig hljóðar upp- haf fréttatilkynningar frá fram- kvæmdanefnd Nordisk Sportfisker Union, en fundur nefndarinnar var haldinn í Ósló 4. og 5. sept. s.l. Á fúndinum kom fram að NSU hefði sínar efasemdir um þá framkvæmd, sem höfð er í sam- bandi við gildandi reglur um sótthreinsun veiðarfæra. Formaður framkvæmdanefndar Nordisk Sportfisker Union er Hákon Jóhannsson og ritari Friðr- ik Sigfússon. birgðalaganna. Tómas sagði: „Eg hef sagt að þau útgjöld sem ríkisstjórnin hefur stofnað til á þessu ári munu standast á við álagðar tekjur samkvæmt bráða- birgðalögunum." Ráðherrann vildi ekki svara frekari spurningum um þetta efni en sem kunnugt er gerði áætlun ríkisstjórnarinnar um út- gjöld vegna bráðabirgðalaganna ráð fyrir að útgjöld þeirra yrðu á þessu ári 4.750 milljónir króna og í þeirri áætlun var meðtalin greiðsla á fyrrnefndu verðjöfnun- argjaldi, sem talið er nema nær 1300 milljónum króna. Tekjur ríkissjóðs af bráðabirgðalögunum voru hins vegar í áætluninni áætlaðar 1.570 milljónir til ára- móta. Sprengiefni stolið á Raufarhöfn Á LAUGARDAGSKVÖLD var brotist inn í geymsluhúsnæði í svonefndu Gamla bakaríi á Raufarhöfn og stolið þaðan einum 16 túpum af sprengiefni og 10 hvellettum. Var sprengiefnið eign bæjarfélagsins. Tveir drengir, 13 og 14 ára, hafa nú viðurkennt að hafa stolið sprengiefninu en ekki hefur þeim þó tekist að gera grein fyrir því hvar allt sprengiefnið er niður komið og hefur aðeins hluti þess komið í leitirnar. SÉRA Kristján Róbertsson prest- ur í Kirkjuhvolsprestakalli var á sunnudag kosinn prestur Frí- kirkjusafnaðarins í Reykjavík og hlaut hann í kosningunni 99% greiddra atkva^ða og var um lögmæta kosningu að ræða. Sr. Þorsteinn Björnsson la'tur af embætti og kveður söfnuðinn 24. sept. og 1. okt. §etur hann sr. Kristján í embættið. Mhl. ra'ddi stuttlega við sr. Kristján og spurði hann fyrst hvað honum væri efst í huga er hann tækist á hendur starf hjá Fríkirkjunni. — Mér er efst í huga þakklæti til allra sem unnu að þessari kosningu, sagði sr. Kristján, og ég hugsa mjög gott til alls samstarfs við fólkið í þessum söfnuði. Það er talsverð breyting að flytjast úr Þykkvabæ og taka að sér starf í stórum söfnuði, en ég var um sex ára skeið prestur á Akureyri og þjónaði í tæpt ár við Dómkirkjuna í Reykjavík, þannig að ég er ekki alveg ókunnugur stærri söfnuðum. Við þetta má bæta, að sr. Kristján starfaði um tíma í Vesturheimi og var einnig prestur í Siglufirði í nokkur ár. — Það má eiginlega segja að ég hafi prófað allar tegundir presta- kalla, sagði sr. Kristján ennfrem- ur. Ein ástæðan til þess að ég hugsa gott til samstarfsins í Fríkirkjusöfnuðinum er sú, að ég hefi í mörg á verið fríkirkjumaður í hugsun. Ég kynntist henni í Vesturheimi og finnst fríkirkjan vera hið eðlilega form starfsins. Svo sem fram kemur í frétt annars staðar í blaðinu fundust höklar Fríkirkjunnar á sunnudag- inn og kvaðst sr. Kristján Róberts- son hafa fagnað því mjög — það var vissulega mikið gleðiefni og góð viðbót við allt það ánægjulega sem einkenndi þennan dag. Kona sr. Kristjáns er Auður Guðjónsdóttir. Stangaveiðimenn á Norðurlöndum: Ár verði ekki leigðar fyr- irtækjum og auðmönnum - ♦ «

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.