Morgunblaðið - 19.09.1978, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.09.1978, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1978 37 siðleysi margra landsins barna uppúr fermingu áhyggjuefni. Bak við áfengisþambið leynast menn- ingarbrengl ásamt tilfinningaleg- um og geðrænum skekkjum. Ástæðurnar fyrir ofneyzlu áfengis eða annarra vímuefna eru marg- slungnar og margt á huldu í dökku djúpi blóðsins. Ofdrykkju verður ekki hnekkt með einfeldnislegum yfirlýsingum af því tagi sem flæða frá Skandinavíu. Það er líklegt að hinir íslenzku bindindisfrömuðir eigi einhver betri úrræði í poka- horninu en að sækja fundi skandi- navíumanna og beygja sig undir álvktanaáráttu þeirra. E.A." • Gripu í tómt Húsmóðir á Sauðárkróki var heldur óánægð með þjónustu varðandi kjötsölu þar nyrðra, en hún sagði að nú fyrir helgina þegar húsmæður á Sauðárkróki hefðu ætlað að gera helgarinn- kaupin og fá kjöt á gamla verðinu, þá hefðu þær gripið i tómt. Þær voru upplýstar um að allt kjöt hefði verið sent suður og líklega gætu því Reykvíkingar haft það á borðum sínum næstu vikurnar. Fannst húsmóðurinni þetta heldur lítil þjónusta við heimili á Krókn- um, að kjötbirgðir staðarins skyldu hafa verið sendar suður, en ekki séð til þess að eitthvað yrði eftir handa heimamönnum. • Gangnavísa Allmikið hefur verið sent af vísum og verða þær áð bíða birtingar margar í bili a.m.k., en vegna þess að nú standa réttir yfir er birt hér vísa um göngur og hana sendi maður sem vill láta nefna sig sveitamann á mölinni. Aðrar vísur hans verða að bíða betri tíma. Eftir viku arg og sveim andar kauði léttar. Tvílembinga-tittum tveim tókst að ná til réttar. • Einföldum bankakerfið Eftirfarandi vangaveltur hafa borizt frá einum, sem oft segist leggja leið sína í banka og kveðst hafa komizt að þeirri niðurstöðu að i bankakerfinu megi einfalda vissa hluti og grípa til meiri hagræðingar: „Sem kunnugt er mun eitt af stefnumörkum nýrrar stjórnar vera það að einfalda eitthvað hankakerfið, þ.e. talað hefur verið um sameiningu tveggja banka. Ekki skal ég leggja neinn dóm á hvort það er rétt eða hagkvæmt, en sjálfsagt má einfalda banka- kerfið nokkuð. Þessi grunur hefur að minnsta kosti læðst að manni oft þegar staðið er í biðröð í banka og beðið (en til þess þarf gífurlega þolin- mæði, ekki sízt í hádeginu á föstudögum), og staðfestir ráð- stefna bankamanna, sem hér var EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐENU nýlega haldin, þennan grun. Þar mun hafa komið Jram samkvæmt fréttum, að mjög mikinn hluta bankastarfa er hægt að vélvæöa. Talað var um að 80% bankastarfs- manna yrðu óþarfir eða allt að því ef ég man rétt. Þarna tel ég að við fáum efni til umhugsunar. Þegar talað er um að einfalda ieða grípa til hagræðingar, er það þá ekki einmitt fólgið í því að hafa hemil á fjölgun starfs- manna, a.m.k. eða jafnvel fækka þeim? Bankamenn lýstu nokkrum áhyggjum að mér fannst við þá frétt að hægt væri að vélvæða svo mjög í bönkum, en ég hefði talið það fagnaðarefni, því þá er e.t.v. frekar hægt að spara verulega og hagræða rekstrinum þannig að t.d. þeim fjölda bankamanna sem nú vinna eru tryggð störf um alla framtíð, en hins vegar að ekki sé þörf á fjölgun. Það hlýtur að vera hugmynd allra bankastarfsmanna að geta unnið fljótt og vel að afgreiðslu mála og því hlýtur vélvæðing innan einhverra eðli- legra marka að geta verið jákvæð. Einn sem oft fer í banka." HÖGNI HREKKVÍSI „Pabbi þinn er kominn til Kanada.“ Héraðsfundur Isa- fjarðarprófastdæmis HÉRAÐSFUNDUR Ísaíjarðar- prófastsdæmis var haldinn sunnudaginn 17. september 1978 í Ilolti í Önundarfirði og hófst með hátíðarguðsþjónustu í Holts- kirkju kl. 11.00. Séra Jakob Iljálmarsson á Isafirði prédikaði. séra Gunnar Björnsson í Bolung- arviðk þjónaði fyrir altari fyrir prédikun og skírði eitt barn og settur prófastur. séra Lárus I>orv. Guðmundsson í Ilolti, út- deildi altarissakramenti. Kirkju- kór söng undir stjórn Brynjólfs Arnasonar organista á Vöðlum. Meðhjálpari var Guðmundur Ingi Kristjánsson. skáld og bóndi á Kirkjubóli í Bjarnardal. Héraðsfundarstörf hófust í Holtsskóla kl. 16.00 en áður höfðu fundarmenn og aðrir kirkjugestir þegið kaffiboð prestshjónanna í Holti, séra Lárusar Þorv. Guð- mundssonar og frú Sigurveigar Georgsdóttur. Pófastur setti fund- inn með ræðu. Minnist hann tveggja látinna kennimanna og eins látins safnaðarfulltrúa, er um langt skeið brugðu svip sínum á mannlíf á Vestfjörðum, þeirra séra Jóhannesar Pálmasonar á Stað í Súgandafirði, séra Stefáns Eggertssonar prófasts á Þingeyri og Guðmundar Gilssonar, fyrrum bónda í Innri-Hjarðardal. Mun síst ofmælt þótt sagt sé, að þessir menn hafi reynst söfnuðum sínum vel, hver í sínum reit. I símskeyti sendi fundurinn kveðju til séra Sigurðar Kristjánssonar, fyrrum prófasts á Isafirði, en hann lét af störfum á fyrra ári fyrir aldurs sakir. Einnig sendi fundurinn heillaskeyti nýjum kirkjumálaráð- herra, Steingrími Hermannssyni, þingmanni Vestfjarðakjördæmis. Prestar og safnaðarfulltrúar ræddu helstu tíðindi og verkefni sinna sókna, en að því loknu tók til máls sérstakur gestur þessa hér- aðsfundar, Aðaisteinn Steindórs- son, umsjónarmaður kirkjugarða og flutti erindi um kirkjugarða, hlutverk þeirra, gerð og umhirðu. Urðu umræður um erindi hans, sem var fróðlegt og vekjandi, og svaraði Aðalsteinn fýrirspurnum fundarmanna. Fram kom, að víða á Vestfjörðum er snyrting garðana góð og leiðir/til fyrirmyndar, en annars staðar í héraðinu er hvoru tveggja ábótavant. Vanhirða staf- ar oft af óþarflega fyrirferðamikl- um búnaði leiða og verður af þeim sökum erfitt að koma við sláttuvél, að ekki sé minnst á ljái, sem færri kunna nú að fara með svo vel sé. Þeir, sem sáu landbúnaðarsýningu Búnaðarsambands Suðurlands munu kannast við nýja gerð sláttuvéla, er segja má að valdi gjörbyltingu á þessu sviði: ísmeygilegir nælonþræðir læsa sig leifturhratt um grasstráin líkt og höggormstungur og hreinslá ör- ugglega þá bletti, þar sem ómögu- legt er að beita öðrum verkfærum. Aðalsteinn umsjónarmaður mælti með þessum verkfærum, sem eru létt í meðförum og ekki tiltakan- lega dýr. Að öðru leyti minnti hann á nauðsyn þess að kirkju- garðar yrðu staðarprýði hverrar sóknar, enda yæru þeir oft það, sem gestir og gangandi veittu gleggst athygli í hverjum við- komustað. Eitt höfuðverkefni héraðsfunda er að ræða og úrskurða reikninga kirkna og kirkjugarða. Ber fjár- haldsmönnum kirknanna, gjald- kerum sóknarnefnda, að skila prófasti reikningunum, endur- skoðuðum af sóknarpresti, fyrir maílok ár hvert. Nokkuð hefur viljaö brenna við að vanskil verði á reikningum, dráttur á því að þeir berist prófasti í tæka tíð og stundum óendurskoðaðir. Þarf ekki að fjölyrða um óþægindi er af slíku ieiða, auk þess sem óskýrir reikningar tefja héraðsfundar- störf óg rýra þá stund, sem fundarmenn gætu varið til þarfrar umræðu um önnur málefni. Ástæður þessara vanskila kunna að vera þær, að uppsetning reikn- inga kann að vefjast fyrir reikn- ingshöldurum og endurskoðend- um, enda ef til vill flóknari en vera þyrfti. Var því samþykkt á fundin- um að fela þeim Brynjólfi Árna- syni á Vöðlum og Bjarna Pálssyni á Núpi að taka saman ásamt prófasti leiðbeiningaplagg um þessi efni, sem sent verður hlutað- eigandi fjölritað. Má vænta þess, aö ráðstöfun þessi auðveldi fjár- haldsmönnum kirknanna sitt þýð- ingarmikla verk. Þá var og sam- þykkt að stefna að því í framtið- inni að reikningar verði komnir í hendur prófasti fyrir maílok, svo og að halda héraðsfundi að jafnaöi fyrsta sunnudag í septembermán- uði. Héraðsfundinn sóttu 14 safn- aðarfulltrúar og þrí prestar. Að fundarstörfum loknum snæddu menn kvöldverð í Holtsskóla í boði sóknarnefndar Holtssóknar og hreppsnefndar Mosvallahrepps. Fundarslit fóru fram í Dalskirkju í Valþjófsdal, sem nýiega hefur hlotið prýðilega viðgerð og er hið fegursta guðshús. Þar flutti séra Jakob Hjálmarsson bæn, Brynjólf- ur Árnason og séra Gunnar Björnsson léku saman á orgel og selló og séra Lárus Þorv. Guð- mundsson sleit fundi með hugleið- ingu. Loks þágu fundarmenn kvöld- kaffi hjá hjónunum á Kirkjubóli í Valþjófsdal, þeim Ágústínu Bern- harðsdóttur og Björgmundi Guð- mundssyni. Höfn í Hornafirði: Brjóstmyndir af Þórhalli Daníelssyni og Ingibjörgu Friðgeirsdóttur afhjúpaður Höfn í Hornafirði, 18. september. í GÆR voru við hátíðlega athöfn afhjúpaðar brjóstmyndir af heið- urshjónunum Þórhalli Daníels- syni kaupmanni og konu hans Ingibjörgu Friðgeirsdóttur. At- höfnin hófst með guðsþjónustu í Ilafnarkrikju. síðan var gengið að myndastyttunum, sem standa rétt austan við Hótel Höfn. bar lék Lúðrasveit Hornafjarðar og Óskar Ilelgason oddviti hrepps- nefndar flutti minningarræðu um þau hjón og lýsti brautryðjenda- starfi þeirra hér. Að loknu ávarpi Oskars flutti Anna Þórhallsdóttir söngkona þakkarávarp og hún afhjúpaði einnig stytturnar. Ríkarður Jóns- son gerði styttuna af Þórhalli, en það var hans síðasta verk. Sigrún Guðmundsdóttir gerði styttuna af Ingibjörgu. Frá minnisvarðanum var svo gengið á Hótel Höfn til kaffidrykkju í boði hreppsnefndar Hafnarhrepps. Voru þar fluttar ræður, en fjöldi manns var við athöfn þessa úr öllum hreppum sýslunnar. Á meðan á athöfninni stóð var veður hið fegursta og þótti athöfnin takast vel. Þess má geta að kvöldið áður höfðu ættingjar þeirra Þórhalls og Ingibjargar haldið ættarmót að Hótel Höfn. Gunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.