Morgunblaðið - 26.09.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.09.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1978 11 Þorsteinn Sæmundsson: Nídfrelsi hinna útvöldu Undanfarna daga hefur hver heiöursmaðurinn eftir annan tekiö sér penna í hönd til þess að vara lesendur Morgunblaðsins við skrifum Hannesar Gissurar- sonar um kennara og kennslu við Háskóla Islands. I sjálfu sér ætti það að vera fagnaðarefni, að menn skuli nú gerast svo framtakssamir að mótmæla því sem þeir kalla níðskrif um samborgara sína. Hins verða menn þó að gæta, að þeir gangi ekki svo langt í vandlætingu sinni, að skrif þeirra verði ljótari en það sem þeir eru að gagnrýna. A ég þar sérstaklega við grein Halldórs Guðjónsson- ar í Mbl. síðastliðinn föstudag, því að sú grein er jafn full af stóryrðum og hún er snauð að röksemdum. Grein Arna Sigur- jónssonar, sem birtist í laugar- dagsblaðinu, er miklu málefna- legri og betur rökstudd, en jafnvel í þeirri grein má finna dæmi um hreinan útúrsnúning. Þann sama laugardag kemur fram á ritvöllinn Jóhann S. Hannesson, fyrrverandi skóla- meistari. Jóhann bregður fyrir sig vísu, sem hann leggur Hannesi Gissurarsvni í munn, og er á þessa leið: „Ég hef stolið æru martns / er því sjálfumglað- ur / svona er að vanta vit og sans / og vera blaðamaður." í framhaldi af þessu segir Jóhann, að „öllum sem um þjóðmál deila á þessu landi bráðliggi á að þessi málstaður (þ.e: málstaður Hannesarl öðlist betri málsvara". Jóhann mælir hér af umhyggju fyrir þjóðar- heill, því að hann er yfir allt ofstæki hafinn; a.m.k. segir hann sjálfur í k>k greinar sinnar, að hann sé hvorki ofurseldur þessum málstað né andstæðu hans. En úr því að ámæiisverð skrif eru á dagskrá, mætti ég þá minna Jóhann S. Hannesson á mestu rógsherferð sem um getur í íslenskri blaðamennsku, herferð sem hófst árið 1974 og er tæplega lokið enn, herferð sem hafði það markmið eitt að níða mig og aðra þá sem stóðu að undirskriftasófnun Yarins lands. Hvar var Jóhann S. Hannesson og aðrir vandlætar- ar, þegar fjöldi manns kepptist við dag eftir dag, viku eftir viku og mánuð eftir mánuð að ausa yfir okkur svívirðingum — þegar við vorum ítrekað sakaðir um athæfi, sem varða myndi við lög í nágrannalöndunum. sagðir ganga erinda bandarísku leyni- þjónustunnar CIA og safna gögnum sem færu beint til bandarískra sendimanna á Is- landi? Hvar var Jóhann, þegar verið var að drótta því að okkur, og það af þingmönnum í skjóli þinghelgi, að við hefðum mis- notað tölvu háskólans og staðið fyrir víðtækustu persónunjósn- um í sögu þjóðarinnar? Hlustaði hann á Sigurjón Pétursson taka undir þau margendurteknu ósannindi, að Sjálfstæðis- flokkurinn hefði haft aðgang að gögnum Varins lands og notað þau í kosningabaráttunni 1974? Og hvar skyldi Jóhann hafa verið þegar Svavar Gestsson, ritstjóri Þjóðviljans fullyrti í útvarpi daginn fyrir kosningar, að þau ummæli sem hann hefði viðhaft um mig og samstarfs- nienn mína væru ekki skætingur heldur rökstudd niðurstaða, og hann hefði sannanir, sem hann u 3«' »";¦¦* .1 £1 •* H" ^,.?*vH^"h-; &$£&> Guð}SÍ "5S>v»»: .BW**"5*' i'0'**' gæti lagt fram fyrir rétti? Hvar skyldi svo Jóhann hafa verið. þegar Svavar var minntur á þessi orð sín fyrir rétti og gefinn kostur á að standa við þau'!" Skyldi Jóhann hafa lesið það síðar. í dómi Hæstaréttar. að hinar alvarlegu aðdróttanir Svavars stæðu „óldungis órök- studdar"? Xei. Jóhann S. Hannesson hefur sennilega verið upptekinn viö annað. Hann stóð nefnilega í því, ásamt Páli Skúlasyni og fleirum. að stofna svonefndan „Málfrelsissjóð" til að sinna því göfuga hlutverki að styrkja'þá menn. sem slíkum vopnum beita í þjóðmálabaráttunni. Sem forystumaður „Málfrels- issjóðs" er Páll nú í erfiðri aðstöðu til að mótmæla ósann- gjörnum skrifum í sinn garð. En Páll þarf engu að kvíða. Hann á trausta vini, sem eru reiðubúnir að liðsinna honum. og skrifa þá óttalaust undir fullu nafni. en ekki bara undir dulnefni í Velvakanda. Ef í harðbakka slær getur hann leitað til einhvers hinna 150, sem ásamt honum sjálfum skrifuðu undir svívirðingaplagg um mig og sanistarfsmenn mína, sem birtist í Þjóðviljanum daginn fyrir kosningar 1974. I grein Arna Sigurjónssonar, sem fyrr er vikið að. segir á einum stað, að ekkert sé rangt við það að nota orð vísvitandi öðru vísi en viðurkenndar orða- bækur geri ráð fyrir. Mér sýnist á öllu, að Jóhann S. Hannesson, Páll Skúlason og aðrir stofn- endur „Málfrelsissjóðs" séu sömu skoðunar og noti orðið „málfrelsi" í alveg sérstökum skilningi: þ.e. níðfrelsi, sví- virðingafrelsi eða rógfrelsi, sem þó skuli vera takmarkað við tiltekna menn og tilteknar stjórnmálaskoðanir. Kvikmynd um gosið í Eyjum og eftirmála þess FYRIR nokkrum dögum var fréttamönnum og öðrum gestum sýnd mynd, sem Jón Hermannsson og Heiðar Marteinsson hafa gert um eldgosið í Vestmannaeyjum og eftirmála þess. Kvikmyndih byggir á myndum, sem Heiðar tók á löngu tímabili í Vestmannaeyjum, en hann er fréttakvikmyndamaður sjónvarps- ins þar. Hún er 25 mínútur að lengd og lýsir fyrst eldgosinu árið 1973 og fólksflutningum frá Eyj- um, en megináherzla er lögð á þá uppbyggingu, sem þar hefur átt sér stað síðan. Jón Hermannsson er höfundur handrits og texta, en þulur með myndinni er Magnús Bjarnfreðsson. Kv.að Jón hvötina að gerð hennar hafa verið þá að lýsa í samfelldri krikmynd bæði eldgosinu sjálfu og þróun byggðar í Eýjum að því loknu, en slíkt hefði ekki verið gert áður. í kvikmynd- inni eru notaðar myndir sem teknar voru í Evjum allt til ársins 1976. SVOMEIGA HIJSBYGGJEMHJR AÐ JEmmi SÉR Drátturinn stafar af mis- munandi túlkun úrskurðar — segir Þorsteinn Geirsson <r Við hörmum náttúrulega þann drátt sem orðið hefur á því að framkvæma úrskurð kjara- nefndar um málefni sjúkraliða. sagði Þorsteinn Geirsson skrif- stofustjóri í fjármálaráðuneytinu í samtali við Mbl.. en þessi dráttur stafar af því að við túlkum niðurstöður kjaranefndar á annan veg en sjúkraliðar. Þorsteinn sagði að nokkrar viðræður hefðu átt sér stað milli fjármálaráðuneytisins og fulltrúa starfsmannafélags ríkisstofnana, sem fer með málefni sjúkralið- anna og hefði á þeim viðræðufund- um verið skipst á skoðunum um framkvæmd úrskurðarins. — Á fundi okkar nú áðan lögðum við fram tillögur okkar sem fulltrúar sjúkraliðanna tóku til athugunar og ætlunin er áð ræða málin áfram á miðvikudag- inn, sagði Þorsteinn Geirsson að lokum. / sýningarsölum okkar að Suðurkmdsbrauí 6 Reykjavík og Glerárgötu 26á Akureyri, eru margar ólíkar uppsettar eldhúsinnréttingar. Þœr gefa ykkur góða hugmynd um hvernig hœgt er að hafa hlutina. Komið spyrjið okkur út úr um möguleikana sem bjóðast — verð, afhendingartíma, greiðslu- HAGIÍ Suðurlandsbraut 6, Reykjavík. Sími: (91) 84585. skilmála og yfirleitt hvað sem ykkur dettur í hug. Við tökum ituíl. skipuleggjum og teiknum ykkur að kostnaðarlausu og gerum tilboð án skuldbindinga afykkar hálfu. Eldhúsinnréttingar frá okkur henta þeim er gera kröfitr um gœði. Verslunin Glerárgötu 26, Akureyri. Sími: (96) 21507.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.