Morgunblaðið - 26.09.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.09.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1978 íþróttasamningurinn við Sovétmenn: „Skipst skal á sendinefndum á grundvelli gagnkvæmni" Hér er birtur í heild samningur sá sem undirirtaður var í Moskvu um samvinnu á sviði íþróttamála milli íslands og Ráðstjórnarríkjannai Menntamálaráðuneyti íslands og Líkamsræktar- og íþróttaráð ráðherranefndar Ráðstjórnarríkj- anna samþykkja eftirfarandi meginatriði sem grundvöll fyrir frekari samvinnu á sviði íþrótta milli íþróttasamtaka íslands og Ráðstjórnarríkjanna. Þessi sam- þykkt er gerð í samræmi við samkomulag um samvinnu á sviði menningarmála, vísinda og tækni milli íslands og Ráðstjórnarríkj- anna frá 25. apríl 1961, og er henni ætlað að efla frekari samvinnu á sviði líkamsræktar og íþrótta með það fyrir augum að treysta gagn- kvæman skilning milli æskufólks beggja landa. I. Báðir aðila telja að samnings- gerð til lengri tíma um meginatriði samvinnu á sviði íþrótta muni efla vinsamieg tengsl og auka samvinnu milli helstu íþróttasamtaka beggja landa. II. Aðilar munu leggja áherslu á efling almannaíþrótta og miðla hvor öðrum af reynslu sinni á því sviði. III. Með það í huga að efla vináttu og auka hæfni íþróttafólks á íslandi og í Ráðstjórnarríkjunum, munu báðir aðilar leitast við að efla og auka samskipti milli helstu íþróttasambanda og samtaka, auk þess sem leitast verður við að treysta önnur samskipti milli ýmissa samtaka beggja landanna á sviði íþrótta. Aðilar munu hafa samstarf um eftirfarandi eftir því sem henta þykir og við verður komið: Þátttöku íþróttaflokka og ein- stakra íþróttamanna í keppni, bæði tvíhliða og með þátttöku fleiri landa. Skipti á þjálfurum, vísinda- mönnum og sérfræðingum til að veita gagnkvæmar upplýsingar og til að kynna sér reynslu í þjálfun íþróttafólks (allt að 20 daga ferðir). Þátttöku í námskeiðum og ráð- „Kom okkur á óvart er við heyrðum um undiiritunina" segja Gísli Halldórsson og Valdimar Ornólfsson „ÞAÐ KOM okkur á óvart er við heyrðum um að undirritaður hefði verið samningur um sam- skipti á sviði íþróttamála við Sovétríkin, og við höfum ekki fengið að sjá drög að samningn- um eins og ráðuneytið heldur fram," sagði Gísli Halldórsson, forseti íþróttasambands íslands í samtali við Morgunblaðið í gær kvöldi. „bessi samningur er ekki aðgengilegur fyrir okkur hvað varðar fjármálahliðina, þessi gagnkvæmu boð eru of dýr fyrir okkur," sagði Gísli ennfremur, „enda er samningurinn ekki á þeim grundvelli sem ég hafði talað um á fundi í Menntamálaráðuneytinu." Menntamálaráðuneytið sendi í gær frá sér eftirfarandi fréttatil- kynningu um málið, þar sem meðal annars er skýrt frá fundi með frammámönnum íþrótta- hreyfingarinnar, og að send hafi verið út drög að samningnum: „í Morgunblaðinu 22. þ.m. birt- ist fréttagrein um samkomulag varðandi meginatriði samvinnu á sviði iþróttamála milli íslands og Sovétríkjanna sem undirritað var snemma á þessu ári. í greininni gætir misskilnings þegar látið er að því liggja að samkomulag þetta hafi komið til án nokkurs samráðs við íþróttahreyfinguna á íslandi. Gerð samkomulags af þessu tæi kom fyrst til umræðu á fundi í menntamálaráðuneytinu 18. desember 1975 með fulltrúum frá íþróttanefnd Sovétríkjanna, þar sem fjallað var um samskipti landanna á sviði íþróttamála. Af íslenskri hálfu tóku þátt í þeim fundi, auk starfsmanna ráðu- neytisins og formanns íþrótta- nefndar ríkisins, forseti íþrótta- sambands íslands og formaður Ungmennafélags íslands ásamt fulltrúum nokkurra sérsamtaka sem boðaðir voru til umræðna um tiltekin viðfangsefni. I framhaldi af þessum viðræðum voru drög að samkomulagi send íþróttasam- bandi íslands, Ungmennafélagi íslands og íþróttakennarafélagi íslands til umsagnar með bréfum dags. 19. febrúar 1976. Eftir frekari athugun málsins var rammasamkomulag undirritað í Moskvu 24. febrúar 1978, og fylgir það hér með í ljósriti." Gísli Halldórsson sagði það rétt vera, að umræddir aðilar hefðu komið á fund í menntamálaráðu- neytinu, en hins vegar kvaðst hann ekki kannast við að hafa fengið sent uppkast að samningnum. Ekkert hefði heyrst frá ráðuneyt- inu um þetta mál eftir umræddan fund. Valdimar Örnólfsson, formaður íþróttaráðs ríkisins, sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gærkvöldi, að það hefði einnig komið sér á óvart er hann heyrði um undir- skrift samkomulagsins, hann hefði átt von á því að heyra nánar um málið áður en til þess kæmi, þó það snerti I.S.Í. vissulega meira. Ekki tókst að ná tali af Haf- steini Þorvaldssyni, formanni Ungmennafélags íslands vegna þessa máls í gærkveldi. stefnum sem haldnar eru í báðum löndum, er fjalla um bættan árangur íþróttamanna og aukna menntun þjálfara. IV. Aðilar hafa hug á að skiptast á þjálfurum til lengri tíma, sam- kvæmt sérstökum samningum sem byggðir yrðu á almennum reglum. íþróttagreinar og fjöldi .þjálfara ákvarðast af þeim íþróttasamtök- um beggja landa, er hlut eiga að máli. v Til að auðvelda og auka Hkur fyrir árangursríku samstarfi sam- þykkja samningsaðilar að gerð verði samstarfsáætlun til eins árs í senn. Skipti á drögum að slíkri áætlun fyrir næsta ár skulu fara fram í nóvember á yfirstandandi ári. yL Samningsaðilar munu skiptast á sendinefndum forystumanna íþróttahreyfingarinnar þegar ástæða þykir til og samkomulag verður um til að kynna sér þróun líkamsræktar og íþrótta, til að skiptast á upplýsingum um reynslu og ræða mál er varða tvíhliða samskipti á sviði íþrótta og hina alþjóðlegu íþróttahreyfingu. VII. Skipst skal á íþróttasendinefnd- um þegar samningsaðilar sam- þykkja, á grundvelli gagnkvæmni (gistiland greiði húsnæði, fæði, vasapeninga og ferðir innanlands, sendiland greiði ferðir til höfuð- borgar og til baka). Samskipti sem ekki er gert ráð fyrir í árlegum samræmdum áætlunum gætu haft annan fjár- hagsgrundvoll, ef báðir aðilar samþykkja. VIII. Samningur þessi öðlast gildi við undirritun og gildir í 5 ár frá undirskriftardegi. Gert í tveimur eintökum á íslensku og rqssnesku, og eru báðir textar jafngildir. Moskvu, 24. febrúar 1978. Flemming Dreisig Tónleikar í Dómkirkjunni í kvöld TÓNLEIKAR verða í kvöld í Dómkirkjunni í Reykjavík og hef jast þeir klukkan 20.30. Er það Tónlistarfélagið sem stendur fyrir tónleikunum, en á dagskrá verður söngur Hedwig Rummel og orgelleik- ur Flemming Dreisig, en þau eru bæði dönsk. Tónleikar þessir eru liður í samvinnu milli Norðurland- anna varðandi tónleikahald. Undanfarin ár hafa tónlistar- menn ferðast um Norðurlönd og haldið tónleika og er þessi ferð dönsku listamannanna síðasti liðurinn í þeirri sam- vinnu. Bræður í fang- elsum erlendis fyrir hasssmygl SAMKVÆMT upplýsingum, sem Mbl. hefur aflað sér, sitja nú tveir íslenzkir bræður í fangelsum erlendis vegna fíkniefnasmygls. Annar þeirra var handtekinn á dögunum í VÞýzkalandi og úr- skurðaður í gæzluvarðhald fyrir smygl á 4 kg af hassi. Ilinn bróðirinn afplánar langan fang- elsisdóm á Spáni fyrir að smygla inn í landið umtalsverðu hass- magni frá Afríku fyrir alllöngu. Bræðurnir eru báðir hálfþrítug- *®Mataruppskriftir Tú þess að hinfþlbreytta GOÐA -fiamkiðsla komi neytendwn aðsem bestum notum höfum við rtú hafið útgáfiu uppskrifta. Og tilaðaiévelaa húsmœðrumaðhalaa þessari útgáfiu tilhaga erfiáankghuMaðabokfi/rirþær. Þaðsemáðurhejurkomið út, verður enaurpmtíað smátt og smátt, þannig að þaðjalli inn í sajhið. RÁÐ og RÉTTIR ápa erindi til allra þeirra er kunna að meta góðan mat. Spyrjið um Raðog rétti ínæstu matvörubúð ^S Af uröasala ^ Kjötiónaöarstöó Kirkjusandi simi:86366

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.