Morgunblaðið - 26.09.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.09.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1978 21 að kvöld ja með góöum leik Akranesliðið lék góða knattspyrnu og í öllum blöðunum var Karli Þórðarsyni hælt fyrir sérstaklega góðan leik, enda hefur Karl sjaldan verið betri en í þessum leik. Hinn heimsfrægi þjálfari liðsins, Hannes Weisweiler, sagði á blaðamannafundi eftir leikinn að hann undraðist hve gott Akranes- liðið væri. Sagði hann að mark ÍA hefði verið það fallegasta í leikn- um og ljóst væri að í seinni leiknum á íslandi gæti allt gerst. I liði 1 FC Köln eru margir þekktustu knattspyrnumenn Vest- ur-Þýzkalands. Nú eru í liðinu 6 þýzkir landsliðsmenn, einn japanskur landsliðsmaður og einn belgískur landsliðsmaður. Þessir leikmenn eru Heinz Flohe, Bern- hard Cullmann, Harald Konopka, Herbert Zimmermann, Herbert Naumann og Dieter Múller, Yasuhiki Okudera og Roger van Gool. Flohe er þekktasti leik- maðurinn. Hann fótbrotnaði í heimsmeistarakeppninni í Argen- tínu og hefur ekkert leikið með síðan. Talið er víst að hann leiki sinn fyrsta leik eftir meiðslin gegn IA á Laugardalsvellinum. 1 FC Köln var stofnað árið 1948. Félagið hefur um árabil verið í hópi þekktustu knattspyrnufélaga Vestur-Þýzkalands og nú á 30 ára afmælinu fagnar félagið tvöföld- um sigri í Þýzkalandi, varð bæði deildar- og bikarmeistari. Áður hafði 1 FC Köln sigrað í vestur-þýzku deildarkeppninni 1962 og 1964 og í bikarkeppninni 1968 og 1977. Nokkrir af þekktustu knattspyrnumönnum Þjóðverja hin síðari ár hafa leikið með Köln, m.a. Wolfgang Overath, Wolfgang Weber, Heinz. Flohe, KarLHeinz Schnellinger, Johannes Löhr, Bernd Cullmann og Dieter Múller. Leikvangur 1 FC Köln heitir Mungersdorfer Stadion og er það nýr og stórglæsilegur leikvangur, sem rúmar 60 þúsund áhorfendur. Núverandi aðalþjálfari 1 FC Köln er Hannes Weisweiler, einn af þekktustu þjálfurum heimsins í dag. • Landsliðsmenn Akurnesinga í sumar, Pétur Pétursson, Karl Þórðarson og Árni Sveinsson. Ljósmynd RAX. Leikreynt lið hjá IA LEIKMENN IA: Jón Þorbjörnsson, markvöröur, 20 ára háskólanemi. Hóf aö leika með ÍA 1977 eftir að hafa leikið áður með Þrótti. Hefur leikið alls 60 leiki og skorað eitt mark. Á að baki 9 ungiingalandsleiki. Jón er ókvæntur. Guðjón Þórðarson, bakvöröur, 23 ára rafvirki. Hóf að leika með mfl. ÍA 1972 og hefur leikiö alls 146 leiki og skorað eitt mark. Á að baki 7 unglingalandsleiki. Guöjón er kvænt- ur Bjarneyju Jóhannesdóttur og eiga þau eitt barn. Árni Sveinsson, bakvörður, 22 ára trésmiöur. Hóf að leika með mfl. ÍA 1973 og hefur leikið alls 132 leiki og skoraö 21 mark. Á aö baki 18 landsleiki og 7 unglingalandsleiki. Árni er ókvæntur. Jón Gunnlaugsson, miövöröur, 28 ára forstööumaður. Hóf að leika með ÍA 1967 og hefur leikið 248 leiki og skoraö 30 mörk. Á að baki 5 landsleiki. Jón er kvæntur Elínu Einarsdóttur og eiga þau eitt barn. Jóhannes Guðjónsson, miövörður, 27 ára endurskoðandi. Hóf að leika með ÍA 1968 og hefur leikið 142 leiki og skorað eitt mark. Jóhannes er kvæntur Guðrúnu Guðmundsdóttur. Siguröur Halldórsson, miövörður, 20 ára trésmiður. Hóf að leika með mfl. ÍA 1976 og hefur leikið alls 36 leiki og skorað eitt mark. Á aö baki 2 unglingalandsleiki. Sigurður er ókvæntur. Jón Alfreðsson, framvöröur, 28 ára verkamaður. Hóf að leika með ÍA 1966 og hefur leikiö alls 283 leiki og skorað 27 mörk. Hefur leikið 4 landsleiki. Jón er ókvæntur. Jón Áskelsson, framvöröur, 21 árs trésmiöur. Hóf að leika með ÍA 1976 og hefur leikiö alls 60 leiki og skoraö 2 mörk. Jón er ókvæntur. Andrés Ólafsson, framherji, 27 ára bankagjaldkeri. Hóf aö leika meö ÍA 1968 og hefur leikið alls 122 teiki og skorað 21 mark. Andrés er kvæntur Rósu Pétursdóttur og eiga þau eitt barn. Matthías Hallgrímsson, framherji, 31 árs rafvirki. Hóf að leika með ÍA 1965 og hefur leikið 277 leiki og skoraö 152 mörk. Lék tvö síöastliðin keppnistímabil í Svíþjóð. Hefur leikið 45 landsleiki. Matthías er ókvæntur en á 2 börn. Karl Þórðarson, framherji, 23 ára rafvirki. Hóf að leika meö ÍA 1972 og hefur leikið alls 177 leiki og skorað 26 mörk. Hefur leikið 6 landsleiki. Karl er kvæntur Ernu Haraldsdóttur. Pétur Pétursson, framherji, 19 ára verkamaður. Hóf að leika með ÍA 1976 og hefur leikið alls 88 leiki og skorað 59 mörk. Hefur leikið 4 landsleiki. Pétur er ókvæntur. Kristinn Björnsson, framherji, 23 ára háskólanemi. Hóf aö leika meö ÍA 1977 eftir að hafa leikið áður með Val. Hefur leikið alls 59 leiki og skorað 20 mörk. Hefur leikið 2 landsleiki. Kristinn er ókvæntur en á eitt barn. Sveinbjörn Hákonarson, framvörður, 23 ára trésmiur. Hóf að leika með ÍA 1976 og hefur leikið alls 20 leiki. Sveinbjörn er ókvæntur. Sigurður Páll Harðarson, miðvöröur, 17 ára nemi. Hóf að leika með ÍA 1978 og hefur leikið 7 leiki. Sigurður er ókvæntur. Hörður Helgason, markvöröur, 29 ára kennari. Hóf að leika með ÍA 1972 og hefur leikið 41 leik. Lék einn unglingalandsleik. Hörður er kvæntur Sigrúnu Sigurðardóttur og eiga þau tvö börn. Ástvaldur Jóhannesson, tengi- liður, 16 ára nemi. Hóf að leika með mfl. (A 1978 og hefur leikið 2 leiki. Ástvaldur hefur leikið 4 drengja- landsleiki. Hann er ókvæntur. ÍJAÐI MEÐ MIKLU FJORI Mörk Vals: Bjarni Guðmunds- son 6, Þorbjörn Jensson, Steindór og Jón Pétur 4 hver, Gísli Blöndal 3 og Stefán Gunnarsson 1 mark. Fram og Ármann gerðu jafntefli LEIKUR Fram og Ármanns bauð ekki upp á mikil tilprif. Bæði liðin vantar mikiö upp á að vara komin í sæmilega æfingu. Mátti sjá mikinn mun á líkamspjálfun leikmanna Vals og Víkings sem léku é undan. Leikurinn var jafn allan tímann, en pó höfðu Ármenningar frekar frum- kvæðið í leiknum. Höfðu peir yfir í leikhléi 8—6. Sföari hálfleikur var mjög spennandi. Framarar náöu aö jafna leikinn þegar 9 mínútur voru til leiksloka. Var hart barist á loka- mínútunum. Fjöldi ágætra marktæki- færa fór forgöröum hjá báöum liðum. Þegar 2 mín. eru til leiksloka er staöan jöfn, 16—16. Þá nær Grétar Arnason forystu fyrir Ármann með góðu marki. Framarar hefja sókn og þegar aðeins 50 sek. eru eftir af leiknum jafnar Theodór Guðfinnsson fyrir Fram og endaöi leikurinn 17—17. Markhæstir hjá Fram voru þeir Birgir Jóhannsson og Gústaf Björns- son með þrjú mörk hvor. Hjá Ármann skoraði Jón Viðar flest mörk, 4. br. KR lagði Hafliða KR hafði betur í skotkeppni við Hafliða Pétursson. er KR og Leiknir leiddu saman hesta sína í Höllinni á sunnudaginn. í lokin stóðu KR-ingar uppi öruggir sigurvegarar. cn framan aí var leikurinn jafn. KR sigraði 27—18 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 11-10 KRívil. KR hafði ávallt forystu í leikn- um, en í fyrri hálfleik tókst Hafliða að halda í við þá með því að skora hvert markið af öðru og skoraði hann alls 10 mörk í fyrri hálfleik, eða öll mörk Leiknis. í síðari hálfleik fór hittni Hafliða hrakandi, enda höfðu KR-ingar þá loks rænu á að gæta hans eins og sjáaldurs auga síns. Er Hafliði hætti að skora, var enginn eftir til að taka upp merki hans, KR jók forystuna jafnt og þétt og sigraði að lokum stórt. Mörkin skoruðu, KR: Símon 7, Jóhannes og Björn 6 hvor, Ólafur 3 Einar, Kristinn qg Ævar 2 hver og Friðrik eitt. Leiknir: Hafliði 11, Guðmundur Kristinsson 3, Rúnar 2, Hafliði K og Diðrik sitt hvor. -gg. • ólafur Einarsson hefur brotizt í gegn um vörn Vals og reynir markskot. Brynjar Kvaran. sem stóð sig mjóg vel í leiknum, kemur út á móti til varnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.