Morgunblaðið - 26.09.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.09.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1978 31 Síminn hringir. Harmþrungin rödd og hás hvíslar: „Getur þú hjálpað mér? Þú hefur stundum gert þaö." „Hver ert þú?" Konan kynnir sig. Fráskilin móðir þriggja hraustra sona, sem allir eru á þrítugsaldri. Sjómenn, sem geta haft og hafa stundum milljón á mánuði, ef þeir vinna vel. Hún útskýrir: „Alltaf sama neyðin hjá mér. Þeir vinna stundum. En það er næstum verra. Þá fá þeir peninga, sem þeir eyða í brennivín, eitur, brjálæði og bíla." „Ég verð að flýja," heldur hún áfram, „fela mig. En þeir finna mig alltaf. Þeir ganga síðast frá mér dauðri eftir allar misþyrm- ingarnar. En ég get ekki lokað þá úti, sjúka, sára og slasaða eftir áflog og slys, ég verð að opna. Hvað get ég gert? Hvert á ég að leita?" „Nú er svo margt hægt að gera," svara ég. „Lögreglan er óþreytandi, hjálpar og hýsir. Svo er „Tían" á Kleppi, Ránar- gatan, Þingholtsstrætið, Vífils- staðir, Flókagötugöngudeildin og S.Á.Á. með Reykjadal og Free-Port alla leið vestur í Ameríku. Svo mætti nefna Hlaðgerðarkot, Gunnarsholt og Gufunes. Það er nú annað en var, meðan „rónarnir" hreiðruðu um sig í „Sirius" gamla við hafnar- bakkann." „Það er víst búið að reyna þetta allt meira eða minna," svarar röddin sorgmædda í símanum. „En allt til einskis. Þeir betla og blanda, fá krampa, delerium og kvalir. Afbrot, glæpir, á næsta leiti. Þeir eru allir „dauðir" inni hjá mér núna. Brutust inn um gluggann, þegar ég neitaði að opna. Og nú — nú er einn að æpa. Ég verð að flýja, flýta mér."---------- Og röddin rennur út í þung ekkasog. Titrandi hönd leggur símann á tækið. Þögn. Þögn. Hyldjúp, ræðileg þögn. Var þetta hluti úr hryll- ings-leiksýningu? Nei, þetta var þáttur úr hversdagsleika í borginni okkar bak við tjöldin. Þetta er neyð íslenzku þjóðar- innar. Og sannarlega er nú gert margt og mikið til að bæta úr fyrir drykkjusjúkum, sem nú nefnast alkoholistar. Margt, já, allt hefur þar breytzt til hins betra. En hvað er gert til að koma í veg fyrir sýkingu? Hvað er gert til að koma í veg fyrir berkla? Hvað er gert til að koma í veg fyrir lömun? Ætti kannski að sýkja fólkið fyrst af tæringu og lömunar- U^^ vió gluggann eftirsr. Árelíus Nielsson Neydaróp veiki sem allra flest. Og gera síðan auðvitað allt til að lækna það og endurhæfa? Hvað mundi vera gert, ef hægt væri að koma í veg fyrir krabbamein og kransæðastíflu? Hvílíkur fögnuður. Hvílíkur sigur. Allir vita, að drykkjusýki er enn hættulegri og hryllilegri en krabbamein, kransæðastífla og berklar. Allir vita, að það er hægt að koma í veg fyrir drykkjusýki. Þar er citt ráð óbrigðult bæði til að fyrirbyggja sjúkdóminn og lækna hann. Neytið ekki áfengis. En hvernig er því ráði fram- fylgt? Margir tala um neyð og neyðarástand, vegna þess að laun séu lág og dýrtíð mikil í landinu. En þau orð hljóma undarlega, séu þau borin saman við hljóm- inn, bergmál neyðarinnar, sem berst frá heimilum ofdrykkju- fólks, sem þrátt fyrir öll þau undur, sem fyrir það er gert fær ekkert öryggi fyrir sínum eigin börnum, feðrum eða mæðrum. Sú „neyð", sem verið er að lýsa í ræðum þingmanna, fram- bjóðenda og ráðherra, verka- lýðsforingja og bandalags há- skólamanha er ekki meiri en svo, að fólk hefur ráð á að uppfylla flestar sínar fjarlæg- ustu óskir, hvað þá nauðsynjar í mat, drykk og klæðnaði. Leikhús, danshús, kvik- myndahús, vínveitingahús eru troðfull kvöld eftir kvöld. Sólar- stranda- og sólarlandaferðir eru daglegt brauð. Námsstyrkir, starfsstyrkir, sjúkrastyrkir og eftirlaun eru í hvers manns höndum. Hér er því sannarlega tilefni til lofsöngs og þakka frekar en neyðarópa og vanþakklætis okk- ar hinna mörgu sem því miður kunnum aðeins þululærdóm hinnar köldu kröfu, sem þulinn er hugsunarlaust eins og Helga- kver forðum. En við kunnum ekki svo mikið sem stafrófið í lífsspeki fórna og auðmýktar, einingar og sam- starfs um að efla þann grunn, sem gjaldmiðill nefnist og þar með virðingu, heiður og traust gagnvart þjóð og landi. Það er eins og allir og ekki sízt hið svonefnda hámennta- fólk, sem ætti að eiga mest af skilningi og framsýni, eigi þá löngun æðsta að gera þennan gjaldmiðil — bjargið, sem af- koma ' hversdagslífs og starfa verður að byggja, ' að fisi í foksandi heimsku og harma. Laun eru ekki fyrst og fremst sú upphæð í tölum, sem útborg- uð er og í hendur fengin um mánaðamót. Blessun þeirra er ekki fólgin í núllum og tugstöf- um á launaseðli, heldur í því hvert gildi þeirra er í gulli á mörkuðum heims annars vegar og umfram allt því, hvernig er varið af þeim, sem við tekur. Sálarþroski launafólks gefur launum þess gildi ofar öllu öðru. Einum verða sömu laun auður, öðrum bölvun. Milljónir einar jafnvel í gulli, geta orðið og verða oft til hryllilegs tjóns og hræðilegrar bölvunar í höndum gráðugra, heimskra og eyðslusamra launa- þiggjenda. En nokkir aurar verða blessun í hönd hins góða og vitra. Þar sem sálin er ægileg eyðimörk, sprettur ekkert gott upp, þótt milljónum væri stráð og sáð í gulli, hvað þá í íslenzkum krónum, sem þessi hámenntaða og að ýmsu leyti fremsta þjóð meðal þjóða, skammast sín fyrir að láta sjást í bönkum og á mörkuðum menningarþjóða. Þarna er önnur tegund neyðar á íslandi, sem er að ýmsu leyti bæði orsök og afleiðing hinnar fyrstu og stærstu, áfengis- og eiturneyzlunnar, andleg neyð skammsýni og heimsku. Móðirin angistarfulla, sem ég minntist á í upphafi sagði: „Það er næstum verra, ef þeir eru með mikla peninga. Þá gera þeir sig brjálaða og halda svo áfram út í afbrot og glæpi." Og þá kemur þriðja tegund neyðar á íslandi, sem er afleið- ing hinna tveggja: Áfengisneyzl- unnar og heimskunnar. En það er öryggisleysi þeirra, sem næst standa þroskalausum, ofstækisfullum ofdrykkjumönn- um. Lögreglan tók drengina í sína vörzlu í nokkra klukkustundir. Reynt var að útvega þeim hælisvist á „Tíunni", „Sogni", Reykjadal, Gunnarsholti, Vífils- stöðum, Freeport o. s. frv. En — alls staðar yfirfullt, þrátt fyrir fagrar vonir, góð orð og fádæma fórnarvilja margra á leiðinni. „Þeim verður ekki haldið í fangelsi lengi án dóms. Það getum við ekki. Við erum frjáls þjóð í frjálsu landi. „Svipting" tekur sinn tíma. Jafnvel þótt þeir séu sviptir (sjálfræði) tekur sinn tíma að athuga það allt tilheyrandi skrifstofum. Kerfið er svo seinvirkt," var svarið. Og drengirnir eru lausir og undir kvöldið koma þeir heim í kjall- araíbúðina, sem móðirin er nýlega búin að fá og flytja í, með sínar litlu eigur. Hún neitar að opna. Þeir brjóta hurð og glugga. Hún flýr og felur sig. Þeir skeyta skapi sínu á öllu innan.dyra. Miklir og sterkir menn. Allt er brotið og bramlað. Síðast er lagt af stað með sjónvarpstæki eða stofuklukku út á götuna. „Flutningar um hánótt," hugsar lögreglan. „Eitthvað óhreint í handarkrikanum." Þeim er stungið inn það sem eftir lifir nætur. En klukkan hálfníu að morgni er fangageymslan opnuð. Vesa- lingar þjóðfélagsins, ógæfubörn borgarinnar skjögra fálmandi fótum út á götuna. Dauðadansinn hefst að nýju. Hér er engu hægt að bjarga. Jú, einu í bili, ef vel er vakað: Lífi móðurinnar. Hún verður að fela sig vel — én þó — morð ástvina gerast nú daglegt brauð. Heiðruðu dómsmálaherrar er kannski eitthvað hægt að bæta úr þessari þreföldu neyð: Græðgi. ofdrykkju og ó'rygg- isleysi? Þökk fyrir allt, sem gert er til að hjálpa drykkjusjúklingum í þeirra miklu neyð. En væri ekki rétt að athuga, hvað hægt er aö gera til að koma í veg fyrir þessa voðalegu sýkingu, þessa þreföldu neyð — þessi örvæntingaróp? Reykjavík, 5.9. 1978 Árelíus Níelsson Hermannaveik- in til Dallas New Vork. 23. septemher. Reuter. Heilbrigðisyfirvöld í Dallas skýrðu frá því í dag, að staðfest hefðu verið tvö tilfelli hermannaveikinnar í borginni og er það í fyrsta sinn sem veikinnar verður vart þar. Hinir sýktu voru meðal 36.000 þátttakenda í ráðstefnu fyrrverandi her- manna. agrunur leikur á, að tveir til viðbótar hafi tekið veikina í Dallas. Frá því að faraldurinn gaus upp í New York fyrir skömmu hafa einnig verið staðfest ellefu tilfelli her- mannaveikinnar í Memphis í Tennessee. Fimm þessara ellefu störfuðu á sjúkrahúsi og við rannsókn kom í ljós að veirur voru í lofthreinsiút- búnaði. Styrkið og fegríð líkamann Ný fjögurra vikna námskeid hefjast 2. okt. FRÚARLEIKFIMI — mýkjandi og styrkjandi. / MEGRUNARLEIKFIMI — vigtun — mæling — holl ráö. ¦ SÉRTÍMAR fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eöa meira. Innrítun og upplýsingar alla virka daga kl. 13—22 í síma 83295. Sturtur — Ijós — gufuböð — kaffi — nudd Júdódeild Armanns Ármúla 32. Kossamet Neweastle-upon-Tynne 23. september. Reuter. BRÉZKI plötusnúðurinn James Whale setti í dag nýtt heimsmet í að kyssa konur viðstöðulaust á vangann. Kygsti James 4.000 konur á átta klukku- stundum. Fyrra metið átti Bandaríkjamaður sem náði að kyssa 3.225 konur á átta klukkustundum á síðasta ári. Með einfaldri reikn- ingslist má finna út að James Whale hefur að jafnaði kysst einn koss á hverjum 7,2 sekúndum. Metið verður að sjálfsögðu skráð í heimsmetabók Guinnes. iV ? rs EFÞADERFRÉTT-S^j NÆMTÞÁERÞAÐÍ j, MORGUNBLAÐINU x $^m\ AlKíLÝSINGA-ll SÍMINN KR: 22480 1 ih Erum fluttir í eigið húsnæði að Lágmúla 5 ALÞJÓÐA LÍFTRYGGINGARFÉLAGIÐ H/F. Nýtt símanúmer 816 44

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.