Morgunblaðið - 26.09.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.09.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLADID, ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1978 17 AWACS lendir á Keflavíkurflugvelli. Hin torkennilega yfirbygging, sem lítur út eins og f júgandi diskur, er ratsjárloftnetið. Fyrsta AWkCS-þotan utan Banda- ríkjanna komin til varnarliðsins hér FYRSTA AWACSþotan, sem tekin er í notkun utan Bandaríkjanna, kom til Keflavíkur um hádegisbilið á laugardaginn var. Ætlunin er að hér á landi hafi tvær slíkar þotur bækistöð og er hin síðari væntanleg til Keflavíkur fyrir næstu mánaðamót. Til þessa haf a tíu slíkar þotur verið teknar í notkun, fimmtán að auki eru í smíðum f Bandaríkjunum um þessar mundir. AWACS-þoturnar eru búnar háþróuðum ratsjár- og tölvu- stýritækjum, og má raunar segja að hér sé um að ræða fljúgandi tölvur. Þær eiga að annast eftirlit á varnarsvæði Atlantshafsbandalagsins um- hverfis ísland, og eru svo afkastamiklar að þær geta fylgzt með ferðum milli 2—300 flugvéla í einu. Um borð er gert ráð fyrir 17 manna áhöfn, en sé langt úthald nauðsynlegt geta tvær áhafnir verið um borð og skipzt á. Þoturnar hafa mikið flugþol, en geta tekið eldsneyti á flugi, þannig að þær geta verið á flugi í marga daga samfleytt, ef á þarf að halda. Jerold Mack höfuðsmaður í bandaríska flughernum svaraði spurningum fréttamanna um AWACS-þoturnar skömmu eftir komuna hingað á laugardaginn, og kom þá meðal annars fram að einn helzti kostur þeirra felst í því að ratsjárnar um borð tilkynna um ferðir allra flugvéla á eftirlitsvæðinu, hvort sem þær fljúga hátt eða lágt, en lengi hefur það verið vandkvæmum bundið að fylgjast með vélum, sem fljúga í lítilli hæð. Auk þess að hafa auga með umferð í lofti úr AWACS er unnt að fylgjast með skipaferðum. Mack höfuðs- maður var að því spurður hvort hægt væri að gera sér grein fyrir þeim vinnusparnaði sem yrði með tilkomu þessara full- komnu tækja. Kvað hann útilok- að að áætla slíkt, enda vissi enginn enn sem komið væri um afkastagetu þeirra, því að sífellt kæmu í ljós nýir möguleikar varðandi vinnuhagræðingu. Þá var höfuðsmaðurinn að því spurður hvort ekki væri hægt að reka AWACS-flugið frá Noregi, þannig að óþarfi væri að hafa þoturnar hér á landi. Sagði hann það skoðun hernaðarfræð- inga að of áhættusamt væri að hafa svo dýr og fullkomin tæki, Jerold Mack höfuðsmaður útskýrir tækjahúnað AWACS um borð í þotunni. sem hér er um að ræða, svo nálægt landamærum Sovétríkj- anna. Sæju Norðmenn sjálfir um nauðsynlegt eftirlit þar um slóðir, og hefðu til þess mjög fullkomnar ratsjárstöðvar á landi, örskammt frá landamær- unum, og hefðu þannig auga með hverri einustu flugvél sem hreyfði sig til eða frá sovézku herstöðvunum á Kolaskaga, en þar er sem kunnugt er mesta vopnabúr veraldar. Þaðan eru meðal annars gerður út TU-126 ratsjárþotur, en þær hafa svip- uðu hlutverki að gegna og AWACS. Enn er óráðið hvort og hven- ær AWACS-þotur verða teknar í notkun í fleiri ríkjum Atlants- hafsbandalagsíhs en Bandaríkj- unum og Islandi, en Vest- ur-Þjóðverjar hafa sýnt veru- legan áhuga á þeim, og er líklegt að af slíkum kaupum verði í náinni framtíð. Hlutverk þotn- anna, sem verða á vegum varnarliðsins á Keflavíkurflug- velli, verður einskorðað við eftirlitssvæðið umhverfis ís- land, en AWACS geta ef þörf krefur skipzt á tölvuupplýsing- um við Nimrodþotur Breta, sem gegn hliðstæðu eftirlitsstarfi. AWCS er skammstöfun, sem stendur fyrir Airborne Warning and Control System. Verð hverrar þotu fullbúinnar er 55 milljónir bandaríkjadala, eða tæpir 17 milljarðar íslenzkra króna. Það olli okkur minnihlutamönn- um vonbrigðum, að ekki skyldi vera sú reisn yfir meirihluta bæjar- stjórnar að samþykkja strax slíka tillögu þó hún væri flutt af minnihlutamanni, þar sem ekki var um meira fjárhagslegt atriði að rsiða eða framkvæmd en raun ber vitni. Nú þarf að fylgja málinu vel eftir í bæjarráði. Mér þótti réttfað vekja athygli Kópavogsbúá á þessum vinnubrögðum meirihluta bæjar- stjórnar, Alþýðubandalagsins, Al- þýðuflokksins og Framsóknar, ef það mætti verða til þess, að fólk láti í sér heyra og meirihlutinn verði knúinn til að setja gangbrautarljós- in upp strax. Svolítið var það neyðarlegt, að í lok þessa fundar var til afgreiðslu tillaga frá einum fulltrúa meiri- hlutans, um að kjósa 5 manna nefnd til að annast sérstaklega samskipti við vinabæ Kópavogs á Grænlandi, Angmaksalik. Flutningsmaður, Jó- hann H. Jónsson, lýsti slæmu ástandi þar og hvað Danir færu illa með þessa vini okkar með selstöðu- verzlun o.fl., og nauðsynlegt væri að við athuguðum sérstaklega á hvern hátt við gætum veitt aðstoð, hugsanlega tækniaðstoð o.fl. En fyrst þurftu bæjarstjóri og formað- ur bæjarráðs að fara í „námsferð" til Danmerkur og síðan getum við væntanlega aðstoðað Grænlend- inga. tmateg jós sem skapa hlylegt anúmm lenía vei í borðstolu, eídhú oli e$a sumarbúsisöRurr AFBUÐIN :*if;j:*:4j] :y.m.-&*UY.%'i**s:. .::..« i-v.i *¦-..;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.