Morgunblaðið - 26.09.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.09.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1978 27 smáauglýsingar — smáauglýslngar — smáauglýsingar — smáauglýsingar rr-yy——yy----yyy- húsnæöi Áteiknaöar jólastjörnur og dúkar með blúndu. Frá- gengnir og áteiknaðir jóla- strengir, löberar og dúkar í Ijósum striga. Fjölbreytt úrval af annari jólahandavinnu. Hannyroaverzl. Erla, Snorra- braut. Muniö sérverzlunina með ódýran fatnaö. Verðlistinn, Laugarnesvegi 82, S. 31330. tilkynningar Hilmar Foss lögg. skjalaþýð. og dómt. Hafnarstræti 11, sími 14824. Freyjugötu 37, sími 12105. Myntir og peningaseölar til sölu. Pantanaeyöublöð og myndskýringar eru á sölulista. Mönstuen, Studiestræde 47, 1455 Köbenhavn, K, Danmark. Bandarískur lögfræðingur um fertugt sem býr í Wiscounsin óskar eftir að komast í bréfa- samband við einhleypa íslenska stúlku meö hjónaband fyrir augum. Vinsamlegast skrifiö til Thomas T. George, 905 Inwood way, Madison, Wiscounsin, U.S.A. f boöf Keflavík - Suöurnes Keflavík 140 fm efri hæð í tvíbýlishúsi og bílskúr. Glæsilegar innréttingar og teppi á gólfum. Allt sér. íbúö í sérflokki. 4ra herbergja íbúö með bílskúr á góöum staö í Keflavík. ibúöin er í mjög góöu standi og er laus strax. Grindavík Glaesileg fokheld raðhús. 140 fm með 30 fm bílskúr. Verð 6.8 millj. Höfum kaupendur að ýmsum stærðum íbúða og einbýlishúsa. Ef þvið hafiö fasteign til sölu þá komiö eða hringið. FASTEIGNIRS/F Heiðargarði 3 — Keflavík Sími 2269. Garður Til sölu nýstandsett lítil 3ja herb. íbúð meö sérinngangi. Laus strax. Einnig höfum við til sölu íbúöir og einbýlishús í Garöin- um. Fasteignasalan, Hafnargötu 27, Keflavík, sími 1420. óskast keypt Brotamálmur Er fluttur að Ármúla, sími 37033. Kaupi allan brotamálm langhæsta veröi. Staögreiösla. Ungur maður óskar eflir vinnu hálfan eða allan daginn S. 38057. I.O.O.F. 8 = 1599278Vj=R.k. I.O.O.F. Rb. 1H1289268VÍ Nýtt líf Hamraborg 11, Kópavogi Al- mennur biblíulestur kl. 20.30 í kvöld þriðjudag. RÓSARKROSSREGLAN A M # R C « ¦ *—?~T8r"—-?^mmm V ATLANTIS PRONAOS Pósthólf 7072, 107 Reykjavík. 2693331830. Fíladelfía Bænavikan heldur áfram í dag og næstu daga kl. 16 og 20.30. 1. október hefur Fíladelfíusöfn- uöurinn útvarpsuöþjónustu kl. 11 fh. Aðalfundur félags Snæfellinga og Hnapp- dæla verður haldinn þriðjudag- inn 3. okt. n.k. kl. 20.30 í Domus Medicia. Dagskrá: Venjuleg aöalfundarstörf. Stjórnin. Al'lil.YSINIÍASlMINN F.R: £ 22480 JW«rj£)imUl«t>tti Björn Stefánsson Húsavík - áttræður Björn Gunnlaugur Stefánsson fæddist á Grásíðu í Kelduhverfi hinn 26. sept. 1898 og var yngstur 12 systkina. Tvö dóu á unga aldri, en önnur náðu fullorðinsaldri og urðu sum háóldruð. Foreldrar Björns voru sæmdar- hjónin Margrét Þórarinsdóttir á Grásíðu Þórarinssonar Þórarins- sonar Pálssonar Arngrímssonar sýslumanns á Laugum Hrólfsson- ar og Stefán Erlendsson Gott- skálkssonar Pálssonar á Fjöllum í Kelduhverfi. Ég læt þetta duga um ættfræðina nema get þess, að móðir Björns og Jón Sveinsson, Nonni, voru systkinabörn og hefur Birni þótt svipa til hans um yfirbragð. Björn ólst upp á Grásíðu og síðan í Olafsgerði, eftir að foreldr- ar hans fluttu þangað 1904. Þar vandist hann algengum sveita- störfum og gerðist fljótt vel liðtækur, enda bráðþroska og vel á sig kominn, hár og þrekinn og svaraði sér vel. Stefán, faðir Björns, var góður smiður og vann að byggingum fyrir sveitunga sína og þótti það verk vel af hendi leyst. Garðs- kirkja var byggð um síðustu aldamót og er enn hið reisulegasta hús. Stefán var vinsæll og eftir- sóttur til smíða. Hann hafði góða sóngrödd, og söng og kvað við vinnu sína og vakti smekkvísi hans um val texta og laga athygli. Björni þótti skemmtilegur félagi og tók mikinn þátt í störfum ungmennafélagsins. Hann var söngvin og hafði ágæta bassarödd, hreina og djúpa, og starfaði mikið í kirkju- og karlakórum sveitar- innar undir stjórn Árna Björns- sonar tónskálds o.fl. Þcgar Björn hafði aldur til fór hann í bændaskólann á Hvannevri og útskrifaðist þaðan eftir tveggja vetra nám með ágætri einkunn. Seinna gerði hann sér ferð til Noregs og dvaldist þar einn vetur á búgarði til að kynna sér búskaparhætti og vinnubrogð frænda okkar Norðmanna. Eftir það bjó Björn ýmist í Ólafsgerði eða Garði og stundaði jöfnum höndum sauðfjárbúskap og vöru- flutningaakstur, en hann var meðal fyrstu bifreiðarstjóra í Kelduhverfi. Björn var hygginn í fjármálum og ráðdeildarsamur. Eins og þeir fleiri frændur kvongaðist Björn seint, en haustið 1940 gekk hann að eiga frændkonu sína og nágranna Vilborgu Þórar- insdóttur frá Kílakoti, systur Sveins málara, Björns og þeirra systkina. Það var mál manna, að jafnræði væri með þeim hjónum, bæði nokkuð við aldur, vel að sér um margt, músikólsk og söngvin og hafði Vilborg ung lært á orgel og var organisti í Garðskirkju um alllangt árabil og stjórnaði kirkju- kórnum við góðan orðstír. Ætlan þeirra var að setjast að á förðuleifð Bjarnar, Ólafsgerði, hefja þar ræktun og gera jðrðina að stórbýli, svo sem draumur flestra þeirra, sem hefja búskap. En hér fór öðru vísi en ætlað var. Vilborg veiktist af berklum og var flutt á heilsuhælið að Kristnesi, þar sem riún barðist hetjulegri baráttu við hinn skæða sjúkdóm í mörg ár. Fyrsta ár sitt þar ól Vilborg dóttur, Þórnýju. Guðný systir hennar og Þórarinn Jóhannesson í Krossdal tóku litlu stúlkuna til sín og önnuðust hana af rausnarskap og hjartahlýju, þar sem Björn hafði ekki aðstöðu til að ¦hafa hana hjá sér. Vilborg náði það góðum bata á Kristneshæli, að hún gat flutzt heim og tekið dóttur sína til sín. Minnisvarði um Þor- stein Erlingsson MYNDASTYTTA af skáldinu Þor- steini Erlingssyni verður afhjúpuð við Skógaskóla laugardaginn 30. september kl. 3, í tilefni þess, að hinn 27. þ.m. verða 120 ár liðin frá fæðingu hans að Stóru Mörk undir Eyjafjöllum. Styttan ereftir Ríkarð Jónsson myndhöggvara. Er hún gjöf til skólans frá syni skáldsins, Erlingi Þorsteinssyni, lækni. Auk hans flytja þar ræður m.a. séra Sváfnir Sveinbjarnarson, formaður skólanefndar, og Jón R. Hjálmarsson fræðslustjóri. Söngflokkur undir stjórn Þórðar Tómassonar safnvarðar mun syngja þar ljóð eftir skáldið. Vilborg hefur verið mikil garð- ræktar- og hannyrðakona. Veikindi Vilborgar höfðu þau áhrif, að búskapardraumar þeirra hjóna urðu að engu. Upp úr því fluttist Bjórn til Húsavíkur og lagði stund á vörubifreiðaakstur sem hann hélt áfram fram á síðasta ár og hafði þá ekið vörubifreiðum um nær hálfrar aldar skeið. Hann var vinsæll og vel látinn í sínu starfi sem bezt sést af því, að hann er heiðurs- félagi í Bifreiðaastjórafélagi Húsavíkur. Þórný giftist Sverri Jónssyni póstfulltrúa. Ungu hjónin hafa búið í nánu sambýli við þau Vilborgu og Björn og er óhætt að segja, að þau búi í skjóli þeirra við bezta atlæti og njóti góðrar elli. Ef vel er rakið á ég til frændsemi að telja við þau hjón bæði Vilborgu og Björn. Mikil vinátta og gagnkvæm var milli afa míns, Benedikts Sveinssonar, og þessa frændgarðs af Víkinga- vatns- og Gottskálksætt norður í Kelduhverfi. Þessa hef ég notið í ríkum mæli, eftir að ég fór að hafa aí'skipti af pólitískum málum norður þar. Sú hlýja og gróna vinátta, sem ég hef mætt frá afkomendum Stefáns á Grásíðu og Þórarins í Kílakoti líður mér seint úr minni. Og t.a.m. var heimsókn mín til þeirra Björns og Vilborgar meðal örfárra ánægjulegra endur- minninga úr síðasta kosningaslag, þegar margt gekk svo öndvert. Um leið og ég árna Birni Stefánssyni og fjölskyldu hans heilla nú í dag, minnist ég Sigríðar systur hans, sem lézt nú í vor. Frá henni stafaði til hinztu stundar sú innri hlýja, sem einkennir svo margt fólk úr Kelduhverfi. Halldór Blöndal. Dregið í Happdrœtti Hjartaverndar Chevrolet Malibu Classic Sedan '78 nr. 31158. Litsjónvarp Toshiba nr. 22132. Litsjónvarp Toshiba 22366. Litsjónvarp Toshiba nr. 30013. Litsjónvarp Toshiba nr. 33612. Litasjónvarp Toshiba nr. 53112. 7. Litsjónvarp Toshiba nr. 65912. 8. Litsjónvarp Toshiba nr. 71798. 9. Litsjónvarp Toshiba nr. 78623. 10. Litsjónvarp Toshiba nr. 87023. 11. Litsjónvarp Toshiba nr. 90061. Vinninga má vitja á stofu Hjartaverndar stræti 17. 6. hæð. skrif- \ustur- Fyrirlestur um skozk stjórnmál JOHN Simpson, lektor í skoskri sögu við Edinborgarháskóla, flyt- ur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar fimmtudaginn 28. september 1978 kl. 17.15 í stofu 201 í Árnagarði. Fyrirlesturinn nefnist „Some aspects of Icelandic-Nordic studies in Scotland from the eighteenth century to the present" og verður fluttur á ensku. Öllum er heimill aðgangur. Sigurður Hreins- son áttræður í dag Sigurður Hreinsson, Blönduhlíð 23, er fæddur 26. september 1898 og er því áttatíu ára í dag. Þá ég undirritaður hafði starfað nokkur ár í Sundhöll Reykjavíkur var Sigurður ráðinn starfsmaður þangað og hófust þar með kynni okkar. Betri samverkamann en Sigurð Hreinsson er vart hægt að hugsa sér. Hann var jafnan glaður og hress í anda, boðinn og búinn að leysa af hendi hvert það verk sem að kallaði. Lagði hann jafnan allan hug sinn í það að verkið va?ri svo vel af hendi leyst sem kostur væri á. Var hann mikill starfsmaður aö hverju sem hann gekk, þótt kominn væri fram um sjötugt. Eftir að Sigurður hætti störfum hefir hann haldið tryggð við Sundhöllina og telja má að um áratuga skeið hafi hann daglega synt þar sína 200 metra eða meira. Hefir hann jafnan komið hjólandi, en hafi tíð verið risjótt eða færð svo slæm að hann hafi ekki getað hjólað hefir hann komið gangandi og þá ekki vílað fyrir sér þótt á móti blési. Telur hann að þetta hafi verið sú heilsulind er orskak- ar það að hingað til hefir hann ekki þurft að taka sterkari meðul en magnyl. Sigurðu Hreinsson er dreng- skaparmaður, flytur mál sitt á n undirmála af dirfsku og hrein- skilni, en heldur sig við það er hann veit sannast og réttast. Hann hefir verið og er gleðimaður í þess orðs bestu merkingu og kunnað að meta góð vín á góðri stund. Hans aldna húsfreyja, sem nú er mjög farin að heilsu og kröftum. hefir með dugnaði og myndarskap búið Sigurði fagurt oggott heimili. Sendi ég frú Halldóru mínar innilegustu hamingjuóskir og þakka þeim báðum þá vináttu og traust er þau hafa jafnan sýnt mér. Hlýlegt viðmót Sigurðar, örlæti hans og höfðingslund gerir það að verkum að hann er vinmargur og ekki síður hjá miðaldra og ungum en hinum öldnu. Vænti ég því að margir beini til hans hlýjum hugsunum í tilefni afmælisins og er það innileg ósk mín að þær hugsanir verki til gleði Qg farsæld- ar á líf hans í framtíðin'ni. Mér finnst vel við eigandi að færa Sigurði sérstakar afmælis- kveðjur og óskir mínar með orðum Hávamála: „Glaðr ok reifr skyldi gumna hverr, unz sinn bíðr bana." Bárður Sveinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.